Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, október 31, 2006
|
 
Veðrið er alveg í stíl við mig í dag; Viðbjóðslegt!
Hormóna-drullu-helvítis-drasl-kúkur-aumingi-skítallabbi-apahöfuð-afglapa-djös-drasl!
 
mánudagur, október 30, 2006
|
 
  Posted by Picasa
Þorbjörg mín. Svolítið úr fókus en með uppsett hárið, maður þarf ekkert endilega að vera í fókus þegar maður er með uppsett hár...
 
|
 
...mánudagur til mánudags. Var að hugsa um að skrifa til mæðu, en það á bara alls ekkert við. Þetta lítur út fyrir að verða hinn ágætasti dagur.
 
sunnudagur, október 29, 2006
|
 
Ég er alltaf eitthvað að græða. Í morgun, á meðan ég sötraði kaffið mitt, fletti ég tilboðsblöðum. Þau voru auðvitað full af lífsnauðsynjum. Þeirra á meðal voru eggjasuðuvél (tilboðsverð 129,95), hrísgrjónasuðuvél (tilboðsverð 249,95) og súkkulaðibræðsluvél (tilboðsverð 149,95). Mér til mikillar lukku og hamingju komst ég að því að ég á allar þessa græjur samsettar í einni og get því sparað mér þessar 529,85 krónur. Ég á nefnilega pott!
 
|
 
Af því að ég er nú alveg að verða 35 ára, búin að bjóða til veislu og svona og af því að það eru allir endalaust að spyrja hvað mig langar í í afmælisgjöf fann ég óskalista frá því 2004. Sumt er ennþá í gildi, en annað ekki. Hér kemur hann og ég bæti svo því við sem mér dettur í hug á þessum drottins degi.

1. Saga orðanna, eftir laumukærastan minn; Sölva Sveinsson.
2. Camper(s) skór, ekki alveg viss um hvernig, svo það er vissara að hafa mig með í ráðum.
3. Svört alpahúfa. Búin að kaupa hana sjálf
4. Inniskór, einhverja sem maður svitnar ekki mikið í, eru töff en sígildir þannig að maður geti notað þá helst í tvo vetur. Nota núna sandalana sem ég keypti mér í sumar svo ég þarf ekki aðra í bili.
5.Kápa/úlpa/úlpukápa... er ekki alveg viss, ekki páka samt, kannski réttara að segja bara yfirhöfn og hafa mig með í ráðum. Tja...þarf ég virkilega aðra yfirhöfn?
6. Svartur Flaugelisjakki. Tja...þarf ég virkilega aðra yfirhöfn?
7. Rauður varalitur, ekki eldrautt, ekki dimmrautt, bara nákvæmlega eins rautt og mig vantar. Þetta er erfitt, en þó enn í gildi. Er búin að fá tvo að gjöf, en hvorugur var sá rétti
8. Sólarpúður. Úrelt
9. Prjónar í öllum númerum. Gæti orðið til þess að ég færi aftur að prjóna, en er samt ekki mjög aktúelt (gildir líka fyrir 10 og 11)
10. Garn í öllum litum.
11. Prjónauppskriftir sem ég skil, ef þær eru fáanlegar.
12. Siggu Lísu aftur út. Sígild afmælisgjöf
13. Mat, má vera matur til að setja í ískápinn, matarboð, út að borða-boð, ostabakki... Jájájájá, sei sei sei...
14. Sundbol. Til að vera mergjaðislega sessí ef ég hitti sæta pabban aftur í sundi
15. A Contrastive Gammar textbook & workbook ( Hjulmand). Neibb, kann ALLT um enska málfræði sem vert er að kunna!
16. Kínaskyrtu, veit ekki hvaða lit, vissara að hafa mig með í ráðum. Búin að kaupa hana sjálf
17. Eva Trio pottar, ætla að fara að safna þeim, en finnst reyndar svolítið off að fá potta í afmælisgjöf.
18. Málverk á veggnina í nýja húsinu sem ég fæ mér bráðum á íslandi

Þetta er nú ekki mikil viðbót, en mér dettur bara ekkert í hug sem mig vantar. Stundum væri ég alveg til í að "eiga" au pair og stundum væri ég alveg til í að eiga Björn Rafnar, en oftast er ég bara mjög sátt.
Núna er ég sátt og fer brátt í næsta þátt...
 
fimmtudagur, október 26, 2006
|
 
Það er svo mikið að gera hjá mér að ég kem engu í verk!
 
miðvikudagur, október 25, 2006
|
 
Sólin skín og fjölskyldan er öll full af kvefi. Ég get ekki séð hvernig lífið ætti að vera öðruvísi á þessum ásrstíma.
 
