Obb bobb obb !!!!
mánudagur, maí 31, 2004
|
 
Mikið er gott að fá góða gesti og sita með þeim úti í grasi á meðan maðurinn manns eldar dýryndis túnfisksteikur.
 
sunnudagur, maí 30, 2004
|
 
vorum að koma heim af karnival, ég og börnin. ÞS átti stórleik, spilaði á trommur með afríkubúum og gömlum hippum í tuttugu mínótur.
Kaffið gekk vel þrátt fyrir að skáldið hafi ekki skilað sínum hóp til mín. Held að honum sé eitthvað í nöp við mig og er búin að búa til mega samsæriskenningu gegn mér fyrir hans hönd.
Kannski fer ég til Íslands???
 
laugardagur, maí 29, 2004
|
 
....Og auðvitað margt margt fleira. T.d að sjóða brokkolí, kaupa inn og borða döðlur. Hjá okkur er karneval og við erum að pæla í að fara með börnin að dansa á morgun þegar ég er búin í Jónshúsi. Þá verður nú gaman gaman.
 
|
 
Í dag er ég búin að klippa 30 táneglur og baka sjautján kökur.
 
föstudagur, maí 28, 2004
|
 
þarf að fá mér vörumerki. Er að pæla í að hafa það annað hvort voða einfallt, eins og kannski: Hó og kó. Eða eitthvað artí og smart eins og: þrír jarpir hestar og bláberjate. Ég veit ekki.......
 
fimmtudagur, maí 27, 2004
|
 
Stundum læt ég sjálfa mig fara óendanlega mikið í taugarnar á mér!
 
miðvikudagur, maí 26, 2004
|
 
"Af hverju ferðu ekki frekar með hann í póló?" Spurði ég Sigga klukkan korter í sjö í morgun. Hann kváði auðvitað og vildi vita hvurn fjadan ég væri að tala um. Önug yfir skilningsleysi mannsins hreitti ég í hann: "já, í staðinn fyrir íshokkí. Hann Arnald auðvitað, farðu frekar með hann í póló". Gott að vera með á nótunum þegar maður vaknar!!
 
þriðjudagur, maí 25, 2004
|
 
Það fer nú ekki mikið fyrir blessuðu sumrinu hér á landi. Úlpuklædd fer ég út í daginn og er oftar en ekki sveipuð trefli. Ef ég er svo úti þegar sólin er hæst á lofti renni ég úlpunni stundum niður og finnst ég þá bara nokkuð sumarleg.
Krísa dagsins var sú að AG fann afmælisgjöfina sína sem ég hafði haganlega "falið" undir rúmi. Allir lögðust á eitt við að dreifa athyglinni á meðan gjöfinni var fundinn nýr felustaður. Núna er ÞS í öngum sínum yfir því að litla bróður hennar finnist rosalega leiðinlegt á afmælisdaginn fyrst hann veit hvað hann fær í gjöf. Annars heldur baráttan áfram og nú er svo komið að ég er búin að véla með mér í alls kona verkefni eiginmenn nágrannakvennanna tveggja ( þeirra sömu og fóru til Íslands um daginn)og held þeim í heljargreipum uns yfir líkur. Eitthvað þarf maður að gera þegar manns eigins menn eru alltaf í skólanum!
 
mánudagur, maí 24, 2004
|
 
Þetta getur ekki orðið annað en besta mynd allra tíma. Alla vega ekki ef eitthvað er til í þessu " fall er fararheill". Búin að vera óra tíma að vinna hana og voða margt búið að ganga illa.
 
|
 
Þoli ekki þegar ég er í heimskukasti eins og núna, get ómögulega fundið út úr einhverju sem ég veit ég á að kunna því ég hef gert það áður. Nú er ég búin að reyna í rúml. klukkustund og er orðin brjáluð, neyðist til að bíða eftir að Hr. Elgaard drullist á fætur svo hann geti hjálpað mér. Fokkings drasl heili sem ég er með bara!!!!!
 
|
 
Sigginn minn er nú stundum svolítið skemmtilega sjálfhverfur og blindur á umhverfi sitt. Ég hef nú í fimm og hálf ár, eða síðan ÞS fæddist, verið að reyna sannfæra hann um hve mikilvægt það er fyrir börn að borða staðgóðan morgunverð. Ég læt meira að segja oní mig hafragraut því til áréttingar. Hann segist í það minsta vera sammála mér og setur sykur út á kornflexið sitt í laumi fyrir krökkunum. En krakkar geta verið mjög áhrifagjarnir eins og margir vita.
Nú, í morgun þegar trekvarturinn ( ég og börnin) sátum og átum okkar hafra, gaf hann frá sér mergjaða vellíðunarstunu og sagði með áherslu: "Ristað brauð með osti ER best í heimi".
Fyndinn kall!
 
