Obb bobb obb !!!!
föstudagur, janúar 26, 2007
|
 
Ég er farin í frí. Sé ykkur kannski bara í bónus, eða á Laugaveginum.
 
miðvikudagur, janúar 24, 2007
|
 
Þegar ég vaknaði blasti við mér það allra besta sem hugsast gat; nýr dagur. Það var frekar leiðinlegt í gær nefnilega, en nú er þetta frá og ég þarf aldrei að hugsa um það aftur. Hvíli hún í friði, ritgerðin.
Annars er ég á leiðinni í ferðalag, ligga, ligga, lá.
 
þriðjudagur, janúar 23, 2007
|
 
oj, mér gekk ömurlega...
 
|
 
Ég veit ekki hvort það er snjórinn, léttari lund eða hvort daginn sé í raun farið að lengja, en í morgun þurfti ég ekki að hafa ljós á hjólinu mínu. Það finnst mér einkar ánægjulegt, ekki aðeins vegna þess að það er augljóslega bjartara í dag en í gær, heldur líka vegna þess að ég gleymi ljósunum nær undantekningalaust á morgnana og þarf því að fara aukaferð inn eftir þeim.
En nú ætla ég að skrifa einhverja romsu til að fara með í prófinu á eftir. Klukkan tólf er ég svo komin í jólafrí...
 
mánudagur, janúar 22, 2007
|
 
ohhhh, nú er Freud tíndur og ég er að fara í prófið á morgun. Ég hef örugglega bælt hann í ógáti...
 
|
 
Nú snjóar eins og helt sé úr fiðurstampi. Mikið held ég að krakkarnir mínir séu ánægðir núna. vonandi kemur bara meira.
 
sunnudagur, janúar 21, 2007
|
 
Í dag datt ég niður tröppur og sneri á mér löngutöng vinstri handar. Það er hér með fært til bókar.
 
föstudagur, janúar 19, 2007
|
 
Hann Arnaldur minn talar út í eitt. Hann opnar munninn rétt áður en hann opnar augun á morgnana og svo heldur hann áfram stanslaust, allan daginn. Nú er hann svo hættur að borða og ég held í alvörunni að það sé vegna þess að hann getur ekki talað á meðan hann er að borða. Í alvöru...
 
fimmtudagur, janúar 18, 2007
|
 
Göngutúrar eru yndislegasta fyrirbæri veraldar, ja...og súkkulaði. Göngutúrar og súkkulaði, ókey?
Annars sit ég hér og reyni að finna út úr verkefnum dagsins. Mestum heilabrotum veldur mér spurningin hvort ég eigi að gera kjúklingasúpu eða grænmetissúpu í kvöldmat. Þetta verður að fara að komast á hreint, því að kjúklingurinn liggur gaddfreðinn inni í frysti.
 
miðvikudagur, janúar 17, 2007
|
 
Mér finnst alveg algerlega forkastanlegt að kommúnan ætli nú að gana á milli innflytjendakvenna sem eru skráðir öryrkjar til af komast að því hverjar þeirra geti í raun og veru unnið. Gott og vel ef þær vilja vinna, en hins vega finnst mér alveg að Danirnir megi líta sér nær og reyna að uppræta sína eigin landlægu leti, sem lýsir sér í endalausum veikindadögum, fyrirfram-eftirlaunum, bakverkjum og almennri slæmsku, áður en þeir fara að kenna innflytjendunum um að atvinnulífið virki ekki. Þetta er nú ljóta liðið. Loksins er það búið að finna ljóta kallinn sem á sök að öllu sem miður fer í samfélaginu, hann er dökkur á hörund, gengur í kufli, ber slæðu og er oftar en ekki með skegg...
 
þriðjudagur, janúar 16, 2007
|
 
mér leiðist...
 
sunnudagur, janúar 14, 2007
|
 
Mér finnst greinilega þjóðráð að fara með fjögur börn í leiðangur í mannskaðaroki. Kannski var undirmeðvitundin að vonast til að eitthvert þeirra fyki út á hafsauga. Kannski var ég bara ómeðvituð um veðurofsann. En öll komum við aftur og ekkert okkar dó!
 
föstudagur, janúar 12, 2007
|
 
Fór út til að kaupa nærbrækur fyrir Arnald sem ég og gerði. Kom auk þeirra heim með kjóla fyrir okkur mæðgur, kápu fyrir mig og kínaskyrtu á Þorbjörgu. Annars er ekkert títt...
 
fimmtudagur, janúar 11, 2007
|
 
...svo koma svona vænir rigningadagar, sem eru einungis til þess gerðir að liggja í rúminu. Ætti ég að fara á náttfötunum að sækja krakkana?
 
miðvikudagur, janúar 10, 2007
|
 
Ég segi nú bara eins og sagt var í laginu forðum: "...og mér finnst ég gæti sofið heila öld..."
En að öðru, sumir vilja halda því fram að heimurinn gagni alltaf í takt. Ég er er ekki frá því að það sé einhver rytmi í honum heimi. Í dag er amk. svona "allt klárast" dagur heima hjá mér. Í ruslapokanum liggur smjöraskja, eldhúsrúllurúlla, plastfilmurúlla, seríospakki, ferna undan gulróta/appelsínusafa og mjólkurferna (léttmjólk). Til að styðja kenningu mína, um að þetta sé "allt klárast" dagur, enn frekar mun ég moka kókómalti í krakkana þegar þau koma heim, því að kókómaltið hér endist óeðlilega lengi og þegar það klárast, þá eru það alltaf svolítil tímamót.
 