þriðjudagur, október 24, 2006
|
 
Þetta er málið...

Í tilefni af því að leyfðar hafa verið hvalveiðar við Íslandsstrendur og vatni hefur verið hleypt í Hálsalón, hef ég ákveðið að halda hátíðlegan afmælisdag minn, hinn 4. nóvember næstkomandi.
Þér/ykkur er boðið til veislu í Jónshúsi á sjálfan daginn, þar sem etnar verða tvær heilsteiktar langreyðar sem skolað verður niður með Hálsalónsvatni.
Herlegheitin hefjast klukkan sjö, tímanlega, og eftir hvalaát og hopp og hí verður haldið fylktu liði yfir túnið á dansiball.

Kveðja
Heiðrún Ólafsdóttir


Vinsamlega látið veislustjórann Ingibjörgu ( ihrefna@hotmail.com) vita hvort þið komist eða ekki, það þarf nefnilega að flensa reyðarnar!
 
|
 
Í dag er orkudagur. Ég vaknaði með svo mikla bumbu að mér varð bumbult. Setti mér mikil fyrirheit um aðhald sem hélt fram að morgunmat, eða svona um það bil í 20 mínútur. Ég bara baka svo ómótstæðilega gott brauð að maður verður að háma það í sig í morgunmat. Maður bara verður!
En nú ætla ég að fara að gera stöff, læra og svoleiðis. Vera prótöktíf í allan dag.
 
mánudagur, október 23, 2006
|
 
Mundi í morgun hvernig það var að labba í skólan klukkan korter í átta, í myrkri og kulda um hávetur. Þegar maður var ekki mikið stærri en skólataskan sem maður bar á bakinu. Mér fannst það notaleg minning.
 
sunnudagur, október 22, 2006
|
 
  Posted by Picasa
Prins í álögum
 
|
 
  Posted by Picasa
Risasveppur
 
|
 
  Posted by Picasa
Marglytta
 
|
 
  Posted by Picasa
Nestistími
 
|
 
  Posted by Picasa
Stúlka við vatn
 
|
 
  Posted by Picasa
Þvottur
 
|
 
  Posted by Picasa
Stígvél
 
laugardagur, október 21, 2006
|
 
  Posted by Picasa
Þetta er tré frá sveitinni. Ég má bara ekkert vera að því að segja frá afslappelsinu í smáatriðum eins og stendur. Ég þarf að fara í mjög mikilvægt partý. Eplatréið verður að duga í bili.
 
laugardagur, október 14, 2006
|
 
Ég er að fara í ferðalag, ferðalag, ferðalag Tralla lalla la, hey!
Kem eftir viku. Veriði góð hvort við annað á meðan.
 
föstudagur, október 13, 2006
|
 
Áðan mætti ég tveimur mönnum, (líklega bræðrum en þó hef ég enga hugmynd um það og ætla því ekki að alhæfa neitt um það. þeir gætu allt eins verið elskendur og þá gæti þeim kannski sárnað yfir því að ég héldi þá vera bræður. En ég held að þeir búi saman, í það minnsta borða þeir á sama stað. Eða borðuðu í gær og líklega í dag líka en að því kem ég einmitt núna.) mönnum sem í hádeginu í gær borðuðu steiktan fisk. Í gærkvöldi fengu þeir svo hakkebøf med blød løj og í morgun egg og beikon. Og hvernig veit ég allt þetta bara af því að mæta þeim? Jú, þeir báru lyktina af öllu þessu með sér.
Alveg finnst mér það makalaust að finna óþefin af öðru fólki án þess að vera með nefið inni á þeirra persónulegu svæðum. Kaupiði ykkur eldhúsviftu! Opniði gluggan! Fariði í bað, for crying out loud!!!
Ég get ekki svo sem ekki mikið agnúast út í þessa tvo samnæringa* ég mætti þeim í þvottahúsinu, svo kannski eru þeir einmitt að reyna að vinna bót á þessu. Ég vona alla vega heitt og innilega að þeir noti tíman á meðan tauið er í þurrkaranum til að fara í bað.

