Obb bobb obb !!!!
fimmtudagur, mars 31, 2005
|
 
Ég setti persónulegt hlaupamet í dag og ætla að setja annað á morgun.
 
|
 
Naut þess að sofa útí morgun. Eða bara ekki, vaknaði ofsofin og þung klukkan tíu með grenjandi móral yfir að hafa ekki sprottið á fætur eitthvað fyrr. Andskotans helvíti. Ég verð bara að fara að gera það upp við mig hvort ég meigi sofa út þegar ég get, hvort ég eigi að sofa út þegar ég get eða hvort ég ætli að drullast á fætur alla daga klukkan eitthvað ákveðið. Hana.. taktu nú ákvörðun, stelpurassgat, og njóttu þess að vera til í stað þess að pína sjálfa þig á einhverju smáræði!
 
miðvikudagur, mars 30, 2005
|
 
æi blogger slogger, ég var búin að skrifa þessa líka fínu blómasögu sem hann át. Nenni ekki aftur enda þarf ég að fara í bíó....
 
þriðjudagur, mars 29, 2005
|
 
Ég voða glöð að hlaupa ekki hraðar en ég geri. Í morgun drituðu tveir illskeyttir fuglar rétt fyrir framan nefið á mér. Hefði ég hlaupið aðeins hraðar hefði ég fengið gúmmilaðið beint á kollinn. Tímasetningin skiptir greinilega öllu í þessu sem og öðru.
 
mánudagur, mars 28, 2005
|
 
Merkilegur andskoti. Ég er alveg tilbúin að gera alla þessa hluti sem ég á eftir að gera og þarf að fara að drullast til að klára, en það kemur ekkert ger!
Ég hef tíma og vilja og atorku en í hvert sinn sem ég sest niður til að byrja þá bara gerist ekkert. Ætti ég kannski að prófa að gera þetta uppistandandi?? Kannski virkar það. Byrja á því að reyna að klára páskaeggið......
 
|
 
Mig dreymdi vitleysu og ég svaf skakt, eins gott að ég er vöknuð!
 
sunnudagur, mars 27, 2005
|
 
Ohhh, svo hef ég ekkert tíma neitt, það er búið að klípa klukkutíma framan af deginum hjá mér. Alltaf skal þetta koma mér jafn mikið á óvart.
Ég er föst, kemst hvorki aftur á bak né áfram. Getur einhver ýtt mér af stað?
 
|
 
Ég er alltaf að gera einhver plön. Gærkvöldið átti sum sé að fara í lestur og skrif, sem það gerði svo ekki. Reyndar las ég aðeins, en skrifaði ekki hót og horfði á tvær bíómyndir í staðin. Svo þegar ég fór í rúmið ákvað ég að vakna klukkan átta til að skrifa, sem ég gerði svo ekki. Drullaðist fram úr klukkan tíu og bölvaði sjálfri mér alla leiðina inn í eldhús fyrir aumingjaskapinn. En af hverju? Er ekki bara allt í lagi að sofa út þegar ég ég hef tækifæri til þess? Er ég ekki bara að gera þessi plön og standa ekki við þau, til að geta haft eitthvað til að vera óánægð með. Æ ég skil mig ekki. En þetta er allt í lagi, ég skrifa bara núna og hleyp í hádeginu og fer svo að elda páskalambið og skrifa svo bara meira seinna. Iss piss, ekkert mál og svo er ég líka rosalega úthvíld og sæl. ...og sæt auðvitað, það má ekki gleyma því...
 
laugardagur, mars 26, 2005
|
 
Það eru svo yndislegir svona dagar þegar allt er að lifna við. Fólk úti að ganga, börn að leik, kaffisopi úti í garði, sólin gælir blíðlega við mann og kaldur vindurinn minnir mann á að það er allt hverfullt. Samt sá ég, eftir að hafa staðið lengi fyrir neðan tréið mitt, glitta í brumhnappa. Þetta kemur allt, það er ég viss um. Nú er á döfinni salat með kartöflum, lestur og skrif, Bernarnd Shaw og ég.
 
|
 
éG ER FARIN ÚTÍ SÓLINA!
 
