Obb bobb obb !!!!
mánudagur, mars 31, 2003
|
 
Vá magnað , það kemur allt tvisvar!!!!
 
|
 
Vá magnað , það kemur allt tvisvar!!!!
 
|
 
Ég hringdi í mömmu í gær og sagði "hæ þetta er Heiðrún". þá sagði hún " nei hæ, nú eru bara 10 dagar þangað til þið komið!"
Mig er farið að gruna að það sé beðið eftir okkur.
 
|
 
Ég hringdi í mömmu í gær og sagði "hæ þetta er Heiðrún". þá sagði hún " nei hæ, nú eru bara 10 dagar þangað til þið komið!"
Mig er farið að gruna að það sé beðið eftir okkur.
 
|
 
Ég ætla að flýta mér að fá mér rauðvínsglas. Og flýta mér að drekka það!
 
|
 
Ég ætla að flýta mér að fá mér rauðvínsglas. Og flýta mér að drekka það!
 
|
 
Ég er alltaf að flýta mér. Ég hata að flýta mér. Ég ætla ekki að flýta mér í jóga, bara til að getað slappað af. Heldur slappa ég þá af hérna heima.
 
sunnudagur, mars 30, 2003
|
 
Stundum væri ég alveg til í að hafa átt börnin með einhverjum öðrum en manninum mínum. Þá gætu þau farið til pabba síns aðra hverja helgi.
Já, það er auðvelt að vera vitur eftir á!!!
 
|
 
Engar myndir!!!
 
laugardagur, mars 29, 2003
|
 
Loksins. Ég lét verða af því. Ég fór í fótbolta með strákunum ( mönnunum?) hér. Ég er búin að vera að tuða yfir því að mér sé aldrei boðið með í þennan vikulega bolta, þannig að ég varð bara að gera þetta í dag. Ég var mergjaðslega góð.
Hér eru nefnilega , eins og áður hefur verið sagt, allar línur skírar. Hér fara menn í fótbolta ( góðir eða ekki) og konur hugsa um börn, hlúa að híbýlum sínum og þvo þvott. Hér er sko ekkert rugl.
Alla vega ekki fyrr en ég kem og fokka öllu upp !!!!
 
fimmtudagur, mars 27, 2003
|
 
Blessað internetið. Nú er maður orðinn svo háður því að hafa sí og æ tengingu að ef eitthvað útaf breggður, t.d. verður rafmagnslaust, verður maður bara hund fúll. Tekur því sem persónulegri árás, samsæri eða einhverju þaðan af verra. ALnet mæ es, ef þetta væri eitthvað djöf.. ALnet , myndi það þá ekki virka ALltaf???

Annars er mér farið að vera mjög illa við allar tækninýungar. Um leið og maður er kominn með einhverja nýja græu, eru minnst fimm sem segja manni að maður þurfi "bara að fá sér nýtt.blablabla...", þetta eða hitt til að geta notað þetta nýja hitt þarna. Allavega er það þannig að maður virðist alltaf þurfa bara aðeins að fá sér eitthvað eitt í viðbót, þá er maður seif. Svo er þetta með helv.. GSM símana. það má alls, alls ekki slökkva á þeim , ekki undir neinum kringumstæðum og því síður sleppa því að svara. " Ég var að reyna að ná þig heillengi í gær,mar." Öhhhhh, kannski var ég að sofa hjá manninum mínum eða......
" Dísess, mar, af hverju ertu eiginlega með síma ef þú svara aldrei í hann?"
Skepna sem ég er að vera ekki til í að svara í síman 24/7, sama hvað. Og NB aldrei, ég svara nefnilega ALDREI í síman!!!

Þoli ekki fólk sem alhæfir , alltaf . Ég þoli ekkert þeirra, aldrei!!!
 
