Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, júní 30, 2004
|
 
Eftir tvö ár með grænt sængurver fyrir svefnherbergisglugganum, keypti ég loksins efni í bláar gardínur. Spurningin er bara hvað ég verð lengi að sauma þær og koma þeim upp?
 
|
 
Philip Glass er að setja strik í sumarfrís reikninginn. En sólin skín og gardínurnar eru á leið í þvottinn. Það verður ekki mikið betra.
 
þriðjudagur, júní 29, 2004
|
 
Siggi, heimsins minnsti tölvunörd, gerði eitthvað við tölvuna í gær, svo nú get ég lagt kapal! Annars er ég heima með veikan strák, sem er svo sem ekkert veikur, bara með bullandi hita, sem hann fékk bara upp úr þurru í gær. Þannig að ég er eiginlega bara áhald. Þarf að halda á honum lon og don og get ekki gert neitt annað.
 
mánudagur, júní 28, 2004
|
 
Þá er það skeð, tölvan er fokking í rúst. Get ekki einu sinni legt kapal lengur, þá er nú fokið í flest skjól. Svo nú þarf að véla Snorra í tölvu og líkjörsheimsókn í von um bót á málum. Honum gengur alltaf betur að laga tölvur ef hann er búinn að fá sér smá líkjör, allavega okkar tölvu.
over and ád from ðe neibor!
 
sunnudagur, júní 27, 2004
|
 
Mikið ofboðslega hlýt ég að hafa veri þreytt og þar af leiðandi hlýt ég að vera voða vel hvíld núna. Búin að sofa eins og engill um helgina, níu tíma stím máðar næturnar og svo smá auka lúrar líka. Æðislegt bara. Núna ætla ég a fara að vinna og koma svo heim og sofa meira.
 
laugardagur, júní 26, 2004
|
 
Á leiðinni í vinnuna hjólaði ég oní hrákslummu. Hún var bæði seig og lífseig, hékk á dekkinu í gegnum hálfan bæinn. Teygðist og togaðist við hvern hring sem dekkið fór og var alltaf að þvi kominn að slettast á hægri fótinn á mér.
Annað markvert sem ég sá á leiðinni voru pönkarar, eða hvað sem þetta gataða fólk nú kallar sig. Það var þriðji hver maður uppi á norrebrú gataður í bak og fyir. Ég var alveg stein hissa, venjulega eru næstum bara skýluklæddar múslímakonur þarna uppfrá. Hmmm?
Annars er það í fréttum að ég er búin að týna þvottakortinu, sem er mjög ólíkt mér, og ég er gjörsamlega niðurbrotin yfir því. Ekkert húsmóðurlegt að gera svona lagað. Og hitt, sem ég get svo sem alveg sagt frá, það fréttist allt hvort eð er; Ef er læst hjá okkur hjónum erum við að ríða!
 
föstudagur, júní 25, 2004
|
 
Þá er afmælisveislan búin. Drengurinn fékk bara tólf nýja bíla, og svo fullt, fullt af góðum gjöfum og íþróttadóti. Takk fyrir hann, öllsömul. Svo fékk hann líka tvo nýja stóla, reyndar bara einn í afmælisgjöf, en hún Birta beib fór í íkeu og við véluðum hana til að kaupa einhvern stól fyrir hann til að hafa við matarborðið. Hann er nefnilega orðinn ansi kræfur við að stela stól stóru systur við lítinn fögnuð.
Við foreldrarnir fengum bestu gjöfina, ÞS heim úr kólóní. Reyndar gleymdi ég alveg að hún væri komin heim í dágóðan tíma áðan, hún fékk nefnilega að fara til nágrananna til að horfa á skrípó á meðan síðustu gestirnir komu sér út og ég bara gleymdi henni, sjálfum frumburðinum!
Aftur farin að þvo mér upp úr dönsku vatni, túttílú!
 
|
 
Ég ætla ekki að kvarta, það eru víst nógir í því, en þetta veður er engin hemja. Norðan strekkingur og spýja núna í heila eilífð. Og það í útlöndum! Var að hugsa um að klæða mig upp í tilefni dagsins og fara í pils, en það er bara alls ekki pilsfært úti. Og ekki koma með neitt svona "vertu þá bara inni" kjaftæði, ég á erindi út, þarf að sækja afmælisdreng og gegnblauta systur hans úr fjögurra daga útlegð.
 
