Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, desember 24, 2008
|
 
Magnaðir þessir krakkar. Fyrir tveimur árum bað ÞS mig um að segja sér alveg satt. Alveg, alveg satt, þegar hún spurði mig hvort væri til Jólasveinar í alvöru. Og ég sagði henni satt og ég veit að hún er ekkert búin að gleyma því.
Í gærkvöldi fékk stelpuskottið að koma uppí mömmurúm af því að henni gekk svo illa að sofna, alveg eins og segir í söngtextanum, og á leiðinni varð henni litið í skóna sem ég var búin að setja gjafir í fyrir Kertasníki og segir mér svo að AG hafi týnt kúlunum sínum, eins og þeim sem voru í hennar skó.
Ég var auðvitað alveg miður mín og spurði hana ráða. Við vorum báðar alveg vissar um að hann yrði voða leiður ef hún ætti svona flottar kúlur en ekki hann. Eftir miklar umræður ákváðum við að ég myndi skipta kúlunum í skónum hennar ÞS út fyrir mikado sem ég átti í fórum mínum. Svo fórum við að sofa.
Ég vaknaði svo bara eins og herforingi í morgun, skildi krakkana eftir sofandi og fór í vinnuna. Klukkan tíu hringi ég svo heim og ÞS les fyrir mig bréf frá Kertasníki, alveg uppveðruð og sæl með gjöfina sína.
 
þriðjudagur, desember 23, 2008
|
 
Ég ætla í friðargöngu á eftir. Er að hugsa um að vera í bleikum gúmmístígvélum. Er samt ekki viss, sé bara til. Svo þarf ég að fara heim og leggja síðustu hönd á nokkrar gjafir.
Eftir það ætla ég bara að njóta. Meira að segja ætla ég að njóta þess að þrífa klósettið. Líka að setja jólatréð upp. Ekkert upp samt, bara koma því fyrir í fæti í skoti. Og svo fer ég upp. Upp til grannana að kveikja og slökkva ljós. Og gefa ketti. Já ég á eftir að kaupa gjöf fyrir minn kött. Best að reyna að muna það.
jájájá.
 
föstudagur, desember 19, 2008
|
 
Jæja, á maður að reyna að skrifa eitthvað hérna?
Jólin eru alveg að fara að koma og það er bara allt í lagi.
Daginn er sem betur fer alveg að fara að lengja. Og það er allt í lagi líka, reyndar bara mjög gott. Mig langar eiginlega alltaf að vera undir sæng þessa dagana og koma bara framúr til að fá mér KJÖT. Líkaminn kallar á kjöt.
Að endingu vil ég benda þeim, sem kynnu að vera alveg að fara á taugum yfir jólunum, á að eftir 18 daga verða þau um garð gengin.
Pís.
 
mánudagur, desember 15, 2008
|
 
Hún dóttir mín stórkostleg svaraði því til í spurningu í skólablaðinu að tveir hlutir mynda gera hana hamingjusama um jólin; að kettinum hennar myndir batna og að ríkisstjórnin myndi segja af sér.
 
fimmtudagur, desember 11, 2008
|
 
Fór á fund í gær með öðrum foreldrum barna í lúðrasveit vesturbæjar, miðbæjar og hlíða (eða hvað hún nú heitir) og það var eins og ég væri að labba inn á....ja ég veit eiginlega ekki hvað. Þarna var proppfullt af smekkleysuliði, leikurum, pólitíkusum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var eins og fundur hjá risaeðlu-bareigenda-borgarfulltrúa-frjálsuleikhópa-húsmóðir-í-hlíðunum félaginu.
Gaman.
 
miðvikudagur, desember 03, 2008
|
 
Gríðarlegur skandall átti sér stað heima hjá mér í nótt. Tannálfurinn gleymdi að koma við hjá okkur. Ekki bara einu sinni, heldur tvisvar.
AG vakti mig nefnilega í nótt til að segja mér að það væri bara ennþá tönn undir koddanum og enginn peningur. Ég brást auðvitað skjótt við, stillti klukkuna klukkustund síðar, svo ég gæti ræst álfinn og sent hann í vinnuna. Svo þegar klukkan hringdi, slökkti ég bara á henni og dreymdi svo að ég hefði sett pening undir koddann. Og þetta var svo raunverulegt að ég var næstum því jafn vonsvikin og hissa og Arnaldur var þegar okkur varð ljóst að ennþá væri bara tönn undir koddanum.
Rosalega hlýtur að vera mikið að gera hjá tannálfinum þessa dagana.
 
þriðjudagur, desember 02, 2008
|
 
Æi, hvað mig langar eitthvað í kelerí núna.
 
|
 
Ég fer ekkert ofan af því; ávextirnir sem er verið að reyna að selja okkur í Bónus, eru ekki ætlaðir til manneldis. Þetta hlýtur að vera svínafóður sem hefur verið sent á rangan áfangastað.
 
mánudagur, desember 01, 2008
|
 
Mikið held ég að hún Anika Benktson sé með vont karma.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com