Ég er komin heim. Lagði af stað frá NYC í gær klukkan þrjú og var komin heim klukkan hálf níu í morgun. Ágætis ferðalag alveg hreint. Ég er ekki alveg búin að telja það, en ég kom alla vega í sex fylki + Washington DC og sá auðvitað alla vega fólk. En nú þarf ég að fara að baka kökur og búa til mat fyrir bekkjaskemmtun hjá 1.x. og ég má engan tíma missa þannig að ferðasagan kemur ekki núna, enda þarf ég að ritskoða hana áður en hún er birt!