|
 
Það er mikill æsingur í móðirinni af því að litla barnið er tveggja ára í dag. En barninu er bara skítsama!
 
fimmtudagur, júní 24, 2004
|
 
Í nótt velti ég mér upp úr dögginni, sem var kannski bara pollur, með þremur fagurlega sköpuðum meyum. Það var ekki draumur!
En nú köku og bollubakstur fyrir afmælið á morgun og jónhúsið auðvitað. Hlakka rosalega til að fá óþektaranngann minn heim á morgun.
 
miðvikudagur, júní 23, 2004
|
 
Fór frekar út í rigninguna í gúmískóm með regnhlíf í dag en að fara á útsölu. Er ég orðin geggjuð eða hvað?
Sv fórum við aftur út í rigninguna, fjölskyldan, og hoppuðum í pollunum. Gaman gaman. Hver er eiginlega búinn að koma því inn hjá fólki að rigning sé vont veður? Mér finnst hún æði.
 
|
 
það er alltaf gaman þegar vel gengur og allsstaðar fallegt í góðu veðri!
 
þriðjudagur, júní 22, 2004
|
 
Arnaldur tekur systurleysinu afar vel. Gefur með sér, gengur frá eftir sig og sofnar eins og ljós. Mér er alveg að takast að temja hann til að segja tveggja ára þegar ég spyr hvað hann er gamall. Hlýtur að takast fyrir föstudag.
Annars er heimili mitt hálffullt af mönnum á lóðaríi svo ég sé mér þann kost vænstann að baða mig upp úr dönsku vatni.
 
|
 
ÞS er farin í kólóní fram á föstudag. Það stemdi allt í voða á meðan á vinkinu stóð. Tvær litlar stúlkur framst í rútunni hágrétu í þessar 40 mínótur sem vinkað var. Smátt og smátt breiddist gráturin út um rútuna. Allt í kring um mig stóðu távotir foreldrar að veifa grenjandi börnum. Sem betur fór náði vælið ekki aftur til ÞS og þvi lagði hún af stað með bros á vör og við AG kvöddum líka glöð og ánægð.
Siggi er hættur að vera listaskólaspíra í bili, er núna bara hver annar iðnaðarmaður. það þýðir að hann fer af stað klukkan rúml. sex á morgnanna svo núna get ég farið að ergja mig yfir því á ný að þurfa alltaf að koma börnunum út á morgnanna. Kannski get ég þá hætt að fjargviðrast út af því að þurfa alltaf að sækja þau. Og þó, held svei mér að það sé engin leið að hafa mig ánægða í þessum málum. Er alltaf eitthvað að tuða. Það er kannski ekkert skrítið í ljósi þess að hann var að reyna að þvinga mig til að færa teyjutvinnan úr hnífaparaskúffunni í gær. Hvílík ósvífni og yfirgangur. Það sjá allir að ef maður geymir teyjutvinnan í hjá hnífapörunum getur maður alltaf gengið að honum vísum!
 
mánudagur, júní 21, 2004
|
 
Mikið ofboðslega fór ég á skemmtilegt ball á laugardaginn. Ég dansaði og dansaði og dansaði. Við örn Inga og Elínu, Ingibjörgu, Hrafnhildi, Christian, Böðvar, Elísabetu, Ágúst og Svanhildi, Birtu, Gunna, Kristján, Herdísi, Ingunni, Og fleiri og fleiri. Ji hvað var gaman. Svo í gær vann ég bara með bros á vör, ekkert timbruð eða neitt. Er ennþá himinlifandi glöð yfir þessu.
 
laugardagur, júní 19, 2004
|
 
ÞS hin knáa sagði hátt og skírt í sexfréttum ríkisútvarpsins að hún hefði komið á ströndina í dag til að dansa með pabba sínum og líka til að skemmta sér. Vá ég fékk sting í hjartað þegar ég hlustaði á fréttina.
 
