Obb bobb obb !!!!
föstudagur, janúar 31, 2003
|
 
Er ekki upplagt að hafa föstudaga blogglausa!!!!

Palli er líka kominn og ég er búinn að fá skó.
Er ikke livet bare skönt?
 
fimmtudagur, janúar 30, 2003
|
 
Nú er ég búin að sitja við tölvuna í allt kvöld. Að gera hvað eiginlega?
Hvorki skít né kanil ?
 
|
 
Draumur geðsjúklings:

Hátt upp'á heiðunum dansa
og tíni mér blóm í kransa.
Kemur þá doksi
með pillur í boxi
og ég vakna aftur á Lansa.
 
|
 
Konur eru og verða konum verstar. Það er ekki fyrir hvítan mann að vera umvafinn konum allan daginn. Af hverju í ósköpunum vilja menn eiga kvennabúr? Ef ég af einhverjum ástædum myndi eignast kvennabúr væri ég fljót að hleypa þeim öllum út. Svo myndi ég reka þær allar út af lóðinni og banna þeim að koma aftur. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa konur í hópum.

Jibbbbbí, Palli Borg Heildsalason er að koma í heimsókn. Vid þurfum ad finna 22 kaupmannahafnar og þad strax !

Ég er að pæla í að opna veitingastað fyrir anorexíu- og búlímíusjúklinga. Madseðillinn yrði mjög einfaldur. Kaffi, vatn, Sígarettur ( til að hraða brennslunni ), feitur hamborgari og svo FJAÐRIR í kassavís.
Maður verður að hugsa um minnihlutahópana líka.
 
|
 
Ég held ad ég sé hestur!
Í gær var lestarstjórinn enn í sparnadarhugleidingum. Hann fékk mig til ad vera módel fyrir sig í stadin fyrir ad kaupa til thess sérhannada stúlku. Thannig ad tharna stó ég og svaf, alveg eins og hestur.
 
miðvikudagur, janúar 29, 2003
|
 
Ef ég væri lespía myndi ég heita Helga, vera feitlagin og með sítt svart hár. Ég myndi ekki eiga neina kærustu. En í staðinn ætti ég vin sem tæki myndir fyrir djamm.is. Ég færi alltaf með honum í vinnuna og reyndi að fá litlu fullu stelpurnar sem sýna á sér brjóstin og reka tunguna hver upp í aðra til reka tunguna líka dálítið upp í mig.
Ef ég væri lespía og héti Helga væri ég perri!
 
þriðjudagur, janúar 28, 2003
|
 
heldurðu að þetta virki hjá mér Sverrir????????
 
|
 
Nei nei nei, nú má fólk ekki halda að ég sé að pota í rassinn á mér í tíma og ótíma til að geta fundið lykt af bakteríunum. Ég bara hef oft séð hana Þorbjörgu Sölku gera þetta. Hún er sko fjögurra ára. En ég er samt nokkuð viss um að hafa lyktað úr rassinum einhvertíma, þó ég þykist ekkert muna það núna.
Ég var bara að spá í af hverju í ósköpunum við gerðum svona lagað. Líka að þurfa alltaf að finna lyktina ef maður hefuð prumpað undir sæng. Ég þekki engan sem getur látið það vera að lyfta aðeins upp sænginni. Bara aðeins, smá stund. Rétt nóg til að finna smá prumpulykt. Jú ég veit reyndar um einn, en hann er varla hægt að telja með, hann er sko lamaður!

Það er bara eins og maður ráði ekkert við þetta. Eins og einu sinni. Þá reyndi ég að stappa EKKI niður fótunum þegar ég kom á snjófrítt svæði eftir að hafa gengið lengi í snjó. Ekki glæta. Rétt áður en ég fór aftur út í snjóinn gerði ég það. Bara varð.
Kannski er ekki hægt að líkja "snjóafstappi" og "úrrassaþefi" saman. En hvorugt ræður maður almennilega við.
Æi ég veit ekki.
Mér finnst ég alla vega ekki vera vitsmunavera, þefandi af eigin prumpi !
 
|
 
Hvað er það eiginlega sem fær manninn til að reka fingurinn upp í rassinn á sér og lykta svo af honum? Forvitni. Dýrseðlið. Eða finnst okkur kannski bara svona góð lykt af bakteríunum?????
 
mánudagur, janúar 27, 2003
|
 
nei sko mig, eitthvað hefur skilað sér. Djöööööööö er ég mikill tölvunörd, mar.
 
|
 
Jæja þá er ég búin að setja inn teljara, gestabók og kommenntafídus. Loksins.
Þetta virðist bara allt vera ósýnilegt hjá þeim, ég get alla vega ekki fengið þetta til að byrtast á síðunni. Ætli ég hafi gert eitthvað vitlaust?
 
|
 
Ég var að byrja aftur í jóga í shamballa. Mikið sem mér er nú illt í bakinu. Kennarinn tróð undir bakið á mér múrsteinseftirlíkingu. Og ég lá þarna á hörðu gólfinu með bakið á steininum og reyndi að halda jafnvægi í svona tuttugu mínótur, jógandi og jógandi eins og brjálaðingur. Allt er maður látinn borga fyrir nú til dags !

