Obb bobb obb !!!!
föstudagur, apríl 30, 2004
|
 
Rosalegir þessir gestir maður. Láta mann sofa úr sér allt vit og halda manni svo uppi á kjaftasnakki þannig að maður kemmst ekkert í tölvuna.
En nú er sem sagt runninn upp hinn mikli partýdagur. Í tilefni af honum hef ég útvegað næturgest svo ég þurfi örugglega ekkert að vera timbruð á morgun, heldur bara eiturhress úti að leika við krakkana strax klukkan sjö í fyrramálið svo pabbinn geti sofið úr sér almennilega! Tíhíhíhíhíhí.....
 
fimmtudagur, apríl 29, 2004
|
 
Það stefnir allt í partý á þessum slóðum. Allir eru með gesti frá landinu kalda og hugmyndin er að skella barasta í eitt heljarinnar partý á morgun. Ég verð nú að játa það að klukkan sjö í morgun hljómaði það ekkert spennandi að vakna á laugardagsmorgun enn minna sofin en í dag. Er samt að vona að kökubakstur og þvottahúsferð dragi úr efasemdunum, enda með eindæmum hressandi verkefni.
Áðan fengum við Þs að fara einu og hálfu sinni í leikskólann. Það slitnaðu nefnilega keðjan á miðri leið svo við fórum heim, náðum í annað hjól og lögðum svo aftur af stað. Ég er staðráðin í þvi að dagar sem byrja með einhverjum skakkaföllum séu heimsins bestu dagar, svo ég er með brosið og góða skapið tilbúið og legg af stað til að vekja hann Rúnar.
 
miðvikudagur, apríl 28, 2004
|
 
Hvað í ANDSK...... á það að þýða að hafa netverslun sem tekur ekki kretidkort? Helvítis svíar.
 
|
 
Var loksins ofurdugleg í gær. Sem var svona gott vont. Alltaf gott að vera duglegur og ég voða ánægð að hafa skilað góðu dagverki en vont vegna þess að nú veit ég fyrir víst að það er fullt af upptökum nánast ónýtar. Reyndar kom C.Elgaard aðeins við í gær og sagðist vera með eitthvað súperdúper litblöndunarforrit sem gæti kannski reddað einhverju. En ég er ekki að meika að fara inn í annað upptökutímabil. Hef ákveðið að hafa þul og nota líka ljósmyndir og jafvel animation til að þetta hangi allt saman, saman. Þá þarf ég bara að kaupa mér útlægan (external) harðan disk og hefja klippingu meistaravereksins.
 
þriðjudagur, apríl 27, 2004
|
 
Vikuleg sundferð okkar Þorbjargar fór fram út öllum vonum í dag. Ekki nóg með að við höfðum séð feitann kall með naglalakk á tánum, heldur líka dverg! ÞS var lengi að spá í hvernig dvergurinn gæti verið í sundi, hélt eiginlega að vatnið myndi gera hann ósýnilegan. Hún ruglar reyndar enn saman dvergum og álfum, enda mjög álfasnautt svæði sem við búum á.
 
|
 
Með uppsett hárið gengur frúin til móts við þennan dag, fuglarnir syngja og sólin rembist við að komast fram úr skýunum. Fyrir dyrum er mikil heimsóknarhrina svo ég verð að vera ógó dugleg í dag og á morgun til að hafa samvisku til að sinna gestunum. Bæði Sigurlaug og Sindri um helgina og svo Stína stuttu seinna ( glöggir sjá hér skýrt samhengi, einungis tekið á móti gestum núna hverra nöfn byrja á S ).
Svo er komin hingað Regína. Hún býr á hæðinni fyrir ofan mig og borðar gulrætur í laumi ( ég hef amk. aldrei séð hana borða gulrætur svo hún hlýtur að gera það í laumi!) Skelli á hana link án þess að vita nokkuð meir um hana, hún þarf svo sem ekki að skrifa mikið til að megnið af hinu fólkinu sem ég linka á....
Farin að vinna!
PS. langar ennþá í Sögu orðanna, í henni gæti ég nú flett upp orðinu úlpa og orðið margs vísari.
 
mánudagur, apríl 26, 2004
|
 
Afrek dagsins er að hafa labbað í búðina og keypt inn. Er algert mauk í dag, kem engu í verk og er þar af leiðandi bara búiin að ákveða að gera ekkert meira. Ef mér tekst að ná í báða krakkana, án þess að gleyma öðrum þeirra á ég skilið að fá húsmæðraorðuna. En auðvita ber að taka mið af því að ég er ennþá að bíða eftir hnerranum og svo sem ekki hægt að búast við neinu af fólki með hnerrsperring!
 
