Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, mars 31, 2004
|
 
Þarf að fara í gegnum sjö 60 mín. spólur af jónshús efni og þrjár 30 mín. Það eru hvorki meira né minna en átta og hálfur tími ef mér reiknast rétt til. Ef ég byrja núna, sleppi því að ná í krakkana og hugsa um þau og svona og tek ekki nema hálftíma í mat, ætti ég að vera búin um kl. hálf tólf.
 
|
 
Ó mæ god....ekki aftur! Hugsaði ég klukkar fimm í nótt þegar AG ældi af tómum föðursöknuði. Síðast nefnilega þegar Siggi var í útlöndum og ég að fara að vinna niðri í Jónshúsi fékk Arnaldur gubbupest. En hann var hinn hressasti í morgun og nú vona ég bara að hann lifi daginn af svo ég geti unnið. Ljúfa líf, ljúfa líff.........
 
þriðjudagur, mars 30, 2004
|
 
jess, hann kom......
 
|
 
Búin að gera banana, jarðaberja, súkkulaði, rjómaköku fyrir Palla. Vonandi kemur hann í afmæliskaffi. (voni, voni, voni, voni, voni)
 
|
 
Þá er hann lagður af stað til Berlínar minn ektamaður. Verður fram á sunnudag, þetta er nokkurs konar æfing í grasekkjustandi því eftir tvær vikur fer hann aftur (ekki samt til Berlínar) og verður tveim dögum lengur. Það er eins víst að húsið fyllist af vonbiðlum, þeir eru víst voða lunknir við ekkjurnar, alla vega í skáldsögum. Kannski fæ ég Palla í kvöld og það er nú ekki amalegt. Annars held ég að það komi ekki til með að væsa um mig, inn um lúguna var að koma, sjóðheit úr prentun, sjálfsævisaga Lars Larsesn rúmfatalagerskonungs alheimsins.
 
mánudagur, mars 29, 2004
|
 
Það var hamingjusöm lítil manneskja sem fór út með pabba sínum í morgun. Hann er að fara til útlanda á morgun og ÞS fær að eyða öllum deginum í dag með honum að skilnaði. Ég fæ bara alls ekki neitt!
 
|
 
Ég er búin að fatta hvers vegna danir tóku ekki upp evruna. Hún er svo ljót á dönsku, hver myndi vilja kaupa sér eitthvað sem kostar; "ti öggrrrró" ég bara spyr?
 
sunnudagur, mars 28, 2004
|
 
Þá er kominn sumartími. Og ég sem kom svo snemma heim úr partýinu en samkvæmt nýja tímanum var það klukkan fjögur og það er ekkert svo snemmt. Svo drattaðist ég á lappir einhvertíman og einhvertíman og þá var bara kominn miður dagur samkvæmt klukkunum sem Siggi var búinn að stilla upp á nýtt. Sólin skín en samt er komið kvöld... Mér er illa við allt svona hringl með tíman.
Annað mál er að ég nenni ekki lengur almennum drykkjuskap. Er kannski ekki hætt alveg, en mér finnst ekki þess virði að eyða heilu og hálfu dögunum í timburmenn. Enda eru það með eindæmum leiðinlegir menn.
 
laugardagur, mars 27, 2004
|
 
Þá er laugardagur að kveldi kominn og við hjón á leið í boð í súld og roki. Það er svo djúp lægð yfir okkur hér að ÞS spurði kl. fjögur í dag hvort það væri ekki bráðum að koma háttatími.
Ef fólk hefur ekkert að gera í kvöld þá er þetta kanski málið:
Ársins veitsla verður í Føroyahúsinu leygarkvøldið 27. mars.
Á skránni verður borðhald við góðum mati, sangi og skemti. Dansur við Tangz
Kostnaður fyrir alt tiltakið: einans kr. 150 fyrir MFS-limir og Kr.180 fyri ikki-limir.

