Obb bobb obb !!!!
föstudagur, mars 31, 2006
|
 
....og svo til að toppa það, þá gleymdi ég að senda Pallanum mínum afmæliskveðju í gær. En ég hugsaði bæði oft og mikið til hans. Vona að það hefi að einhverju leyti skilað sér...
 
|
 
Suma daga finnst mér ég alls ekki geta þetta. Þetta á þá við um hvað sem er. Þá langar mig helst til að leggjast bara í bælið og bíða eftir að einhver komi og bjargi mér, hugsi um mig, passi mig. En samt veit ég alveg að ég get þetta. þetta á við um hvað sem er. En djöfull sem lífið getur tekið á!
 
fimmtudagur, mars 30, 2006
|
 
Vá maður! 'Eg hleyp miklu hraðar í nýja brjóstahaldaranum og sokkunum en í gömlu lörfunum. Hlakka til þegar ég fæ stuttar sumarhlaupabuxur. þá tekur því örugglega ekki að fara af stað, ég á eftir að hlaupa svo hratt!
En á einhver handlóð sem hann er ekki að nota til að lána mér í mánuð eða svo?
 
miðvikudagur, mars 29, 2006
|
 
Þá er það ákveðið. Næsta árið verða stafræn samskipti og fagurfræði aðalviðfangsefni mitt. Ég þarf bara rétt aðeins að skrifa eina BA ritgerð og fara í tvö próf og sumarfrí fyrst. Þetta verður eflaust fínt.
Úti skín sólin og fuglarnir syngja.
Annars er allt við það sama.
 
þriðjudagur, mars 28, 2006
|
 
Álfur nr.3 í frumsýningarpartýi. Posted by Picasa
 
|
 
Sá frábæra uppfærslu á Þyrnirós í gær. Salurinn og sviðið trylltist úr hlátri þegar Quai gekk aftur á bak á bekkinn og datt á rassinn. Líka þegar Dudy (kóngurinn) kyssti sjálfan sig á handabakið af því að hann var of feimin til að kyssa Amar(drottninguna). Álfur nr. 3 ( Þorbjörg) stóð sig frábærlega, var í rosa flottum búning sem pabbi hennar saumaði fyrir hana. Svo þegar var búið að klappa og hnegja og taka á móti rósum og klappa meira og hnegja, hófst frumsýningarpartýið. Álfur nr. 3 fór í borgaraleg klæði og svo þyrmdi yfir hann. Sýningin var algerlega ónýt. "Total pinlig" Allt ömurlegt. Einhverjir höfðu gleymt línunum sínum og sumir höfðu flissað á sviði. Það er álfur nr.3 ekki ánægður með. Og svo var ekki einu sinni snakk í partýinu.
Það er erfitt að vera með fullkomnunaráráttu, held ég.
 
mánudagur, mars 27, 2006
|
 
Átti ánægulega og góða helgi hjá Birtunni, nema hvað ég að var svo utan við mig við heimkomuna að ég steingleymdi að stilla vekjaraklukkuna á sumartíma og svaf of lengi. Er illt í bakinu og er með almenn svefnónot. Nú ætla ég að trúlofast Robinson Crusoe og reyna að vera honum trú næsta eina og hálfa mánuðinn.
Farin að vinna...
 
föstudagur, mars 24, 2006
|
 
Fuglarnir og Barry White syngja fyrir mig í morgunsárið og fiðrildin hefja sig til flugs í maganum. Ég er að fara í ferðalag og ég er glöð.
Adíos
 
fimmtudagur, mars 23, 2006
|
 
Þú veist að þú ert lifandi þegar þú situr á kaffihúsi með vinkonu þinni, eftir að hafa verið á ljósmyndasýningu og fattar að þú átt að vera hinum megin í bænum af því að þú átt að sækja barnið þitt og fara með það til læknis eftir fimm mínútur.
Þú veist ennþá betur að þú ert lifandi þegar þú hjólar eins og bavíani til að reyna að komast nokkurn vegin í tæka tíð og keðjan dettur af hjólinu þínu og þú þarft að hlaupa restina af leiðinni með 10 kíló af skólabókum á öxlinni.
Það er langt síðan mér hefur fundist ég svona mikið lifandi!
 
miðvikudagur, mars 22, 2006
|
 
Mikið finnst mér heimurinn merkilegur og lífið magnað fyrirbæri. Fullt af vonum og þrám, væntingum, örvæntingum, sigrum og ósigrum. Samt stendur maður alltaf upp, stundum sár, stundum boginn og stundum keikur.
 
