Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
|
 
Ég er að fara að rífa veggfóður af veggjum og svoleiðis eitthvað í dag. Mér finnst það skemtilegt. Endalaus heppni!
 
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
|
 
Ég svaf lítið og illa í nótt. Er búin að reyna að bæta mér það upp með kríuunga, en árangurinn er sá að ég lít út eins og gömul kartafla og mér líður einmitt eins og ég ímynda mér að gömlum kartöflum liði, hefðu þær tilfinningar. Ætli eina ráðið við þessu sé ekki að láta sólina sleikja sig. Ekki nenni ég að gera neitt hvort eð er svo sólbað er aldeilis ágætt. Þá liggur maður og gerir ekkert en er samt að gera eitthvað. Ekta gott fyrir mig!
 
mánudagur, ágúst 29, 2005
|
 
Ég bý til svo góðan mat að það er lífshættulegt. Ég á það til að borða mér til óbóta, eins og ég gerði í kvöld. Mér líður bara hreint ekki vel núna.
 
|
 
Mmmmmmánudagur. Muna að var góð við náungann. Matreiða eitthvað gott. Mjálma. Munda pennann. Merkja mér eitthvað. Man ekki meir!
 
sunnudagur, ágúst 28, 2005
|
 
Með hamri og skrúfjárni braut ég upp þrjár geymslur í dag. Reyndar notaði ég líka Sigga hennar Huldar við að komast inn í þá þriðju, en það er önnur saga. Það skelfilegasta við þessa reynsu eru ekki aumir fingur, heldur það að ég gerði þetta um hábjartan dag og enginn kippti sé upp við þetta! Ég barði og bankaði og hamaðist og engum virtist vera illa við að ég væri að bjróta upp lása. Kannski maður fari að endurskoða hvað maður geymir þarna niðri.
En svo settum við Birtu upp í fluttningabíl og sendum af stað til Árósa. Vonandi kemmst hún heil alla leið.
Annars er helgin búin að fara í lestur og leti, bíó, matarboð, sommerfest og partý. Ekki þó í þessarri röð en það skiptir líklega engu máli.
 
laugardagur, ágúst 27, 2005
|
 
Ég er að velta því fyrir mér hvers vegna ég þarf að eiga svona rosalega mörg pör af skóm, þegar ég get bara notað eitt í einu. Er ekki komin að niðurstöðu.
 
föstudagur, ágúst 26, 2005
|
 
Voðalega rignir allt í einu. Það er ekki hægt að skúra í þessu veðri!
 
|
 
Jæja......hverju ætti ég nú að ljúga í dag? Ég er að hugsa um að ljúga því að ég hafi unnið í happdrætti og að ég sé að fara að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Er það ekki fínt, bara?
ókey bæ.
 
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
|
 
Í gær var ég óheppin og heppin skömmu síðar. Ég glopraði aleigunni, eða svona næstum því, upp úr vasanum í göngutúrnum mínum. Svo snéri ég við og gekk til baka og fann hana aftur. Hún beið bara eftir mér á gangstéttinni.
En í dag er ég líka heppin, ég er ekki timbruð, en mér er svolítið illt í vinstra auganu. Þar hafiði það!
 
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
|
 
Birta er komin. Ég er löt. Er að prófarkarlesa. Ætla á tónleika í kvöld. Langar að leggja mig. Þarf að kaupa mér krem, ja, nema ég steli því. Þori það samt ekki og það er líka engin ástæða til þess. Ég er ekki með stelsýki. Ætla að hlaupa. Langar í djönkfúd. Langar að lesa í nýu bókinni minni. Held að ég geri það á eftir, eftir að ég er búin að klára þessa gömlu. Núna fer ég úr tölvunni!
 
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
|
 
Pæling dagsins:
Ég held að það sé lífshættulegt að borða mikið rúgbrauð. Ekki bara fyrir þann sem borðar það heldur líka fyrir alla sem umgangast fólk sem borðar mikið rúgbrauð.
Pæling dagsins var í boði Schulstad.
 
|
 
Það ætlar að vera einhver bið á því að ég geti baðað mig í Birtunni. Fyrst ruglaðist hún á dögum og svo missti hún af flugvélinni! Og ef það eru ekki næg vonbrigði, þá hljóp ég miklu styttra en ég hélt að ég hefði hlaupið. Algjört frat.
 
mánudagur, ágúst 22, 2005
|
 
Í dag ætla ég að sleikja sólina og baða mig í Birtunni þegar hún kemur. Ég verð að nota tækifærið og fylla á sólartankinn til að geta lifað veturinn af. Það er lika miklu betra að hringja í bankann í rigningu!
 
