Obb bobb obb !!!!
föstudagur, september 28, 2007
|
 
Ég fór að sjá Astórpíu í gær, fannst hún bara nokkuð skemmtileg. Fór svo seint að sofa, það er ákaflega hressandi inn á milli. Hefði svo sem alveg verið til í að vaka alla nóttina til að kjafta við Einar, mér finnst svo gott að kjafta við hann. En mér tókst að hafa vit fyrir mér og fara að sofa. Ég kjafta bara meira seinna. Nægur er tíminn.
Svo er bara að vera duglegur fram að hádegi svo hægt sé að fara í helgarfrí með góðri samvisku. Það verður skemmtileg tilbreyting.
 
fimmtudagur, september 27, 2007
|
 
Þá er það komið á hreint; ég byrja í mastersnámi í þýðingarfræði eftir áramót.
Eftir eina viku og einn dag fæ ég íbúðina afhenta, þá meiga (les. eiga) allir sem pensli geta valdið koma að hjálpa mér að mála. Svo reikna ég með að flytja inn einhvertíma í vikunni á eftir, það eru líka allir velkomnir í að bera inn þá.
Um helgina ætla ég hins vegar á þrefallt tjútt; afmæli hjá ROJ, afmælispartý hjá EÓM og svo á abbababb á sunnudaginn.
Ég held að ég þurfi bara að leggja mig svo ég hafi orku í þetta allt saman.
Annars er lífið bara nokkuð ljúft við okkur. Það hjálpar auðvitað að okkur finnist rok og rigning skemmtileg annars held ég að það væri frekar súrt að vera hér.

Að lokum vil ég segja frá því að ég er búin að fara tvisvar upp á vatnshól í þessarri viku.
 
þriðjudagur, september 25, 2007
|
 
Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!
Jákvæðar fullyrðingar.
Virka.
Gaman? Jájá.
Dugleg? Jáhá.
Hálfviti? Engin spurning.
 
sunnudagur, september 23, 2007
|
 
Þetta er ekta góður sunnudagur. Afslappelse, leti, þvottur, hjólatúr, pönnukökur, kjaftavaðall og kaffi, hjólatúr og svo lax hjá brósa og kó í kvöld. Næz
 
laugardagur, september 22, 2007
|
 
Nú má þessi stormur koma mín vegna. Er búin að vera úti frá kl 9:30 í morgun og er loksins komin heim og tilbúin að leggjast undir teppi eða jafnvel sæng.
 
föstudagur, september 21, 2007
|
 
Föstudagur, hvað berð þú í skauti þér?
 
fimmtudagur, september 20, 2007
|
 
iss, ég þurft greinilega ekkert að læra...ég fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta verkenið mitt í HÍ... hvernig var þetta aftur með drambið og fallið?
 
|
 
Það er greinilega eitthvað að slakna á mér. Er ekki eins svakalega æst eins og ég var til að byrja með. Finnst ég ekki alltaf þurfa að vera alls staðar í einu. Finnst ég ekki þurfa alltaf að gera alskonar. Þetta er ágætt, en þó svolítið klikkað. Mér finnst ég til dæmis ekkert þurfa að læra!
 
þriðjudagur, september 18, 2007
|
 
Gerði geggjaða kjúklingasúpu rétt í þessu að ósk dótturinnar. Reyndar bað hún bara um súpu og af því að ég átti kjúlla þá varð þetta úr.

Hún étur, en ekki hann. Ég háma í mig eins og venjulega.

Er búin að lofa að segja ekkert við matarvenjum dótturinnar í mánuð. Ætla að líta fram hjá öllu.

Börn eru oft stút full af tilfinningum. Merkilegt stundum að það komist eitthvað annað fyrir í þeim.

Ég þarf bráðum að læra á nýjan ofn. Brauðið sem ég baka í mömmuofni verður alltaf hart. Ég held að það verði öðruvísi í Lönguhlíðinni.

Hlakka til...
 
mánudagur, september 17, 2007
|
 
Jæja, komin heim þar sem hversdagsleikinn ræður ríkjum. Mér finnst hann alveg ágætur og met hann mikils. Ég er líka alveg ofboðslega þakklát fyrir að eiga svona gott fólk í Danmörkinni. Og mikið hlakka ég til að fá það hingað til mín, öll sem eitt í einhverri mynd. Ég kemst bara við...
 
fimmtudagur, september 13, 2007
|
 
Jæja, þá er best að skella sér bara í smá orlof... eftir svona 10 tíma eða svo.
 
miðvikudagur, september 12, 2007
|
 
Veðrið hérna er farið að minna mig illilega á sumarið í Danmörku; það er alltaf rigning!
 