þriðjudagur, mars 25, 2003
|
 
Er það ekki svolítið skrítið að ég skuli vera hér smyrjandi á mig alls konar kremum og ég veit ekki hverju til að vera sem allra sætust, á meðan fólkið í Írak veit ekki hvort það lifir daginn af.
 
|
 
Það er leiðinlegt að skrifa atvinnuumsókn. Af hverju má ekki bara alltaf fylla út eitthvað standard eitthvað og fara svo í viðtal. Ég er í engu standi til að ljúga einhverju góðu um sjálfa mig, en samt þarf ég að skila umsókninni. Bömmmer
 
|
 
Já shitt, þær eru örugglega kynvillingar. Tæla mig svo á einhverja hótelholu og ljúga að það sé foreldrafundur, og reyna að koma mér til við sig................
 
|
 
Hvað er þetta með leikskóakennara og sokkabuxurnar mínar? Tvær á leikskólanum hennar Þorbjargar hafa haft á því hvað þær séu flottar, þessar með svarta og hvíta munstrinu sko. Eru þær virkilega svona gjeggaðar eða eru leikskólakennararnir bara skotnir í mér??
 
mánudagur, mars 24, 2003
|
 
Ég heiti Heiðrún og ég er fífl. Mér líður vel, var að taka vítamín. Ég er í alvörunni fífl og geri fíflalega hluti, haga mér fíflalega, lít fíflalega út, á fíflalegan mann og fíflaleg börn. það er gott að vera fífl.
Hér vantar mynd af þessum fíflalega borgara!!!
 
|
 
Djö.... bara ekkert að frétta!
 
sunnudagur, mars 23, 2003
|
 
já, hann er örugglega í Tulsa.
 
laugardagur, mars 22, 2003
|
 
Af hverju heldur búss að hússein sé endilega í Írak? Ég er alveg viss um að hann er löngu farinn þaðan. Hann er örugglega í bandaríkjunum einhverstaðar að afgreiða á makk dónalds!
OG enginn fattar neitt...
 
föstudagur, mars 21, 2003
|
 
Farin í partý. Sjáumst á morgun.
 
|
 
Ég var að koma heim úr dömuferð til malmö með dóttur minni. Þetta var alveg stórkostuleg ferð. Við lögðium af stað kl. 10 í morgun og komum heim kl. 19. Fórum í sund, borðuðum ís, fórum út að borða, borðuðum ís, fórum smá í búðir, borðuðum nammi, tókum svo aftur lestina heim og borðuðum nammi.
Stúlkukindin bar sína tösku með sunddóti og fleiru alla ferðina án þess að kvarta og lærði að segja " hva hedder du da?" og sjarmaði sænsku þjóðina upp úr skónum eins og henni einni er lagið.
Ég hins vegar þóttist vera milljóner og var með fulla vasa af peningum framan af en kom heim með fullt af dóti og 14 SKR í vasanum. Það er gott að bruðla.

Verð að fara að bursta tennur extra vel eftir allan ísinn og nammið.
 
fimmtudagur, mars 20, 2003
|
 
Búss segist ætla að afvopna Íraka og frelsa Irönsku þjóðina.
Hvernig er það í bandaríkjunum? Er ekki hver maður þar frjáls ef hann á a.m.k. eina byssu í fórum sínum?
 
miðvikudagur, mars 19, 2003
|
 
Það er fátt eins fallegt og hagmæltir vinir. Takk fyrir.

Nú þegar Ana spænska er komin í húsið höfum við alltaf allt sæmilega fínt, neyðumst til að þvo gólfið stöku sinnum og svona. það er eiginlega ekki hægt að bjóða fólki upp á heimilið eins og það er venjulega, alla vega ekki ef maður borgar því fyrir að koma.

Tilvistarkreppan verður að láta undan fyrir stríðsátökum. Mér finnst ekki hægt að vera hér í allsnægtum að vorkenna sjálfri mér þegar bölvað stríðið er að byrja. Það er samt alveg súrt að hugsa til þess að þetta stríð byrji eftir fimm tíma. Mér finnst ítalarnir vera flottastir, með sorgarborða og verkfall þegar það byrjar.

Íslendingar hins vegar eru búnir að lofa að taka til og hjálpa til við uppbyggingu eftir að vinir þeirra ; búss og kó, eru búnir að sprengja allt í klessu. Væri ekki nær að fordæma stríðið?
Forsætisráðherra Dana var voðalega leiður í gær yfir að þurfa að samþykja að senda danska hermenn til Íraks , ÁN meirihluta í þinginu. Kommon, hann hefði líka geta sleppt því að senda þá af stað.

Vell, verð að fara í þvottahúsið, fötin þvo sig ekki sjálf þó að það sé að byrja stríð!!
 
þriðjudagur, mars 18, 2003
|
 
Með kvef og í tilvistarkreppu
kúri ég undir sæng.