|
 
Það er svo skemmtilegt þegar kvefið hangir fremst í nefinu. Kitlar mann endalaust og maður gengur um með nefið upp í loft og bjánalegan svip bíðandi eftir hnerra. Sem hefur í mínu tilviki ekki látið á sér kræla í morgun, svo ég bíð enn með bjánalega svipinn.
 
sunnudagur, apríl 25, 2004
|
 
Loksins er ég búin að fá úr því skorið að ég er kona en ekki stelpa. Samkvæmt nýjum skilgreiningum er munurinn á konum og stelpum sá að stelpur sjá betur með lokuð augun. Ég prófaði og sá ekkert með lokuðum augum og telst því kona.
 
laugardagur, apríl 24, 2004
|
 
Ég er hýr og ég er glöð......
Búin að sleikja himneskt súkkulaðikökudeig af sleikjunni og svo er Jón að koma heim!
 
|
 
Þá er kominn þessi dagur. Kökubakstursdagur, lasagnedagur, vinnudagur og sólskinsdagur. sí jú......
 
föstudagur, apríl 23, 2004
|
 
AG reyndi á mér harkalegustu píningaraðferð allra tíma í nótt. Vakti mig á klukkutíma fresti. Frekar var ég nú þreitt og fúl klukkan hálf sjö í morgun þegar hann ákvað að það væri kominn dagur og ég skildi fram úr. Svo þegar ég kom heim frá því að skila börnunum, hugsaði ég lengi um að þvo og vaska upp, en ákvað að það væri vænlegast að lesa smá og leggja mig áður en ég tæki mér þessi miklu verk fyrir hendur. Ég las og lagðist svo á græna eyrað. Rétt heyrði í símanum þegar pössunarpía AG hringdi til að biðja mig að sækja hann. Svo nú er ég enn ósofin, með óþvegin þvott og óuppvaskað og ófriskt barn. Ég er heppnasta kvikindið á jörðinni!
 
fimmtudagur, apríl 22, 2004
|
 
Þá er búið að sjæna hólið, bóna og smyrja. Nú vantar bara ný bretti og svona smáatriði eins og að læra að hjóla.
 
|
 
Í tilefni sumardagsins fyrts hætti ég mér út í splunkunýjun skóm, var nokkuð seif, af því að ég þurfti eiginlega bara að hjóla í þeim. En auðvitað sprakk á hjólinu og skömmu seinna sprakk á hælunum á mér svo ég þurfti að ganga berfætt heim. Börnin mín eru yndisleg. Í gær fundum við ÞS hjól sem átti að fara að henda af því að enginn átti það. Það leit ekkert vel út, ryðgað og skítugt. Ég spurði hvort við ættum ekki bara að taka það og þvo það og pússa og gera það fínna svo hún gæti átt það. Barnið geislaði af gleði og var ekki í rónni fyrr en við vorum búnar að þvo að og pússa með stálull. Þetta er sko hjólið hennar, bleikt og fjólublátt og flottast í heimi. Henni alveg sama að það sé ekki nýtt úr kassanum og ég ótrúlega glöð yfir því að neyslubrjálæðið hefur ekki náð að skemma hana ennþá.
 
miðvikudagur, apríl 21, 2004
|
 
Já já, mér bara boðið í löns hægri, vinstri. Og ég bara þigg hægri, vinstri!
 
|
 
Mig langar svo í Sögu orðanna eftir Sölva Sveinsson. Ég er ekkert hætt að vera skotinn í honum, hann var "kærastinn" minn í menntaskóla.
 
|
 
Fjóriði dagur karlmannsleysis. Þetta er bara ágætt, er reyndar aðeins þreyttari á kvöldin en ella. Og þó, kannski leyfi ég mér bara að vera þreytt af því að ég þarf ekki að vera til staðar og gera fullorðinshluti þegar ég er ein. Get bara legið og lesið eða glápt á sjónvarpið án þess að fá: "Ætlarðu bara að fara að lesa?"komment. Reyndar er ég svolítið fúl yfir því að hann hringir eiginlega bara til að segja mér að hann geti ekki talað. Þetta er orðið doltið dúbíus, annað hvort er síminn balleríslaus, hann að ganga inn í leikhús eða aaaalveg að fara að gera eitthvað rosa merkilegt. Eins og það sé eitthvað merkilegra en að tala við mig.
 
