Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
|
 
Ég er ekki með bloggþunglyndi af neinu tagi. Tölvan mín er bara biluð...
 
sunnudagur, febrúar 25, 2007
|
 
Við erum búin að eiga alveg hreint ljómandi fína helgi. Og það vesta er að hún er ekki enn búin, þannig að ég hef ennþá tíma til að undirbúa mig fyrir fundinn í fyrramálið.
Við höfum verið ansi próduktíf, höfum meðal annars búið til sokkadúkku og maríuhænubrauð. Sjálf er ég svo næstum búin að prjóna húfutetur á hana Þorbjörgu mína en hápunkturinn er óneitanlega að hafa gert við fjarstýringuna. Stundum líður mér eins og ég sé ofurmenni. Þannig leið mér einmitt þegar ég hafði lagað fjarstýringuna en líka þegar ég komst næstum því alla leið niður brekkuna, standandi á snjóþotunni.
 
föstudagur, febrúar 23, 2007
|
 
Ég vil benda á hann Einar Óla, hann er fyndinn og svo er líka sérstakt myndaalbúm á síðunni hans með myndum af mér. Það finnst mér voða gott, ýtir verulega undir hégómann í mér.
Annars er ég svo mikið að velta því fyrir mér hvenær "ég" verður "við" að ég get varla einbeitt mér að lærdómnum. Sé endalaust fyrir mér amöbu sem skiftir sér og breytist úr "ég" í "við". Ætli ég sé eins og amaba?
 
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
|
 
Nú er snjór, það er gaman. Í gær var líka snjór, þá var líka gaman. Ég ferðaðist með lest á milli tveggja stöðva og sat svo föst í tuttugu mínútur. Þá ákvað ég nú bara að ferðalaginu væri lokið og braust út úr yfirfullri lestinni og aftur út í bilinn. Þó ég hafi ekki hjólað mjög hratt komst ég alla vega á milli staða. Þetta hefur kennt mér það, að það er miklu betra að treysta á sjálfan sig en hið opinbera.
 
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
|
 
ohhh, kannski ég kaupi mér bara hús á Lollandi... Það er allt svo helvíti dýrt í Reykjavík og ég hef aldrei átt margar miljónir í einu, ekki enn amk, svo ég veit ekki alveg hvernig ég á að bera mig að. Ætli ég sé að missa móðinn?
Ég bíð kannski aðeins. Kannski verð ég heimsfræg fyrir morgunbrauðið sem ég bakaði áðan, það er bæði með kornfleksi og haframjöli í. ÞS var mjög impóneruð yfir þessarri uppfinningu, kannski smitast heimurinn af henni og ég græði miljónir á því að baka morgunbrauð. Hver veit...
 
föstudagur, febrúar 16, 2007
|
 
Í gær fórum við í Experímentarium. Þar er gaman að vera, en þegar allt er stútfullt út úr dyrum er það ekki alveg eins gaman, ég tala nú ekki um þegar maður er með fólkafóbíu og ofnæmi fyrir mannaþef, eins og ég. EN þetta fór nú samt allt bara nokkuð vel, við AG stiltum okkur upp við einhvert kúlu-mekanisma-tæki og þar stóðum við lungað úr deginum og skemmtum okkur hið besta við að færa kúlur af einum stað á annan. Á meðan hljóp ungfrú ÞS út um "allt" af því að hún hafði sett sér það markmið að gera "allt" sem var í boði á safninu. Um kvöldið þegar við AG fórum svo að segja frá því hvað við höfðum gert, sem var auk þess að færa kúlur, að horfa á okkur vera annað hvort feit eða mjó í spéspegli, var ekki laust við að ungfrúin yrði svolítið hvekkt. Hún hafði misst bæði af kúlunum og spéseglinum í óðagotinu.

Kvöldið fór í að leggja lokahönd á grímubúninga fyrir bæði ÞS og apaköttinn hennar.
Hápunktur dagsins í dag, það sem af honum er, er tvímælalaust búðarstúlkan sem gat ómögulega fengið annað en 30 út, þegar hún dróg 150 frá 189,75!

Nú legg ég land (eða réttara borg) undir fót og fer í helgarferð að nörrebrú.
 
