Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, janúar 25, 2005
|
 
Úff, loksins þegar ég kemst í tölvu veit ég ekkert hvað ég á að segja. Enda svo sem ekkert að frétta nýtt. Ég á bestu vini í heimi, hvar sem þeir eru niður komnir og ekki er fjölskyldan mikið verri. Við liggjum bara á meltunni og förum í sund annað slagið. Allt rosa gott og allt mein hægt og Óli bróðir býr til bestu hráfiskkássu í heimi.
 
fimmtudagur, janúar 20, 2005
|
 
Þá er ég komin. Búin að fara í sund og á snjóþotu og hvoru tveggja í dag meira að segja. Er líka búin að sjá norðurljós og á flugvellinum á leiðinni sá ég alvöru njósnara, sem faldi sig á bak við blóm og tók myndir af einhverjum jakkafatagæum. Mér þótti það voða spennandi eins og mér er von og vísa, fylgdist með hverri hreifingu mannsins og tékkaði á því hverju hann henti í ruslafötuna eftir að hann fór. Það var bréf utan af Mars súkkulaði. Njósnarar borða Mars á steikátinu.
Partí hjá Palla og Ingunni á morgun. Ef fólk vill, getur það komið sér í mjúkinn hjá mér til að fá að koma með. Símminn minn á Íslandinu er......6595276
Ingibjörg: farðu vel með þig.
ble....
 
þriðjudagur, janúar 18, 2005
|
 
Jæja þá er ég að leggja í hann. Þið verðið bara að treysta á guð og gæfuna þar til ég kem aftur. Kannski stelst ég í tölvu einhvertíma á meðan á íslandsdvölinni stendur og segi ykkur frá ævintýrum mínum. Ég lofa að koma svo aftur annan febrúar.
Ha de'!
 
mánudagur, janúar 17, 2005
|
 
...eða eins og sjónvarpsþula!!
Hver nennir að koma í rauðvín í kvöld?
 
|
 
Ég er með tjásukött dauðans. Er eignlega eins og María Ellingsen og veit ekki hvort það er gott eða vont!
 
|
 
Ég svaf yfir mig í morgun, er komin klukkutíma á eftir áætlun. En kannski er það bara í lagi. Ég þarf svo sem ekki að gera annað en þvo og pakka og fara í klippingu og út í búð fyrir utan þetta venjulega mánudags stöff.
æi blah blah...ég hef ekkert að segja svo sem....
 
sunnudagur, janúar 16, 2005
|
 
Áðan lenti ég í miklu ævintýri. Ég lokaðist inni í kongen have við þriðja mann. Þetta var ægilega spennó og við enduðum á að þurfa að brjótast út eins og glæpamenn. Ég fékk meira að segja hraðan hjartslátt og allt þegar ég var að príla yfir. Löggan hefði alveg getað tekið okkur fyrir þetta.
 
laugardagur, janúar 15, 2005
|
 
Jahérna, hvað ég er búin að vera dugleg. Búna að arka bæinn á enda og kaupa eins og brjáuð væri. Í gær var rosa gaman á melað skálda og áhangenda en sem betur fer fór ég heim löngu áður en hámaki var náð, annars hefði ég aldrei meikað þessa brjáluðu bæjarferð. En nú ætla ég að glápa a sjónvarpið og lesa Arnald og hafa það gott. Og svo er bara Islannd eftir tvo daga.
 
föstudagur, janúar 14, 2005
|
 
Þá er ég bara komin í jólafrí!! Svolítið seint, eða snemmt, en vott ðe hekk, skemmtilegt engu að síður. Svo er ég líka búin að kaupa mér litla ferðatösku, svo ég verð agalega smart á leiðinni til Akureyrar í húsmæðraorlofið, ég held nefnilega að það hafi fylgt með henni dillibossaeffekt af því að þetta er ekta fluffu taska. þannig að ég get strikað þrjú atriði af -gera-listanum mínu ( sem ég skrifa samt aldrei) og farið brosandi með Ingibjörgu í amager center. Í kvöld fer ég svo í móttöku í sendiráðinu. Jájá, rosalega fín kona en ég held samt að ég skilji ferðatöskuna eftir heima.
 
|
 
Úff, eitthvað þreytt í morgunsárið. Mér líður líka eins og það sé óskaplega mikið að gera hjá mér í dag. Hálfpartinn held ég að ég nái ekki að gera allt og mig langar helst af öllu bara aftur upp í. En á hinn bóginn veit ég alveg innst inni að þetta er ekkert svo mikið sem ég þarf að gera og það gildir bara að koma sér að verki. Skitsó gella!
"Komdu þér þá að verki Heiðrún Ólafsdóttir"
"ókey".....
 
