Obb bobb obb !!!!
mánudagur, október 31, 2005
|
 
Átti frábæra helgi með góðum vinum, en nú hlýtur að vera komið að því að ég taki mig á í skólanum! Það barasta hlýtur að vera, jafnvel þó að það sé vegna þess að ég er alveg að verða þrjátíu og fjögra. Ég treysti alla vega á það eins og er.....
 
laugardagur, október 29, 2005
|
 
Það er meira hvað þessar eilífu brúðkaupsveislur gera mig þreytta. Skilidda bara ekki.....
 
föstudagur, október 28, 2005
|
 
Þá er ég loksins orðin fullorðin, að einhverju leiti a.m.k. Ég vaknaði sjálfkrafa klukkan hálf sjö í morgun. Ég er búin að bíða eftir þessu í áraraðir og loksins kom að því. Þannig að það er barasta allt í djollíkey!
 
fimmtudagur, október 27, 2005
|
 
Arnaldur hágrét á leiðinni í leikskólan í morgun. Hann hélt að við værum á leiðinni að fara að kaupa jólatré, en ekki einu sinni enn í skóladrusluna. Það hlýtur að vera mjög erfitt að vera hann stundum, heimurinn fullur af vonbrygðum.
 
miðvikudagur, október 26, 2005
|
 
Í dag ætla ég að vera stilt og prúð. Hugsa fallegar hugsanir og senda góða strauma út í heiminn, mér finnst ég skulda honum það.
 
þriðjudagur, október 25, 2005
|
 
Mmmmmm, rigning og rok! Gott að vera komin heim.
 
mánudagur, október 24, 2005
|
 
Þegar ég kom heim þá var nýbúið að slá og sólin skein.
Ísland var voða gott, en Írskir dagar ollu mér svefntruflunum á köflum.
Takk fyrir mig allir og það er svo aldrei að vita hvenær ég kem næst!
 
miðvikudagur, október 19, 2005
|
 
Það var rigning og myrkur á Mýrdalssandi og hvergi mann að sjá. Að öðru leiti er eiginlega allt eins og það á að vera á íslandi. 22 og heimsóknir til skiptis, hehe, alltaf nóg að gera, alltaf líf og fjör!
 
fimmtudagur, október 13, 2005
|
 
Sem bertu fer tókst mér að bjarga amríkuferðinni. Fékk póst í gær, sem leiddi það í ljós að ég hef ekki verið að fá póst frá fararstjóranum. Leit svolítið illa út, var ekki á neinum listum og svona, en það er reddað sem betur fer. Þá get ég bara farið að leggja í hann í Íslandsferðina. Já, ég held nú það.
 
miðvikudagur, október 12, 2005
|
 
Hana Þorbjörgu mína hlakkar svo til að fara til Íslands að ég hrædd um að hún verði bara sprungin úr spenningi þegar að því kemur. Hún skilur ekkert í mér að fara í skólan í dag; það á eftir að pakka!! Og þó veit hún að við förum ekkert fyrr en á morgun. En henni er það mikið í mun að taka nú örugglega allt með sem við á að éta í svona ferðalagi. Áður en hún druslaðist til að finna sér föt til að fara í í morgun, braut hún snyrtilega saman og lagði á rúmið mitt fötin sem hún ætlar að fara í á morgun.
Mér sjálfri finnst ég eiga eftir að gera hundrað hluti áður en ég get lagt af stað, en ég veit að ég fer af stað þó ég nái bara að gera nokkra hluti af þessum hundrað. Alveg eins og ég veit að jólin koma þó svo að það sé ekki búið að skúra!
 