sunnudagur, ágúst 21, 2005
|
 
mmmmm, pönnukökur og ommiletta í morgunmat, dagurinn getur ekki klikkað!
 
laugardagur, ágúst 20, 2005
|
 
Það var nú henni Þorbjörgu líkt að tilkynna mér um leið og hún kom í mark í hlaupinu að á leiðinni hefði hún séð frosk sem var að reyna að veiða fisk!
 
|
 
Með kænsku tókst mér að pranga syni mínum upp á nágrannana sem voru á leið í Bakken. Var reyndar næstum hætt við, þar sem þau voru að auki með fimm gesti, en vott ðe hekk, þetta herðir þau!
Þannig að við ÞS ætlum að eiga saman mæðgna dag. Og af því að ég gat ekki farið í Ø-løbet í morgun ætlar hún að hlaupa Børnemilen, þessi íþróttaiðkun er að verða rosaleg alveg. Svo eftir hlaupið ætlum við á ströndina og ein vinkona með, þannig að ég get bara helgað mig því að vera falleg og lesa innan tómar bandarískar dægurbókmenntir.
 
föstudagur, ágúst 19, 2005
|
 
Það er barasta ekkert að gerast, ég bíð eftir að byrja í skólanum. Hugsa um það annan hvern dag að ég gæti nú alveg lesið málfræði til að undirbúa mig. En það virðist vera nóg að hugsa um það, alla vega geri ég ekkert í því. Samt eru tilfinningarnar sem ég ber í garð vetrarins blendnar. Ég hlakka til og kvíði fyrir, á sama augnabliki nánast. Kvíði fyrir kuldanum og myrkrinu sem virðist ætla að koma allt of fljótt, kvíði fyrir því að hafa ekki alla vini mína hjá mér, kvíði fyrir því að finna einhvern til að taka við að Kötu Og Christian í matarklúbbnum. En ég hlakka til að byrja í skólanum, hlakka til að fara með ÞS í íslenska skólann, hlakka til að fara á skauta, hlakka til að koma inn og fá mér heitt kakó eftir langar útiverur, hlakka til að heimsækja Birtu til Árósa, hlakka til að skrifa BA ritgerð næsta vor.
En þangað til veturinn byrjar formlega, kem ég engu öðru í verk en að bíða, hlakka til og kvíða fyrir. Frábært hvað ég er dugleg að nýta tímann.
 
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
|
 
Ég sá hana í mýflugumynd áðan. Mikið er hún fín. Og mjúk og góð og lítil og sæt.
 
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
|
 
Mikið er súrt þegar lífið tekur í taumana og sendir manni gubbupest í stað þess að senda mann í að taka á móti Kötubarni. Hún var alveg hörð á því í morgun að ég mætti hvorki gubba á sig né barnið og ég neyðist til að taka tillit til hennar. Djös.
 
mánudagur, ágúst 15, 2005
|
 
Ég fór á Laundromat á föstudaginn og síðan er mig búið að dreyma Friðrik Weisapel tvisvar. Haldiði að það sé í lagi með mig?
 
sunnudagur, ágúst 14, 2005
|
 
Mikið held ég að það sé holt fyrir sálina að taka upp kartöflur. Mér líður a.m.k. vel núna.
 
laugardagur, ágúst 13, 2005
|
 
Ég er farin að hommast niðrí bæ, bæ.
 
föstudagur, ágúst 12, 2005
|
 
AG tróð tveimur köttum og einum hundi í vasann sinn áður en hann lagði af stað í leikskólann í morgun. Svo fylgdum við ÞS í skólann og loksins þegar við komum í leikskólann höfðu dýrin fjölgað sér og meira að segja stökkbreyst. Hann var tíu mínótur að tína allt upp úr vasanum; hunda, ketti, úlfa og meira að segja ljón. Svo hjálpaði ég honum að reka allt stóðið inn í bílahornið og fékk rembingskoss að launum. það borgar sig að kunna að smala.
 
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
|
 
Hvílík lukka. Ég fékk ýsu í fiskbúðinni og tíndi svo brómber í eftirmat.
 
|
 
Hvurnig er þetta eiginlega? Á maður ekki að gera það sam maður vil? Núna vil ég grenja, en það koma bara alls engin tár. Ætli ég sé skitsófren?
 
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
|
 
Fyrsti skóladagur hjá 1. x og ég er svo spent að ég er að springa. Ég er samt ekki ánægð með veðrið, hélt að það væri til einhver evrópusamþykkt um að það eigi alltaf að skína sól fyrsta skóladaginn. Líklega verð ég að kæra bara.
 