*samnæringar: tveir eða fleyri menn sem nærast saman.
 
fimmtudagur, október 12, 2006
|
 
Ég er með hugan við skólann, aldrei þessu vant. Það er gott, því að af honum hef ég viðurværi mitt, eða þannig. En ég verð að viðurkenna það að þó ég sé nú búin að vera í þessum skóla í rúmlega tvö ár, hef ég aldrei verið með hugan við hann fyrr en rétt fyrir próf. Vonandi er ég eitthvað að þroska með mér ábyrgð.
Annars erum við að fara í haustbústað (ÞS finnst fráleitt að kalla þetta sumarbústað af því að við verðum þar í haustfríinu) og þegar ég er ekki að hugsa um ritgerðirnar sem ég er að fara að skrifa, hugsa ég um matinn og gotteríið sem ég ætla að éta í sveitinni.
 
miðvikudagur, október 11, 2006
|
 
Hér sit ég með skítugt hár og bláa bauga. Meika ekki að meika mig, en þarf að fara út að stússa. Nenni ekki að stússa, en sumt stúss er lífsnauðsynlegt. Væri svo til í að eyða deginum í súkkulaðiát og kaffidrykkju með góðum vinkonum, en þær eru í vinnunni eða í öðru landi. Eða í vinnunni í öðru landi. Og auk þess er ég líka að fara að stússa. Kemst ekki hjá því. Best að þvo hárið.
 
þriðjudagur, október 10, 2006
|
 
 
 Posted by Picasa
Hér er hann þá, með tómatsósukinnar í ofanálag. Aumingja barnið...
 
|
 
Undur og stórmerki gerðust í gærkvöldi. Ég klippti son minn!
Þetta er afar merkilegt af tveim ástæðum; Hann hefur ekki farið í klippingu í meira en ár (ég er aðeins búin að klippa toppinn annað slagið) og ég kann ekki að klippa. Ég veit ekki hvort hann sé betur eða verr útlítandi eftir meðhöndlunina en það er alveg ljóst að bráðum verður hann svæfður og færður til meðferðar á hárgreiðslustofu.
 
mánudagur, október 09, 2006
|
 
Ég er búin að eignast kærasta. Hann er eiginlega alger laumukærasti, veit ekki einu sinni af því að við séum heitbundinn. Hann býr í Brooklyn og skrifar bækur og ég er alveg yfir mig ástfanig af honum...
 
laugardagur, október 07, 2006
|
 
 
 Posted by Picasa
Af því að ég nenni ekki að skrifa mikið þá eru hér nokkrar myndir. Byrjum á AG að slá...
 
|
 
 
 Posted by Picasa
Ísbörn í Sverge
 
|
 
 
 Posted by Picasa
Inniskór í Svíþjóð
 
|
 
 
 Posted by Picasa
Amælisbarnið og ég. Stolt af öllum flöskunum "okkar"
 
|
 
 
 Posted by Picasa
Ég í afmæli...
 
|
 
 
 Posted by Picasa
Arnaldur að hoppa.
 
|
 
 
 Posted by Picasa
Hér er hún Þorbjörg Salka, ekki að syngja heldur inní "körfuboltakolkrabba"!
 
|
 
  Posted by Picasa
Í dag var vígsla á nýju leiksvæði í skólanum hennar ÞS. Hún söng, ásamt bekknum sínum, fyrir okkur öll. Mikið er ég stolt af að eiga þessa stelpu. Hér er hún með Dudi, Muhamed, Mads og Amar.
 
föstudagur, október 06, 2006
|
 
Hvernig minnkar maður skó?
Og hvernig stoppar maður i sprungið klóakrör?
 
|
 
Ég hef verið upptekin við það síðustu daga að finna heiminum allt til foráttu. Og þegar ég segi upptekin, þá meina ég upptekin. Heimurinn er svo gríðarstór að þegar maður er ákveðinn í að finna honum allt til foráttu, þá tekur það allan manns tíma. En nú er ég hætt, búin að gefast upp. Í bili. Ef ég þekki mig rétt er ég vís með að taka upp á þessu einhvertíma aftur þó ég viti vel að þetta hefur akkúrat ekkert upp á sig.
Vaknaði í morgun í grenjandi rigningu og roki og fannst lífið bara nokkuð ágætt. Í skólanum vorum við að tala um netstefnumót og mér fannst ekkert svo leiðinlegt.
Ég held að það sé gott að vitna í ónefnt stórskáld og segja: "the only way is up"!
 
þriðjudagur, október 03, 2006
|
 
Loksins ætla Danir að taka sig saman í andlitinu og mótmæla niðurskurði í velferðarkerfinu í dag. Leikskólar og frístundarheimili nær öll lokuð í tilefni dagsins. Þá er ég auðvitað heima að leika við mín börn. Reyndar er ÞS í skólanum til hádegis og finnst það ekki lítið óréttlátt að AG skuli ekki þurfa að fara í leikskólann. En svona er lífið nú einu sinni...
 
mánudagur, október 02, 2006
|
 
Ég er hætt að vera full, fyrir löngu meira að segja.
Nú þarf ég að fara að kaupa buxur fyrir soninn það gegnur ekki að hafa hann í stuttbuxum í haustveðrinu. Annars er allt gott og meiriháttar hjá mér.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com