þriðjudagur, september 11, 2007
|
 
Símtal við Stínu fyrir kl. átta í morgun. Kaffi með Jódu í hádaginu. Kjötsúpa með fjölskyldunni í kveld. ýsa með Kötu og Chris á morgun. Ekkert slæmt sko, og ætti ekki að vera þreytandi. Best að reyna að sjúga bara kraft úr þessu ágæta fólki til að lækna þreytuna.
 
mánudagur, september 10, 2007
|
 
Ég er þreytt. Og það sem meira er; ég er þreytt á því að vera þreytt. Verð annað hvort að reyna að sofa meira eða gera minna, nema ég geri sitt lítið af hvoru eða jafnvel hvoru tveggja.
Verð nú samt að fara að hætta þessu. Þessarri þreytu...
 
laugardagur, september 08, 2007
|
 
Ég á upprennandi fótboltastjörnu, en það er allt í lagi, hann er ekkert verri fyrir vikið.
 
föstudagur, september 07, 2007
|
 
Í morgun rambaði ég niður í kjallara aðalbyggingar HÍ. Undirmeðvitundin sagði mér að þar væri kaffi að finna. Ég sá eitthvað kaffi merki sem ég þekkti og gekk svo rakleiðis á lyktina. Hellti mér langþráðu kaffi í bolla og snéri mér svo að afgreiðslukonunni sem sagði með hundshaus að hún tæki ekki við peningum. Það var nú allt í lagi, ég á nefnilega kaffiklippikort, en þá sagði hún með enn meiri þjósti enn fyrr að þetta væri alls ekki kaffistofa stúdenta, hún væri innar í ganginum og væri lokuð í dag. Ég spurði náttúrulega hvað við gerðum þá í því, kaffi væri jú komið í bollann. Með bendingum sendi hún mig á braut, sem og alla tómhentu samnemendur mína sem höfðu ekki náð að kaffikönnunni.
Þar sem ég sat svo í seinni tímanum og saup kaffið hugleiddi ég lexíuna sem ég hafði lært; Það kemur sér alltaf vel að vera fljótur að hlaupa, meira að segja í háskólanámi.

Núna er ég hins vegar búin að opna mér langþráða rauðvínsflösku, sem ég hljóp reyndar ekki eftir, heldur fékk gefins og er að fara að gera pizzu.
 
fimmtudagur, september 06, 2007
|
 
Nú er ég í skólanum og mér leiðist mjög. Eru ekki einhverjir hérna sem ég þekki og get drukkið kaffi með? Viljiði gefa ykkur fram, ég er nefnilega alveg að fara að skæla og það sem verra er, ég er alveg að fara heim bara...
 
miðvikudagur, september 05, 2007
|
 
Þetta er góður dagur. Úlfgrár himinn og ég þarf að lesa núna.
 
þriðjudagur, september 04, 2007
|
 
AG var að fabúlera um það í morgun um það hvað þau systkinin hlytu að fara að fá í pakka frá pabba sínum, af því að þau eru búin að eiga heima á íslandi svo lengi. Hann taldi upp alskonar glingur og drasl sem þau langar stöðugt í og virðast aldrei fá nóg af. Svo sagði hann mér að ég myndi líklega bara líka fá pakka, því ég væri jú líka búin að búa lengi á íslandi. Ég hváði auðvitað, veit líklega manna best hversu litlar líkurnar eru á því að Siggi sendi mér pakka, og spurði hvað hann héldi að myndi vera í pakkanum til mín. "Súkkulaði og kaffi" svaraði hann að bragði, greinilega ekki í neinum vafa um það hvað móðurinni þykir best.
 
sunnudagur, september 02, 2007
|
 
Sunnudagur bara!
Alveg brjálað að gera hjá mér náttúrulega, og okkur. Baka bollur og skonsur og þrífa allt og sameignina líka, hlaupa úti og baða sig og fá bróður og bróðurson í ýsumat. Krakkarnir í sund með afa og frænku, ég baka á meðan.
Landsleikur í körfubola í gær, reyndar var ég ekki að keppa, en það getur nú ekki verið langt í það, ef miðað er við dugnaðinn í mér alla tíð.
Skóli á morgun, það verður spennó. Fyrsti tíminn hjá Beggu Kristjáns. Stuð þar eflaust. ég hafði guðforeldratitilinn af syni hennar um daginn. Muhahahah!
Eníhá, best að fara að elda fisk og kartöflur og meðððððí...
 
laugardagur, september 01, 2007
|
 
Mér finnst að það eigi að uppræta ósamræmið; Börn eiga annað hvort að sofa lengur, eða barnaefnið að byrja fyrr.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com