Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
|
 
Ég get svarið það......nú er ég í ofanálag búin að liggja í hitamóki í tæpan sólahring. Ef þetta er allt saman þotuþreyta, þá líða örugglega þrjátíu og fjögur ár þangað til ég flækist næst á milli heimsálfa!
 
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
|
 
Ég er í tómu rugli barasta, búin að sofa allan daginn! Ekki búin að þvo, ekki búin að kaupa inn, ekki búin að læra og ekki einu sinni búin hitta nágrannana síðan ég kom heim. En þá verður bara spagettí með engu í kvöld matinn og svo hlýtur að koma dagur eftir þennan dag eins og hingað til.
 
mánudagur, nóvember 28, 2005
|
 
Ég er komin heim. Lagði af stað frá NYC í gær klukkan þrjú og var komin heim klukkan hálf níu í morgun. Ágætis ferðalag alveg hreint. Ég er ekki alveg búin að telja það, en ég kom alla vega í sex fylki + Washington DC og sá auðvitað alla vega fólk. En nú þarf ég að fara að baka kökur og búa til mat fyrir bekkjaskemmtun hjá 1.x. og ég má engan tíma missa þannig að ferðasagan kemur ekki núna, enda þarf ég að ritskoða hana áður en hún er birt!
 
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
|
 
Einu sinni var ég að vinna í veislu í hvítasunnusöfnuðinum, kom heim svoleiðis margblessuð og sæl eftir heilt kvöld af "guð blessi þig". Og núna má ég hundur heita ef ég á ekki eftir að eiga góðan þakkargjörðarhátíðardag, miðað við undangengna fimm daga af "happy thanksgiving"!
En hér er gott að vera, gaman og forvitnilegt, heitt og kallt. Í kvöld föðmuðu bæði Jhonathan og Beth mig ákaflega innilega og ég stóð, eins og álka með algerlega ónotaða, útrétta höndina, tilbúin að taka almennilega í spaðan á þeim að góðum Íslenskum sið.
Á morgun má ég víst búast átta jafninnilegum faðmlögum í viðbót.
Ég er búinað eignast tvo nýja vini í útlandinu; Birgitte og Helgu, það er ekki slæmt af tvöhundruð og átta miljónum!
En þá fer ég á ný að angra gestgjafa mína.
hasta la vego......
 
föstudagur, nóvember 18, 2005
|
 
Jæja, þá fer ég af stað til Ameríku og tek með mér epli og hálfan lítra af vatni. Er það ekki nóg fyrir níu tíma flugferð? Ég vona það alla vega. Ég ætla svo að fara svolítið um á meðal innfæddra; Washington DC, Hartford Vermont og New York City. En það sem er mest spennandi í augnablikinu: Ég ætla í STÓRA FLUGVÉL!
Góðar stundir
 
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
|
 
Mér leiðist. Kannski ég ætti að fara að horfa á gardínurnar í þvottavélinni?
hmmmmm
 
|
 
Af því að ég er að fara til ameríku, ekki á morgun heldur hinn, og af því að ég á eftir að gera fullt af stöffi áður en ég fer, finnst mér tilvalið að sofa rosa mikið, skrópa í skólanum, drekka ótæpilega af kaffi, reykja alltof mikið af sígarettum og glápa út í loftið!
 
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
|
 
Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé brot á mannréttindum að þvinga fólk í sokka. Er ekki öll þvingun einhverskonar mannréttindabrot? Ég tek alla vega ekki sénsinn. Þorbjörg fór berfætt í stígvélin í morgun!
 
mánudagur, nóvember 14, 2005
|
 
Ég get ALLT. Ég er með mikilmennskubrjálæði.
Djöfull get ég verið fokkt öpp.......
 
sunnudagur, nóvember 13, 2005
|
 
Ég er með flís í rassinum, held ég. Ég veit ekki alveg hvern ég á að þora að biðja um að gá að því fyrir mig!
 
laugardagur, nóvember 12, 2005
|
 
Tunglið og tréin horfðu á! Posted by Picasa
 
|
 
og auðvitað Arnaldur Goði! Posted by Picasa
 
|
 
...og Óli...... Posted by Picasa
 
|
 
......og Björn.... Posted by Picasa
 
|
 
......og Ingibjörg Posted by Picasa
 
|
 
Í partýi hjá mér í kvöld voru:
Þorbjörg og Ísold Posted by Picasa
 
|
 
Hvenær í ósköpunum ætla ég eiginlega að þrýfa almennilega hjá mér???? Þetta er að verða viðbjóður, svei mér þá. Það er orðið þannig að ef ég sópa gólfið (nb EF!) þá finnst mér allt vera rosa fínt og læt annað lönd og leið. Ég þarf að þrýfa skápana og þvo gardínurnar og jólin eru að koma og ég er að fara til ameríku og svo fermist ÞS bráðum og ég veit ekki hvað og hvað. Við erum reyndar öll með ansi gott ónæmiskerfi hér á heimilinu sem er líklega bein afleiðing óþrifnaðarins og svo sem ágætt. En kommon Heiðrún, gerðu eitthvað kona!
Og fyrst ég er nú byrjuð, af hverju get ég ekki drullast til að gera nokkur málfræðiverkefni og þýðingar til að skila? Við hvað er ég svona upptekin?? Það er ekki eins og ég sé á fullu í einhverju föndri eða einhverju pródöktífu. En ég hugsa náttúrulega voða mikið. Já, það er málið........ég er að hugsa!
 
föstudagur, nóvember 11, 2005
|
 
Mikið er gott að liggja og hlusta á rigninguna og þurfa ekki að fara út í hana strax. Ekki einu sinni til að hlaupa!
 
|
 
Þetta var skrítin og löng, svefnlítil nótt. Þannig að ég er nú; skrítin, stutt og vansvefta. Andlaus, andstyggileg, andkannaleg og andstutt.
 