fimmtudagur, janúar 13, 2005
|
 
Ég verð að segja það að ég er svolítið vonsvikin yfir viðbrögðunum við söngnum. Var búin að gera mér vonir um allavega svona tíu komment, fimm góð og fimm slæm, eða eitthvað. En fjögur. Það er glatað og sérstaklega í ljósi þess að eitt þeirra var pantað.
 
|
 
Hurðu...ég er barasta búin með verkefnið!
Bara allt í einu plíng....engar fleyri spurningar til að svara. kannski er þetta allt vitlaust hjá mér, en ég er allavega búin að finna einhver svör við þessum spurningum og ég get ekkert gert þetta betur núna. Þannig að nú á ég bara eftir að koma þessu niður á blað og skrifa eins mikið í kringum hlutina og ég get. Ég er nefnilega búin að læra það að hér er aðalmálið að nota eins mörg orð og maður mögulega getur og ekki er það verra ef þú endurtekur þig og hefur aðalatriðið svo smátt að það næstum týnist í orðaflaumi. Þá er maður gjaldgengur í danska skóla og allir sáttir.
Er það ekki?
 
|
 
Í gærkvöldi sá ég heimildarmynd um konu sem lét skera af sér typpið og búa til í sig leggöng. Ég segi konu, því það sagðist manneskjan vera og ég get ekki annað en tekið hana trúanlega. Ágæt mynd svo sem, ekkert óskaplega merkileg, en þó var eitt við hana. Það var sýnt svo mikið af skurðaðgerðinni að myndin virkaði allt annað en hvetjandi á mig. Ég ætla aldrei að láta skera af mér typpið, svo mikið er víst.
Í dag eru einungins tvær afsakanir fyrir að læra ekki, leti og læknisheimsókn. En ég á ekki von á öðru en ég komist nokkuð langt á því.
 
miðvikudagur, janúar 12, 2005
|
 
Ég á ekki von á að ég hafi lært mikið í enskri málfræði, hrjótandi eins og uxi við hliðina á Aranaldi síðustu klukkustundina. En maður veit náttúrulega aldrei og á ekki að útiloka neitt þó að ljóst sé að ég notaði sömu klukkustund ekki til að lesa eins og til stóð. En só bí itt....
 
|
 
Eftir að ég legg frá mér bókina á kvöldin til að fara sofa, dreg ég ískaldar hendurnar undir sængina og vef henni svo utan um mig eins og plastfilmu utan um brauð. Svo þétt að það kemmst ekkert loft inn en ekki þannig að það sé þröngt. Stundum leggst ég ofan á hendurnar til að fá fljótt í þær hita en oftast dugir að leggja þær á sjóðheitan magan.
Og þarna ligg ég í eigin vistkerfi, þar sem hitinn frá mér sleppur ekki út og enginn kuldi eða hreint loft kemmst inn. Ég lofta prumpinu heldur ekki út, vil ekki deila því með öðrum. Þetta finnst mér það besta við að fara að sofa; Liggja innilokaður í púpunni sinni, hultur og öruggur, heitur og mjúkur og finna að svefninn er að koma. En mér finnst óviðeigandi ef einhver brýtur þessa friðhelgi svefnhjúpsins míns og treður köldum höndum eða tám inn í mína landhelgi.
Það segir sig eiginlega sjálft!
 
þriðjudagur, janúar 11, 2005
|
 
Skrítið hvað maður er stundum asnalegur. Ég gerði mér vonir að Ingibjörg kæmi og æti skonsur með okkurí hádeginu og hellti þess vegna upp á tvo kaffibolla í stað eins. En svo ákvað monthænan sú arna að snæða með eiginmanni sínum, sem var allt í lagi sko, en mikið rosalega sá ég eftir kaffinu þegar ég helti því niðurí vaskinn eftir matinn. Fannst þetta vera rosalegt bruðl. Ég hefði ekki séð eftir kaffinu oní Ingibjörgu og það vekur hjá mér eftirfarandi spurningu: Er virkilega svona mikill munur á Ingibjörgum og vöskum?
 
|
 
Mér finnst voðalega skrítið að nota orðið nullemænd í samtölum við fólk, ég gerði það áðan. Kannski er ég orðin danskari en ég held????
 
