Obb bobb obb !!!!
fimmtudagur, desember 25, 2003
|
 
Þetta er einhver skrítnasti jóladagur sem ég hef upplifað. Bara þvottur og niðurpökkun og veikur strákur. ÞS er sú eina í jólafíling, búin að vera í náttkjólnum í allan dag, horfa á skrípó og punta sig aðeins inn á milli.
Næsland á morgun, veit ekki hvernig það leggst í mig. Óregla hefur vægast sagt skelfileg áhrif á börnin og kannski bara líka mig og svo kostar allt miljón þarna , hef ég heyrt. Hvað í ósköpunum er ég eiginlega að vilja þangað?
 
miðvikudagur, desember 24, 2003
|
 
Nú er allt betra og annað. Hjónin sótthreinsuðu heimilið í gær og sváfu svo vært lungað úr nóttinni, þannig að heimilið er skínandi hreint og við skínandi hress. Ég fékk undarlega kynþokkafull nærföt í skóinn en allir hinir náttföt. Svo er búið að fara í langan göngutúr og í jólagraut í næsta hús og þangað kom hurðaskellir í forföllum kertasníkis, voða gaman alveg hreint. Þorbjörg er að skreyta tréð, AG sefur og SIggi kúkar sem aldrei fyrr. Kellingin í tölvunni og ekki annað hægt að segja en að hér sé allt voða jólalegt.
 
þriðjudagur, desember 23, 2003
|
 
Nú er forjólafýlan að ná hámarki, ég verð bráðum ekki húsum hæf. Svo tekur alvöru jólafíla við á morgun. Hip hip úgggra!
 
mánudagur, desember 22, 2003
|
 
Svínslega kalt í morgun, men. Og vindurinn kom úr öllum áttum eins og svo oft þegar maður þarf að hjóla langt. En núna þarf ég ekkert að fara nema rétt á milli húsa til að borða ýsu hjá ðe Elgaards. ojojojojojoj!
 
sunnudagur, desember 21, 2003
|
 
Mikill náttfatadagur búinn. Hér var ekki farið í föt fyrr en kl. 1/2 fimm. Og geri aðrir betur!
 
laugardagur, desember 20, 2003
|
 
ókey, þá er það vitað að jólagjafirnar koma til íslands á morgun. Lenda í Keflavík kl. 14:00 að staðartíma. Þær verða í tveimur posum, merktir reykjavík og keflavík. Tengdapabbi ætlar að ná í góssið upp á völl. Ja, nema einhver af mínu hiski eigi leið það um, þá er um að gera að láta mig vita. Annars þurfum við að finna út hvernig hægt er að láta pakkana berast til sinna eiganda í tæka tíð fyrir jól. Sverrir og Lára; þið getið náð í ykkar upp á Hrigbraut, María og Kristín; ykkar pakkar er í keflavíkurposanum, þó þið búið í Reykjavík, pabbi og kó; ykkar er líka í Reykjavíkurposanum. Svo er bara málið að hafa samband svo við getum fundið út úr 'essu. Vá, hvað ég nenni ekki að pæla í þessu núna!!!
 
|
 
Ég var að koma úr jólaógeðisbúðarferð. Merkilegt að það skuli alltaf vera fólk í búðunum. Klárar það aldrei að versla?
Rakst á príðisgjöf fyrir spússa, svo nú er það reddað. Annars ekkert í fréttum.......bæ
 
föstudagur, desember 19, 2003
|
 
Hér sitja tveir snillingar að störfum og aðrir tveir eru sofandi. Við erum og verðum ekkert annað en snillingar. Jólagjafirnar eru alveg að verða tilbúnar, ég búin að frumsýna og sýna og fá góða gagnrýni, Siggi búinn í sínum skóla og og.........
Ég veit ekki annað en það að jólin koma eftir nokkra daga og svo förum við til íslands hinn 26. Það er bara alveg að bresta á !
 
miðvikudagur, desember 17, 2003
|
 
Þá er það klárt að hún Þorbjörg Salka dóttir mín er fyndnasta manneskja sem ég þekki. Og hún er bara rétt að byrja að vera fyndin þar sem hún er rétt óorðin fimm ára.

Í dag fórum við mæðgur í Amager center til að kaupa prumpuslím, vegna þess að jólasveinarnir hlíða ekki bænum hennar um að færa henni slíkt í skóinn. Áður en inn var komið leiddi ég hana í allan sannleika um það að ég vildi ekki hafa neitt helvítis rell og suð, við værum bara að fara að kaupa þetta slím og ég nennti ekki að heyra neitt " máégfá....." .
Svo förum við í gengum svona sjálfvirka rafmagnshringhurð, og þegar inn var komið segir sú stutta: " mamma, má ég fá ís?" Ég stífnaði alveg upp, herti takið á hendinni sem ég hélt í og var að snúa við til að fara aftur út þegar hún sagði. " ég var bara að grínast"
Ég dó úr hlátri og sprakk úr stolti.
 
