Obb bobb obb !!!!
mánudagur, mars 16, 2009
|
 
Á laugardaginn var ég að pæla í því að fara í sleik við framsóknarmann.
Núna er mér ljóst hvað ég hlít að hafa verið í annarlegur ástandi.
En það er ekki alveg málið; framsóknarmaðurinn spurði mig í aðdraganda sleiksins sem aldrei varð, hver uppáhaldsbókin mín er. Og mér varð orða vant.
Hver er eiginlega uppáhalds bókin mín? Meira að segja þegar ég hélt að lagþráður sleikurinn myndi verða að veruleika gat ég ekki stunið því upp hver uppáhaldsbókin mín er. Gat ekki gengið í augun á manninum með „rétta“ svarinu.
Síðan þá hef ég velt þessu mikið fyrir mér, þ.e. bókinni en ekki sleiknum, en er ekki komin að neinni niðurstöðu. Mér finnst eiginlega allar bækur að einhverju leiti vera uppáhalds. Nema kannski þær sem ég hætti að lesa.
Og hvaða fokking máli skiptir það, annað hvort viltu koma í sleik eða ekki!
 
fimmtudagur, mars 12, 2009
|
 
Ég er svo auðsveip að það þarf ekki nema bara ein manneskja að biðja mig um að skrifa meira, þá skrifa ég bara meira. Það væri kannski nær að taka bara upp voða persónuleg blogg; maður á mann. Og svolítið meira æsandi en að vera pennavinur einhvers, því allir geta lesið þetta ef þeir kæra sig um.

Krakkarnir mínir eru miklir snillingar. En sífellt og á hverjum degi kemur mér algerlega í opna skjöldu að þau séu gerð úr sama efninu. Þau eru eins og svart og hvítt.
Hún þorbjörg lifir í einhverjum drauma/hugarheimi þar sem alltaf er til nægur tími til alls í heiminum og getur tekið upp á miklu fleiru en ég get almennilega komið í orð. Um daginn var hún að semja djass fyrir hornaflokk. Sem er ekkert nema gott. En kannski væri nær að læra allan skalann áður en maður byrjar á því. Á morgnana verður hún svo grautfúl út í mig, ef ég leyfi henni t.d. ekki að klippa út óróa sem hún hannaði á meðan hún borðaði morgun matinn, eða eitthvað. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti gefið henni allan heimsins tíma. Lengt dagana út í hið óendanlega og hent öllum reglum samfélagsins í ruslið fyrir hana. Þær eiga svo assgoti illa við hana, reglurnar.

Arnaldur er hins vegar allur í því að gera rétt og fara eftir reglunum. Svo mikið stundum að hann getur ekki gert neitt. Hann flækist í eigin fullkomnunaráráttu. Ræður t.d. illa við að teikna myndirnar við heimaverkefnin sín um stafina; segist ekkert kunna að teikna riddara.
Ég skil hann reyndar alveg ofboðslega vel, hvernig er hægt að ætlast til þess að sex ára krakkar kunni að teikna riddara og rólur þegar það er ekki á færi háskólagenginna mæðra þeirra.
Stundum kemur hann grafalvarlegur heim úr skólanum og segir mér að einhverjir Gunnar eða Jóar fari ekki eftir reglunum og séu bæði að masa og gjamma í tímum. Þetta finnst honum voða lágkúrulegt.
Heima heldur hann svo fyrirlestra yfir systur sinni um það hvernig hún eigi að muna eftir lyklunum sínum og fá sér ekki meira í glasið en hún ætli að drekka, hún geti frekar fengið sér meira seinna.
Svo er ég þarna eins og einhver vitleysingur; veit ekki hvort ég eigi bara að hlægja að þeim eða freista þess að ala þau eitthvað upp. Ég reyni oftast að gera það fyrrnefnda, er svo hrædd um að „skemma“ þau, fari ég eitthvað að krukka í þau.

Mér til ómældrar gleði er daginn svo farið að lengja. Bráðum kemur tíð með blóm í haga og lauf á trjám. Gott ef hún verður ekki bara betri. Alla vega verður hún svakalega kærkomin eftir myrkur vetrarins.

Vonandi geturðu eitthvað notað þér þetta Halldóra, mér fannst þetta voða hressandi. Hver veit nema ég geri þetta bráðum aftur.
Pís
H
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com