þriðjudagur, apríl 20, 2004
|
 
Ég er regnbogi. Á gula skó, bleikar sokkabuxur og appelsínugult pils.
 
|
 
Ég vildi að morguninn hefði verið draumur. Það var skítur út um allt! AG náði af sér bleiunni rétt á meðan ég fór inn að klæða mig og viti menn, hann skeit allt út. ÞS galaði á mig að hann væri að pissa og kúka á gólfið og ég rauk til á brókinni einni fata og náði að bjarga málunum áður en í óefni komst. Að ég hélt. Svo þegar við vorum á leiðinni út, fann ég einhverja skítalyt af syninum. Þá hafði hann falið tvo kúka undir bíl svo hann gæti velt sér upp úr þeim seinna, eða eitthvað. Nú, þá þurfti ég að skipta um föt á honum og leita að restinni af skítnum og þvo hann upp og þessi ósköp enduðu með því að við rétt náðum á réttum tíma í leikskólann hennar Þorbjargar.
 
mánudagur, apríl 19, 2004
|
 
Það eru komin blóm á tréin fyrir utan gluggann minn. Gaman gaman!
 
|
 
Alltaf kemur mér jafnmikið á óvart hvað er lítið mál að fá yfirdrátt í íslenska bankanum mínum. Búin að eyða öllum morgninum í að mana mig upp í þetta, ákveða að vera bara hörð og segja að ég þurfi þetta bara núna og ekkert hnu með það! Svo svarar bara einhver Steinunn sem er hin elskulegasta og spyr hvort ég vilji ekki bara aðeins meira af því að ég sé með visa í vanskilum. Þá fýkur barasta allur vindur úr mér og auðmjúk segi já takk. og svo bless. Málunum reddað. Reyndar held ég að stærð yfirdráttarins hafi eitthvað að segja þarna. Kannski eru fáir að biðja um 30. þúsund aukayfirdrátt og enn færri með 12.þúsund króna vísareikning. En ég veit það svo sem ekkert.
 
|
 
Iceberg, tómata, agúrku, klósettpappír, fisk, ljósaperu, banana, appelísur, mjólk og ost. Ég held að þetta sé allt sem mig vantar í augnablikunu. Vonandi á ég fyrir þessu smáræði, annars verð ég að bíða eftir barnabótunum.
 
sunnudagur, apríl 18, 2004
|
 
Nú er Siggi farin í burtu frá okkur. Ég er leið og fékk meira að segja tár í augun að skilnaði.
 
laugardagur, apríl 17, 2004
|
 
Mér er voða mikið mál að barma mér yfir einhverju. En ég sleppi því bara, mér skilst að ég hafi það bara helvíti gott!
 
föstudagur, apríl 16, 2004
|
 
Ég er að pæla í að fara að taka þátt í alskonar getraunum. Vinna ársbirgðir af mjókl eða eitthvað í þeim dúr. það er sama hvert ég lít það eru allstaðar einhverjar getraunir beint fyrir framan nefið á mér. Bara við morgunverðarborðið átti ég möguleika á að vinna ferð fyrir tvo til Íslands með Kelloggs, helgi fyrir alla fjölskylduna í legolandi með Arla mjólkurbúinu, eitt smjörfjall og 5000 brauðhleifa. Það greip mig einhver græðgi og ég samdi þegar í stað sögu um það hvernig kelloggs allbran hefur breytt lífi mínu, til að græða ferðina. Reynda komst ég ekki svo langt að skrifa hana niður og senda hana en það munaði ekki miklu.
Sumarvinnan mín byrjar bara eftir rúma viku. Mér fannst ég hafa lengri lengri tíma til að undirbúa mig en sú er bara ekki raunin. Sunnudaginn 25. apríl byrja ég að selja kaffi og kökur í Jónshúsi og kem til með að gera það alveg út ágúst. Hvað tekur við eftir það, veit enginn.
 
miðvikudagur, apríl 14, 2004
|
 
Þá er vorið komið með sínum fótboltalátum langt fram á kvöld. Í augnablikinu ber ég blendnar tilfinningar til vorsins, háfaðinn frá leikvellinum fer í taugarnar á mér og ég stend mig að því að óska mér smá hreti til að fá frið og ró fyrir utan gluggann minn. En samt er ég alveg til í að sita með kaffibolla og sólgleraugu í peysunni einni fata ( eða svo gott sem) og njóta sólarinnar.