Dyrnar lata aftur kl: 18:30 og lata upp aftur til dansinn kl. 23:00
Bara svona hugmynd þó seint komi.
 
föstudagur, mars 26, 2004
|
 
það stendur mikið til um helgina. Í kvöld er náttfatapartý fyrir börn og foreldra á kolegeinu. Ég á einn voða ósiðsamlegan náttkjól sem ÞS er ákveðin í að ég eigi að vera í af þessu tilefni. Held samt að ég fara bara í bílanáttfötunum.
Á morgun er okkur hjónum boðið í þrítugsafmæli og afmælisbarnið óskar eftir peningum í afmælisgjöf svo hún og unnusta hennar geti keypt sér sæði úr amerískum brimbrettagæja. Er að spá í að mjólka bara smá úr honum Sigga mínum og gefa henni. Það hefur dugað mér ágætlega úr honum sæðið.
Svo er ÞS boðið í afmæli hjá tvíburum nokkrum á sunnudag. Mér finnst voða ónærgætið að hafa svona tvíburaafmæli. Það kallar óneitanlega á tvær gjafir, sem eru yfirleitt helmingi dýrari en ein gjöf. Nema maður gefi bara minni gjafir, kannski hálfar, þau eru hvort er eð gerð úr hálfum frumum! Hálfar litlar manneskjur.
Nei, annars þau eru víst tvíeggja og þá verða þau að fá heilar gjafir. Voðalegt alveg.
Svo á milli þessara hápunkta verðum við í fjölskylduleik; pönnukökur, útiferðir og svona. Svo þarf ég auðvita að vinna.
Púff, verð eiginlega að leggja mig eftri þessa upptalningu. Fæ verkkvíða og magapínu.
Kannski gefur ÞS bara tvíburunum líka sæði í afmælisgjöf. það væri nú svolítið gaman ef þau fengju saman einn umgang úr Sigga og Adda fengi Bradzdúkku og eitthvað stórhættulegt strákadót. Tíhí....
 
fimmtudagur, mars 25, 2004
|
 
Í gær gerði ég við afturdekkið á hjólinu mínu. Það gekk bærilega, alltsvo með bótina, en ég er nú ekki sterkari en svo að ég gat ekki almennilega strekt keðjuna. Nú á leiðinni heim frá leikskóla dótturinnar, þar sem sumar fóstrurnar eru fífl, fór keðjan af kransinum og festist einhvernvegin í helvítinu í einhverju kuðli. Svo nú þarf ég aftur að fara að gera við. Kannski þarf ég fyrst að fara að lyfta svo ég geti strekt keðjuna almennilega, þannig að þetta getur tekið langan tíma. Ljóst er á öllu þessu að Siggi eiginmaður fær ekki gómsæta samloku og gómsæta eiginkonu í hádeginu. Ég get svarið að það stóð til.
 
|
 
gggrrrrööööö........hjálp, hjálp!!! Ég er að breytast í dana...gggrrrööö.....
 
miðvikudagur, mars 24, 2004
|
 
Í dag þoli ég ekki dani. Óþolandi kvikyndi upp til hópa, farin að klaga um leið og þau koma í heiminn en læra aldrei almennilega að tala. Allt bara eitthvað: gggrrröööö endalaust. En ég passa mig á alhæfa nú ekki hér svo fólk fari ekki að skammast!
 
|
 
ó afsakið, leikskólakennarar!
 
|
 
Andere Folk, andere sitten, fjölmenningarleg samfélög og fóstrur sem tala of mikið og óvarleg en hlusta of lítið. Mál dagsins í dag.
 
