Obb bobb obb !!!!
mánudagur, júní 23, 2003
|
 
Nei annars hann er ágætur hann Siggi og ég tel það vera skyldu mína við mannkynið að taka hann með í þessa reisu. Helmingur fjölskyldunnar er að springa úr spenningi. Þorbjörg beit m.a.s. vinkonu sína í dag og tómum æsingi og lamdi aðra. Ég vona bara að Siggi nái að halda geðheilsunni þrátt fyrir spening!
Öllu verra er að ég á ekki bikiní. Miðað við að það lítur út fyrir 29 stiga hita þá held ég að mér veiti ekkert að svoleiðis flíkum!!!
 
|
 
Ég svoleiðis pakka og pakka og Siggi lufsast bara um, er að reyna að ákveða hvaða bindi hann á að taka með og eitthvað. Þetta er bara helvítis kerling sem ég er gift!
 
|
 
Í gær héldum við upp á eins árs afmæli Arnaldar Goða. það var mikil hátíð, ís, kökur og meiri ís og enn þá meiri ís. Ís klikkar aldrei ( nema hann bráðni) og maður þarf heldur ekki að baka hann!
Annars ætti ég nú að vera að pakka niður, ég bara nenni því ekki og málið er ekki flóknara en svo að það sem fer ekki niður í tösku, fer ekki með til Búlgaríu. Þá þarf ekkert að æsa sig yfir því.
 
laugardagur, júní 21, 2003
|
 
Hér er allt eins og það á að vera. Í dag ætla Íslendingar í Kaupmannahöfn að halda upp á þjóðhátíðardaginn. Og viti menn, það er rok og rigning!
 
föstudagur, júní 20, 2003
|
 
Við ekki fyrr komin í sumarfrí en íbúðin er komin í rúst. Eins gott að við sém að fara héðan. Ég er viss um að það er alltaf allt mjög snyrtilegt í Búlgaríu.
Ég vað að koma af frumsýningu á mynd Ásgeirs Hvítaskálds " Den dag kommer aldrig". Ég segi ekkert um þá mynd en ég er viss um að mér tekst að ná að fjármagna eitthvað af verkefnum framtíðarinnar????? Best að fara bara að fá sér bjór og taka svolítið til.

Hey!! og eins gott að ég er ekki í saumaklúbb. Ég held að konur í saumaklúbbum eldist fyrr og verr en aðrar konur
 
|
 
Og....... ég er búin að finna brjóstahaldarann!
Það er bara allta að smella saman.
 
|
 
Jæja. Þá er maður orðinn stoltur eigandi sólarlandarferðarmiða fyrir fjóra.
Við förum til Búlgaríu á þriðjudaginn og verðum í tvær vikur. Jíbbíkajeiiiiiii moðerfokker!
 
fimmtudagur, júní 19, 2003
|
 
Niðurgangur og lús.
Blessuð börnin, þau gefa manni svo mikið!
 
miðvikudagur, júní 18, 2003
|
 
Ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að sitja (brjóstahaldaralaus) með sjúklega hársára "fjögrogháls" árs stelpu í fanginu leitandi að lúsum og niti, er ég ekki svo viss um að ég hefði eignast nokkur börn.
Ég er með öðrum orðum orðin að öðru fólki! Börn annars fólks fær lús, ekki mín og hvað þá ég.

Það er gott að hafa eitthvað að glíma við samt. Svolítið eins og að vera í fjársjóðsleit !
Fokk jú Pollýanna.......
 
|
 
Ég finn ekki brjóstahaldarann minn!
Já, það er skömm að frúin skuli ekki eiga fleyri en einn brúklegan, en svona er þetta bara og nú er hann horfinn í svarthol einhverstaðar hér á heimili mínu.
Þá er bara að vera með settið "frjálst". Ekkert annað að gera.
 