Alveg magnað hvað manni getur fundist maður heimskur þegar maður er að tala sérfræðinga í einhverju. Ég er búin að vera að hringja í golfvelli fyrir pabbann minn sem er á leiðinni hingað að golfa, og ég skil bara ekki baun sem þetta lið er að segja nema kannski smáorðin. Í heilu samtali skil ég kannski bara: og, svo, þegar, þá, já og nei. Það kemur manni nú ekki mjög langt. Ég endaði á að biðja einn golffræðingin á að tala dönsku við mig og hann móðgaðist bara. Ef í hart fer þá getur pabbi púttað í garðinum hjá mér, ég lána honum bara glas!

Hjónin í kotinu tóku til í geymslunni í dag, fóru svo með fullt krístjaníuhjól af barnafötum og gáfu rauðakrossinum og seldu smá fyrir slikk. Smurðum svo fullt af brauði og settum á fat ( svona eins og var í kaffinu hjá ömmu í gamla daga) bárum út í garð og átum. Svo lékum við og lékum þangað til AG fékk rólu í fésið. Þá hættum við að leika og fórum inn.
 
þriðjudagur, apríl 13, 2004
|
 
Mikið ofboðslega eru skattamál leiðinleg mál. Nú erum við búin að afgreiða þessi dönsku, þá eru bara íslensku eftir. Það er sko gaman að lifa hér og nú.
 
mánudagur, apríl 12, 2004
|
 
Það eru ennþá páskar en ég vona að átið sé búið. Er búin að éta stanslaust í viku. Þegar ég kom úr vinnunni í gær lá svo þungt á mér að eiga svona mikið súkkulaði eftir óétið að undirmeðvitundin tók yfir og ég vissi ekki fyrr en ég var allt í einu komin með það allt upp í mig. Þar með voru allar súkkulaði áhyggjur úr veginum. Í morgun er ég svo búin að liggja á meltunni með Lisu Marklund uppí hjá mér. Nú ætlum við stöllur að breggða okkur í sófan og melta meira þó sólin skíni glatt úti.
 
sunnudagur, apríl 11, 2004
|
 
Mamma farin og páskarnir komnir í staðin!
 
laugardagur, apríl 10, 2004
|
 
mmmmmm útaðborðaogsvona!
 
|
 
Rosalega skrítinn svona sirkús. Ég er alla vega ekki að fatta hann. Kall með sítt að aftan sem ber fullt af hálfdauðum dýrum inn á svið og hnegir sig svo í allar áttir. Tveir hesta hópar og hópur drómeta að gera sömu trixin með smá millibili, ef hægt er að kalla það trix að hlaupa í hringi. Og svo var allt fólkið þarna meira og minna hálf bert. Kona sem kastaði stöffi upp í loft og greip aftur hafði greinilega látið sauma búninginn áður en hún fór í brjóstastækkun, mér sýndist hún ekki geta hnept að sér, hún var alla vega með hann opinn og glimmer brjóstahaldarann úti. ( hún heppin að eiga hann hreinan!) En auðvitað var hægt að kaupa allt sem hugurinn girntist; fítareið, dverghestareið, rennibrautartúr, eitthvað drasl sem lýsir og snýst í hringi (við fengum sko svoleiðis til að hafa í dótakassanum í svona ár áður en við hendum því, þetta hefur þegar misst sjarmann og allir löngu hættir að leika með það) og auðvíta nammi og pylsur á uppsprengdu verði. Eftir þrjá klukkutíma var fullorðna fólkið alveg búið á því, ÞS var í svaka stuði en AG ennþá að leita að hestunum, þeir voru í fyrsta atriðinu og hann skildi ekki hvað hafði orðið af þeim, var stöðugt að kíkja í áttina sem þeir fóru út og setja upp hissa svipinn sinn. Reglulega skemmtilegt barasta!!!
 
föstudagur, apríl 09, 2004
|
 
Það er ljóst að ég er svo gott sem búin að vinna morgunmatarkeppnina. Siggi var dæmdur úr leik í morgun eftir að hafa vaknað klukkan tíu og hent morgunkorni á borðið. Mamma og Þorbjörg eru á morgun og það er eiginlega alveg sama hverju þær taka uppá af því að ég er svo á páskadag og þá verða sko páskaegg á boðstólum. Það toppar það enginn.
Þannig að ég ætla bara að láta lúserana bjóða mér í sirkús í dag í sólinni.
 
