Obb bobb obb !!!!
sunnudagur, desember 31, 2006
|
 
Upp er runninn gamlársdagur, afskaplega grár og blautur!
 
þriðjudagur, desember 26, 2006
|
 
Annar jóladagur og ég er búin að læra frá því klukkan níu í morgun. Mér finnst ég dugleg. Svo dugleg að mér finnst ég eiga skilið að fara í góða sturtu, klæða mig í kjól og baka pönnukökur. Og það er einmitt það sem ég ætla að gera núna!
 
sunnudagur, desember 24, 2006
|
 
  Posted by Picasa
Gleðileg jól.
 
|
 
jólatréið mitt er eins og dragdrotting!
 
laugardagur, desember 23, 2006
|
 
Ahh, komin í jólafrí!
 
|
 
Þá er allt komið í hús; gjafir, matur, tré, föt og meira að segja skór fyrir frúnna. Nú get ég verið inni þar til yfir líkur, eða þar til jólin koma. Ég ætla að reyna að standa við það sem ég lofaði sjálfri mér, en það er að vera komin af stað með ritgerðina fyrir jól og líklega er þá best að nota tímann þangað til krakkarnir koma í kvöld og hætta þá að blogga....
 
föstudagur, desember 22, 2006
|
 
Jólasveinarnir tveir frá íslandi, sem við áttum von á í gærkvöldi, komu klukkan hálf þrjú í nótt. Ég var svo æst í að fá þau að ég var ekki einu sinni farin að sofa þannig að núna erum við AG svakalega morgunhress, aðallega hann þó.
Deginum ætla ég að verja í búðarferðir og ráp, slæping og snatt.
 
fimmtudagur, desember 21, 2006
|
 
Ég er nú samt búin að kaupa hið fullkomna jólatré. Høj og slank, er það, alveg eins og ég!
 
|
 
Mér finnst hormónaójafnvægi og jólaundirbúningur ekki fara saman. Ég vona að annað hvort fari að taka enda...
 
þriðjudagur, desember 19, 2006
|
 
...æi, ég nenni þessu ekki. Er farin á skauta.
 
mánudagur, desember 18, 2006
|
 
Ég er búin að kaupa viðbjóðslegasta hund veraldarsögunnar í jólagjöf handa Þorbjörgu Sölku. Mikið á hún eftir að verða glöð. Á Arnald Goða keypti ég svo spidermann jólaföt, það er annað hvort eitthvað svoleiðis, eða hann verður ber á jólunum. Það er ennþá ómögulegt að koma honum í föt sem ekki eru "hættuleg". Ég á hins vegar eftir að kaupa mér nýja flík, líklega læt ég bara nýjar sokkabuxur nægja, enda á ég alveg nóg af fötum.
Farin að læra...
 
sunnudagur, desember 17, 2006
|
 
Vika til jóla segja þeir. Það getur nú ekki talist mikið og mikið erum við farin að hlakka til, hér á bæ. Ég veit alveg að þau koma blessuð, hvort sem maður er "tilbúinn" eður ei, svo ég ætla ekki að stressa mig. En ég ætla nú samt að drífa mig í að klára jólakortin í dag og pakkana sem þarf að senda, ókey bæ.
 
laugardagur, desember 16, 2006
|
 
Þetta er nú góður dagur. Jólapakka-innpökkun, át, afmælisveisla, bílaleikur, át, morgunsjónvarp, freyðivín, jólakortaframleiðsa, símtöl frá íslandi, boð, át, pizza, leti, jólalög og sitthvað fleira. En ekkert endilega í þessarri röð. Bara svona eftir hendinni. Voða gaman...
 
föstudagur, desember 15, 2006
|
 
Í dag er ég búin að skila BA-ritgerð og kaupa mér flugmiða til Íslands. Mér finnst það nú bara helv. gott dagsverk!
 
fimmtudagur, desember 14, 2006
|
 
  Posted by Picasa
Jólastelpa með munninn fullan af nammi.
 
|
 
  Posted by Picasa
Lúsíur í móðu.
 
|
 
Mig vantar yfirlesara. Krosstréin mín brugðust og nú hef ég engan til að lesa yfir fyrir mig. Er ekki einhver ógó góður í ensku sem hefur smá tíma til að lesa mitt ódauðlega meistaraverk yfir í dag?
 
miðvikudagur, desember 13, 2006
|
 
Núna get ég ekki meira. Þó svo að ritgerðin sé kannski ekki fullkomin, þá er ég komin með fullkomlega nóg af henni og er hér með hætt. Á bara eftir að skrifa -redegørelse for literatursøgning og resumé á dönsku. Geri það í kvöld og svo bara prenta og skila á morgun. Í dag hef ég ekki einu sinni náð að byrja að lesa fyrir hina, af því að ég var ekki búin að ljúka þeirri fyrri formlega, í huganum. En nú er ég búin að því og get þá byrjað að lesa á morgun. Núna ætla ég hinsvegar að gleðja mig með því að þrífa gluggana.
 