þriðjudagur, mars 21, 2006
|
 
Sól og snjókoma! Alveg eftir mínu höfði; svolítið skitsó en samt fallegt.
 
laugardagur, mars 18, 2006
|
 
Þetta er enn einn af góðu dögunum. Börnin eru yndisleg og ég sæl. Þreytt, en sæl. Núna eru krakkarnir úti með popp í poka, djús í brúsa, tómata ( það verður að vera eitthvað holt með segir Þorbjörg) og smá kex. Ég fæ mér kaffibolla og vaska upp á meðan. Það er orðinn svona "spari"athöfn hjá mér að vaska upp. Nýt þess mikið að fá frið til þess. Annars væri ég alveg til í að vera sjö ára eða fimm, eða þriggja og hálfs, úti með djús í brúsa. En ég fer bara í fullorðins útilegu í eldhúsið mitt, fæ mér rauðvínsglas (kannski bara plastglas til að fá réttu stemminguna), bý til góðan mat og hlusta á eitthvað skemmtilegt.
 
föstudagur, mars 17, 2006
|
 
Mmmm pönnukökur með nutella og banönum og kaffibolli í morgunsárið er nú bara svaka gott. Sérstaklega eftir hlaupatúr. Það bragðast einhvern veginn allt betur eftir hlaupatúr, finnst mér.
 
fimmtudagur, mars 16, 2006
|
 
Ég fór í skólann í morgun í fyrsta skipti í rúma viku. Rataði alveg sjálf og fann stofuna í fyrstu tilraun. Það var ágætt.
 
miðvikudagur, mars 15, 2006
|
 
Ætti maður að kjöldraga óþokkan einu sinni?
 
|
 
Arnaldur Goði er enn heima veikur og ég er komin með hálsbólgu en við erum að þvo og svona, nóg að gera svo sem. Annars fátt...
 
mánudagur, mars 13, 2006
|
 
Alltaf er ég robbosslega bissí eitthvað, en geri samt aldrei neitt af viti, finnst mér. En andskotinn hafi það, þetta hlýtur allt að bjargast fyrir horn og rúmlega það. Ég ætla alla vega ekkert að fara að hafa stórar áhyggjur af hlutunum, má bara ekki vera að því, er allt of bissí!
 
laugardagur, mars 11, 2006
|
 
Þegar ég vaknaði í morgun ( já, það er ennþá morgun þegar klukkan er ellefu) sá ég einhverstaðar í kuðli í fatahrúgunni, sjálfsagann sem ég var ekki með í gærkvöldi!
 
föstudagur, mars 10, 2006
|
 
Það er nú ekki svo slæmt að vera veikur þegar mamma nennir í bílaleik... Posted by Picasa
 
|
 
Haldiði ekki bara að hún Karen nágrannakona mín, sem á fjögur börn og eitt píanó, hafi breytt eggjunum þremur sem hún fékk lánuð hjá mér í dýrindis DVD-köku með banönum og fært okkur Arnaldi góðan bita!
 
|
 
Veikur að borða samloku í "húsi" Posted by Picasa
 
|
 
Mikið væri gaman að gera frauð á þessum föstudegi. En fyrst ég er frekjudolla með fíflalæti þá fíla ég það ekki!
 
fimmtudagur, mars 09, 2006
|
 
Mikið er gott að eiga Stínu, það ættu allir að eiga svoleiðis, þá held ég að heimurinn væri aðeins betri. Reyndar ruglaðist ég eitthvað í nærveru hennar og fannst ég þurfa að éta hamborgara klukkan hálf tólf í gærkvöldi, sem ég og gerði og mér er ennþá bumbult eftir þá reynslu. Annars er AG minn orðinn veikur en sem betur fer er ÞS orðin hressari. Ég lafi með.
 
miðvikudagur, mars 08, 2006
|
 
Pyntingarfræðingar hljóta að ná miklum árangri með því að vekja fólk í tíma og ótíma á nóttinni. Nú eru liðnar fjórar nætur í röð þar sem ég vakna 5-8 sinnum hverja nótt og ég er að verða létt geggjuð. Og úrill og pirruð og svo er ég komin með ofsóknarbjálæði, á lágu stigi samt. Ég ætla til læknis með sjúklinginn innan skamms og ef hún verður bara sjúkdómsgreind með kvef, held ég að ég neyðist til að fá svefntöflur fyrir ökkur öll. Þetta gegnur ekki lengur.
 