þriðjudagur, janúar 09, 2007
|
 
Í morgun fékk ég aftur símtal frá konu. Ekki var það þó sú sama og hún vildi ekki panta tíma, enda örugglega öllum ljóst að hér er enga tíma að fá og ekki vakti hún mig heldur. Þessi kona vildi fá að vita hvað matarsódi heitir á dönsku. Eftir að hafa stafað það oní hana, var ég svo uppgefin að ég neyddist til að leggjast upp í rúm. Síðan þá er ég búin að lesa smá, sofa svolítið og "snúsa" í klukkutíma. Það er helvíti langt snús, hugsiði nú eflaust öll, enda er það laukrétt, það er helv. langt. En ég get þó opinberað það hér, á alnetinu, að ég hef snúsað lengur. Ó já, þetta skrifar ókrýnd drottning snússins.
Hvað dagurinn annars ber í skauti sér er með öllu óvíst. Líklega á ég nú samt eftir að lesa eitthvað meira, drekka svolítið meira kaffi, jafnvel fara í göngutúr til að halda upp á heitasta dag janúarmánaðar nokkru sinni í danaveldi, eða alla vega frá því mælingar hófust. Einnig gæti ég tekið upp á að fara á hjálpræðisherinn að kaupa mér skálar og líklega á ég eftir að borða svolítið, trúlega ristað brauð og epli. Allt þetta áður en ég sæki börnin mín ljúfu til að argast í fram að seinni fréttum.
Það er æsispennandi að vera í fríi, það get ég sagt ykkur. Ótalmargt að bedrífa og ennþá fleira sem maður getur látið ógert.
 
mánudagur, janúar 08, 2007
|
 
Í morgun vaknaði ég við símann, og í honum var kona sem vildi ólm panta tíma. Ekkert endilega hjá mér, bara einhverjum. Ég sagði henni með þjósti, enda á ég það til að vera morgunfúl, að hér væri allt löngu upp pantað og fór svo aftur að sofa. Það er gott að vera í fríi!
 
sunnudagur, janúar 07, 2007
|
 
Núna, þegar ég er búin að lesa ensk fræði í tvö ár og búa í Danmörku í fimm og hálft, finnst mér fremur hlálegt að komast að því í lest, í gegnum hátalarakerfið, að Elsinor, þar sem eitt helsta stórvirki enskra bókmennta gerist, sé ekkert annað en Helsingør.
Ferðalög víkka svo sannarlega sjóndeildarhringinn og hugann.
 
föstudagur, janúar 05, 2007
|
 
Þá er runninn upp stóri dagurinn, átta ára afmælisveisla ÞS. Mér tókst í gær að skrapa saman gestum, hringdi í stelpurnar í bekknum hennar, eða réttara mæður þeirra, og vélaði tvö nágrannabörn með til að fylla í skörðin. Ég vona bara að stúlkukindin verði ánægð. Það verða svo pissur og nammi og kökur og kústadans og stopdans og eggjakapphlaup og ég veit ekki hvað og hvað. Eflaust mjög mikið fjör.
Eftir herlegheitin ætla ég að flýja yfir á meginlandið og liggja þar í leti fram á sunnudag.
 
fimmtudagur, janúar 04, 2007
|
 
Mikið skelfilega finn ég til með henni dóttur minni á þessum miklu tímamótum í lífi hennar. Afmælisveislan mikla er á morgun og það eru bara örfáir úr bekknum búnir að boða komu sína. Hjartað mitt er að springa, þetta er svo sárt.
 
miðvikudagur, janúar 03, 2007
|
 
Þá er ég loksins komin í frí. Mikið er ég búin að bíða lengi eftir því og mikið ætla ég að njóta þess.
 
þriðjudagur, janúar 02, 2007
|
 
Skrítið, stundum finnst mér þegar nýtt ár er gegnið í garð, svo skrítið að skrifa nýa ártalið og það hefur oft tekið mig laaaangan tíma að venja mig við það. Núna finnst mér ekkert eðlilegra en að skrifa 2007 á reikningana mína í netbankanum. Alveg eins og ég sé loksins að gera mér grein fyrir því, að í kjölfar áramóta kemur nýtt ártal. Betra seint en aldrei.
 
mánudagur, janúar 01, 2007
|
 
Ég er alveg handviss um að þetta ár verður frábært. Já, alveg stórkostulega framúrskarandi ljómandi fínt í alla staði.
 
|
 
  Posted by Picasa
Þorbjörg Salka skautadrottning er átta ára í dag
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com