Obb bobb obb !!!!
föstudagur, ágúst 29, 2008
|
 
Stundum er löngunin svo mikil að líkaminn engist af þrá. Andadrátturinn verður ör, en þungur um leið og það er eins og þindin sé komin upp í háls.
...annars er svo sem allt gott, en mikið getur þetta verið hvimleitt.
Jú, annars, húsið sem ég vinn í nötrar í vindinum. Það er eins og sé stöðugur jarðskjálfti. kannski eru þessi líkamlegu einkenni bara sjóveiki, riða...
 
fimmtudagur, ágúst 28, 2008
|
 
Æi, ég nennti ekki að setja inn myndir í gær.
En við sömdum texta, fjölskyldan, á meðan við horfðum á orðuveitinguna-

Standa þeir þarna með orðuna sína
hæ faddi rí faddi ra la la
Forsetinn er kominn frá Kína
hæ faddi rí faddi ra la la
Þeir eru allir í einni röð
og þjóðin hún er kát og glöð.
Hæ faddi rí, hæ faddi ra, hæ faddi rí faddi ra la la.
 
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
|
 
Stór dagur í dag; litla barnið mitt er byrjað í skóla. Ég set myndir inn seinna í dag.
Ekki minna virði er kommentið sem ég fékk frá Þorbjörgu í morgun þegar hún sagði að ég væri eins og kona frá miðöldum!
Einmitt lúkkið sem ég var að reyna að ná fram........noooot!
 
þriðjudagur, ágúst 26, 2008
|
 
Arnaldur datt á andlitið og missti tvær tennur í gær. Ég var ekki heima, en þetta var víst mikill hasar sem endaði á slysó. Þorbjörg var líka mjög fúl yfir því að nú væru þau búin að missa jafn margar tennur. Og ég þarf heldur betur að fara í bankann fyrir tannálfinn. Sjálf fór ég á fund, það var ákaflega hressandi og uppbyggilegt. Gott, ég ætla að gera meira af því.
Svo er það að frétta að ég er með skelfilegar harðsperrur í kálfunum, örugglega út af því að ég fer upp sjö hæðir í stiganum á hverjum morgni. Ég ætla samt ekki að hætta því, frekar teygi ég þegar upp er komið. Annars er bara allt gott.
 
mánudagur, ágúst 25, 2008
|
 
Mig langar svo að vera samviskulaus stundum. FARÐU BURT SAMVISKUBITSHELVÍTI!
Annars er bara allt gott...
 
mánudagur, ágúst 18, 2008
|
 
Um helgina fór ég í sveitina. Gekk á tvö fjöll, bakaði heimsins bestu pönnukökur ( með bláberjum og banönum, mmm)tíndi ber, fór í göngutúr, spilaði slönguspil og fór í sund. Það var gaman. Takk
 
föstudagur, ágúst 15, 2008
|
 
Hún Jóda mín og Atli hennar eignuðust stúlkubarn í nótt. Til hamingju með það!
 
fimmtudagur, ágúst 14, 2008
|
 
Ég óska mér góðs og skemmtilegs kærasta.
 
miðvikudagur, ágúst 13, 2008
|
 
Áfram með smjörið. Gönguferð í hádeginu með verkfræðideildinni og hjólatúr seinni partinn. Í milli tíðinni verð ég í vinnunni.
Partý-fjör-stuð-mergjað-kúl-gjeggjað!
 
mánudagur, ágúst 11, 2008
|
 
Átti frábæra helgi með mínum frábæru börnum og vinkonum. Dans og gleði og sund og hjólatúr. Takk fyrir mig.
 
föstudagur, ágúst 08, 2008
|
 
Lifa, það er svo gaman að lifa...
Fór að borða með bestustu vinum mínum í gær, hjá besta bróðurnum í bænum. Mmm hvað það var gott og gaman.
 
fimmtudagur, ágúst 07, 2008
|
 
Ætli sé gott að setja rúgbrauðsneið í hvítlaukssaltið ef það er orðið hart? Svona eins og maður gerir við púðursykurinn...
 
miðvikudagur, ágúst 06, 2008
|
 
Hvað gerir maður ef maður fattar að það er miklu meira púff á hægri erminni en þeirri vinstri í miðjum vinnutímanum?
Ekkert!
 
þriðjudagur, ágúst 05, 2008
|
 
Ég elska rútínu. Hlakka til þegar allir eru komnir á sína staði.
 
sunnudagur, ágúst 03, 2008
|
 
Ég er búin að ættleiða fjölskylduna hennar Kötu. Nú þarf ég bara að láta þau taka mér sem einni af hópnum. Það hlýtur að takast.
Var í skorradal, þar var gaman.
Takk
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com