Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, október 31, 2007
|
 
Þorbjörg er að horfa á Narníu inni í Arnaldarherbergi og ég er að hlusta á Narníu frammi á skrifstofu. Á að vera að gera málfræðiverkefni, en er eiginlega bara að hlusta. Og setja myndir inn í hljóðrásina.
Svo á ég víst afmæli á sunnudaginn. Er komin í geggjaða afmæliskrísu. Ekki endilega af því að ég er að verða þrjátíu og sex. Nei, nei, miklu heldur af því að ég veit ekkert hvað ég á að gera og því síður í hverju ég á að vera, þegar ég geri það...
 
mánudagur, október 29, 2007
|
 
Fyrsti snjókarl ársins og kötturinn hans

 
sunnudagur, október 28, 2007
|
 
Hjá okkur er fullkominn sunnudagsmorgunn. Með leti og náttfötum og öllu því sem við á að éta. Kannski sameiginlegt átak komi okkur öllum í sturtu og jafnvel út í göngutúr áður en það kemur kvöld.
 
laugardagur, október 27, 2007
|
 
Mikið er þetta fallegur laugardagur.
Það þarf kannski ekki mikið til svo að manni finnist dagarnir fallegir, eftir þessa spýju viku. En hér er alla vega allt í góðu gengi, íþróttirnar búnar í dag, skonsurnar bakaðar og mynd dagsins komin í tækið. Á eftir ætla ég svo út á tún að spila kubb og kasta frisbí. Auðvitað meiga allir koma að hitta okkur sem vilja, við verðum á miklatúni svona uppúr tvö og eitthvað fram eftir. Aldrei að vita hvort við lumum á kaffi og meððí eftir á...
 
miðvikudagur, október 24, 2007
|
 
þegar búið er að borga reikninga og gera verkefni er upplagt að fara á bókasafnið. Hef ég heyrt...
 
mánudagur, október 22, 2007
|
 
Af hverju finnst mér eins og allir sölumenn remax séu annað hvort óvirkir alkar eða herbalifesölumenn?
 
sunnudagur, október 21, 2007
|
 
Ætli dagurinn í dag sé ekki góður til að byrja að skrifa ritgerðina sem ég á að skila í fyrramálið?
Ég ætla að veðja á það, gærdagurinn var í það minsta afleitur til ritgerðasmíða, svo og síðustu sex dagar á undan...
 
fimmtudagur, október 18, 2007
|
 
Þá er ég flutt og í þann mund að vera búin að koma mér fyrir. Hér líður okkur öllum vel og allt er að komast í góðan farveg. Búið að halda kaffiboð og matarboð og hvoru tveggja virkar vel í nýja húsinu. Verður örugglega gert meira af því í framtíðinni. Nú eru hins vegar ritgerðir og heimaverkefni farin að blanda sér í hilluuppsetningar og kommóðumálanir. Mikið verð ég fegin þegar ég verð alveg búin með allt snattið og get bara farið að slappa af heima hjá mér.
 
fimmtudagur, október 11, 2007
|
 
Þá er ég loksins komin úr skreppitúrnum, en þó bara til að fara í þann næsta. Á morgun ætla ég nefnilega að flytja í íbúðina mína, fínu og góðu og þar ætla ég svo að una mér lengi og vel.
 
föstudagur, október 05, 2007
|
 
Í DAG!!!!!

Þarf bara rétt að skreppa til að kaupa bjór, vín, spartl og súkkulaði. Þegar það er búið ætti mér ekki að vera neitt að vanbúnaði.

Ju, hvað ég hlakka til, ég er með fiðrildi í maganum og allt.
 
fimmtudagur, október 04, 2007
|
 
Það er óneitanlega frískandi að hlaupa úti í þessu veðri.
Það er líka óneitanlegt að sorgir mínar og hugarangur er ekki svo djúpstætt að bjór og sígó geti ekki slegið á tregan.
Engu að síður á mér til að líða eins og ég sé alveg ein í heiminum. Að enginn skilji mig, né vilji mig. Og þá er allt alveg ofboðslega erfitt. En það er einmitt þá sem mér verður hugsað til alls góða fólksins sem ég er svo heppin að hafa í lífinu mínu. Einmitt þá reyni ég að muna eftir að þakka fyrir það.
Takk.
 
miðvikudagur, október 03, 2007
|
 
"...að þjáning sprettur upp þegar við viljum að annað fólk elski okkur eins og við höldum að við viljum vera elskuð og ekki á þann hátt sem ástin ætti að birtast okkur -frjáls og óheft, leiða okkur með afli sínu og knýja okkur áfram." (Paulo Coelho)
 
|
 
Bein-, marmara-, málara-, klassa-, Rut Kára-, Kidda- og arkitektahvítt. Af hverju er ekki bara til ríkishvítt?
 
|
 
Í dag verð ég dugleg. Ég vildi óska þess að ég væri það á hverjum degi, þá væri þetta ekki svona mikið átak.
 
mánudagur, október 01, 2007
|
 
Ég gæti svo auðveldlega skrifað langa pistla um þessa skrítnu þjóð sem ég tilheyri víst og bý með, en ég kýs að gera það ekki. Ég held að mér myndi ganga illa að aðlagast ef ég ætlaði að agnúast út í allan hálfvitaganginn og aulaskapinn sem hún tekur upp á. Ég held að mér sé hollara að halda bara áfram að hrista hausinn, ein með sjálfri mér. Að minsta kosti svolítið lengur. Svo veit ég ekkert hvort ég fer með í vitleysuna, eða hvort ég láti í mér heyra einhverstaðar. En nú hristi ég bara hausinn.

Fórum á Abbababb í gær og það var voða gaman. Svo gengum við túr í elliðarárdalnum og það var nú ekkert síðra. Eiginlega var dagurinn bara fullkominn sunnudagur.

Að lokum er hér smá auglýsing; Lífrænt ræktað grænmeti (kartöflur, kál, spergilkál og rófur) frá Ara frænda í Hólabrekku kemur í Maður lifandi í dag, eftir að ég er búin í skólanum. Ég er nefnilega orðin grænmetisdreifingaraðili.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com