Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, nóvember 19, 2008
|
 
Fann í fórum mínum stórbrotið ljóð án titils, eftir sjálfa mig. Ef ég þyrfti að gefa því nafn í dag, myndi ég líklega kalla það sundferð eða en tur i svømmehalen:
En kvinde med blå badehætte
står lige foran mig.
Hendes overarm på størelse med mit lår.
Hendes nøgenhed minder mig
om dig.
Ellers har i intet til fælles,
-med mindre du har en blå badehætte.
 
þriðjudagur, nóvember 18, 2008
|
 
Það var keyrt á kisuna mína í gær. Mikið ósköp var sárt að vera ekki dýralæknir þá. Ég gat einhvernvegin ekkert gert nema klappa greyinu á meðan við biðum eftir að komast til læknisins. Og alveg sama hvað það er klappað af mikilli ást, þá linar það örugglega ekki þjáningar sem hljótast af opnu beinbroti. En hún róaðist samt svolítið við atlotin.
Nú er hún á sjúkrahúsi og búin að fara í tvær aðgerðir á innan við sólarhring. Hún kemur til með að vera þarna á meðan fóturinn er að gróa saman af því að hún rífur allraf spelkuna af sér eins og flesti kettir gera víst í svipuðum aðstæðum.
Læknirinn var ekki búin að afskrifa innvortis mein, en ég vona að hann geri það þegar við hittum hann í heimsóknartímanum.
Þegar hún Lúna mín kemur heim ætla ég að gefa henni rækjur og túnfisk og sauma á hana endurskinsvesti.
 
fimmtudagur, nóvember 13, 2008
|
 
Ég skil ekki af hverju endurskinsmerki eru ekki í tísku.
 
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
|
 
Mér er farin að leiðast þessi bið, farin að leiðast þessi töf...
 
mánudagur, nóvember 10, 2008
|
 
Sverrir!
Tölvan mín er ónýt, geturðu komið og sótt hana og tjekkað á því hverju þú nærð úr harða diskinum?
Og takk fyrir síðast alle sammen!
 
föstudagur, nóvember 07, 2008
|
 
Það er greinilega eitthvað nýtt þegar maður er orðin 37 að vakna með eitthvað þemalag á heilanum. Í gær var það hið geysivinsæla og ógleymanlega WANNABE og nú í morgun ekki mikið síðra HOMO SAPIENS með Dr. Gunna.
Hlakka til að vakna á morgun. En fyrst ætla ég í pub quiz og halda partý. Gaman, gaman, gaman, að lifa.
 
þriðjudagur, nóvember 04, 2008
|
 
Hvílíkur yndislegur dagur. Takk rosalega vel fyrir hann, allir sem hjálpuðu til við að gera hann svona góðan.
Mikið ætla ég að sofa vel í nótt.
I kiss you.
 
|
 
Ég er svo lánsöm; fékk kókómalt og kremkex í morgunverð. Hjartastein, teikningar og söng.
 
mánudagur, nóvember 03, 2008
|
 
Ætli ég vakni á morgun, rosalega virðuleg og fari í dragt í vinnuna?
 
laugardagur, nóvember 01, 2008
|
 
Mér finnst konungssamband við Dani hljóma voða vel. Svolítið eins og ég eigi þá í ástarsambandi við danskan prins.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com