|
 
Vesalingurinn hann Arnaldur er komin með þriðju ælu- og skitupest vetrarins. Þetta er alveg agalegt, ég hélt, svei mér þá, í nótt þegar hann byrjaði að æla að hann væri kominn með búlimíu. En svo þegar niðurgangurinn bættist við sá ég að þetta var sem betur fer annars eðlis.
Svo ég er þeirri gæfu aðnjótandi að fá að fara aftur í þvottahúsið í dag og það er aldrei að vita hvað slík ævintýraferð ber í skauti sér. Lífið brosir við mér.
 
mánudagur, janúar 10, 2005
|
 
Eftirfarandi romsa, ef smellt er á hana, á að virka hvetjandi á þá sem vilja fá mig í skemmtilegheit þegar ég er á íslandi. Ég er alveg orðin staurblind á HTML svo þetta verður bara svona eins og þetta er....en hér syng ég með silkibarkanum síkáta.....geriði svo vel.....http://beboer.oek.dk/~eggert/Heidrun_Syngur_Hastofum.mp3
 
|
 
Það vakna hjá mér löngu gleymdar kendir á degi hverjum. Í dag bólaði á væntumþykju......
 
|
 
þetta verður æ svakalegra, haldiði ekki bara að það hafi verið kveikt í þurrkaranum! Íkveikja heima hjá mér!!!! Rannsóknalöggur og allt maður og ég innsti koppur í búri...eða svona, hefði ég verið innsti koppur, hefði ég sko elt uppi brennuvargana og gert borgaralega handtöku á staðnum. Það er engin spurning. Ó spennan er að fara með mig......
 
|
 
Ég er að fara til Íslands með -la kraks- þann átjánda janúar og við verðum í tvær vikur. Það er hægt að panta viðtal og/eða skemmtun í gegnum e-mail eða hér á síðunni. Enn eru lausir nokkrir dagar en helgin 28.-30. jan. er sko frátekin. Þá er ég að fara í húsmæðraorlof til Stínu Kristínar á Akureyri, húrra og jibbbíjeii!
Annars er það að frétta að ég rétt missti af stórbruna í þvottahúsinu áðan. Það var nýbúið að slökkva eld í þurrkara þegar ég kom. Alltaf missi ég af öllum hasarnum, en í staðin óð ég sót og brennistein á leið í þvottavélarnar og verð bara að sætta mig við það.
Svo er það þetta með súbjekt komplímentið.......hefur enginn hugmynd? Ha? Jóda? Ingunn? Einhver?
 
sunnudagur, janúar 09, 2005
|
 
Þetta er ekkert smá maður. Fullt af innantómum stófréttum af okkur.
Sko, ég fór, í trássi við útgöngubann lögreglunar ( sem ég reyndar vissi ekki af, annars hefði ég ALDREI trássað það), að ná í ÞS úr afmælinu. Gleymdi auðvitað peningunum fyrir kartöflunum svo það voru engar kartöflur með kvöldmatnum. Í afmælinu braut ég hurðarhúninn af baðherbergishurðinni þegar ég, með hjálp foreldra afmælisbarnsins, var að reyna að fá stúlkubarnið til að koma með mér heim og eftir brotið gekk það nokkuð greiðlega. Við vorum skot fljót á leiðinni heim, vindurinn blæs á bakið á okkur þannig að við hlupum hraðar en nokkru sinni áður, eða sko krakarnir, því ég er eins og allir vita fyrrum unglingameistari USÚ í 100m hlaupi. Hápunkturinn á heimferðinni var þegar AG fauk upp í loft, svona sirka 30 cm, og sagði "þetta var skenkúlet" þegar hann lenti. En nóg um það.
Eftir kaffi og heimsókn til Dóru og Ísaks tókst mér að véla nágrannana í að taka á móti okkur í mat. Ég tók reyndar með mér kjúkling og afganginn af kjötbollunum frá því daginn áður, en hafði það að mér til afsökunar að ég gæti ekki að vaskað upp, því ég væri að verða veik.
Maturinn gekk eins og svo oft áður....mínir krakkar átu ekkert og voru óþekk ( en samt voðalega sæt). Þegar ég var svo búin a gefast upp á að reyna að koma einhverju ofan í þau ældi AG yfir allt stofugólfið. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar!
Stuttu síðar, þegar Ingibjörg var nýbúin að skúra upp æluna ( ég var alveg að verða veik, muniði) tók ÞS brjálæðiskast aldarinnar, eftir að ég bannaði henni að fangelsa Björn Rafnar bak við ruggustólinn og ég þurfti að bera hana heim og hátta oní rúm í flýti.
Ég verð nú að segja eins og er að þegar ég fór að sofa í gær fannst mér ég vera frekar mislukkuð eitthvað, en ég var auðvitað alveg að verða veik.
Og núna, eftir rúmlega tíu tíma svefn er ég bara nokkuð hress, AG alveg hættur að æla og brjálæðið bráð af ÞS. En klukkan er náttúrulega ekki nema tíu.
 