þriðjudagur, mars 23, 2004
|
 
Við mæðgur börðumst hetjulega í gegnum rigninguna, alveg niður í bæ og í bíó. Sáum rosalega "hættulega" mynd. Þorbjörg hélt sér í mig allan tímann og klifraði upp í fangið á mér tvisar í mestu spennunnum. þetta var sko bjarnabróðir. Rosaleg mynd alveg!
 
|
 
Þá er klukkan 10:20 og ég rétt að komast í gang með daginn. Búin að skúra, þvo upp, ganga frá þvotti, kaupa inn og fara í sturtu. Aftur farið að rigna en ég á enga jarðaberjaköku, ekki einu sinni jrðaberjaköku!
 
mánudagur, mars 22, 2004
|
 
Skáldið hefur ekki skúrað hjá sér gólfið í næstum viku. Húsmóðurin hefur ekkert látið sjá sig undanfarið. Ég held að þetta sé allt að fara í hundana. Annars er næst á dagskrá hjá mér að fara að athuga með hormónatöku, gá hvort ég geti látið taka úr mér allt svoleiðis drasl. Hormón hafa lokið sínu hlutverki í mínu lífi, nú eru þau bara fyrir og ég vil losna við þessi helvítis ónot.
 
sunnudagur, mars 21, 2004
|
 
RIGNING OG JRÐABERJAKAKA. LIGGA LIGGA LÁ!!
 
laugardagur, mars 20, 2004
|
 
Mikið að gera dagur. En samt ekkert merkilegt. Byrjaði á búðarferð og endaði á tónleikum með Eyvöru.
 
föstudagur, mars 19, 2004
|
 
Mér finnst alltaf svo gaman að fólki sem fer allt í vörn þegar símminn þeirra hringir í bíó , á tónleikum, leikhúsi. upplestri eða einvherju svoleiðis. Fussar; "gat nú skeð" eða " er'edd'iggi týbíst" alveg eins og síminn eigi egið líf og taki algerlega sjálfur upp á þvi að spila hringitóna í tíma og ótíma. Til að stríða eigandanum.
Ég myndi taka símann upp og húðskammann bara. Láta hann vita í eitt skipti fyrir öll hver ræður. Setja honum stólinnn fyrir dyrnar, segja að hann fengi ekki að koma aftur með ef hann gæfi frá sér boffs.
 
fimmtudagur, mars 18, 2004
|
 
Mér hefur ekki orðið neitt úr verki í dag. Ekki gert neitt af viti. Sem betur fer stjórna ég ekki stóru fyrirtæki. Endaði meira að segja á því að kveikja bara á sjónvarpinu og horfði á fólk í útlöndum reyna að leysa úr uppdiktuðum vandræðum sínu, nennti ekki einu sinni að lesa.
Svo er ég líka með hrikalega bólusótt. Lít út svolítið eins og fílamaðurinn. Hann kom aldrei miklu í verk heldur. Ætla að smyrja mig með tannkremi í von um að það slái á sóttina og bíða eftir að all ordni sig bara. þetta verður bráðum betra.
 
miðvikudagur, mars 17, 2004
|
 
Svei mér ef er ekki bara hlaupið vor í fólk hérna. það er búinn að vera stöðugur straumur fólks fram hjá glugganum mínum í dag. Fólk með bjór og kók og meira að segja einn með ís! það sem meira er, eru þetta ekki bara íslendingar!
Kannski ekki annað hægt; í fjórtán stiga hita og glampandi sól. Ég er líka á leiðinni út með nesti í gömlum skóm.
 
|
 
Ég get svarið það, að ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að allir meðlimir toddmóbíl hefðu látist í bílslysi. Hef haft kveikt á rás 2 undanfarið og þau eru alltof mikið spiluð miðað við að þau séu öll á lífi!
 
|
 
Mér finnast alltaf svo findnar fréttir af bátum sem bera mannanöfn. Guðrún Gísladóttir sekkur, Baldvin Þorsteinsson strandaður. Mér finnst að það eigi að segja svona fréttir af fólki. Guðrún er alkóhólisti einhverstaðar útí bæ bara og svo koma fréttir að henni þegar hún er alveg búin að tapa sér í drykkjunni; Hún er sokkin. Baldvin hefur hins vegar unnið hjá símanum í tuttugu og fimm ár og honum finnst hann vera alveg strandaður. Og svona getur maður haldið áfram, lengi lengi, ef maður nennir!!
 
|
 
Þetta er allt að koma. Um leið og þokunni léttir verður örugglega hægt að fara út á peysunni. Þangað til verð ég í gallajakkanum. Brosandi út að eyrum!
 