föstudagur, mars 25, 2005
|
 
Bréf til Óla
Kæri bróðir
Ég vona að þú sért kominn heill á húfi alla leið að Búðum og líka að þú lifir kvöldið af. Mikið ofboðslega erum við skemmtileg, annars. Ég hef held ég aldrei heyrt um nokkur systkyn sem eru svona skemmtileg, þetta er líklega heimsmet, alla vega evrópumet. Mikið var gaman að hafa ykkur feðgana í heimsókn en ég vona að það sé svolítið langt þangað til að þið komið aftur því þetta var helvíti erfitt og lokaspretturinn tók mikið á. Annars vil ég biðja þig um að fara vel með þig og meigirðu ævinlega hafa það sem allra, allra best. Að síðust vil ég láta þig vita af því að ef þig vantar einhvertíma nýra, máttu gjarnan fá eitt hjá mér. En ég skil þig vel ef þú kýst að fá þér risagerfinýra með vasa og lofa að verða ekkert fúl ef til þess kemur.
Ástarkveðjur til Ingu, Steinarrs og Andreu
þín systir
Heiðrún
 
fimmtudagur, mars 24, 2005
|
 
Himnesk pönnukökuveisla hjá okkur í morgunsárið. Hef það beint frá litla frænda sem er sérfræðingur í pönnukökum, a.m.k. fékk hann 8000 pönnukökur í afmælisgjöf frá ömmu sinni svo hann hlýtur að vita hvað han syngur. En nú erum við að fara á rennibrautaveiðar og svo í Bakken og við bróðir ætlum í karókí í kvell.
 
miðvikudagur, mars 23, 2005
|
 
það gengur umskiptingssýki á heimilinu. Sem betur fer virðist hún aðeins leggjast á sex ára stúlkubörn, alla vega enn sem komið er. Rosalega hlýtur að vera erfitt að vera hún.
 
þriðjudagur, mars 22, 2005
|
 
Dádýrsveislan lukkaðist svona líka glimrandi vel. Kjötið bráðnaði á tungunni á manni og smjörið bráðnaði á pönnunni og svo bráðnuðum við öll yfir söng hvers annars. Ég hélt eiginlega þar til í gær að singstar væri meiri stelpuleikur en hitt. En hér var fullt hús af strákum sem sungu allir eins og englar, Steinarr frændi stóð sig manna best, Örn Ingi var kosinn nýliði kvöldsins en auðvitað var Eggert bestur. Ég get nú ekki sagt annað. Glöggir lesendur kunna að sjá að gamanið heldur áfram að ríða rækjun í mínu lífi.
 
mánudagur, mars 21, 2005
|
 
Sól, sól skín á mig...tra la, la lala.....
 
sunnudagur, mars 20, 2005
|
 
Hláturinn heldur áfram. Núna eru fílabrandarar teknir við. Mikið er gaman að lifa!
 
fimmtudagur, mars 17, 2005
|
 
Það sem í gær var lítill sætur vogrís er nú orðið risastór gilta með tólf grísi á spena. Helvítis vitleysa. Mér líður eins og ég sé með hettusótt þegar ég kíki niður á kinnina á mér og efrivörina. Er alveg stokkbólgin og á rosalega bágt og ég er að fara í flugvél. Hausinn á mér springur örugglega í þrýstingnum, augað poppar að minsta kosti út. Þetta er alveg fatalt. Úff ég veit ekki hvað ég ætti að segja meira í dag.....nema kannski bara; HJÁLP!
 
miðvikudagur, mars 16, 2005
|
 
Ég hef gert einhvern andskotan við annan kálfan á mér. Þekki ég einhvern íþróttameiðsla sérfræðing eða sjúkraþjálfara?
Annars er alveg eins mikið að gera í dag og í gær.... nei....eða jú, bara öðruvísi. En af því að ég var svo hrædd um að hafa ekki alveg nóg fyrir stafni, ákvað ég að taka eina vinkonu ÞS með heim í dag. Klár ég, alltaf hreint!
 
þriðjudagur, mars 15, 2005
|
 
Ég gleymdi að segja frá nýasta réttinum á heimilinu. Hann rann út eins og heitar lummur í gærkvöldi; spælt egg með kanilsykri!
 
|
 
Ég er með rosalegan frammistöðukvíða. Finn fyrir miklum félagslegum þrýstingi og óttast að standa ekki undir væntingum. En þetta verður barasta að koma í ljós, hundrað miljón hlutir sem ég þarf að gera áður en ég fer til blá landsins og líklega er þá best að demba sér bara út í daginn.
Góðar stundir.
 
mánudagur, mars 14, 2005
|
 
Mikið er gott að vera svona í algeru fríi. Var komin út í þvottahús klukan sjö núll níu, eitur hress og spræk. Hef ekki einu sinni verið sænuð inn á MSN til að njóta friðsins til hins ítrasta. Ekki það að það sé einhver ófriður af MSN en stundum finnst mér bara rosa gott að geta kúplað mig gjörsamlega frá öllu. En ég er búin að nota tíman í að læra og vinna upp stöff. Mjög gott í alla staði. En nú bíður mín hafragrautur og banani svo ég má engan tíma missa.....
 