þriðjudagur, október 11, 2005
|
 
Það hlýtur að vera voða notalegt að vera veikur heima í eldhúsinu hjá mömmu sinni, í nýjum stígvélum, að borða brauð með kavíar og puntusykri.
 
|
 
Heima með tvo veika stráka og tímon og púmba. Verður það eitthvað betra?
 
mánudagur, október 10, 2005
|
 
Ég er barasta alveg að fara til útlanda og sonur minn er veikur og það er bara spurning hvað hann er lengi að smita systur sína. Annars er bara allt í blóma í arísóna!!!
 
föstudagur, október 07, 2005
|
 
Við erum óumdeilanlega best klippta fjölskylda norðan Alpafjalla. Veit um eina betur klippta sunnanmeigin, nánar tiltekið í Sevilla, en það er önnur saga. Ég fór með krakkana í klippinu í gær og sjálf fór ég á þriðjudag. Aldrei hef ég séð Arnald jafn einbeittan og á meðan hann sat í klippistólnum. Þetta var greinilega eitthvað alveg stórmerkilegt, sem þetta auðvitað var, mér finnst alltaf jafn magnað að sjá að manneskjur geti klippt beint yfir höfuð og hvað þá lifandi hár! En nú er ég farin að gera stöff.......
 
fimmtudagur, október 06, 2005
|
 
Getur einhver náð í mig og börnin mín út á flugvöll eftir viku, svona um þrjúleitið?
 
miðvikudagur, október 05, 2005
|
 
Mig langar svo að eiga tíma til að gera ekkert, eða "drive den af" eins og það heitir á dönsku. Kannski af því að mér finnst alltaf eins og að "drive den af" sé eitthvað kynferðislegt og kannki af því að mér finnst ég alltaf vera að svíkjast undan þegar ég geri ekkert. Ég veitiggi.
En að allt öðru; í skólanum mínum gegn ég oft fram hjá skilti sem á stendur: filosofi og pædagogik en alltaf skal ég lesa þar: pædofili!
 
þriðjudagur, október 04, 2005
|
 
Sonur minn er að gera útaf við mig. Ekki nóg með að hann sé þrjóskur og hafi ákveðnar skoðanir á öllum hlutum, heldur er hann núna búinn að bíta það í sig að vera ekki í neinu nema "flottum" fötum. Og hvað eru "flott" föt, gæti maður spurt sig.......jú það eru tvær hettupeysur sem hann á og einn spæderman bolur. Þetta getur verið nokkuð snúið þegar maður stendur sig ekki nógu vel í þvottinum og það líða kannski nokkrir dagar án "flottu" fatanna.
Dagar sem eru á allan hátt ómögulegir fyrir alla í fjölskyldunni af því að litla "fashion victim-ið" öskrar á flott föt sem hvergi eru að finna í hillunum og stóra barnið, fullt samúðar yfir óréttlæti móðurinnar sem virðist hafa eitthvað annað að gera við lífið en að þvo öllum stundum og neitar að hlaupa til og kaupa fleyri "flott" föt, grefur upp úr órheinatauskörfunni hettupeysu með hafragraut og hori og býður bróður sínum en hlýtur að launum skammir frá yfirvaldinu sem tekur "flottu" peysuna strax úr umferð, sem auðvitað framkallar nýtt grátkast hjá litla skrímslinu. Á meðan fer móðirinn í gegnum allt litróf tilfinninganna og reynir að beita öllum mögulegum leiðum til að komast að einhverri lausn áður en klukkan slær átta og allir koma of seint í skólan; skammar, biður, öskrar, hótar, talar ofboðslega hægt og varlega, faðmar, kyssir, beitir fortölum og endar á því að drífa barnið út á nærbolnum einum fata........
 
mánudagur, október 03, 2005
|
 
Ég held, svei mér þá, að ég sé komin fram yfir síðasta söludag.
 
sunnudagur, október 02, 2005
|
 
Fór í fjögurra og hálfs tíma gönguferð með krökkunum mínum. Komum við á fjórum leikvöllum og í einum kirjuturni. Nú getum við legið í leti það sem eftir lifir dags. Svo fundim við fjarstýringuna og ég fann meira að segja mann sem gat tekið sjónvarpið mitt í sundur og náð fasta geisladiskinum út, þannig að við geturm líka glápt á sjónvarpið að vild.
Jibbí ka jei moðerfokker!
 
laugardagur, október 01, 2005
|
 
Það liggur yfir mér næfu þunn haustfilma. Samt er hún svo þykk að mig langar ekki út, ekki undan henni. Skil ekki alveg hvers vegna börnin mín nenna ekki að liggja með mér uppi í sófa í allan dag.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com