Botniði þetta, helvítin ykkar !!!!
 
|
 
Ég er búin að vera að pæla í því í allan dag hver stal eiginlega kökunni úr krúsinni í gær. Og það sem meir er, hvaða hálfviti setti kökuna í krús?
Það eru svona hlutir sem gata farið alveg með mig!!
 
mánudagur, mars 17, 2003
|
 
Ég nenni þessu ekki, ég nenni þessu ekki, ég nenni þessu ekki. Fer ég ekki bráðum að verða fullorðin?
 
laugardagur, mars 15, 2003
|
 
Ja hérna. Ég er búin að lita hárið á mér appelsínugult! Það er minnir á rauðbröndóttan fresskött sem er búinn að vera á kvennafari í viku.
Ég veit svei mér ekki hvernig ég á að taka á þessu. Verst er þó að vera ein heima, það er alltaf betra að hafa einhvern hjá sér þegar maður fer út í svona æfingar. Þá getur maður komið einhverju af ábyrgðinni yfitr á hann. Djö.... ég veit ekki hvort ég þori út úr húsi. Vona bara að þetta verði betra á morgun.

Ég er samt enn þá ógurlega sæt, með hvíta trégólfshúð, svartar nýlitaðar augnabrúnir og appelsínugult hár!
 
|
 
Áðan fór ég til fegrunarfræðingsins nágranna míns, til að athuga hvort hún lumaði ekki á einhverjum fegrunarsmyrslum til að lána mér. Ekki gerði hún það, en í staðin dró hún fram dunk einn mikinn og sagði hann innihalda mjög gott hreinsiduft. Aftan á dunknum stóð stórum stöfum: TIL RENSNING AF HVIDE TRÆGULV. Með þetta fór ég, blandaði í vatn, bar á fés mér og TARA......... fegurri en nokkru sinni! Á mér er sko engin fílabeins húð heldur er ég skínandi eins og hvítt trégólf.

 
föstudagur, mars 14, 2003
|
 
Ókey, ég fór ekkert á fredagsbarinn. Ég er ekkert kúl "faraáfredagsbarinn" týpa. Fór bara frekar með Arnald í gönguferðalag ( það var sko mjög löng gönguferð = gönguferðalag) um löngulínu og nágrannalönd, fékk mér bjór fyrir utan eitt kaffihúsið, í sólinni. En ég fékk líka fjárans kvef í þessu ferðalagi, það er greinilega minna vor en mig grunar. Ég ætla að skella í mig sólhatti og fara svo að sofa svo ég verði fersk í grillveislunni á morgun. bæ
 
|
 
Þegar ég kem til Íslands ætla ég að fara beint til Silla og Valda og fá mér Spur og Konga!!!!
 
|
 
Jæja, á nú eitthvað að reyna að ljúga því að mér að það sé ekkert saumað í saumaklúbbum. Af hverju heitir þetta þá saumaklúbbur ?
Það skal enginn segja mér að þarna sé bara verið að éta og kjafta. Hvílík endemis vitleysa sem fólk getur látið út úr sér. Þið platið mig ekki svo glatt!

Best að fara bara á fredagsbarinn með honum Janusi, af því að það er föstudagur. Sniðugt að hafa fredagsbar á föstudegi. Hér er sko ekkert verið að reyna að rugla fólk, hér heitir föstudagsbarinn fredagsbar og saumaklúbbarnir saumaklúbbar og kjafta og átklúbbar, kjafta- og átklúbbar. Hér er allt á hreinu.

 
fimmtudagur, mars 13, 2003
|
 
Þá er ég búin að sauma allt í klessu. Ég vona bara að Þorbjörg verði ekki lögð í einelti með rautt sikk sakk á hnjámum á gallanum sínum. Það hlýtur líka að vera að koma vor og þá verður galladruslunni hent. Ekkert genbrug þar. Hún verður örugglega ánægð með það litli kapítalistinn minn, hún vill nefnilega búa í húsi en ekki blokk, eiga bíl og harð neitar að gefa fátæku börnunum gömlu fötin sín. Ég þarf alltaf að laumast með þau í gáminn og svo lýg ég auðvitað að henni og segi að fötin séu niðri í geymslu. Hún á örugglega aldrei eftir að fyrirgefa mér þessi svik, hún man allt!!
Ég er fyrirmyndar móðir.

Frábært; ekkert planað um helgina. Ég fæ að eyða henni með krökkunum þar sem Sigurður Óli rokkstjarna er að fara í stúdíó að gera snilld.