Vinur minn er að spá í að fá sér konu núna eftir áramótin. Hann veit bara ekki hvaða tegund ?


Núna er lestarstjórinn farinn að spara. Hann þvingar mig til að drekka allt rauðvínið úr flöskunni. Ekkert eitthvað með að opna og fá sér eitt glas og láta svo afganginn skemmast uppi í hillu. Þannig að núna er ég að rembast við að klára úr flöskunni sem opnaðist í gær í mataboðinu. Hingað komu nefnilega vinir sem eru kátir og búsnir og sem er alltaf gaman að gefa að borða og borða með. nammi nammi namm.
 
|
 
Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt ad vera......
En hér er lítid um íslenska stafi, mikid er thad nú súrt.....
 
|
 
blogger.com
 
|
 
blogger.com
 
sunnudagur, janúar 26, 2003
|
 
Hér er einn færeyskur piparsveinur. Hann heitir Flóvin. Fakta um Flóvin: Dugir væl at gerða mat, skilagóður, dugir væl vid börnum (er vanur at sita dadda), pliktuppfyllandi(Flóvin kann (ein) altíð rokna við), Romantiskur( eigur altíð eina góða vínflösku og stearínljós)sporty ( yvrigur inn sjavsítróttina og heilafimleik) stuttiligur og sosiakur ( " letur" altíð hini vinna í sjavs).
Og þar hafiði það!
 
|
 
það er gott að sita með höfuðið upp við gluggan í strætó og finna nasavængina hristast.
Í morgun voru í strætó, auk barnana og útlendingana sem eru þar venjulega á sunnudagsmorgnum, tvær heyrnalausar konur, einn blindur, einn haltur og svo einn sem var svo timbraður að hann ældi barasta í vagninn. Hvað í ósköpunum var hann að vilja út svona snemma? Af hverju var hann ekki bara áfram heima hjá sér? Eða var hann kannski ekki að koma heiman að? hmmmm

Ég lét klippa mig um daginn og klipparanum fannst ég greinilega vera með of þykkt hár því hann ákvað að þynna það rosa mikið að ofan og framan. Núna er ég annaðhvort eins og krabbameinssjúklingur á lyfjakúr eða Ingibjörg Sólrún. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort er verra !
 
|
 
Jæja, þá er ég búin að þvo og brjóta saman 28 kg af þvotti. Á meðan hef ég drukkið þrjá bjóra. Það eru rúmlega 3,5 cl á kíló ! Maður á ekki að þvo svona mikið.


Á bóndadag gaf ég manninum mínum geisladisk sem hann átti fyrir. Tíu stig til mín. Reyndar er mjög gott að eiga bakk öpp af djonní kass. Svona til vonar og vara. Annars hef ég aldrei viljað viðurkenna að hann sé bóndi. Einu sinni setti hann niður kartöflu í þeirri von um að það myndi gera hann að fullgildum bónda. Það virkaði ekki. Stundum hefur hann fengið bónda-brauð eða bríe í tilefni dagsins. En þá hef ég keypt það og deilt með honum. Það hefur þá bara verið bændum almennt til heiðurs, engum einum frekar en öðrum.
Núna var ég búin að kaupa diskinn og frétti svo að þessi dagur væri daginn eftir og ákvað að reyna að skora nokkur stig. og svona gekk það nú. En hér skal áréttað að það fer ekki á milli mála að ég er KONA og bráðum kemur dagurinn minn.



 
laugardagur, janúar 25, 2003
|
 
Í dag fór ég í ALLAR skóbúðir á Amákri nema ekkó búðina -en ég hefði hvort sem ekki fengið neitt það nema einhverja sjúklega þægilega fótlaga skó- í leit að skóm handa mér að kaupa. En ég fékk enga, þeir voru alli ljótir eða númer 36 eða 41. Hins vegar á ég núna bleika skyrtu. Hvað í ósköpunum á ég að gera við hana ?
 
|
 
Ég er orðin svolítið hrukkótt, eins og við má búast þegar maður er kominn á fertugsaldurinn. Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. En það er ein rosalega djúp og stór hrukka við vinstra augað, en ekkert í stíl hinu megin. Svo nú hef ég af því stórar áhyggjur að ég sé eitthvað frík sem hrukkast bara rosa mikið öðru megin!
 
föstudagur, janúar 24, 2003
|
 
Hér situr maður með hvíta lestarstjórahúfu. Hann er að klippa og líma. Hvar er ég og hver á eiginlega heima hérna?'? Leikföng og skítugir sokkar á gólfinu. Ímigin bleia, skítugt leirtau, hreinn og óhreinn þvottur rennur saman í bing. Þetta er fáránlegt, hér hljóta að búa börn en þau eru hvergi sjáanleg. Bara kallinn með húfuna og ég. Svo er súr kántrítónlist á fóninum, eða undir geislanum eða hvað þetta nú heitir. Ég ætla að gá hvort ég geti sofið hérna einhverstaðar og sjá svo til á morgun..............
 
|
 
jæja bróðir sæll, hvað segirðu nú? Litlan bara farin að blogga. jahérna!
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com