Þá er þessi dagur loksins runnin upp, gat varla slappað af á Íslandi út af honum. Hvað á ég að baka mikið? Hvað ef enginn kemur? Hvað er ég baka ekki nóg? Spurningarnar hrönnuðuðust upp á meðan ég var í ölæði í Böðvarsholti.
En nú er hann sum sé kominn og ég á bara eftir að baka 70 pönnukökur og seta á þrjár rómatertur, nú og auðvitað að undirbúa mig andlega. Krakkarassgötin eru komin til vandalausra og ég get ekkert nema vonað að þau lifi daginn af. Þau eru reyndar hjá voða góðu fólki, það er ekki það, en samt óþægilegt að geta ekkert gert ef eitthvað kemur upp á.
Jæja, verða að fara í sturtu og finna fram þjóðhátíðardressið, hvað sem það nú er!