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
|
 
...og börnin orðin svo forfrömuð að eiga build a bear...
Húsmóðurskyldur mínar í dag innihalda meðal annars að bæta reiðhjólaslöngu og sauma indjánaprinsessu-átfitt. Ég hef sem betur fer ekki þurft að skrúfa sjónvarpið í sundur í háa herrans tíð, þau eru orðin lunknari í að gá hvort það sé diskur í dvd spilaranum, börnin. Maður getur fengið ansi sterkt stuð úr sjónvörpum sem eru full af stöðurafmagni.
Í dag er ég annars búin að vera á fyrirlestri um P-I-A og S-R metóða í markaðsstrategíu. Get nú ekki sagt að ég hafi lært eitthvað að ráði, en ég glósaði heil ósköp.
 
sunnudagur, febrúar 11, 2007
|
 
Yndislegur leti sunnudagsmorgun. Nú er ég búin að lesa allt sem lesandi er á netinu í tvo tíma og þá er tími kominn til að spá í að fara að gera eitthvað annað. En bara spá í, nota bene...
 
laugardagur, febrúar 10, 2007
|
 
Af því að hún Lilja er að tala um að hann Logi Veigar hendir hlutum út um allt, þá er gaman að geta sagt frá því hér að það eina sem hægt er að gera í málunum er að skammast þar til yfir líkur. Hann Arnaldur minn gerði þetta látlaust, henti öllu sem hann kom höndum yfir, bara eitthvað, annað hvort í okkur eða bara upp í loft. Ég skil ekki enn hvað honum gekk til með þessu.
En núna virðist hann eitthvað vera að lagast.
Stundum er hann voða þegar "þreyttur" á morgnana þegar hann á að vera að klæða sig og einn morguninn þá gat hann ómögulega klætt sig sökum þreytu. Ég hef ekki mikla þolinmæði þegar svona á stendur, veit alveg að hann er full fær um að klæða sig, þó hann þurfi stundum aðstoð við tölur og svoleiðis, sem hann fær auðvitað. Ég var sem sagt albúin að fara með barnið berrassað á leikskólann og ekki á því að gefa mig. Þegar rifrildið var komið á hæsta stig fór ég út, til að kæla mig niður og svo að hann hefði tækifæri á að klæða sig bara í friði, svo gæti ég komið og látið eins og ekkert hefði í skorist, ef því væri að skipta. En því var nú ekki að heilsa. Hann var sko ekki kominn í fötin en í bræði sinni hafði hann fært af borðinu og niður á gólf, tvo kertastjaka, kaffibolla og könnu, ostaskera og blómavasa og lagt stól á hliðina. En hann henti þessu ekki. Hann veit nefnilega að það er bannað að henda hlutum!
 
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
|
 
...nú er sjónvarpið líka orðið skrítið, sem og myndavélin. Ég hef svo sem ekkert afskrítnast svo þetta er allt í stíl...
 
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
|
 
Tölvan mín er að fríka út held ég, hún er alla vega orðin mjög skrítin. En ég gef henni auðvitað séns. Ef engin myndi gefa mér séns þegar ég er skrítin, þá væri nú erfitt að lifa.
Skólinn er byrjaður. Líst vel á annan kúrsinn, hinn nennti ég nú barasta ekkert að mæta í í dag. Góð byrjun, Heiðrún, góð byrjun...
 
mánudagur, febrúar 05, 2007
|
 
Fór í búðina áðan með opna buxnaklauf.

Efnisorð:

 
laugardagur, febrúar 03, 2007
|
 
Ég er komin heim eftir svall á íslandi. Mér líður eins og ég sé búin að éta stanslaust í viku. Og þó að það sé ekki alls kostar rétt þá held ég að ég hljóti að hafa étið amk 70% af tímanum, því að víðu gallabuxurnar mínar eru hættar að vera víðar. Annað hvort það eða þá að einhver hafi brotist inn hjá mér á meðan ég var að heiman og þvegið buxurnar á suðu!

Annars skín sólin í danaveldi. Vð AG njótum hennar innan að, af því að hann er með hitalús en ÞS og þorri barnana á kollegeinu eru úti við. Öll örlítið stærri en síðast þegar þau sáust, í haust.

Í kvöld ætlar hún Auður að passa fyrir mig í fjóra tíma, svo ég geti farið út að borða. Ég tek enga áhættu, þori ekki að hætta strax, verð að trappa mig niður...
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com