laugardagur, janúar 08, 2005
|
 
Ég hef ekki sofið almennilega síðustu fjórara nætur. Sem er mjög ólíkt mér, mér finnst ákaflega gott að sofa og finnst ég ekki hafa gert nóg af því síðustu sex ár eða svo. Og núna er það sannað að það skiptir engu máli hvort maður borðar hollustu og grænmeti eða nammigotterí, ef maður sefur ekki nóg lítur maður illa út. Útlitið er svo slæmt að ég fann mig knúna til að kaupa mér gloss með E-vítamíni, glimmer og bragði til að reyna að bæta eitthvað ástandið.
En af því að það geysar stormur ætla ég að sækja ÞS úr afmæli klukkan fjögur, koma við á leiðinni og kaupa kartöflur og láta ekki sjá mig utandyra, hvorki með eða án gloss, þar til vinda lægir.
 
|
 
Í morgun var keppt í rúsínugöngu á heimili mínu. Rúsínuganga er aldagömul íþróttagrein sem á uppruna sinn í Rínardalnum og fellst í því að strá amk. 500g af rúsínum á gólfið ( reyndar var íþróttin fyrst stunduð utandyra, en eftir rigningarsumarnið mikla 1387 hefur hún eingöngu verið stunduð innandyra) og svo ganga keppendur yfir rúsínurnar og láta sem flestar festast undir berar iljarnar. Þar næst hefst hin eiginlega keppni, en hún fellst í því að ganga sem lengst með rúsínurnar fastar undir iljunum og sá vinnur sem nær að ganga lengst áður en rúsinurnar detta undan iljunum. Keppt var í aldursflokknum 2ja til 6 ára og er ánægulegt að segja frá því að það var sonur minn Arnaldur Goði sem bar sigur úr bítum.
Ég er umvafin sigurvegurum!
 
föstudagur, janúar 07, 2005
|
 
Ég er lifandi og sparkandi!
Búin að gefa í söfnunina og er að kljást við súbjektkomplímentið: one of the nicer legacies of colonialism.
Meira seinna.
 
þriðjudagur, janúar 04, 2005
|
 
Í gærkvöldi rann það upp fyrir mér að ég hef ekki gefið svo mikið sem eina krónu í söfnunina miklu. Mér fannst ég voðalega ill manneskja eitthvað. En svo svaf ég svo vært þrátt fyrir þetta að það getur ekki verið að ég sé alslæm. En hvað veit ég, það getur svo sem vel verið að bara þeir raunverulega góðu vakni upp allar nætur af stöðugum áhyggjum af heiminum en við, ilmennin, sofum á okkar græna. Þetta kemur málfræði svo sem ekkert við svo ég er hætt, í bili!
 
mánudagur, janúar 03, 2005
|
 
Ég er komin með mikilmennskubrálæði. Í gær var ég pönnukökumeistarinn og í dag, ókrýndurheimsmeistari morgunsvefni. Gvööð hvað það var gott að fara aftur uppí og liggja bara eins og skata......Ég er skata flata, ruslafata.
 
sunnudagur, janúar 02, 2005
|
 
Ég er pönnukökusnillingur. Það er ekki einu sinni til umræðu, ég er svo klár að baka pönnukökur. En það verður að segjast að ég er ekki eins klár að skreyta kökur. En það skiptir auðvitað mestu máli að afmælisbarnið sé ánægt og það er það.
 
laugardagur, janúar 01, 2005
|
 
Mér var létt þegar ég vaknaðí í morgun. Veit eiginlega ekki af hverju, bara var eins og stóru fargi væri af mér létt. Kannski var það bara lofleysið, því mér til mikillar gremju áttaði ég mig á að glugginn var lokaður og fjórar mannverur í rúminu mínu og loftið eftir því. Ég veit það svo sem ekkert en er fegin að þessi jól og áramót eru búin og glöð að framundan séu margir venjulegir dagar, með spagghettí og hafragraut. Elska venjulega daga þar sem maður þarf ekki að punta sig ef maður vil það ekki og getur verið í vondu skapi svo dögum skiptir án þess að þurfa að fara með vonda skapið eitthvert í heimsókn eða í boð. En ég held nú samt að þetta verði gott ár. Það byrjar allavega vel, með góðum afmælisdegi dótturinnar, dýragarðsferð og lasagna. Bangsakökurnar verða bíða til moguns eftir að það sé borið á þær krem því nú fer ég í háttin.
Lifið heil.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com