þriðjudagur, júní 17, 2003
|
 
Það var klikkað að gera hjá mér og svei mér ef fjölskyldan kemst ekki bara í fríið. Best að fara bara í fótabað og leggja sig smá.
 
mánudagur, júní 16, 2003
|
 
Á morgun fer ég í Jónshús. Þar verð ég við köku og bökusölu allan seinni part dagsins. Er búin að vera að undirbúa mig í dag. Bæði búin að baka og kaka!
Ég er nefnilega að reyna að fjármagna ferðalagið sem við erum á leið í í næstu viku. Við erum að fara til útlanda, en erum bara ekki búin að ákveða hvert. Enda skiptir það engu máli, aðal málið er að vera hress og halda hópin. Verst bara ef Ingibjörg álpast til að eiga barnið á meðan við erum í burtu. Hvernig ætli hún snúi sér í því eiginlega? Hún verður bara að halda í sér. Ég segi líka að maður eigi að nota sér þessar 42 meðgönuvikur sem í boði eru. Maður veit ekki hvenær maður verður óléttur næst.
 
sunnudagur, júní 15, 2003
|
 
Á mínum vikulega hjólatúr upp norribúgaðe í morgun sá ég svolítið skemmtilegt. Það var tilboð í kirkju.
Á stórum borða sem var strengdur á kirkjuna stóð: Tre gud i en, gudtjeneste for begyndere.
meiriháttar!
 
laugardagur, júní 14, 2003
|
 
Ég er að pæla í því hvort ég sé þunn. Ég held barasta ekki, en það var samt bara voða gaman í gær.
Skrítið samt með dani, það er eins og það sé skilda að halda framhjá í vinnustaðapartíum. Það voru meira og minna allir að kyssa alla sem þeir áttu ekkert að vera að kyssa. Ég var bara svo gáttuð að ég vissi ekki hvað ég átti að gera. En ég vissi þó að ég átti ekki að kyssa neinn, sem betur fer, því nóg vara reynt. Það er alltaf voða gaman að vera sætust og skemmtilegust.
 
fimmtudagur, júní 12, 2003
|
 
Aldrei fyrr hef ég eldað spagettí bólónés klukkan tíu mínótur í tólf. Einhvertíma verður allt fyrst og kannski er þetta bara málið. Að elda matinn kvöldið áður en hann skal etast, þá alla vega lendir maður ekki í því að allir séu að springa úr hungri og maður ekki búin að elda. Sem bara leiðir til jógúrtsáts í millitíðinni sem aftur leiðir svo til leifa!
 
|
 
Jæja, það var forsýnig á uppþvottamyndinni í dag. það gekk vel. Svo vel að ef það hefðu verið veitt verðlaun fyrir bestu myndina, þá hefðum við fengið þau. Djöfull sem ég veit það maður!
Þá er bara að frumsýna á morgun. Það verður rosa veisla sem byrjar á morgunmat uppi í skóla, svo verða sýndar myndir í tvo og hálfan tíma og svo verður grillað dautt svín. Og svo, og svo, og svo.............
Krakkarnir fá að gista hjá mæðgunum Elgaard og allt, það verður svo mikið og svo....
shitt, verð að fara að þvo!
 
miðvikudagur, júní 11, 2003
|
 
Í dag bakaði ég tíu botna og eina risaskúffuköku sem ég skar í tvent. Ég sé þá ekki betur en ég standi uppi með tólf kökur! Geri aðrir betur.
Húrra, húrra, húrra, húrra!!!!!
 
|
 
Hjálp
MIg vantar svo upplýsingar um það hve miklum tíma feður verja með börnum sínum.
Veit einhver hvað ég get fundið svoleiðis stöff?
Vill einhver hjálpa mér?
over end át......
 