sunnudagur, mars 13, 2005
|
 
Vaknaði klukkan átta og las eina og hálfa blaðsíðu í sögubókinni minni. Við það varð ég svo uppgefin að ég varð að leggja mig í einn og hálfan tíma í viðbót. Rosalega var það gott. En núna þarf ég að gera eitt hljófræðipróf og fara svo í brunsh og byrja svo á einni ritgerð og klára eina þýðingu og þvo. Og til að gera þetta allt auðveldara skín sólin inn um glugan minn.
 
föstudagur, mars 11, 2005
|
 
Hvort ætti ég nú að fara út blautu fötunum og í hlaupagallan og fara aftur út í veðrið, eða að fara úr blautu fötunum og í þurr og fara strax að læra eða hugsanlega að fara úr blautu fötunum og fara undir sæng?
Þetta er eiginlega engin spurning...... er farin út að hlaupa!





p.s. Ég er bara að ljúga, ég er ekkert í blautum fötum. Ég var í regngalla.
 
fimmtudagur, mars 10, 2005
|
 
Ég borðaði bakteríulaust kjúklingakebab í hádeginu. það var frekar bragðlítið.
 
|
 
Ég verð að horfa fram hjá þessu skítuga gólfi þangað til á morgun, það á ekkert eftir að gerast annað en það að það verður bara aðeins skítugra! Það deyr enginn að því, vona ég.
Sólin skein rétt á meðan ég var að hlaupa, svo hvarf hún á bak við ský, kemur kannski aftur þegar einhver annar hleypur, eða kannski skín hún bara á mig.
Ég fann hafragraut í rúmini mínu í morgun, verð að muna að skoða vel rúmið mitt áður en ég fer að sofa á kvöldin. Aldrei að vita hvað leynist í því.
Ég fékk geggjaðan mat hjá Birtu í gærkvöldi.
Ég er svöng en samt borðaði ég jafn mikinn morgunmat í gær og í dag. Ég var ekkert svöng á sama tíma í gær.
Voðalega getur þetta verið skrítið.
Ætla að fá mér hrökkbrauð og kaffi og fara svo að læra.
 
miðvikudagur, mars 09, 2005
|
 
Ég bara eitthvað; dúdúdúd, best að fá sér mjólk út í kaffið, lalala... en allt í einu dettur hurðin af ísskápnum! Bara si svona og ég kraup með hana í eins og hún væri sofandi ungabarn. Endemis þvæla. Ef ég hefði séð þetta atriði í bíómynd hefði ég hætt að horfa. Svoanlagað gerist ekki í alvörunni og á sé enga stoð í raunveruleikanum.
 
|
 
Snorri kom í gær að dedúa við tölvuna mína. Hún var nú ekki eins illa farin og ég hélt, líklega bara hugsjúk eins og ég. En okkur líður báðum bærilega, Snorri klikkar ekki. Vildi samt óska að ég gæti hringt í einhvern sem kæmi til að formata mig annað slagið.
En í dag held ég að eitt glas af freyðandi bjólíki sé málið.
 
þriðjudagur, mars 08, 2005
|
 
Þetta leit allt út fyrir að ætla að verða til fyrirmyndar. Við AG komin á fætur kl.6:10. ÞS vöknuð af sjálfsdáðum rétt fyrir sjö, allt tilbúið; nesti, föt, hárteygjur, húfur, vetlingar og stöff.....en svo bara eins og hendi væri veifað fór allt úrskeiðis. Kókómaltið heltist niður úr báðum glösunum, kaffið mitt sullaðist upp úr bollanum, hárið fór í flækju, skórnir földu sig og klukkan allt í einu orðin korter í átta. Kemur ekki bráðum helgi?
 
mánudagur, mars 07, 2005
|
 
Ég veit ekki hvað ég var að gera. Þetta hefur líklega verið tilraun til að skipuleggja glósurnar mínar eða eitthvað í þá áttina. Alla vega endaði ég ofaní gamalli möppu, svona sem stendur upp á endan og maður potar drasli ofaní, og viti menn......ég fann eldgamlan sígarettupakka. Hvað haldiði að ég hafi gert? Já það er rétt ég er að farga þeim hægt og rólega, einni í einu. Viljastyrkurin er gjörsamlega í núlli.
Algjer lúser, ég, já ég er það....
 
