Obb bobb obb !!!!
laugardagur, ágúst 30, 2003
|
 
...og svo fattaði ég bara að ég var í ullasokkum í viðtali við MTV. JLO fær ekki mikla samkeppni frá mér á ullarsokkunum.
 
fimmtudagur, ágúst 28, 2003
|
 
Nú hlýtur að vera komið nóg í dag. Búin að steikja fiskibollur fyrir Þorbjörgu og kó til að taka með í "sommerfest" í leikskólanum og gera nammikökur. Hnegja upp auglýsingar, þar sem ég óska eftir pössunarpíu og ég veit ekki hvað og hvað. Ég verð líka að vera fersk í fyrramálið. Þá byrjar maraþonið. Ég er voða spent og hlakka mikið til. Mig kitlar í magan og allt. Spennó, spennó!!!
 
|
 
Ég er örugglega búin að senda cv-i ð mitt á hundrað staði, síðasti tölvupósturinn hljómaði einhvernvegin svona: Hej........ praktikplads......CV... mkh...Heiðrún.
Nú er dara að sjá hvurnig danskurinn tekur þessu. þEim finnst þetta örugglega argasti dónaskapur.
 
miðvikudagur, ágúst 27, 2003
|
 
Ég finn aldrei þennan helvítis hund og ekki heldur myndavélina í "Hvar er Valli" bókini hennar Þorbjargar ( hann heitir reyndar Holgeir á dönsku kappinn). Þannig að ég ætla með Holgeir hinn danska í kaffiboð í kvöld og fá hjálp við að finna liðið og tússa svarta hingi utan um þetta pakk í eitt skipti fyrir öll!!
 
|
 
Hvar er eiginlega Gerður G. Bjarklind? Ég hlustaði á rás tvö meðan ég braut saman þvottinn og það var bara einhver kona sem las tilkynningar!
 
þriðjudagur, ágúst 26, 2003
|
 
Fékk pensilín í tánna sem ég hjó næstum af mér um daginn, til að taka ígerðina sem komin var í hana. Ég þarf að taka það inn, svo það fer í gegnum magann og hann verður aumur og mér er ill og maginn er eins og uppblásin blaðra og ég er uppstökk og held ég fari bara að sofa......
 
|
 
Myndin er að verða tilbúin. Ole er inni að laga hljóðið og svo er bara allt klárt. Eitt stk. súr mynd um konu sem slægir fisk og hugsar til baka á meðan. Djöfullsins mergjaðir snillingar sem við erum!!!!
 
mánudagur, ágúst 25, 2003
|
 
Af því að ég fer aldrei í bíó og er að læra að búa til kvikar myndir fór ég á bókasafnið og tók þrjár myndir sem ég ætla að horfa á sem fyrst. Er þegar búin með eina. Einhverja Afganistamynd, mest af því að ég er að lesa Afganistabók -Bóksalinn í Kabúl, Afganista þema hjá mér. Hún var ekkert sérlega skemmtileg, en voða falleg á að horfa. Svo tók ég eina franska hommamynd og dogma númer fjögur - The king is alive. Ég er nebblega bara búin að sjá dönsku dogmurnar.
Ég held ég sofi betur í nótt en allar nætur hingað til. Ég er svo menningarleg.
Og svo er maðurinn minn í svo góðu sambandi við sjálfan sig. Fer í leikfimi og tjáningu og árunudd í skólanum á hverjum morgni núna. Hann er allur orðinn voða mjúkur, bæði að utan og innan.
góðar stundir
 
|
 
Hann herra kjaftaskur er nú meiri karlinn. Kjaftar bara og kjaftar.
 
|
 
Sko hvað sagði ég! Allt miklu betra.
 
sunnudagur, ágúst 24, 2003
|
 
Eins gott að hann sé búinn þessi dagur. Hann var ekki góður; sveittur, langur og erfiður.
Á morgun verður allt betra og ég í svaka stuði!
 
|
 
ohhh, fokk. Ennþá vont og ælupest!!!
 
|
 
Þetta var nú meira. Ég vann og vann og kom heim og svaf. Vaknaði með ca. 70 stiga hita og sofnaði bara aftur og svaf og svaf og svaf og svaf. Nú var ég að vakna aftur til lífsins, ennþá með smá hita en get haldið höfði. Sem er eins gott því ég var búin að lofa Bakkaferð og því gleymir hún Þorbjörg mín ekki. Hún vakti mig kl. 8 og sagði að ég þyrfti að vakna strax af því að við værum að fara í Bakkan í dag.
Ég held bara að ég sé með ofnæmi fyrir listum eða þá að frú Elgaard hafi smitað mig af þessum óþvera. Hún þurfti alla vegana mikið að kyssa mig á föstudaginn.
 