Talandi um Þorbjörgu, þegar ég sagði henni að við værum að fara til Íslands, ég hún og Arnaldur þá sagði hún: "Jess mamma, þá getur pabbi ekki sagt að ég meigi ekki fá kók"
Svona er nú það.
 
|
 
Nú er ég búin að fatta af hverju ég er ekki í saumaklúbb. Ég kann ekki rassgat að sauma.
Ég haf bara alltaf tekið því sem sjölfsögðum hlut að ég kynni að sauma af því að mamma og amma eru svoddan handavinnusnillingar. Hef eiginlega aldrei látið reyna neitt á það fyrr en núna. Buxurnar eru orðnar styttri, meira þó hægra megin!

Getur einhver sagt mér hvert sjátátið mitt fer stundum ?
 
miðvikudagur, mars 12, 2003
|
 
Já sko ég var sem sagt að segja frá ferðinni og gleymdi að seiva frásögnina. Ég nenni bara ekki að skrifa það aftur enda var ekkert merkilegt í íkea frekar en fyrri daginn.
 
|
 
Ég var nú að segja ykkur frá menningarferðinni í Íkeu með Eyjólfi Eyjólfssyni þegar hann Siggi plataði mig til að fara að leita að ferðum til Póllands fyrir okkur. Við höfum nefnilega ráðgert að stinga af í hjónaferð til einhvers krummaskuðs í norður póllandi ( á dönsku heitir það " nord-polen !!!) þegar hún Þorbjörg okkar fer í kólóní í maí lok. Bibba sagði einu sinni í einhverju bríaríi að hún gæti nú alveg haft hann Arnald og við munum það. Jaháhá, það munum við sko og erum ákveðin í að láta hana standa við þetta boð sitt. Ha ha ha, hí á Bibbu.
En nú þetta: ZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzz( REM svefninn ) zzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZ uhhhhhhhh......
 
|
 
Ætli það boði ógæfu að borða þverbrotið kit-kat?

Tók 36 meiriháttar myndir í gær fyrir skólan á ónýta myndavél. Það var nú ekki svo gott því nú þarf ég að taka þær upp á nýtt með digitalvél, mér finnst það leiðinlegra.

Æi ég ét bara bölvað kit-kattið, þrátt fyrir mögulega ógæfu!!!!
 
mánudagur, mars 10, 2003
|
 
Nú verður ekki aftur snúið. Búin að kaupa miða til Ísl. fyrir mig og börnin. VIð komum 9. apríl kl 14:15 og förum seinna aftur heim til okkar.
Buxurnar eru ennþá of langar.
 
|
 
Hvernig í ósköpunum stendur á því að buxurnar sem ég keypti fyrir rúmri viku eru ekki enn orðnar styttri??
Þarf ég virkilega að ná í saumavélina og gera þetta sjálf?
 
sunnudagur, mars 09, 2003
|
 
Hverjir hafa haldið því fram að mannskeppnan væri hætt að þróast?
Ég veit það ekki en mér er ljóst að fram er komið stökkbreytt afbrygði: Sjálfrólandi barn. Þetta er alveg magnað, hann sonur minn kann barasta að róla frá náttúrunnar hendi. Ekkert "ýta mér" kjaftæði ( enda kann hann ekkert að tala ennþá). Maður bara setur hann í rólu, ýtir af stað og svo bara rólar hann og brosir út að eyrum. Meiriháttar spúkí!

Annars er búið að vera vor hjá mér í dag. Þorbjörg er búin að vera úti að leika í allan dag, Siggi er búinn að vera úti að leika með hjól í allan dag ( hann kallar það að gera við), Einar Óli er kominn í sumarjakkan og það voru óvenju margir á leiðinni heim af djamminu um kl.hálf tólf í dag þegar ég drullaðist í vinnuna.
Ég man sko vel eftir því þegar maður kom út af balli í gamla daga og fékk sólina beint í augun ( það var nefnilega alltaf svo gott veður í gamla daga! ). Þá gat maður ekki hugsað sér að fara heim. Var kannski skotinn í strák, eða ekki, og labbaði marga hringi í kringum tjörnina, bara til að vera úti í sólbjartri nóttinni. Stundum bara hékk maður í bænum og gerði ekkert og tók svo fyrsta strætó heim. Allt út af blessaðri sólinni.
Núna er þykir manni best að vera farinn að sofa áður en strætó hættir að ganga til að geta vaknað með deginum, bakað skonsur eða eldað hafragraut og sungið morgunsönginn með fjölskyldunni!
Eða ekki.
 