þriðjudagur, desember 16, 2003
|
 
Húsbóndinn með ælu og skitu. Þá getur nú allt gerst, ætli komi ekki bara heimsendir í dag!
 
mánudagur, desember 15, 2003
|
 
...jólin koooma, jólin kooooma......
 
|
 
Frumsýning á Marias Middag í nýja sendiráðinu á morgun klukkan fjögur. Og þá fer þetta alveg að vera búið og það versta við það er að við þurfum að fara að taka til hendinni og ganga til, eins og hún Þorbjörg mín segir ( ganga frá/taka til). Hér stendur ekki steinn yfir steini, allt í rusli og svo er jóladótið fljótandi efst á ruslahaugnum. Mjög hátíðlegt.
Annars var krap á jörðu í morgum og Þorbjörg þursti fram úr og svo út og hrópaði uppyfir sig og vakti grannana: " Snjór!" Svo hamaðist hún við að safna þessu litla sem var að hafa og gera úr haug. Það er kominn vetur.
 
sunnudagur, desember 14, 2003
|
 
Einu sinni áttu nágrannarnir gullfisk sem hét Finnur. Svo fóru þau til útlanda og við pössuðum Finn, en hann dó bara!
Núna er ég að passa tæplega hálfsárs gamlan son þeirra í fyrsta skipti og það er ekki laust við að mér sé órótt!
 
|
 
Hann er með tattóveraða kind á framhandleggnum og talar um kindur í hverjum þætti. Hann er orðinn algjör uppáhalds hjá mér
 
|
 
Í einu af amk. fjórum jóladagatölum sem eru í sjónverpinu hér er einn íslenskur nissi. Það er " Den Islandske fittnessnisse, Figurd Figurdsson" Hver ætli hafi hitt íþróttaálfinn!
 
laugardagur, desember 13, 2003
|
 
Í gær var ég stjarna. Í dag er ég bara ég. Voða tómlegt eitthvað og ég held að ég þurfi að fá einhverskonar áfallahjálp. Það er illa gert að gera mig að stjörnu í eitt kvöld og síðan ekki söguna meir. Ég vil fá aðdáendabréf og ferðast um í limmúsínum.
 
föstudagur, desember 12, 2003
|
 
Sól og blíða bænum í........
Nú er þetta allt að koma.
Vantar bara smá, smá.
Í kvöld spila ég með hljómstinni, það verður geggjað. Ég hafði af því miklar áhyggjur í gær í hverju ég ætti að vera, af því að í Bella Ciao er ég með aðra hendina lausa og hvað ætti ég nú að gera við hana. Hélt ég yrði að vera í pilsi með vösum til að gera haft hendina í vasanum. En ég verð bara í vasalausum kjól og set hendina sem ég nota ekki í fatla!Málinu reddað.
Svo sjáumst við á Long John í kvöld hress eins og uxar.
 
fimmtudagur, desember 11, 2003
|
 
Mömmuskelfir kom fyrstur
einum degi of fljótt
hann var víst voða þyrstur
er 'ann kom hingað í nótt.

Mamman hún var handviss
og hikaði ekki hót
en hreitt' út úr sér: iss
átt' ekkert meira dót!

Þetta er nú ljóta ástandið............
 
miðvikudagur, desember 10, 2003
|
 
Búin að gera sáðstafanir til að losna við svitalyktina, ætla í sturtu. Stekkjastaur er á leiðinni heim úr skólanum svo að skórnir verða ekki tómir í fyrramálið. Búin að gera slatta í jólagjöfunum og nesti fyrir morgundaginn. Og ef ekki gerist eitthvað stórfenglegt í myndinni á morgun, fer ég út á leigu og leigi "denser in ðe dark" og klippi eitthvað úr henni og skila á mánudaginn. svoddan !
 
|
 
Í dag var ég næstum búin að æla á Lars, hann er kennarann minn. Hann var ekkert ógeðslegur, ég var ekkert timbruð eða veik. Ég var bara svona stressuð að ég var næstum búin að æla bara. Ekki gott það.
Á morgun ætla ég að klippa snilldina niður í þrjár mínótur, eða eitthvað.

Jólagjafir = enn óföndraðar.
Mynd= enn ókláruð.
Frumsýningarpartí = enn óvíst.
Skór = komnir út í glugga.
Krakkar = einn sofandi, hinn grenjandi.
Ég = þreitt og með svitalykt.
 
þriðjudagur, desember 09, 2003
|
 
Mér er þungt fyrir brjósti og heitt í hamsi af áhyggjum. Þess vegna er ég að drekka kóla og éta snakk. Svo blandast áhyggjunrar og snakkið saman einhverstaðar í smáþörmunum og allt stíflast. Þá dett ég gjörsamlega úr stuði.