þriðjudagur, mars 16, 2004
|
 
Við ÞS vorum í leiknum að við værum ég og Óli bróðir í sveitinni í gamla daga. Það hlómaði eins og ég hefði verið uppi á fornöld. Ekkert sjónvarp á sumrin, ekkert vídeó, ekkert hjól, engvir hjólaskautar.......bara bækur og útvarpssagan!
 
|
 
Það er varla hægt að vera hamingjusamari í hádeginu. Sólin skín og ég fann tvo mola af Lindu Kaffisúkkulaði inni í skáp! Sit nú og dífi því oní kaffið. mmmmmm
 
|
 
Í hádeginu i gær var ég þvinguð til að þegja með dönsku þjóðinni í tvær mínótur. Rosalega fór það í taugarnar á mér. Vegna þess að hálfvitinn hann Fogh Rasmussen, forsætisráðherra, hafði skipað svo fyrir og af því að ég var í konunglega leikhúsinu, inní hálffullum sal var engin undankomuleið. Nema auðvitað að blaðra bara út í loftið á meðan hinir þögðu. En ég valdi að fylgja fjöldanum, annars hefði ég örugglega verið lokuð inni. Hér fer fólk nefnilega eftir yfirboðurum. Þarna stóð ég sem sagt, á 7.bekk, fyrir framan sæti nr. 11 og þagði í tvær mínótur. Mér tókst að telja upp í tvöhundruð (reyndar ruglaðist ég þrisvar)!
 
mánudagur, mars 15, 2004
|
 
Í gærkvöldi sat ég við að gera umsóknir í Kaupmannahafnarháskóla. Bölvaði þessu öllu i sand og ösku, andkotans pappírar að fylla út og djöfullsins persónulegar umsóknir. Agnúaðist útí hvað þetta var mikið vasen og hversu langan tíma þetta tók, lungað úr sunnudagskvöldi og fram á nótt.
Hugsaði ég einhvertíman að ég hefði kannski getað byrjað á þessu fyrr, sérstaklega í ljósi þess að ég var búin að hafa eyðublöðin í yfir tvær vikur? Já, í eitt augnablik. Svo hélt ég áfram að tuða.
 
sunnudagur, mars 14, 2004
|
 
Dóttir mín kom inn á bað í morgun þegar ég var að setja á mig dagkrem. Fór að skellihlæja og spurði mig hvað í ósköpunum ég væri að gera. Ég sagðist vera að setja á mig litað dagkrem. Þá hristi hún bara hausin og sagði:" þú ert nú orðin eitthvað rugluð mamma, litað tannkrem!"
 
|
 
Nú gæti vorið verið á næstu grösum. Í dag er allavega mjög vorlegt, sól og fuglasöngur. Svo mætti mér þriðji vorboðinn á leiðinni í þvottahúsið í morgun; partý. Mér finnst alltaf einhver sumarstemming yfir fylleríum sem endast alla nóttina. En það var nú mesti sjarminn farinn af þessu liði, maskarinn löngu runninn niður á kinnar og lykkjufall á öllum sokkabuxum, enda klukkan að verða tíu þegar ég rakst á fólkið.
 
laugardagur, mars 13, 2004
|
 
Það voru einhverjir menn hérna í morgun. Ég held hreinlega að það hafi verið timburmenn! En nú er búið að baða frúna, skúra og sópa og afmá öll sönnunargögn um partýið sem varð óvart í gær. Svo þarf ég bara að fara að vinna og elda gúllassúpu og þá er dagsverkinu lokið. Húrra!!
 
föstudagur, mars 12, 2004
|
 
Mig langar í partý hjá Palla og Ingunni. Núna!!!
 