föstudagur, ágúst 22, 2003
|
 
Ég er voða andlaus í dag eitthvað. Fór heim úr skólanum kl: 11 í mótmælaskyni. Ég þoli ekki að bíða eftir fólki sem lætur ekki vita að það komi of seint þannig að ég fór um leið og það kom. Fari það í rass og rófu!
Svo lagði ég mig í klukkutíma og er öll migluð og lin eftir það. Þó það geti verið voða gott, svola legg, hefur það oftar slæm áhrif á mig. Þannig að ég ætla að tussast í sturtu, sækja börnin, fara með þau og tengdó á opnun, skila liðinu heim, gefa því mareneraðar kjóklingabringur, svæfa börnin, punta mig og fara svo að vinna á barnum í oppnunarpartýinu.
En einn dagurinn í lífi mínu.
 
fimmtudagur, ágúst 21, 2003
|
 
Þegar ég var að vinna með honum Sigga Óla og var eitthvað súr. Þá átti hann það til að segja mér hvernig ég var í hans augum. Mikið fanst mér gott og gaman að hlusta á það raus. Honum fannst ég frábær og fyndin og gáfuð og skemmtileg. Mig langar voða mikið að hitta hann núna.
 
|
 
Og.... maður vill ekkert frekar!!!!
 
|
 
Fyrst þegar fóstrurnar hennar Þorbjargar spurðu mig hvort ég væri þreitt, veik eða eitthvað, varð ég voða reið. " Hvað í andskotanum eru þær að skipta sér af mér" hugsaði ég með mér og reyndi að hundsa þær. En núna verð ég bara upp með mér. Ég er nefnilega búin að fatta það að ef þær taka eftir því að ég er þreytuleg, þá taka þær líka eftir því þegar ég lít vel út. Þær þora bara greinilega ekki að minnast á það. En það er voða sjaldan sem þær minnast á þreytuútlitið sem þýðir að ég hlýt oftast að líta vel út!!
 
miðvikudagur, ágúst 20, 2003
|
 
Það er orðið 50% dýrara að fara í hin ýmsustu tæki í tívolí. Ógeð og óréttlæti. Ef heimurinn fer ekki að bestna fer ég sjálf að vera með óréttlæti.
 
þriðjudagur, ágúst 19, 2003
|
 
Það er gott að eiga vini. Ég á ekkert marga, en góðir eru þeir, allir sem einn. Hver myndi svo sem nenna að eiga slæma vini? Einn á ég meira að segja í ameríku. Það er voða flott að eiga vini í ameríku. Ég var að tala við hann á MSN áðan og það var gott. Svo gott meira að segja að ég fór með skál af appólólakrís til vina minna í næstu íbúð, óumbeðin . Svona smitar þetta allt saman út frá sér.
 
mánudagur, ágúst 18, 2003
|
 
Var á fyrirlestri hjá þessum í dag. Hans sögur gera mínar um kjötbolluinnkaup að hreinu húmbúkki!
 
|
 
Þegar mér liður illa verður maginn á mér að svartholi. Ég ét og ét og er samt alltaf svöng.
 
sunnudagur, ágúst 17, 2003
|
 
Andskotans, helvítis, djöfulsins, drulluskítur!
 
laugardagur, ágúst 16, 2003
|
 
Ég ætla að fara með fjölskylduna í bæinn að sjá kynvillingana og lepja síðan dauðan úr skel með góðum vinum í kvöld.
Það er bara gott að ég sé ekki í Reykjavík, vinir mínir og fjölskylda virðast vera dauð drottni sínum, svo ég færi örugglega ein á menningarnótt. Nema ég færi bara með Hel!!
 
föstudagur, ágúst 15, 2003
|
 
Skar næstum því af mér hægri stórutá í gær. Ekkert skrítið að ég geti ekki bloggað neitt!
 
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
|
 
Hvaðð?
 
|
 
Óli, Stína, Jóda, Palli, Ingunn, Mamma, Pabbi, Ólöf!
Hvar eruð þið?
Varla öll dauðð.
Nei, andskotinn!!
 
|
 
Fyndnir svipir á fólki þegar það kemur út af almenningsklósettum. Flestir eru með svona " égvarekkiaððgeraneitt" svip og þeir sem greinilega voru að kúka eru með svona " ég! égvarskoallsekkiaðkúka-pissaðivarla" svip. Fyndnast finnst mér samt fólk sem er súperkúl í framan, eiginlega eins og það sé alls ekkert að koma af klósettinu. Einhvernvegin svona " erþettaklósett?" eða "égáttibaraleiðum" eða " kúlvaskarhérna!"
 
miðvikudagur, ágúst 13, 2003
|
 
......jú og hún var líka eitthvað að leika sér við Sindra Pál. Hann þekki ég, linka hér með!
 
|
 
Ég er að pæla í því að setja link á hana Möggu. Hún spilaði tölvuspil og var kúl á madstofunni með bróður mínum. Ef það er ekki ástæða til að linka, þá veit ég ekki hvað...........
 
|
 
Já já, best að fara að læra á pinnacle studio klippiforrit. Ég er nefnilega að fara að taka þátt í videomaraþoni hér í borg. Er búin að ákveða að vinna þar önnur verðlaun. Fyrstu finnst mér ekki nógu góð!
 
