Obb bobb obb !!!!
laugardagur, desember 31, 2005
|
 
Þá er þetta að verða búið. Sem betur fer, segi ég bara. Þetta er ekki búið að vera besta ár lífs míns, en samt ekki endilega vont, frekar erfitt, á köflum. Núna hlakka ég til að fá það næsta. Get varla beðið, iða í skinninu. Áðan hitti ég engil og nú ætla ég út að gera kertasnjóhús fyrir utan gluggan minn. Gleðileg áramót!
 
föstudagur, desember 30, 2005
|
 
Hjólið mitt í gærkvöldi!
Í dag skýn sólin á allan snjóinn svo það er eins og við búum í ævintýralandi. Gaman, gaman....... Posted by Picasa
 
fimmtudagur, desember 29, 2005
|
 
Aldrei hef ég áður verið hér í svona miklum snjó.
 
miðvikudagur, desember 28, 2005
|
 
Ég les og ég les, en ég get nú ekki sagt að ég verði klókari. En ég sit alla vega við, fær maður ekki punkta fyrir það?
 
sunnudagur, desember 25, 2005
|
 
Þá eru börnin farin til föðurhúsanna og ég búin að grafa undan jólaskrautinu sögubók. Jólin eru komin á pásu fram til 29. þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju. Annars hefur hér ríkt eintóm hamingja síðustu daga og hjartað mitt er yfir fullt af gleði, þó að ég sakni krakkanna minna strax eftir þennan hálftíma sem þau hafa verið að heiman. Ég ætla rétt að vona að æsispennandi saga bandaríkjanorðurameríku rífi kökkinn úr hálsinum, en ef ekki þá verð ég bara að fara og heimta þau aftur heim og kveikja á jólunum aftur.
Gleðileg jól til allra og takk fyrir pakkana og kortin. Ég er þá farin að læra!
 
föstudagur, desember 23, 2005
|
 
Þá er ég komin í jólafrí. Er að þrýfa, þvo og alveg að leggja til atlögu við jólatréið, gríðarstóra, sem bíður mín inni á baði. Svo er komin Birta og full ferðataska af jólagjöfum sem krakkarnir fara og kíkja í annað slagið, bara til að ganga úr skugga um að þær séu raunverulega. Ég hlakka til á morgunn..... væri samt alveg til í að kyssa jólasvein!
 
þriðjudagur, desember 20, 2005
|
 
Fyrsti "læra-undir-próf-dagurinn" lofar góðu, ég sofnaði bara einu sinni! En annars átti ég einstaklega góða og ánægjulega helgi með góðum vinum og náði meira að segja að hitta megnið af fjölskyldunni í kaupbæti. Takk fyir mig.
 
mánudagur, desember 19, 2005
|
 
Það var einstaklega hátíðleg stund þegar ég og ALLIR pólverjarnir sem varið hafa á Kárahnjúkum í haust tókum á loft frá Keflavík í dag. Ég táraðist.
 
föstudagur, desember 16, 2005
|
 
Þá er síðasta skóladeginum lokið og ég á þá bara eftir að lesa allt efnið fyrir próf. Húrra fyrir mér. Annars er ég svo kvefuð að ég veit ekki hvað ég heiti og ekki má ég verða veik þegar mikilvægt partý stendur fyrir dyrum. Annars er bara ekkert frekar en venjulega.........
kv
Rósa
 
fimmtudagur, desember 15, 2005
|
 
Lucia Posted by Picasa
 
miðvikudagur, desember 14, 2005
|
 
Ég er í tómu rugli. Er komin með hita, er á leið í matarboð, (sem ég ætla ekki að slaufa, þrátt fyrir hitan, því að mér finnst svo leiðinlegt þegar ég lendi í því að fólk afboðar á síðustu stundu), ég hef ekki séð skólabækurnar mínar frá því fyrir helgi, líklega eru þær grafnar undir jólaskrauti og smákökum, ég á eftir að finna jólagafir fyrir bestu kellingarnar mínar og svo greip mig allt í einu sjúkleg löngun í síld, sem er enn eitt merkið um að ég sé ekki í lagi, ég borða nefnilega sárasjaldan síld, en áðan eyddi ég 20 mín. í að finna þessa einu réttu. Bottom line; Stína og Jóda; þið verðið að segja mér númer hvað þið notið af fötum, áður en ég fer í skólan í fyrramálið, ef þið viljið auka líkurnar á að fá einhverja jólagjöf í ár!
 
|
 
Svarhvít jólabörn Posted by Picasa
 
|
 
Dagur fimm! Púff.
Ég er loksins alveg að verða búinað fá nóg af þessu. Enda sjálf komin með hósta og kvef. Þetta hlýtur að taka enda, það bara hlýtur. Matarboð í kvöld hjá Birgitte og í tilefni af því erég að hugsa um að skella mér í bað. Jájá, æsispennandi, allt saman.
 