|
 
Þetta var rosalegt. Alveg roooosalegt. Það ringdi bæði eldi og brennisteini á meðan við hlupum þetta kvennahlaup, en svo tók ekki betra við. Ég þurfti náttúrulega að hjóla heim aftur í dembunni. AG grét alla leiðina, sagði "beiddi" og "dúddu" til skiptis en ÞS og lánsstelpan sem ég var með sungu. Voða gaman.
Svo fórum við aftur á hátíðina, eftir hvíld, heitt kakó og þurr föt. Þá tók við ógurleg krísa. Vinkona ÞS hafði lofað að dansa með henni á meðan pabbi hennar spilaði en hætti við!!!! Og þá var grátið og grátið og grátið og grátið. Og í þann mund sem mér var að takast að hugga vesalinginn fríkaði AG gjösamlega út af því að hann fékk ekki að fara upp á svið til pabba síns. Svo voru allar sorgir heimsins búnar þegar pabbinn var búinn að spila og gat loksins komið að hjálpa mér að díla við börnin. Mjög hátíðlegt, vantaði bara að ég væri með súkulaðikökuklessu á sparikjólnum til að fullkomna daginn.
Nú sit ég með kaffibolla, pabbinn upptekni farinn á skólaball, og pæli í því hvort ég eigi að fara á dansiball og skemma þar með morgundaginn. En hei, hann fer hvort eð er í vinni svo vott ðe hekk?
 
|
 
Fokk. Er að fara með hóp barna í kvennahlaup, hef bæ ðe vei aldrei farið í slíkt áður, og nú einum og hálfum tíma fyrir brottför var að renna upp fyrir mér að ég á ekki eina einustu íþróttaflík. Nema sloggy séu íþrótta nærbrækur! Fer allavega í þeim til vonar og vara, en hverju öðru? Gallabuxum? Pilsi?
 
|
 
Rigningin klukkan sjö lofaði ekta íslenskum hátíðisdegi. Í dag höldum við upp á þjóðhátíðardaginn hvort sem er rigning eða ekki, við eigum sko enga Reykjaneshöll til að færa okkur inn í ef það rignir!
 
föstudagur, júní 18, 2004
|
 
Þegar eiginmenn eru ekki heima, sukka eiginkonur! ( ekki sökka, sukka!!!!)
 
|
 
Aldrei hef ég bakað jafn mikið af pönnukökum, það jaðrar við að vera ókristilegt hvað ég bakaði mikið. Ennþá ógeðslegra er að kom fullt fullt af fólki og át þær allar upp til agna.
Í dag er ég þreitt og stúrin og stefni á hvílu mína, part úr degi og svo stórþvott að húsmæðra hætti.
 
fimmtudagur, júní 17, 2004
|
 
Klædd í norsku fánalitina skunda ég í Jónshús að treysta mín heit.......
 
|
 
Þá er þessi dagur loksins runnin upp, gat varla slappað af á Íslandi út af honum. Hvað á ég að baka mikið? Hvað ef enginn kemur? Hvað er ég baka ekki nóg? Spurningarnar hrönnuðuðust upp á meðan ég var í ölæði í Böðvarsholti.
En nú er hann sum sé kominn og ég á bara eftir að baka 70 pönnukökur og seta á þrjár rómatertur, nú og auðvitað að undirbúa mig andlega. Krakkarassgötin eru komin til vandalausra og ég get ekkert nema vonað að þau lifi daginn af. Þau eru reyndar hjá voða góðu fólki, það er ekki það, en samt óþægilegt að geta ekkert gert ef eitthvað kemur upp á.
Jæja, verða að fara í sturtu og finna fram þjóðhátíðardressið, hvað sem það nú er!
 
miðvikudagur, júní 16, 2004
|
 
Úff og púff og skúff, hvað ég er mikill bakari eitthvað. Stóð á tveimur jafnfljótum í allan dag og bakaði bökur og kökur. Nú er bara að sjá hvort einhver kemur að éta þetta dót eða hvort við höfum þetta í matinn næstu daga hér heima.
AG er frekar slappur en Siggi stefnir samt á Hanover ferð á morgun. Veit ekki alveg hvernig mér líður með það, ég verð nebblega gjörsamlega pikk föst í Jónshúsi allan morgundaginn. Hæ hó og jibbíjei, mæ es!
 
|
 
Þá er ég farin að baka fyrir landan. Kannski koma 50, kannski 100 og kannski 200! Hvað í ósköpunum á ég þá að baka mikið????
Það er vandlifað í þessum heimi.
 