þriðjudagur, mars 07, 2006
|
 
Nú dregur til tíðinda, hér hefur ekki snjóað síðan í gær! Það er samt drullu skít kalt, en sólin skín. Við ÞS erum ennþá heima sem er svo sem ágætt, hún er svo skemmtileg, en samt er alveg merkilegt hvað hún skynjar ógnir skólabókanna minna. Hún getur unað sér við sjónvarpsgláp eða tölvuspil án þess að yrða á mig svo lengi sem ég er ekki að lesa skólabók. Um leið og þær eru komnar fram, þarf hún óstjórnlega mikið að segja mér frá, spila uno, eða eitthvað annað mikilvægt. En svona er þetta bara. Ég held ég þrífi frekar heimilið í dag en að freista þess að læra nokkuð.
Arnaldur hefur bara verið nokkuð spakur síðustu daga. Hann er orðinn svaka góður í dönsku allt í einu og eitthvað virðist það bitna á móðurmálinu. Allaveg er hann búin að búa til sögnina -að mjúka- sem hann notar eins og við hin notum -að finna- D.: má ég mjúka hvort þetta er kalt.
Annars gengur lífið bara sinn vanagang þangað til á morgun, vona ég, en þá fæ ég Stínu Kristínu í kaffi í þrjá heila daga. Svakalega verður hellt uppá þá, maður minn!
 
mánudagur, mars 06, 2006
|
 
Þorbjörg er enn veik...og...já, það snjóar!
 
sunnudagur, mars 05, 2006
|
 
ÞS er enn veik en er alveg ofboðslega dugleg og flink að vera það, glápir á sjónvarp og leggur sig inn á milli. AG er hins vegar staðráðinn í því að gera mig brjálaða, enda er ég eftir hans áliti algerlega óhæf móðir. Ég set uppáhalds sokkana hans í þvottavélina, kaupi vitlausa tegund af jógúrti og enda svo á því að brjóta prikið sem hann hafði notað til að slá mig með.
... og það snjóar
 
laugardagur, mars 04, 2006
|
 
Góður dagur. Reyndar er Salka sjúk, en hún fór samt í afmælið hjá fyrrverandi kærastanum..... og það snjóar.
 
föstudagur, mars 03, 2006
|
 
Jesús kristur, guð minn almáttugur, jósef, maría og pétur gefiði mér nú smá þolinmæði.....
 
|
 
Ég er búin að eignast prentara, hann heitir Óli í höfuðið á bróðir mínum ( mundu þetta bróðir þegar babýið kemur...).
Og það snjóar enn, það er eiginlega blind bylur í augnablikinu og ég er þegar búin að lenda í hundslappadrífu og logndrífu í dag. Hvað næst?
 
|
 
Ég held ég sé komin með ágætis hugmynd að BA ritgerð, Hörður hjálpaði mér að fá hana. Núna þarf ég bara að garfa aðeins í heimildum og stöffi áður en ég ber hana undir leiðbeinandann. Annars er það helst að fétta að ég get látið börnin mín fara endalaust í taugarnar á mér þessa dagana, ætla að hlaupa það úr mér seinna í dag og eyða svo með þeim yndislegri helgi, sem byrjar á matarboði hjá grönnunum í kvöld.
 
fimmtudagur, mars 02, 2006
|
 
Við Þorbjörg vorum að koma frá vörtulækninum og verum að velta fyrir okkur, hvort vartan væri lifandi eða dauð. Og hvort Þorbjörg væri vartan og hvort vartan væri Þorbjörg. Og þá aftur hvort Þorbjörg væri dauð ef hún væri vartan, því það var jú búið að drepa vörtuna. Ég sagði þá við hana að þetta væru ákaflega heimspekilegar vangaveltur. "Heimspeki" segir hún "Verður maður heimskur af henni?"
 
|
 
...nú snjóar...
 
miðvikudagur, mars 01, 2006
|
 
Með Ingibjörgu góðu, góðu... Posted by Picasa
 
|
 
kalt á tónleikum með Herdísi Posted by Picasa
 
|
 
flødebolle Posted by Picasa
 
|
 
kattardrotting Posted by Picasa
 
|
 
góð galdranorn Posted by Picasa
 
|
 
Sæterman, superman, ninjaturtles, draugur og batman sést ekki... Posted by Picasa
 
|
 
þetta er sem betur fer að rjátlast af mér og sólin er farin á skína á mig.
 
|
 
Það er spuring hvort það sé hægt að fá hvíldarheimsókn fyrir börnin þegar mamman er með fyrirtíðarspennu. Ég er ekki húsum hæf og það er líkamlega óþægilegt að vera ég. Annars er allt gott að frétta, svosem...
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com