þriðjudagur, desember 13, 2005
|
 
Þá er Arnaldur aftur fluttur að heiman, flúinn til nágrannana á ný. Skil það svo sem vel, ég væri löngu flúin sjálfa mig ef ég gæti. Hann fór í pössun því ég ætlaði að láta setja í mig eina tönn fyrir jólin, jólatönn, en neitaði svo að koma aftur heim. Ég sagaði í sundur kojuna og bar yfir og fer með bílana hans á eftir! En ég fékk samt enga tönn, bara smá skotsilfur til að fara með til Íslands um helgina. Annars er ekkert að frétta, EKKERT.
 
|
 
Ókey, Dóra.....
Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
 
mánudagur, desember 12, 2005
|
 
Aftur í dag er framúrskarandi gott skauta veður. Aftur í dag er ég heima með veikan strák. Aftur í dag langar mig að kvarta og kveina. Aftur í dag ætla ég ekki að gera það.
 
sunnudagur, desember 11, 2005
|
 
Æi, sorrý Stína, engin tíðindi...ég hélt bara að það væri eitthvað að gerast, en mér sjöplaðist.
En í hinu æsispennandi lífi mínu hefur Arnaldur tekið foristuna í keppninni -hver verður næst veikur-. Húrra fyrir honum!
 
laugardagur, desember 10, 2005
|
 
Jahérna, fjölskyldan setti persónulegt svefnmet. Við sváfum í fjórtán, tólf og níu tíma, allt eftir aldri. En þetta varð til þess að við sváfum yfir okkur í Íslenska skólann eins og aulabárðar. Reyndar finnst ÞS það ekkert svo slæmt, hún elskar að liggja og glápa á sjónvarpið um helgar og er þess vegna alsæl með sæng í sófanum á meðan mamman er með móral.
En annars dregur til tíðinda.......
 
föstudagur, desember 09, 2005
|
 
Mig dreymdi að ég svæfi í aftursæti í bláum Volvo station, dökkbláum. Svo þegar ég fór úr skónum, bandaskónum, var ég með djúp för eftir böndin, ég var með svo mikinn bjúg. Getur einhver ráðið þetta fyrir mig?
Annars er það að frétta að ég finn ekki lyklana mína, sem er frekar leiðinlegt af því að ég finn ekki heldur aukalyklana af hjólinu mínu og þarf þar af þeiðandi að fara allra minna ferða gangandi. Eins gott að ég þarf ekki að fara í margar ferðir!
 
fimmtudagur, desember 08, 2005
|
 
Mér leiðist svo að ég er að SPRINGAHHHHHHH!
 
|
 
Jájá, þá er maður búinn að baka eina "sort". Eða kannski er réttara að segja hálfa, ég átti bara eitt egg og smá smjörklípu þegar ég hófst handa við verkið, en ofgnótt af súkkulaði bætti það upp og úr urðu "bestu jólakökur í heimi" að sögn barna minna. Eitt það skemmtilegasta við að vera foreldri, finnst mér, er þegar maður getur galdrað eitthvað fram, eins og smákökurnar í gær. Ég var eitthvað að bjástra með egg og sykur og svo eru bara allt í einu komnar kökur! Mikið sem maður er magnaður, einmitt þá.
En hvað þarf maður að baka margar sortir í dag til að teljast til fyrirmynda húsmæðra?
 
miðvikudagur, desember 07, 2005
|
 
Hljóp í fyrsta skipti í dag síðan ég var í Washington, mikið var það gott. Annars er bara ekkert að frétta. Ælupestum virðist vera lokið í bili, það er komið vor, held ég barasta, og jólasveinapakkarnir voru að koma í hús. Mikið sem ég á góða að.....ég segi nú ekki annað.
 
mánudagur, desember 05, 2005
|
 
Ég get ekki sagt annað en að það sé svaka góð nýting á balanum. AG er orðinn veikur......
 
|
 
Ég er alls ekki eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera, margur heldur mig sig og það er lengi von á einum!
 
sunnudagur, desember 04, 2005
|
 
Þarna er ég með Bob. Við ætlum að trúlofa okkur þegar hann er búinn að raka á sér handabökin! Posted by Picasa
 
|
 
við mæðgur vöktum lungað úr nóttinni. Önnur kastaði upp, hin hellti úr balanum og skipti á rúminu, náði í vatn og hélt um ennið. Í dag er frekar lágt á okkur risið og við sem eigum eftir að gera aðventukrans!
AG finnst mikið að sér vegið, ekkert haldið á bala fyrir hann og óendanlegur tími sem gæti farið í athyggli á honum, fer í að stumra yfir sjúklingnum. Hann hefur nú leitað hælis hjá grönnunum góðu og situr þar yfir heitu kakói og öðru góðgæti.
 
föstudagur, desember 02, 2005
|
 
Í dag var í síðasta sinn sem ég vakna of seint!
 
fimmtudagur, desember 01, 2005
|
 
iiiii, djók þetta með kennarann. Ég er að pæla í að vera bara einhleyp þangað til yfir líkur!
 
|
 
Þá held ég að þetta sé komið, ég er öll að skríða saman, að koma til sjálfrar mín. Gat samt ekki höslað kennarann sem ég ætlaði að hösla í dag. En kannski þýðir það einungis að ég er komin til sjálfrar mín, ég hef aldrei getað höslað af neinu viti. Kannski er bara best að halda því svoleiðis....hm eða hvað?
Ég ætti nú að ráða við einn skitinn háskólakennara........
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com