Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, desember 19, 2007
|
 
Alltaf held ég að ég sé að ná tökum á börnunum mínum. Held að ég sé smá saman að læra inn á þau, að kynnast þeim. En endalaust koma þau mér í opna skjöldu.

Arnaldur hefur alltaf og ævinlega verið ákaflega mikið tískufrík og ekki möguleiki að koma honum í neitt sem hann velur ekki sjálfur. Ekki einu sinni þó maður noti útbreiddustu uppeldisaðferð allra tíma; mútur. Hann fer bara í þau föt sem hann velur sjálfur, jafnvel þó að hann þurfi að veiða þau upp úr óhreinatauskörfunni. Og núna hélt ég sem sagt að ég væri ofan á, lét mér ekki einu sinni detta í hug að kaupa á hann jólaföt. Keypti bara nýjar gallabuxur og tvo "hættulega" boli. Hah!
Mikið þótti mér ég vera klár og séð.
En svo ákveður allt í einu drengurinn að hann skuli vera fínn á jólunum. Hann ætlar að vera í skytu. Hvaða endemis rugl er það?
Arnaldur Goði í skyrtu. Hversu oft hef ég reynt að klæða hann upp, einmitt í skyrtu oft, þegar ég vil að hann sé fínn?
Miljón sinnum, að minsta kosti, held ég.

Svo nú þarf ég að fara og finna handa blessuðu barninu fína jólaskyrtu. Reyndar var hann svo ljónheppinn að eiga gamla skyrtu til að fara í á jólaball í morgun. Sem svo reyndar heltist jógúrt á og ég þurfti að setja saman neyðaráætlun í hvelli...
En við komumst á ballið og dönsuðum okkur sveitt.

Eitt hef ég þó lært á undanförnum árum sem ég skal deila með ykkur, því það svínvirkar. Fyrirbærið kalla ég jólahreingerningar hernaðaráætlun Heiðrúnar og fellst í því að þrífa hvorki né taka til í svona viku fyrir jólin, að minsta kosti. Þá er nefnilega svo rosalega fínt á jólunum sama hvað maður tekur lítið til. Manni finnst allt vera fínt miðað við það sem áður var.

Og eitt að lokum, sem ég hef líka rannsakað; jólin koma alveg þó maður skúri ekki eldhúsgólfið!
 
Comments:
óli s
ég lánað honum bindi!!!!
 
Það er svo afstætt hvað hreint er þannig að þú getur alveg eins sleppt því að hreingera. Td. eru hreindýr ekki hrein en þau eru heldur ekki skítug. Hvaða staðal notar þú hvað hreingerningar varðar? Mér finnst Euro220019 bestur.
 
Já ég er svo glöð að heyra í fólki sem er á sömu skoðun og ég. Ég fylgi ISO 14001 staðli sem er umhverfisstaðall. Þar segir að maður eigi ekki að nota of mikið af sápu og ekki vatn og ef maður notar sápu á hún að vera græn og væn og allt þetta. Þannig að ég er bara í góðum málum held ég! Ég geri mér grein fyrir að ég hef fylgt hernaðaráætlun Heiðrúnar lengi alveg síðan hún ól mig upp hérna um árið!!! kossar
 
Mér finnst best að vera aldrei heima... þá er ekkert draslað.
Það er líka algjört skilyrði að börnin manns séu heldur ekkert að þvælast þar neitt.
Huld,
commentar frá pósthúsinu í Smáralind!
 
snilldar plan! tek þetta sko upp næstu jól;)
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com