Obb bobb obb !!!!
sunnudagur, desember 30, 2007
|
 
Já, þá eru bara áramót á morgun! Eða á maður að segja á morgun og hinn? Mót hljóta að vera á mörkum einhverja tveggja hluta, er það ekki?
Smá áramótapælingar bara...
 
laugardagur, desember 29, 2007
|
 
Ég fékk þau loksins í gær, jólakortin sem mig er búið að lengja eftir öll jólin. Takk fyrir þau.
Í gær héldum við líka stelpu-bekkjar-afmælisveislu með bollubakstri og bingó.

Núna eru allir á heimilinu í óða önn að búa sig undir gamlárskvöld. Krakkarnir sofnuðu klukkan ellefu og tólf í gærkvöldi og vöknuðu kl. hálf ellefu í morgun. Það liggur við að þau séu búin að afneita mér af því að ég vil ekki fara út NÚNA að kaupa flugelda til að sprengja NÚNA. Þau virðast a.m.k. vera tilbúin til þess.

Ætlunin er svo að fara á jólaball með bróður og frænda á eftir og svo kannski upp í Öskjuhlíð að sjá eitthvað jólasveina/flugelda-dæmi, veit ekki alveg hvað...
 
miðvikudagur, desember 26, 2007
|
 
Já, hér átti að vera einhver alsherjar yfirskrift, t.d. Jólin í öfugri röð. En svo gleymdi ég mér bara við það að ná viðbrenndum grjónagrauti úr potti. Það á ennþá hug minn allan, en mig langar samt á ball í kvöld.
 
|
 
Þorbjörg Salka tekur á móti kirkjugestum
 
|
 
Afrakstur stritsins...
 
|
 
Starfað og stritað í garðinum, Kalli í forgrunni
 
|
 
jólahjól
 
|
 
Óskin uppfyllt...
 
|
 
Systkin tvö...
 
mánudagur, desember 24, 2007
|
 
Anna Mjöll Ólafsdóttir er alveg mögnuð. Heyrði hana segja í útvarpinu í gær að hún væri búin að gera samning við almættið um að láta snjóa á aðfangadag. og sjá: það bara snjóar!
Hún er alveg mögnuð kona.

Ég er nú ekki alveg svona mögnuð, en svolítið samt. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vonast til að sjá alla hressa og káta á nýju ári.
luv....
 
laugardagur, desember 22, 2007
|
 

Við eigum fallegasta jólatrésskrautið!
 
|
 
Skildi það vera nóg til að fyrrverandi alþingismenn og félag bókaútgefenda bregðist við að ég lýsi því hér með yfir að ég hafi ekki efni á að gefa mínum nánustu þær gjafir sem ég helst vildi?
Nei, líklega ekki. Ég hef ekkert til þess unnið; les. brotið af mér.

þvílík endemis vitleysa, ég á ekki til orð!
 
föstudagur, desember 21, 2007
|
 
komin í jólfrí...
 
fimmtudagur, desember 20, 2007
|
 
ÞS spreyaði ilmvatni á kisu litlu svo nú angar hér allt eins og í snyrtivöruverslun og greyið kötturinn er að rembast við að þvo þennan óþverra af sér. Ég hef alveg fengið ilmvatn upp í mig og þess vegna á hún alla mína samúð.
 
|
 
Þó ég sé ekkert mikið í því að læra undir próf, læri ég samt heilmikið á hverjum degi. Í gær lærði ég t.d. það hvers vegna menn eru með hár; "guð skapti okkur með hár af því að hann vissi ekkert að við myndum geta búið til húfur"
Eins gott að hann vissi það ekki, annars værum við öll sköllótt!
 
miðvikudagur, desember 19, 2007
|
 
Alltaf held ég að ég sé að ná tökum á börnunum mínum. Held að ég sé smá saman að læra inn á þau, að kynnast þeim. En endalaust koma þau mér í opna skjöldu.

Arnaldur hefur alltaf og ævinlega verið ákaflega mikið tískufrík og ekki möguleiki að koma honum í neitt sem hann velur ekki sjálfur. Ekki einu sinni þó maður noti útbreiddustu uppeldisaðferð allra tíma; mútur. Hann fer bara í þau föt sem hann velur sjálfur, jafnvel þó að hann þurfi að veiða þau upp úr óhreinatauskörfunni. Og núna hélt ég sem sagt að ég væri ofan á, lét mér ekki einu sinni detta í hug að kaupa á hann jólaföt. Keypti bara nýjar gallabuxur og tvo "hættulega" boli. Hah!
Mikið þótti mér ég vera klár og séð.
En svo ákveður allt í einu drengurinn að hann skuli vera fínn á jólunum. Hann ætlar að vera í skytu. Hvaða endemis rugl er það?
Arnaldur Goði í skyrtu. Hversu oft hef ég reynt að klæða hann upp, einmitt í skyrtu oft, þegar ég vil að hann sé fínn?
Miljón sinnum, að minsta kosti, held ég.