laugardagur, mars 08, 2003
|
 
Vorið er komið
og grundirnar gróa.
Guð minn góður
það er farið að snjóa.
 
föstudagur, mars 07, 2003
|
 
Húkkits, ég fann ló spít takka á tölvunni svo ég get bloggað smá.
Í hádeginu voru hér komnir saman fjórir af þeim fjölmörgu sælkerum og átvöglum sem ég þekki. Það vantaðu einna helst Óla bróður í partíið. En hann getur bara kannski komið í kvöld, því við gáum auðvitað ekki annað en ákveðið að hittast í kvöld og borða saman !
Skrítið hvernig sumt fólk hefur þannig áhrif á mann að mann langar að gefa því eitthvað að borða. Ég er stundum allveg við að breytast í ömmu mína; "Æi reyniði nú að not'ykkur 'etta" og eftir að hafa snarað upp svo sem einni brauðtertu, tveim rjómatertum og tvöfaldri vöfluuppskrift: " þetta er nú bara lítilræði!"

Svo er ég líka búin að ráða barnapíu og ligga ligga lá!!! Og hún er líka spænsk og ligga ligga lá!!! Svo er hún líka blá???????
 
fimmtudagur, mars 06, 2003
|
 
Nú eigum við svo flotta, nýja og hraðvirka tölvu að ég næ ekki einu sinni að hugsa hvað ég ætla að skrifa. Svo er hún líka blá!!!!!!
 
|
 
Saga
Það var einu sinni strákur sem var puttalaus með sjónskekkju og hósta. Honum var svo sem alveg sama. Hann kom frá eðlilegu heimili og átti bæði mömmu og pabba. Mamman og pabbinn höfðu alltaf sagt að hann væri ekkert verri en þeir sem væru með tíu putta og hann trúði því. Þau höfðu hins vegar ekkert sagt um sjónskjekkuna eða hóstan. þau vissu nefnilega að það væri slæm blanda. Svo varð strákurinn fullorðinn og hitti konu. Þau giftu sig og allt virtist vera í lagi.
En seinna kom í ljós að konan var bæði morgunfúl og skapvond og þá hugsaði maðurinn með sér; Ef ég væri ekki með sjónskekkju og hósta ætti ég betri konu. Hann var leiður yfir þessu og þorði ekki að hugsa það til enda hvernig konan hans væri ef hann væri líka með tíu putta.
 
miðvikudagur, mars 05, 2003
|
 
Djö... finnst mér leiðinlegt að vera fullorðin stundum. Maður þarf að semja við bankan og fylla út pappíra og skattaskýslur og gera alls konar hund, hund leiðinlegt stöff. Mér er skapi næst hringja bara í mömmu og biðja hana að gera þetta allt saman. Hún er hvort sem er löngu orðin fullorðin.
Það góða við að vera fullorðin er:
Maður getur vakað eins lengi og maður vill.
Maður getur étið eins mikið nammi og maður vill.
Maður þarf ekki endilega að klára matinn sinn til að fá eftirmatinn.
Eftirmaturinn getur verið maturinn.
það er aldrei neitt langt til jólanna.
Og kannski eitthvað eitt í viðbót sem ég man ekki núna.
 
þriðjudagur, mars 04, 2003
|
 
250,000 danir eru að leita sér að mökum on læn. Vá, það eru margir maður. Kannski þýðir það að menn og konur eiga þá stærri séns að finna sér maka, en mikið er ég fegin að vera ekki í því streði maður.
Mér finnst ýkt kúl að vera gift. Gift fólk rúlar!!!!

En hvað eru eiginlega margir að blogga á íslandi ? 108 skráðir á icebloggið og það eru sko alls ekki allir.
Ég var að blogga í skólanum um daginn og einhver spurði mig eitthvað út í það. Ég sagði bara eitthvað svona voða kasjúal; " ég er bara að blogga" hélt bara að a.m.k. allir könnuðust við dæmið. En svo var ekki, enginn hafði heyrt um þessa furðulegu iðju. Af hverju erum við eiginlega að þessu ? Getur einhver svarað mér því, ég hef ekki hugmynd af hverju ég er að þessari vitleysu.
 
|
 
Vá, rosalega getur rödd í síma gefið manni rangar hugmyndir um fólk. Hún Mía pía var bara sæt og góð þó svo að hún hafi í síma hljómað eitthvað offitulega og leiðinlega. Skrítinn þessi heimur.
 