fimmtudagur, apríl 08, 2004
|
 
Það er svo mikið að gera í matarmálum hérna að það hálfa væri nóg. Nú stendur fyrir dyrum 15 manna lambalæris/laxaveisla og ekki hægt að segja annað en það sé mikill hugur í mönnum. Svo er hér morgunmatarkeppni mikil í gangi, mamma og Þorbjörg eru saman í liði, en aðrir keppa einir. Nema Arnaldur auminginn, hann fær ekki að vera með, en nýtur góðs af þessu mikla keppnisskapi. Svo ef maður hugsar bara um mat, þarf maður ekkert að fara út úr húsi nema aðeins til að draga björg í bú og sleppur við páskahretið að mestu. Farin að fá mér fordrykk.........
 
miðvikudagur, apríl 07, 2004
|
 
Vá hvað allt er stórt í dag, bara eins og í ameríku!
 
þriðjudagur, apríl 06, 2004
|
 
Nú er verið að blása úr eggjum hér á heimilinu. Við erum búin að heimsækja dýrin í remiseparken í rigningunni og komin inn í hlýuna þar sem við getum bara gert það sem við viljum fram að strútaveislunni af því að hér eru allir í fríi. Á matseðli kvöldsins eru gráðost/hvítlauksfylltar strútasteikur með gúmmilaði.
 
mánudagur, apríl 05, 2004
|
 
Ég fékk gefins flottustu skó í heimi, græna með gulri stjörnu. Sá galli var bara á gjöf Njarðar að það fylgdi bara með ein reim. Nú er ég búin að leita í öllum reimasölum í Amager og ekki fundið svo mikið sem eina græna reim ( sem hefði svo sem verið nóg) hvað þá tvær. Þannig að ég klippti þessa einu í tvent til að geta verið í flottu skónum en það er bara ekki alveg að gera sig með svona hálfreimar. Stór eru vandamál heimsins. Ó já, ó já.......
 
|
 
Aumingja mamma, alltaf kemur hún í vont veður. Nú kemur hún í dag og það er búið að spá einhverju versta páskaveðri sem spáð hefur verið í manna minnum. ojojojojoj.....
 
sunnudagur, apríl 04, 2004
|
 
Í dag endurheimti ég sjálsvirðingu mína, æru, sóma ráð, rænu og eiginmann. Annars: Ekkert.
 
laugardagur, apríl 03, 2004
|
 
Ég hafði rétt fyrir mér með vonbiðlana. Í gærkvöldi kom til mín sjóðheitur piparsveinn úr Keflavík. Það þarf enginn að segja mér að það hafi verið einhver tilviljun!!
 
|
 
emm og emm í morgunmat.
 
föstudagur, apríl 02, 2004
|
 
Mér hlotnaðist mikill heiður í dag. Matthildur Ása Elgaard nefndi dúkku í höfuðið á mér. Ég er svaka montin.
 
|
 
Vonda ég fór með AG í leikstofuna svo ég geti helgað mig dótturinni í dag. Við erum að fara í heimsókn á frítíðsið sem hún byrjar á 1. mai. Svakalegt hvað þetta sprettur hjá manni, kannski ætti maður að fara að minnka matarskammtinn!
 
fimmtudagur, apríl 01, 2004
|
 
Ég þoli ekki þegar hlutirnir verða öðruvísi en ég er búin að ákveða án þess að ég geti nokkuð við því gert. Eins og ef einhver ætlar að koma í heimsókn til mín en kemur svo ekki. Þá sit ég með uppdekkað kaffiborð, kannski, og með tárin í augunum. Núna er ég alveg að fara að horfast í augu við það að AG sé bara veikur, nógu er hann allavega búin að vera leiðinlegur í dag og þá þarf hann aftur að vera heima á morgun. Þá get ég ekki gert það sem ég var búin að ákveða að gera á morgun svo núna er ég voða leið. Kannski ég ætti alveg að hætta að gera einhver plön fram í tíman, bara láta hverjum degi nægja sína þjáningu og halda svo kjafti!
 
|
 
Arnaldur er með einhverja helvítis skitu og slen, gat ekki vaknað í morgun, hálfsvaf yfir morgunmatnum og svona þannig að við erum heima. Ég nenni því ekki og mig langar bara að sofa og sofa....fyrst ég á annað borð þarf að vera hérna. Best að reyna að fá sér meira kaffi.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com