Obb bobb obb !!!!
mánudagur, júní 30, 2008
|
 
Allt í einu finnst mér eins og ég sé bara alveg að fara í sumarfrí og að ég eigi eftir að gera alls konar stöff. En ég veit að það er bara rugl í mér. Ellefu dagar eftir, 15840 mínútur...
 
laugardagur, júní 28, 2008
|
 
Vígði nýja bakpokann minn á Skálafelli í dag, treysti mér ekki á hnjúkana vegna veðurs. Tókst einhvernvegin að sannfæra mig um það áður en ég lagði af stað að það væri miklu minna rok á fjallinu við hliðina!
En svo var ekki, það var ógeðslega mikið rok og kalt og ég lenti meira að segja í hagléli í sólinni. Á leiðinni niður tíndi ég Hrafnaklukkur.
 
föstudagur, júní 27, 2008
|
 
Mikið er fallegt að keyra Reykjanesbrautina að morgni dags. Já og mikið er þetta nú ágætt allt saman...
 
fimmtudagur, júní 26, 2008
|
 
Ég er ekki tilbúin að venja mig á svona einveru, en það er óskaplega gaman að prófa. Það er svo mikið að gera hjá mér að kötturinn er að sturlast úr einveru og í hvert sinn sem ég kem inn úr dyrunum stekkur hún á mig og sleikir hátt og lágt.
Mér tókst samt að vera heima á þriðjudagskvöldið í ró með sjálfri mér, en nú er það búið og bara skemmtilegheit og hasar framundann.
Hver nennir á Móskarðshnjúka með mér um helgina?
 
laugardagur, júní 21, 2008
|
 
Ef það sem er að finna á náttborðinu hjá manni segir eitthvað um það hvernig kynlífi maður lifir hlýt ég að lifa ákaflega áhugaverðu og skemmtilegu kynlífi. Á náttborðinu mínu eru nefnilega tannstönglar og trúðanef.
 
|
 
Var að koma úr yndislegri sólstöðugöngu.
Á þessum rétt rúma sólahring síðan börnin fóru er ég búin að gera alveg ótrúlega margt skemmtilegt; éta bjúgu í Njarðvík, drekka kínverskt te í Keflavík, hlaupa í Öskjuhlíðinni, drekka bjór á Boston, halda fund í Gvendarbrunnum, sigla á kajak á Stokkseyri, borða humar á veitingastað, ganga úr Brynjudal yfir í Botnsdal og sofna í rútu á leiðinni heim. Held að ég neyðist til að hvíla mig smá fyrir næstu átök!
 
sunnudagur, júní 15, 2008
|
 
Átti sjúklega-meirihátta-geðveikislega skemmtilega framúrskarandi fullkomna helgi með góðu fólki!
 
miðvikudagur, júní 11, 2008
|
 
Jájá, er þetta ekki bara alveg ágætt allt saman?
Ég veit ekki betur alla vega. Svolítið æst samt, stundum. Í sumu. Róleg í öðru. Skrítið í vinnunni, ég er ekki enn búin að skrifa undir samning, heldur ekki búin að fá starfslýsingu, en það hlýtur að koma. Já já. Annars fórum við AG í Nauthólsvík með Steini Kára seinni partinn og svo var okkur boðið í pasta hjá nágrönnunum eftir á. Næs mjög. ÞS er í Borgarnesi, hringdi í dag og sagðist ætla að vera fram á föstudag, sem hentar mér þokkalega. Svo ætlum við að fara í útilegu um helgina, vitum bara ekki hvert, eða hvernig eða neitt. En ég er ákveðin í að fara eitthvað með þau í sveitina. Það verður nefnilega ekki lengur bjart á nóttinni þegar þau koma aftur frá DK. Já, þau fara eftir átta daga og mér finnst við eigum eftir að gera sjúklega mikið áður en að því kemur. En það ber hæst að halda upp á afmæli AG fyrir leikskóla hópinn hans.

Pabbi er þetta nóg?
 
fimmtudagur, júní 05, 2008
|
 
Ég þoli ekki íslensku grænmetisauglýsingarnar "þú veist hvaðan það kemur".
Mér finnst þær ala á xenophobiu og það veit guð að íslendingar mega nú ekki við meiru af svoleiðis löguðu.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com