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
|
 
Ég er að verða unglingur aftur held ég, sef óskaplega mikið, ét súkkulaði og er með bólur. Kannksi er ég bara þreytt kona með slæma húð og mikla sykurþörf! Hver veit?
Annars er ekkert að frétta.
 
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
|
 
Mig dreymir alveg ofboðslega mikið þessa dagana; fallega, angurværa drauma. Bæði þegar ég vaki og sef.
 
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
|
 
Arnaldur Goði borðaði jógúrt með túnfiskpasta og ég er komin með síman hjá sæta leikfimispabbanum! jibbíkólahhh....
 
|
 
Þrátíu og fjögra að drekka jarðaberjasafa! Posted by Picasa
 
|
 
Krakkar á flugvelli Posted by Picasa
 
|
 
Ég og Kata uppi á hól! Posted by Picasa
 
|
 
Þorbjörg og Regina Posted by Picasa
 
|
 
Þorbjörg Salka og Írena Posted by Picasa
 
|
 
Hlaupið í ísjakafjöru Posted by Picasa
 
|
 
Hver vill leigja með mér hús á Grikklandi næsta sumar?
 
mánudagur, nóvember 07, 2005
|
 
Fór út að borða með Óla og Ingu í gær. Það var gaman eins og vera ber en ég fékk ósköp lítinn mat og það er nú ekki gott fyrir mig en við björguðum þessu með bjór.
Svo rauk ég fram út í morgun til að fá mér að borða, enda liðin heil eilífð síðan ég át síðast. Á meðan bollan mín var á ristinni fór ég og náði í póstinn og þar beið mín dásamlega falleg afmælisgjöf sem yljaði mér um hjartarætur. Takk elsku Jóda.
 
sunnudagur, nóvember 06, 2005
|
 
Mig dreymdi humarlasagna. Og svo sat Nína Sigurrós uppi á elhúsorðinu mínu og át hunarhrogn af puttunum á mér, sæl og glöð. Ég ákvað svo að fara á fætur þegar hitamælininn utan við elhúsgluggan sagði mér með fagurri karlmannsröddu að það væri sjö stiga hiti.
Lífið meikar einhvernvegin miklu meiri sens þegar mann dreymir svona vitleysu. Hver býr eiginlega til humarlasagna?
 
laugardagur, nóvember 05, 2005
|
 
Takk fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar og allt bara. Það er rosa stuð að vera þrjátíu og fjögurra, mæli með því, en ég ætla samt ekki að vera það nema í svona tæpt ár, ágætt að skipta þá!
 
föstudagur, nóvember 04, 2005
|
 
þrjátíu og fjögra.
Pönnukökurnar tilbúnar, tvö aukabörn í morgunmatsveislu, pakki.
þakka almættinu fyrir móðuna á speiglinum, tvær bóur.
Súpa seinna.
 
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
|
 
Út er kominn bæklingurinn Jónshús frá A til Ö, unninn af meistaranna höndum. Nælið ykkur í eintak sem fyrst!
Frábært meistaraverk**** Snerpa og hraði einkenna þetta framúrstefnurit!
( brot úr væntanlegum ritdómum)
 
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
|
 
Ég var skömmuð í sundi í morgun fyrir að stinga mér í grunna endan. Og af því að mér gengur svo vel að aðlagast dönsku samfélagi, sagði ég sundlaugarverðinum að ég hefði nú barasta alls ekkert stungið mér, heldur hafi ég kropið á hækjur mér og rent mér blíðlega út í laugina (d: jeg krøb ned og gled stille ned i vandet!). Þá upphófst hið ofurdanska fuss og uss og vörðurin og einn sundlaugargesturinn, hófu að ræða það að það gengi nú alls ekki að fólk gerði svona nokkuð, það væri nú einu sinni bannað. Fussum svei! Mesta máli skiptir að allir fari eftir reglunum og enginn komist upp með meira en aðrir. Á meðan á þessu gekk, voru tvær stúlkur í skólasundi nærri druknaðar af því að vörðurinn var upptekinn við að halda uppi lögum og reglu.

En ég á nú samt ekki eftir að láta mér þetta að kenningu verða, það er nefnilega bara ein leið til að byrja sundið í þessarri ísköldu laug; með því að krjúpa niður og renna sér blíðlega út í vatnið!
 
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
|
 
Bölmóður, andvarp og magapína.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com