|
 
Í dag er ekki bídandi gaddur, ég ekki í vondu skapi, sólin skín og Ísfirðingar að koma í mat í kvöld. Reyndar er hún bara frá Ísafirði en hann úr vesturbænum, en vesturbæingar hafa ekki nógu stekan karakter, svo í mínum huga eru þau Ísfirðingar. Já, maður kynnist allra þjóða kvikindum í útlandinu.
 
|
 
þ,æ,ö,ð
 
fimmtudagur, mars 11, 2004
|
 
Vaknaði í morgun í versta skapi sögunar. Eða þar um bil. Hvers á ég eiginlega að gjalda? Svaf bara á mínu græna, reyndar var svoldið margt um manninn í rúminu undir morgun, en svo vakna ég bara eins og anskotinn sjálfur. Pæliði í því ef þyrnirós hefði verið í svona skapi þegar hún vaknaði loksins. Hún hefði drepið prinsinn og stungið snældunni umsvifalaust aftur í fingurinn!
 
miðvikudagur, mars 10, 2004
|
 
Skrítið hvað pundið í mér er eitthvað misþungt. Eftir sundið í gær, vigtuðum við mæðgur okkur. Hún var 17,4 kg og ég 63,9 kg, ekkert athugavert við það svo sem. En hvers vegna nota ég þá minni föt núna en td. fyrir tveimur árum þegar ég vó það sama? Er einhverstaðar eitthvað leynihólf í mér þar sem þyngdin felur sig. Hey, kannski er ég bara í of litlum fötum núna........ eða var í of stórum þá? Svei mér þá, þetta er bara eins og vera í tvælætsóni!! Veit bara ekkert í minn haus.
 
þriðjudagur, mars 09, 2004
|
 
Sko, það er eitt að vera heima hjá sér í svona kulda, nú eða í sentrinu að sjoppa. En að þurfa að fara í sund, nauðugur viljugur, er geðveiki. ÞS er nefnilega á sundnámskeiði, heimatilbúnu, og ég er sundkennarinn. Hlakka bara ekkert til að fara hálfber oní 15°kalt vatn.
 
|
 
Kalt, kalt, kalt og ekkert meira að segja...
 
mánudagur, mars 08, 2004
|
 
Hér brennur allt í kringum mig, svo mikið að það er komið í fréttum á Íslandi en enginn hefur hringt til að heyra hvort við séum á lífi! Hvurslags er þetta eiginlega??? Nágrannakonan er búin að fá hringingar frá áhyggjufullum mömmum og ömmum. Hefur engin áhyggjur af okkur? Haldiði að við séum ekki brennanleg? Við erum það sko og bruninn setti stik í reikninginn á leiðinni úr leikskólanum. Við þurftum að fara stóran krók, inní reykinn og allt, til að komast heim til okkar.

En það er svo sem engin ástæða til að hringja núna, það er allt í lagi með okkur....... ....sem betur fer.
 
|
 
Merkilegt hvað ég sé á eftir mjólkinni í kókómaltið. Finnst það vera bull og vitleysa að belgja sig út af kókómalti í tíma og ótíma. Um leið og maður kemur heim með fleiri kíló af mjólk er þessu bölvaða kókódrasli blandað útí og ekkert eftir af mjólkinni til að baka pönnukökur, já, eða til að hella út á kornflexið sitt. Þetta er eitt af því sem ég klikkaði á að spyrja eiginmanninn að fyrir giftingu og nú fæ ég það auðvita í bakið!!!
 
sunnudagur, mars 07, 2004
|
 
Innipúkadagur hjá okkur Arnaldi. Hann fékk ekki að fara í pabbaklúbbinn út af hósta og er í staðin í náttfatapartýi með mömmunni. Reyndar er hún nú klædd, er svo yfir sig ánægð yfir nýju havaískyrtunni að hún klæddi sig um leið og hún fór fram úr.
Í dag er fjórði dagurinn í röð sem er fólk í mat hjá okkur, það er svona gott vont. Gaman að hafa fólk ú mat, en misskemmtilegt að þurfa að elda svona mikið og vaska upp. Æ, hvaða bull, það er bara gaman!
 