þriðjudagur, júní 15, 2004
|
 
Kannski á maður ekkert að vera að fara mikið með hálf sex ára börn í ferðalög. Allt er voða voða gaman, en svo er bara allt í einu komið nóg. Heimurinn verður voða vondur og allt svo leiðinlegt og maður verður versta foreldri í heimi. En svo sofnar maður að lokum í sófanum heima hjá sér með sultu út á kinnar, svo kannski er þetta allt í lagi.
En mömmur hafa voða gott af svona ferðum. Rigningu og roki og rokki. Lopa-gala-regn-átfitt reyndist hið eina rétta fyrir helgina að undanskildu föstudagskvöldinu. Þá var veðrið himneskt og maturinn á Hótel Búðum....mmmmmmmmmm. Mig er búið að dreyma skötuselinn sem ég fékk, þrjár nætur í röð! Reyndar á ég eftir að borga bróðir fyrir hann, en kannski er bara málið fyrir hann að setja sig í samband við Andreu Gylfa og fá fyrirfram hjá henni. Hún er ekki bara skotin í mér heldur vil hún gera við mig a.m.k. þriggja plötu samning med det samme! Meira seinna, kannski.
 
|
 
ahhh, komin heim í rigninguna!
 
föstudagur, júní 11, 2004
|
 
Ég á bara eftir að sanna það vísindalega, en málið er að kvennmenn þurfa meiri svefn en karlmenn. Það á ekki bara við fullvaxta fólk heldur líka börn. En nú út í búð að kaupa rauðvín fyrir mig og mömmu og svo Ísland!
 
fimmtudagur, júní 10, 2004
|
 
Jæja þá lítur út fyrir að ég sé hætt að vera einstæð móðir í bili. Allt sem Siggi er bún að vera að gera undanfarnar vikur verður rifið niður í dag. Hálf tilgangslaust eitthvað! En nú verður hann handlaginn heimilisfaðir á ný.
Í dag er ég með lítinn bjarnarhún að hlýja mér við í vestan rokinu. Alla vega á meðan við bíðum eftir sólinni og hitanum sem var spáð.
 
miðvikudagur, júní 09, 2004
|
 
Stundum veruð allt grátt. Og ég sit bara og get ekkert, kann ekkert og veit ekkert. Allt verður óyfirstíganlega erfitt og það eina sem mig langar er að gráta.
Ég kann bara eitt ráð við þessu. það er að þrýfa og þvo og sjæna mig til. Skola leiðindunum burt. Ekki er það verra þegar rignir eins og nú, þá skolast leiðindin sem kunna að vera úti burt með rigningunni. Þannig að í dag er ég í fríi frá daglegum störfum til að heila mig og þvo.
 
þriðjudagur, júní 08, 2004
|
 
Eitt meiga Danir eiga. Þeir hafa póstfyrirtæki sem virkar. Klukkan 16:52 í gær var myndavélin mín send frá búðinni í Óðinsvéum með post danmark og klukkan níu í morgun var hún komin til mín. Húrra, nú verður leikið..........
 
|
 
Í gær lét ég til skara skríða og keypti stafræna myndavél fyrir heimilisfólkið. Lítið kríli, pentax S4. Til að vera viss um að missa ekki af henni hreyfi ég mig ekki úr húsi þar til hún kemur.
Í tvígang er ég búin að senda bróður fyrirspurn um hvað er passandi klæðnaður í afmælið en hann hefur eki svarað enn. Það hljóta allir að sjá mikilvægi þess að fá þessar upplýsingar. Glatað að vera ein í lopapeysu á galadansleik og en verra að vera í gala á lopadansleik. Kannski ég taki bara með mér hvoru tvegga og láti hann svo bara borga yfirviktina!
 
mánudagur, júní 07, 2004
|
 
Ég svaf illa og dreymdi ekki vel, þess vegna er ég himinlifandi ánægð að vera vöknuð.
Siggi er kominn með mjög slæmt kaffidrykkjuvandamál, í morgun tókst honum að hella tvisvar niður. Einu sinni á gólfið og einu sinni á hvíta bolinn minn. Er samt glöð yfir því að hafa fengið að vera í honum í hálftíma í dag, hann er svo fínn!
Nú ætla ég að vinna eins og skeppna og leyfa mér að var í unglinganostalgíu á meðan.
 