þriðjudagur, ágúst 09, 2005
|
 
Þegar ég kom heim úr hlaupinu í gær var vinkona í heimsókn hjá Þorbjörgu. Þorbjörg hljóp á mig um leið og ég kom inn úr dyrunum og spurði hvort ég hefði unnið og bölvaði svo að hætti móður sinnar þegar ég sagðist ekki hafa gert það. Vinkonan, klár stelpa sem er aaaalveg að verða níu, benti Þorbjögu á þann sannleika að það skipti nú meira máli að vera með og hafa gaman, maður þyrfti ekki endilega að vinna. Þorbjörg sneri sér þá að henni og sagði með þjósti: "Sko, mamma mín var að hlaupa í kapphlaupi!" Ergo: til hvers í andskotanum að vera að taka þátt í kapphlaupi ef maður ætlar ekki að vinna.
Ólympíuhugsjónin mæ es!
 
mánudagur, ágúst 08, 2005
|
 
Búin aððí. Gerði það sem ég ætlaði mér, kláraði hlaupið. Varð hvorki síðust né fyrst, blaðraði allan tíma, skemmti mér vel og fékk epli og vatnsflösku í verðlaun. En næst sko......
 
|
 
Mánudagur, vinnudagur, hlaupadagur.
 
laugardagur, ágúst 06, 2005
|
 
Góðir svona dagar. Dagar sem líða við gestagang og leik, kaffidrykkju og át. Og auðvitað í góðra vina hópi. Á morgun ætla ég svo að leika allan daginn við Einar Óla og auðvitað éta og drekka með honum líka. Endalaust át á manni, maður.
 
|
 
mmmm, mikið var gaman og gott að fá góða gesti í gærkveldi. Það var ekki alveg jafn gott að éta á sig gat, en maður verður að nærast!
 
föstudagur, ágúst 05, 2005
|
 
Ég skil ekki karlmenn. Sonur minn, sem býr með tveim sterkum og skemmtilegum konu og hefur þrálátlega beðið mig um að kaupa á sig píku af því að hann vill vera eins og stóra systir, er nú tekinn upp á því að vilja bara pissa standandi. Eins og pabbi! Hvað er það? Ég er búin að marg segja honum hvað það sé óhollt fyrir blöðruhálskirtilinn og spyrja hvort hann vilji ekki bara gera eins og við Þorbjörg. En ó nei, eins og pabbi skal það vera og svo klípur hann utan um pung og typpi og sprænir í allar áttir. Voða kátur með þetta. Aaaaalveg eins og pabbi!
 
fimmtudagur, ágúst 04, 2005
|
 
Ég er svo mikið matargat og mér finnst svo gott að borða. Ég þurfti að klípa sjálfa mig í lærið í gær þegar ég sá munnin á deitinu mínu hreyfast og hendurnar baðast í allar áttir eins og þegar einhver er að tala mikið en heyrði ekki orð af því sem viðkomandi var að segja af því að ég var að borða. Mér tókst að komast til sjálfrar mín og vissulega var félagsskapurinn ekki síðri en maturinn.
 
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
|
 
Arnaldur fór loksins sjálfum sér líkur á leikskólann í morgun, Þorbjörg er búin að endurheimta Lærke á frítíðsið og ég er á leiðinni í hádegisbíó og svo út að borða í kvöld. Það er nú ekkert leiðinlegt. Það var svolítið leiðinlegt að kveðja vinina sem fóru til Íslands í morgun. En ég veit samt að þau eru vinir mínir hvar sem þau eru í heiminum og í stað þess að sakna þeirra ætla ég að hlakka til að hitta þau fljótt aftur.
 
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
|
 
jahérnamegin....nú streyma líka til mín peningar!
 
|
 
Ég er að fara að hlalupa Christianshavnermilen á mánudaginn með henni Hildi og nokkrum öðrum. Rásnúmerið mitt er 516 svo það er allavega Hildur og 514 í viðbót. Gvöð hvað ég hlakka til og vonandi kemst ég í mark.
 
mánudagur, ágúst 01, 2005
|
 
Ég lærði lexíu á laugardaginn.
Ég snerist í hring og rak hnéið á mér í neðrivörina á mér með þeim afleiðingum að skögultönnin hjóst inn í vörina sem sprakk og ég er bláa og bólgna vör. En ég á aldrei aftur eftir að gera grín að fótboltatöktunum hans Gunnars!
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com