Svo nú þarf ég að fara og finna handa blessuðu barninu fína jólaskyrtu. Reyndar var hann svo ljónheppinn að eiga gamla skyrtu til að fara í á jólaball í morgun. Sem svo reyndar heltist jógúrt á og ég þurfti að setja saman neyðaráætlun í hvelli...
En við komumst á ballið og dönsuðum okkur sveitt.

Eitt hef ég þó lært á undanförnum árum sem ég skal deila með ykkur, því það svínvirkar. Fyrirbærið kalla ég jólahreingerningar hernaðaráætlun Heiðrúnar og fellst í því að þrífa hvorki né taka til í svona viku fyrir jólin, að minsta kosti. Þá er nefnilega svo rosalega fínt á jólunum sama hvað maður tekur lítið til. Manni finnst allt vera fínt miðað við það sem áður var.

Og eitt að lokum, sem ég hef líka rannsakað; jólin koma alveg þó maður skúri ekki eldhúsgólfið!
 
þriðjudagur, desember 18, 2007
|
 
Mér var svo heitt í hamsi í morgun, þegar ég var að ná mér í aukalíf með því að hoppa ofan á brunnlok á leiðinni í leikskólann með AG, að ég tognaði hægra megin í bakinu. Spurning hvort maður hafi eitthvað með aukalíf að gera þegar maður er svona slæmur í bakinu...
 
|
 
Ég er búin að finna út hvað mig langar í í jólagjöf; endurskinsmerki. Svona gamaldags, dinglandi, í bandi með nælum til að festa á úlpuna.
 
mánudagur, desember 17, 2007
|
 
Jæja, þá er þetta bara allt að koma, jólin og svona. Ég hlakka mikið til og ætla að hafa það gott með fjölskyldunni minni.
Svo vona ég að ég geti líka hitt gott fólk, það er nefnilega svo holt.
 
sunnudagur, desember 16, 2007
|
 
"når der er mange som har det rart på samme sted, på samme tid. Så mærker man en lille bitte lykke, et lille stykke, det er hygge"
Ég held ég hafi ekki heyrt betri skilgreiningu á þessu undarlega danska fyrirbæri; hygge. Pirus er ágætur...
 
föstudagur, desember 14, 2007
|
 
ja, hérna! Hverju ég tek nú ekki upp á til að sleppa við að læra...nú er ég búin að kalla yfir okkur óveður til að þurfa að vera heima með AG. ÞS fékk hins vegar bílfar í skólann með ágætu fólki sem hún svaf heima hjá.
 
fimmtudagur, desember 13, 2007
|
 
Ég vildi óska að það væri meiri fylgni milli fjölda tekinna prófa og bakaðra sorta.
 
miðvikudagur, desember 12, 2007
|
 
Hvernig fær maður kátan kettling til að sofa á nóttinni?
 
þriðjudagur, desember 11, 2007
|
 
Búin að taka fyrsta prófið og baka fyrstu sortina...
 
sunnudagur, desember 09, 2007
|
 
Þetta skotgengur alveg; nú á ég bæði kött og þvottavél!
 
laugardagur, desember 08, 2007
|
 
Já, þá er ÞS farin að bryðja pensilín eins og þorri íslenskra barna. Mér finnst ég stöðugt vera að komast meira inn í veruleikann...
 
fimmtudagur, desember 06, 2007
|
 
Komin heim og farin að læra undir próf.
Ástarþakkir til allra sem tóku á móti okkur, þið eruð frábær!
 
mánudagur, desember 03, 2007
|
 
Það er gott að vera í Kaupmannahöfn, eins og Gunnar Birgisson myndi eflaust segja ef hann væri hér. Vinir eru mjög góðir finnst okkur öllum. Núna þarf ég aðeins að fara í bæinn og athuga með jólakjóla og eitthvað. ÞS er í skólanum með Lærke og AG er að leika við Björn og allt er bara alveg ljómandi ágætt.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com