sunnudagur, júní 06, 2004
|
 
Mikið er gott að vera vakandi, með smá hausverk og á leiðinni í vinnuna. Vita alveg hvar myndavélin er og vera með veskið í vasanum. Líka að vita af hverju maður er þar sem maður er!
 
laugardagur, júní 05, 2004
|
 
Dóttir mín er eins og umskiptingur. Aðra stundina er hún hvorki alandi né ferjandi og svo eins og hendi sé veifað, Plíng! Draumabarn!
Við komum inn í hádeginu og hún ætlaði að hjálpa mér að baka fyrir morgundaginn. Fyrst þurfti ég að leggja Arnald og bað hana að bíða, sagði svona meira í gríni að hún gæti kannski tekið saman dótið á stofugólfinu á meðan ( eitthvað sem hún nennir eiginlega aldrei). Þegar ég kem svo fram er hún ekki bara búin að taka saman leikföngin í stofunni heldur líka í herberginu sínu og taka til á eldhúsborðinu, í baðherberginu og bara alls staðar! Var að fara að sópa þegar ég kom!
Ég á ekki til orð.
 
|
 
ARNALDUR ER KOMINN Á STÍGVÉLAALDURINN. SKEMMTILEGASTI ALDUR SEM ÉG VEIT, FER Í STÍGVÉL Í TÍMA OG ÓTÍMA, ALSÆLL OG GLAÐUR.
 
föstudagur, júní 04, 2004
|
 
Í gær kom Eyjólfur Eyjólfsson með nýju kærustuna til Danmerkur. Hann fann hana leingst oní Afríku, í Miðbaugs Geníu. Við sem öll erum nú svo ofboðslegir heimsborgarar og liberal, tókum nú samt eiginlega ekki eftir öðru en hvað hún var rosalega svört. Reyndar gátum við ekkert talað við hana, því engin okkar kann meira í spænsku en: Hola og hasta la vego, eða eitthvað en hún talar aðeins spænsku og miðbaugsgenísku! Þannig varð það úr að heimsborgararnir sátu og gjóuðu augunum á afríkubúann en pössuðu sig auðvita á að horfa ekki lengi í augun á henni, maður veit nefnilega aldrei, hún er svo svört.
Eina mannestkjan sem kom eðlilega fram við vesalings stúlkuna var ÞS. Hún skoðaði hana frá hvirfli til ilja, snerti hana og strauk og spurði svo annað slagið: Mamma, helduru að hún sé líka með brún brjóst, maga, rass...?
Ömurlegt að fatta hvað maður er eitthvað fávís og asnalegur.
 
fimmtudagur, júní 03, 2004
|
 
Úti í garði í gær var ég í óskaplega góðum félagsskap. Þarna voru meðal annarra: Fogögg, Batti, Adaddu, Imbö og Bóbó! Hins vegar var þar enginn Siggi, enda er hann búinn að flytja lögheimilið sitt upp í skóla. Samt fær hann stundum húsaskjól yfir blánóttina.
 
miðvikudagur, júní 02, 2004
|
 
Ég og Þorbjörg Salka erum að fara í útilegu á Snæfellsnesi helgina 11.-13. júní. JIbbbbbííííí!
 
|
 
Það lítur þá út fyrir að sumarið sé loksins komið. Í mýflugumynd þó. Enn þá næðir um okkur ískaldur vindur norðan úr rassgati um leið og við hættum okkur úr skjóli.
Farnir eru frá okkur síðustu gestir í bili. Það voru góðir gestir sem er mikið saknað hér á heimilinu.
Annars er víst einn tengdabróðir minn væntanlegur í bæinn með nýju unnustuna. Líklega þarf ég að reyna að sitja fyrir þeim einhverstaðar til að berja hana augum.
 
þriðjudagur, júní 01, 2004
|
 
Finnst í alvöru engum dýr-yndi vera findið?
Enúhú...Toppurinn í dag var að lenda á sjens með háöldruðum pylsusala á kaupmangaragötu. Honum fannst ég svo "skönn" að með réttu ætti ég að fá ókeypis pylsur, en hann leyfði mér að borga eftir að ég minntist á það við hann. Sagði að hinir kúnnarnir yrðu líklega eitthvað súrir.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com