þriðjudagur, júní 10, 2003
|
 
Ég fatta ekki klór. Kannski er ég bara voðalega vitlaus en málið er þetta:
Klór breikir, tekur lit úr efnum. Eða eitthvað svoleiðis. En hvað með tvinnan sem efnin eru saumuð saman með. Er tvinni ekki efni? Er hann kannski ekki litaður? Eru eihverstaðar í heiminum risastórir tvinnaakrar þar sem ræktaður er tvinni í mismunandi litum og þessvegna er ekki mögulegt að bleikja tvinna!
Ég fatta ekki heldur tvinna. Djös, mar.....
 
|
 
Þegar ég kom heim úr skólanum í dag var maðurinn minn þar með þremur konum. Hvað ætli það eigi nú að fyrirstilla?
 
mánudagur, júní 09, 2003
|
 
Ég á sjautján pör af sokkabuxum. Er það mikið eða lítið ? Eða réttara sagt eru það margar eða fáar sokabuxur. Til að eiga sko...
 
sunnudagur, júní 08, 2003
|
 
Og loks kom rigning og rok. Fyrst kom rok. svo kom rigning. Og þá meira rok. Svo elding. Svo þruma. Og enn meiri rignign. Og enn meira rok. Og nokkra eldingar til og þrumur með. Og svo fór að draga úr þessu og nú er bara hætt að rigna og spáð sólskini á morgun.
 
föstudagur, júní 06, 2003
|
 
Gerðu svo vel Lára.
 
|
 
Jæja, það sér ekkert fyrir endan á þessu neitt. Það er alltaf eitthvað. Heimilið lítur út eins og eftir sprengingu, ekki bara á dagin þegar við erum öll heima við, heldur alltaf. Við bara rétt komum inn, hendum frá okkur dóti, sækjum eitthvað annað stöff og svo aftur út. Öll herbergi eru undir lögð haugum. Inni hjá Þorbjörgu eru tveir aðalhaugar; fötin sem ég finn til á kvöldin og hún neitar að fara í og svo haugur af drasli sem við komum með heim úr grillveisluafmælisinnfluttningspartýi síðustu helgi. Baðherbergið er fullt af óhreinum þvott, sem við neyðumst líklega til að þvo um þessa helgi vegna þess að stelpan pissaði á hauginn rétt í þessu. Í Herbergi okkar hjóna renna sama hálfskítug barna- og fullorðinsföt, vinnufötin hans Sigga, hrein rúmföt, sem af óskiljanlegum ástæðum lentu inni í rúmi í staðin fyrir uppí skáp, allir kjólarnir mínir, (nema sparikjólarnir) af því að ég gat ekki alveg ákveðið mig hér um daginn og svo allir staðalhaugarnir auðvitað. Stofan og eldhúsið..... Púff. Ég hef bara ekki komist að tölvunni fyrr en núna fyrir dóti.
Það er ekki eins og við náum að grynnka á þessu um helgina. Í kvöld kemur María frænka Guðmundsdóttir með vinkonu til að gista. Ekki tökum við mikið til þá.
Á morgun förum við í afmælisveislu hjá Janusi skólabróður frá kl: 14:00 og fram eftir. Líklega verðum við að þvo í fyrramálið svo að ekki tökum við mikið til þá.
Á sunnudag ætlum við á karnival København og svo fáum við nágrannana í mat um kvöldið. Ekki tökum við mikið til þá.
Á mánudag verðum við líklega bara of uppgefin eftir helgina til að taka til.

Það er bara engin spurning, við verðum að fá okkur stúlku!
 
þriðjudagur, júní 03, 2003
|
 
Hæ.......
æi, ég nennissigggi.........
 
sunnudagur, júní 01, 2003
|
 
Það er voðalega lítið blogg í mér þessa dagana. Held barasta að það gufi upp í hitanum. Fjölskyldan mín þolir þennan hita afar illa liggur öll uppí rúmi nú um hábjartan dag og dormar. Einn er veikur og tvö eru með hitaleiða. Ég hins vegar, stuðboltinn ógurlegi sem svaf til kl. 12, og hafði mér til afsökunar að drengur hafði vakað mikið í nótt, þarf að fara að skúra. Það er alltaf jafn hátíðlegt að gara það á sunnudögum!
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com