Útlitið er ekki gott; 30 jólagjafir óföndraðar, mynd ókláruð, frumsýningarpartý óvíst. Ógurlegt alveg!
 
mánudagur, desember 08, 2003
|
 
Fokking bloggger drusla! Sveiattan.
Það eru sextán dagar til jóla og sprunkt á seríunni í stofuglugganum. Jóladagatalið sem ÞS horfir á í sjónvarpinu er um Jesú og Jósefínu og þar af leiðandi er hún orðin sérfræðingur í kristinni trú og stendur á því fastari fótunum að jesús sé að koma til okkar eftir nokkra daga. Og hér þýðir ekkert að malda neitt í móinn, svona er þetta.

Bjálað að gera hjá okkur Ole í klippingu myndarinnar og ég er farin að föndra jólagjafir, bæ.
 
laugardagur, desember 06, 2003
|
 
Lúsíusöngurinn fór fram með táraflóði og ekka, en hún var samt í langflottasta átfittinu, hún mín. Svo var borinn á borð grautur með sultu sem að sjálfsögðu endaði öll á skjanna hvíta dressinu og þá þurfti að fara heim að skipta, með tilheyrandi táraflóði og ekka, við mistum næstum af jólasveininum og allt. Hún er algjör dramadrottnog hún Þorbjörg mín, það verður ekki af henni tekið.
Klukkan er farið að ganga tíu, ég búin að bursta og er á leiðinni í bælið. Drauma laugardagskvöld athafnakonunnar!
 
|
 
Stundum geng ég jafnvel fram af sjálfri mér í myndarlegheitum. Haldiði ekki bara að ég sé búin að snara upp einu lúsíupilsi fyrir dóttur mína. Nú getur hún labbað skammlaust með kertið sitt í mótelpilsi eftir stolta móður. Og svo eru komnar upp jólaseríur í gluggana og ég veit ekki hvað og hvað
 
föstudagur, desember 05, 2003
|
 
það er frábær helgi framundan hjá mér. Baka smákökur, fara á jólaball og leika við börnin mín. Við erum sko ein heima, Siggi greyið er í London með skólanum og missir af öllu saman. Ég er meira að segja búin að vinna helgarvinnuna mína, svo ef ég hefði ekki gleymt að kaupa bleiur og kaffi gæti ég verið heima alla helgina. Annars er lífið bara nokkuð gott bara. Já seisei já!
 
fimmtudagur, desember 04, 2003
|
 
Var að borða nautalundir og heitreyktan urriða ( í öfugri röð). Drekka fullt af rauðvíni og vatni, tala illa um fávita dani sem sitja við hliðina á mér og svona!
Farin að sofa........
 
miðvikudagur, desember 03, 2003
|
 
Nei, ég seigi nú bara svona. Eru bara ekki allir í stuði??
Vegna fjölda fyrirspurna kemur eftirfarandi yfirlýsing:
Fjölskyldan Pálmason, Ólafsdóttir, Sigurðardóttir, Sigurðarson óskar eftir að fá jólagjafirnar sendar að heimili sínu fyrir jólin!
Takk fyrir.
 
|
 
Það er ekki í lagi með ykkur. Ég svoleiðis drulla yfir fátæku börnin í afríku og skeini mér á fötunum sem þau fengu frá hjálparstofnun kirkjunnar, einmitt þessi sem þið senduð í fyrra, og ykkur er bara alveg sama.
Eruð örugglega svona fólk sem stelur söfnunarbaukunum og kaupið ykkur bland í poka fyrir allt saman, hvort sem er. Horfið svo á vesalingana drepast í sjónvarpinu meðan þið hámið í ykkur makkdónalds. Sveiattan!
 
þriðjudagur, desember 02, 2003
|
 
Nú var ég sniðug ég breytti Óla í Óla. Magnað......
 
|
 
Stundum þegar ég nenni ekki að elda og við fáum piffsu, finnst mér ég vera heimsins versta móðir. Krakkarnir fá fransbrauð með tómatsósu og ost í kvöldmat og það er allt í lagi af því að það er kallað pítsa og pítsa ku vera matur. Hei, það er örugglega betra en þessi hveiti vellingur sem krakkar í Afríku háma í sig í gríð og erg. Mínir krakkar kunna allavega smá mannasiði og reyna að nota hnífapör!
ooohhvaaahahahaha
 
|
 
Ég er að fara að Jólaföndra í leikskólanum og svo á hljómstr æfingu. Ætti ég svo að frumsýna í nýja sendiráðinu?
 
mánudagur, desember 01, 2003
|
 
Ég fékk líka grænasta horið á kinnina! Ligga ligga lá!
 
|
 
Ég held að þessi blaðra sé sprungin.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com