þriðjudagur, desember 12, 2006
|
 
Jæja, ætli þetta sé ekki bara að verða komið gott? Mig er farið að lengja eftir að byrja á næstu...
 
föstudagur, desember 08, 2006
|
 
Ég:'Góðan dag'
Afgreiðslustúlka: 'g´dah, ged é astoðah?'
Ég:já, eigiði nokkuð einbeitingu?
A: Eihbeitinguh?
Ég: Já, einbeitingu, ég veit að hún hefur fengist hér, en ég sé hana bara ekki, er hún uppseld eða hvað?
A: ha, neih...bíddas (hringir og tyggur tyggjó á meðan og kinkar ákaft kolli. snýr sér svo aftur að mér)
A: Hún er í hillunni 'addna hjá teinu, það er tilboð á 5 lítra dósonum...
( ég geng að te-hillunni, og tek mér tvær 5 lítra dósir af einbeitingu, hugsa með mér að það muni líklega duga í svona viku, og geng að kassanum)
A: Það eru þrjár fyrir sjöst.
Ég: ha?
A: já, þrjár fyrir sjöst, það er skoh tilboðið.
Ég: já ókey, ég tek þá þrjár.
A: sjöst. Viltu poka?
Ég: Gerðu svo vel, get ég fengið fimm hundruð yfir? og já takk ég vil poka takk...
 
|
 
I love the night live, I´ve got to boogie...
Ju, hvað ég er í miklu stuði! Ég á það til að detta í algjört banastuð þegar minnst varir, og þá oftar en ekki þegar ég hef ekkert við það að gera. Núna er ég t.d. að læra en það verður að segjast að það er ekki auðvelt með glymjandi diskó á heilanum. Kannski hann Peter í Fakta geti læknað mig af þessu stuði. Best að tékka á honum..
 
fimmtudagur, desember 07, 2006
|
 
...hvað það er nú skemmtilegt að vinna með dana, hahaha...
 
miðvikudagur, desember 06, 2006
|
 
Ég er komin með svefnsýki, á háannatíma!
 
þriðjudagur, desember 05, 2006
|
 
Ég er með fagurrauða og glansandi bólu á milli augnana. Ég held að ég bregði mér í indverska dressið í dag, það eitt getur mögulega reddað þessu!
 
mánudagur, desember 04, 2006
|
 
Pabbi minn er 60 ára í dag. Til hamingju með það...
 
sunnudagur, desember 03, 2006
|
 
Stína spurði mig áðan, hvað hefði komið fyrst; umbúðirnar, pakkinn eða innihaldið. Ég gat ekki svarað, en mikið vildi ég að ég vissi svarið. Þó ég viti ekki hvað það myndi gagnast mér.
 
laugardagur, desember 02, 2006
|
 
Hvað er ég að þvæla þetta... það er orðið alveg yndislega jólalegt hjá okkur. Svo erum við líka að fara í fyrsta jólapartý ársins, af fimm held ég, á eftir, það verður gaman. Svo er ég alveg að verða búin með ritgerð nr. 1 það er líka gaman og það verður gaman að byrja á þeirri númer tvö. Gaman, gaman, gaman!
 
föstudagur, desember 01, 2006
|
 
Loksins rann hann upp þessi dagur. Dagurinn sem ÞS er búin að bíða eftir í amk mánuð, 1. Des. Setja-upp-jólaskraut-dagurinn.
Þannig að, þegar við komum heim náði ég í jólakassann og krakkarnir tættu allt upp úr honum og dreifðu um allt gólf á íbúðinni. Málinu lokið.
Þau alsæl og rokin út að leika við vini, ég verð bara hér og tek þetta saman. Set kannski seríu í gluggann og kveiki á kerti.
 
|
 
Ég er mesti nautnaseggur sem ég þekki og hvernig á ég þá að rífa mig upp á morgnana þegar ég get sofið eins lengi og ég vil?
Æi, ég er heldur ekki viss um að ég vilji vita svarið. Það er svo, svo gott að kúra.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com