|
 
Vá hvað hlaupatúrinn í morgun var erfiður. Ekki bara vegna þess að ég hef varla gert annað en að borða alla helgina, heldur líka vegna þess að lappirnar á mér er allar í klessu eftir helgina. Við fórum sko aftur á snjóþotu í gær, uppi í Hareskov, og þar var einhver lengsta sleðabrekka sem ég hef nokkurn tíma séð. Rosaleg alveg. Ég gat semt ekki rennt alveg eins mikið og ég vildi, AG var þreyttur og brekkan aðeins of brött fyrir hann, hann varð bara hræddur. En samt gat ég rennt nóg til að merja á mér bæði lærin og hnéð sem var í lagi eftir laugardagstúrinn. Eftir útiveruna fengum við svo frábæran kjúkling hjá Einari Óla, Eybjörgu og Óla. Krakkarnir sofuðu svo báðir í bílnum á leiðinni heim og ég hefði eflaust gert það líka hefði Einar Óli ekki kjaftað svona mikið! Frábær dagur alveg hreint....og ekki byrjar þessi illa. Ég er búin að bíða eftir sambandi við pladsanvisningen í tuttugu og fimm mínótur. Húrra, húrra, húrraah.
 
sunnudagur, mars 06, 2005
|
 
Ég er með stórskaddað hné eftir sleðaferð gærdagsins. En það er bara gott, því eins og allir vita eru sleðaferðir sem enda með smá skaða bestar!
Við erum búin að fá okkur pönnukökur í morgunmat og þurfum bara að fara í sturtu og svo út í sólina. Förum meira segja í matarboð upp í "sveit" í kvöld. Jibbí jei.
 
laugardagur, mars 05, 2005
|
 
Ég vaknaði við hlátrasköll tveggja drengja. Mikið var það gott. Reyndar áttaði ég mig alls ekki á því hvað næturgestuinn þarf að borða mikið meira en börnin mín. Hélt bara að hann væri búinn að borða morgunmat eftir hálfa bollu og skál af jógúrt. En þá leit hann á mig eymdaraugum og spurði: " mamma koma matinn?" Þá ákvað ég að splæsa í hafragraut fyrir hann. Já maður er flottur á því!
 
föstudagur, mars 04, 2005
|
 
Pitsa, popp, vídeo og tveir apar í heimsókn. Þetta getur ekki klikkað.
 
|
 
Ætli ég sé orðin skotin í jógakennaranum mínum? En hvað ef hann er skotinn í Úlfari? Mig dreymdi að við Úlfar værum að hoppa fram af fjalli saman, svo þegar ég lenti, þá var enginn Úlfar. Getur verið að það hafi eitthvað með jógakennaran að gera? Mæ god.......nei ég er ekki skotin í honum, held ég......
 
fimmtudagur, mars 03, 2005
|
 
Stundum finnst mér eins og ég sé í alvörunni að fara yfir um. Langar að öskra og garga, slá og bíta. Þá þarf ég að taka fast utan um mig, og hvísla blíðlega að mér að það sé allt í lagi að bregðast við á þann hátt sem ég bregst við. Þarf að minna mig á að ég hef aldrei verið í þessari aðstöðu áður og það er ekki til nein ein rétt leið til að tækla hana. Svo strýk ég mér um vangan og klappa mér á öxlina og segi mér að ég sé dugleg.
Að þessu loknu fer ég stundum að læra og stundum að fá mér kaffi og hrökkbrauð.
 
miðvikudagur, mars 02, 2005
|
 
AAARG. GARAAAAARG. ÖÖÖÖSKR.
 
|
 
Heldur vildi ég sleikja píkur er rassgöt.
 
|
 
Það er bara alvöru vetur hjá okkur. Auðvitað hefja nú allir upp -iss þetta er nú ekkert- sönginn. Það er bara eitthvað líffræðilegt held ég og hefur ekkert með þjóðerni að gera alla vega virðist danskurinn gera þetta alveg jafn mikið og við eyjaskeggjarnir. En ég verð nú að segja það að þetta er ekkert miðað við á Patró ´67
 
þriðjudagur, mars 01, 2005
|
 
Hjá mér er hægt að frá fjórar ókeypis sundferðir í suandlaugum KBH fram til 9. mars. Ef einhver vill reyna að drekkja dellunum á sér getur sá hinn sami nálgast sundkort hjá mér. Nú þetta er líka alveg tilvalið ef einhverjir hressir fjórmenningar vilja skella sér......... oj!
 
|
 
Ég er búin að ákveða að helga þessum mánuði andlegri og líkamlegri tiltekt. Svo þegar apríl kemur verð ég tilbúin til að takast á við hvað sem er og lífið. Hlakka til.
En núna er allt á fullu í kollinum á mér og þá er best fyrir mig að segja sem minnst. En speki dagsins er: Gott er að skrópa í fyrirlestri og fara út að hlaupa.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com