þriðjudagur, ágúst 12, 2003
|
 
Það er svo óbærilega heitt hérna að það er varla hægt að blogga. Í morgun varð mér á að fara út í gallabuxum, svo eftir hálftíma hjólatúr kom ég aftur heim og ætlaði í sturtu. En það var nú þrautin þyngri. Ég komst ekki úr buxunum út af svita.
Ég get ekki annað en vitnað í hana dóttur mína og sagt: " já, þetta er harður heimur bróðir"
 
mánudagur, ágúst 11, 2003
|
 
Djööööööö.... engar kælitöskur til í mínum bæjarhluta. En ég fékk uppblásna barnavaðlaug. Vonandi bætir hún eitthvað ímyndina!
 
|
 
Ég held ég fái mér kælitösku í staðin fyrir annað barn. Mér finnst við fólkið sem búum heima hjá mér ekki vera alvöru fjölskylda. Þ.e. mér finnst allar aðrar fjölskyldur vera "fjölskyldulegri" en við, ég hélt að það myndi lagast þegar við yrðum fjögur, en mér finnst við ekki ennþá vera alvöru vísitölufjölskylda. En ég held að kælitaska sé málið. Allar alvörufjölskyldur eiga kælitösku! Ég ætla kaupa hana strax eftir skóla.
 
laugardagur, ágúst 09, 2003
|
 
Ég er komin með góða innsýn í breytingarskeiðið. Í þessum hita bresta á skyndileg svitaköst með ónotum miklum. Þetta er nú einum of bara og samt er ég inni. Úti held ég ekki sé hægt að vera nema oní vanti.
 
|
 
Ég er gersamlega búin að missa tökin á tímanum. Um daginn hitti ég mann hérna, hann ætlar að fá lánaða hja mér videóspólu, en vildi ekki fá hana strax af því að hann var á leiðinni til íslands. Ég hinni hann aftur í gær. Var voða hissa að hann væri kominn strax aftur heim. Þá tjáði hann mér það að hann væri búinn að vera í mánuð á íslandi. Mánuð. Það er eitthvað verið að stríða mér, held ég!
 
föstudagur, ágúst 08, 2003
|
 
Púffff, hvað það er erfitt að vera snillingur. Sérstaklega í svona hita. Og ég tala nú ekki um það þegar maður er svona mjór!!!
 
miðvikudagur, ágúst 06, 2003
|
 
Bráðum ætla ég að skipta um útlit á síðunni minni og gera allt voða fott, en ekki strax. Núna er ég að gera bíó og það gengur ekki betur en svo að í gær misstum við annan tökustaðinn okkkar. það þýðir að við verðum að finna nýjan í dag, sem auðvitað seinkar okkur um einn dag. Svo er svo ógeðslega heitt að maður kemst varla úr sporunum og danska veðurstofan spáir vaxandi hita eftir því sem líður á vikuna og minnkandi vindi. Ég gæti alveg hugsað mér svona gamaldags rigningu og rok eins og ég á að venjast frá heimalandi mínu.
Farin að vinna, blesssssss
 
þriðjudagur, ágúst 05, 2003
|
 
Í gærkvöldi þegar ég var að labba heim með hjólið mitt ( við vorum að halda upp á tíunda gatið á einni viku) frá henni Kötu eftir að vera búin að hjálpa henni með bloggsíðuna sína og fengið lánaða hjá henni hnífa til að nota í bíómyndina mína um fiskinn, var ég að leita að pumpum, á hjólum þ.e. Og viti menn og tröll, ein pumpa alla leið frá Vesterpot Station og út á Amager. Hverskona er þetta eiginlega í þessari miklu hjólamenningu? Tekur engin tillit til náungans lengur? Mér finnst að það eigi að vera skilda að það sé pumpa á allavegana öðru hverju hjóli. Þetta ætla ég að gera að kostingarmáli næstu borgarstjórnarkosningum hér. Ég nefnilega má kjósa og það sem meira er, bjóða fram.

Ef gestirnir sem fóru frá mér á sunnudaginn eru eitthvað fúlir af því að ég sagði þá plássfreka, vil ég taka það fram að þeir voru líka voða brúnir og sætir og góðir og skemmtilegir.
 
sunnudagur, ágúst 03, 2003
|
 
Haldiði ekki bara að lyklaborðið okkar bláa, nýja hafi orðið fyrir appelsín árás. Nú er voða "seigt" að slá á suma takkana.
Gestirnir okkar fóru í morgun og þó það sé gaman að fá gesti er líka gott að losna við þá. Gestir eru voða plássfrekir. Kannski ætti maður bara að taka á móti dvergum í heimsókn! En hvar á ég þá að skaffa mér dverga spurnaingamerki (spurningamerkistakkinn er fastur inni).
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com