föstudagur, mars 05, 2004
|
 
Stíví nennir ekki að hjálpa mér að þvo, hann hefur greinilega drukkið of mikið rauðvín í gær. En það er hvort er eð fullt hús af svíum að hjálpa mér svo ég er í góðum málum.
 
fimmtudagur, mars 04, 2004
|
 
Búin að gefa vinum og velunnurum partýskinku og eplaköku og nú liggur fyrir mér að klára rauðvínið. Ég hlít að geta það ef ég legg mig alla fram. Ætlaði sko að vera rosa dugleg að þrífa og svoleiðis í kvöld, en ég er hætt við. Rauðvínið er öllu mikilvægara. Stíví vonder er að hjálpa mér. Hann er alltaf í stuði.
 
|
 
Loksins kláraðist bókinn sem ég er búin að vera heila eilífð að lesa; Illusionernes bog, eftir Paul Auster. New York tríólógíuna las ég bara; durr, píng búin...... en þessi er búin að valda mér ómældum leiða að lesa. Bara komst ekkert áfram. Samt er hún ekkert þung og mjög skemmtileg. þetta er voða skrítið og ég held að þetta hafi eitthvað með misgóðar þýðingar að gera, tríólógíuna las ég á ensku en þessa á dönsku. Ég hef mig grunaða að flækjast einhverstaðar á milli upprunalega textans og þýðingarinnar. Kannski afþýði ég um leið og ég les. hmmmm?
 
|
 
Veturinn er enn að reyna að gabba mig. það er bara skíta fokking kuldi og gluggaveður frá helvíti. Ég mun sigra að lokum, kári minn !
 
miðvikudagur, mars 03, 2004
|
 
Þið getið aldrei hver er hérna heima hjá mér með hor, hósta og hita..............það er enginn annar en..Arnaldur Goði!!!!!
Hann hlýtur hér með titilinn veikasta barnið. Það er bara eins gott að ég sé ekki í vinnu, það væri löngu búið að reka mig fyrir þessi veikindi hans.
Veturinn hér er dulbúinn sem vor, sól og fínt núna marga daga í röð. En ég sé sko í gegnum hann og bíð ennþá spennt eftir vorinu.
 
þriðjudagur, mars 02, 2004
|
 
Í gærkvöldi sat ég skælandi fyrir framan sjónvarpið. Fréttaskýringarmynd um Eþópíu. Ég grét yfir svanga fólkinu sem er að deyja Þar núna. Og ég grét yfir því að við erum voða ánægð öll með okkur af því að við keyptum "fíd ðe vörld" plötuna og horfðum á "læf eid". Ömurlegt. Fór svo inn til feitu velmegunnargrísanna minna og vældi svolítið yfir þeim sofandi. Af feiginleika yfir því að þau væru nú ekki að deyja. Og fyrst ég var nú byrjuð að góla þetta, splæsti ég bara í nokkur tár yfir endursýningu frá óskarnum líka. En þá var líka nóg komið og ekki laust við að ég væri farin að finna til vökvataps.
Drakk svo fullt, fullt af vatni og fór að sofa, rauðeygð og sjúandi upp í nefið.
 
mánudagur, mars 01, 2004
|
 
Saumaklúbbar, fasteignamyndatökur og matarklúbbur........hvað á þetta sameiginlegt?
 
|
 
Mér finnast sprettinálar einhver frábærustu verkfæri sem til eru. Ég vildi að ég hefði fundið þær upp.
 
|
 
Þorbjörg er skotin í Kristjáni Frey, trommuleikara Dr Gunna. Sat í morgun með Stóra Hvells albúmið og kyssti myndina af honum. Hann er sko í flotturtu skyrtunni! Eftir því sem ég best veit er hann líka hinn vænsti piltur.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com