|
 
ohhhhh, mig langar svo til Íslands um páskana!!!!!!
 
|
 
Mér er samt alveg sama hvort barnapían sé ljót eða fögur. Ekki misskilja mig vitlaust!
 
|
 
Laust starf
Enn er ekki komin pige í húsið sem getur gætt Arnaldar. Hún Ana spænska var hér fyrr í dag, það er kannski gott að hafa spænska barna píu sem talar enga dönsku. Svo var það hún Lone, með fýluna, ég vil hana ekki sko. En í kvöld kemur Mía hin unga í heimsókn og ég þarf að taka hana út. Ég heyrðist hún vera svolítið of feit og frekar ljót. Það kemur í ljós kl. níu hvort ég hef rétt fyrir mér.

En ef einhver vill koma frá Íslandi að passa þá má sá hinn sami það alveg. Mín vegna!
 
|
 
Ég hef kannski ekki alveg fylgst með þessu mútumáli hans davíðs. En fyrst þetta er svona mikil hneisa hvers vegna beið hann þá í rúmt ár með að segja frá þessu?
Hvenær eru aftur kosninga næst ?
 
mánudagur, mars 03, 2003
|
 
Páskaheimsóknir til sölu
...... og koma svo.....
 
|
 
hey, hvað klikkaði?
Það má senda póst og panta dag eða daga á heidruno@hotmail.com eða bara á sjátátinu.
Sláðu til nú og yðrastu ekki!
 
|
 
Páskaheimsóknir til sölu

Nú er tækifæri til að fá mig og afkvæmi mín í heimsókn um páskana. Um er að ræða tímabilið 9.-20. apríl og verðin eru einkar hagstæð. Heill sólarhringur á aðeins 430,5 Dkr. Nú er tækifæri fyrir vinahópa, fjölskyldur og aðra hópa og félagasamtök að sína samstöðu og kaupa Heiðrúnu heim um páskana.
Einnig er hægt að fá mig til að vera heiðursgest í veislum á viðráðanlegu verði ef samningar nást. Áhugasamir eru beðnir um að senda mér póst á
  2:26 e.h. 0 comments
sunnudagur, mars 02, 2003
|
 
Af hverju er disnei farinn að drottna svona gífurlega í grímubúningabransanum. í dag var allt fullt af tumum tígrum, eyrnaslöpum og bangsímonum. Og allir allir merktir disnei. Þorbjörg var ein af örfáum sem ekki voru í komörsjal búningi. Bara gamaldags heimalöguðu einhverju. Ætli ég sé þá ofurmamma? Eða kannski bara svona fátæk að geta ekki keypt handa henni búning? Kannski er ég bara sérvitringur.

Ég er farin í sturtu!

  7:59 e.h. 0 comments
|
 
Eyrnafíkjan/konfektið er á undanhaldi. Þakka ég það einkum aðstoðar eiginmanns míns sem ýtti eitthvað við þessu í gær svo út kýlinu vall grænt ógeð. Hann hlítur að vera mjög skotin í mér. Ég er ekki viss um að ég myndi gera það sama fyrir hann. Hef aldrei skilið fólk sem hefur ánægju eða jafnvel unun af að kreista annara mannara bólur!

Annars var ég á karíógí bar í tæpa þrjá tíma síðustu nótt. Það kalla ég sko gott úthald. En ég var bara með svo frábærum stelpum að ég gat bara ekki drullast heim. Það var sérstaklega mikið stuð í einni, hún sagði alltaf annað slagið " Ég er bara on fæer, maður". Maður kemst nú varla í meira stuð en það!

  7:53 e.h. 0 comments
|
 
Sunnudagur til sælu
Svaf til tólf. Vaknaði með mikla andremmu. Burstaði tennur og byrsti mig. Fékk mér kaffi og meððí. Bjó til prinsessu úr dóttur minni og fór í fastelavnspartý. Hitti mögulega parnapíu sonar míns. það var af henni þefur. Slæmur þefur. Hver vill láta illa lyktandi 34 ára kellingu passa barnið sitt. Ekki ég.
Kvartaði svo svolítið yfir fýlunni við nágrannana. Kom heim og gerði þetta.
En núna: Kjúklingur. Súrsætt eða karrý? Taka með, borða hér?
  5:12 e.h. 0 comments

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com