sunnudagur, maí 23, 2004
|
 
Tvö núll fyrir mér.....hehehe!
 
|
 
Hurðu, hvurslags er 'edda? blogger farin að stríða mér!!! Af öllum, dettur honum í hug að abbast upp á mig. Þetta endar bara á einn veg........ lýsi yfir stríði við helvítið.
 
|
 
Haldiði bara ekki að það hafi komið hingað kona og stolið báðum börnunum í gönguferð. Við hjónin notuðum að sjálfsögðu þennan tíma í að þrátta og tuða. Ekki getum við verið vinir alltaf vinir eftir sex ára samveru, rúmlega.
Kökusala dagsins gekk ágætlega en betur má ef duga skal. Svo er ég orðin ákaflega montin eigandi 330 gígabæta. Hibb hibb...... æ hvað mig langar í ammælið hans Óla bróður míns, sjitt men!
 
laugardagur, maí 22, 2004
|
 
ojoj, þá er hún farin. Endaði dvölina á að vera dregin í gegnum Christianíu í hellirigningu frá helvíti. Ég sakna hennar strax!
 
fimmtudagur, maí 20, 2004
|
 
Púff og úff..... Í dag týndi ég Þorbjörgu og vinkonu hennar. Það var ekkert svo gaman, var í hálfan annan tíma að leita að þeim og þegar ég loksins fann þær í góðu yfirlæti hjá nýrri vinkonu, runnu tárin algerlega óhindruð niður kinnarnar á mér. Fokkettí fokk, langar sko ekkert að lenda í þessu aftur.
Annars er svo erfitt að hafa Stínu í heimsókn að við erum bara alveg búnar að vera, báðar tvær. Þannig að síðustu ævintýri okkar verða ekki tíunduð að svo stöddu.
 
miðvikudagur, maí 19, 2004
|
 
Síminn er ennþá batteríslaus. Ég er ekkei mygluð eins og í gær, heldur hress og kát og full af tápi og fjöri. Það sem gæti helst angrað mig eru langar fætur eiginmannsins sem hann hefur teygt úr undir eldhúsborðinu í þúsundir ára og hefur fullan rétt á að gera enn. En þær angra mig ekkert. Meira að segja erum við vogrís farin að lifa í sátt þó mér finnist hann stundum taka full mikið pláss.
 
þriðjudagur, maí 18, 2004
|
 
Tölvan mín er sjúk, síminn batteríslaus, ég úldin og mygluð og vindurinn hvín og blæs um eyrun á mér!
 
mánudagur, maí 17, 2004
|
 
Annar gestanna okkar vaknaði í nótt og fann ekki klósettið. Varð svolítið leiður fyrir vikið og tilkynnti mér það að mamma hans hafði sagt að ef hann yrði sorgmæddur á ferðalaginu yrði hann að tala við einhvern. Ég hékk sum sé utan í kojunni í hálftíma í nótt og talaði getinn út úr sorginni. Fyrir vikið var mjög erfitt að koma honum fram úr í morgun klukkan korterí fimm svo hann gæti flogið til Kosovo. En það var voða glaður gestur sem kvaddi okkur í morgun með magann fullann af kornflexi.
Ég ætla, hins vegar, með vogrísinn minn til læknis og fara svo út að leika við hinn gestinn, sem sefur vært með eyrnatappa og veit upp á hár hvað klósettið er.
 
sunnudagur, maí 16, 2004
|
 
Í gærkvöldi sá ég íslendinga í Kaupmannahöfn í hnotskurn. Í skurn fyrir utan bar sátu svona sirka tveir saumaklúbbar og slatti af unglingum, eiturhress, alveg, singjandi Nínu og hlíðin mín fríða til skiptis. Ákaflega gaman og þjóðlegt!
 
laugardagur, maí 15, 2004
|
 
Tími sjónvarpskökunnar er liðinn. Í staðin bakaði ég fjórar DVD-kökur í dag. Miklu smartara og nútýmalegra finnst mér!
 
|
 
Eggjabikarar geta verið mjög varhugaverðir. Stundum leggjast þeir í vaskinn í felubúningi og þegar maður skrúfar frá til að skola kaffikönnuna þá þeyta þeir vantninu út um allt eldhús og nágrannabyggðarlög.
Þetta er ekkert smá góður dagur. Önnur nágrannakevennana tveggja, sem fóru af landi brott á mánudaginn, kemur heim í dag og svo....... dumdumdum.... og svo.... KEMUR STÍNA KRISTÍN!
 
föstudagur, maí 14, 2004
|
 
Af því að fólk virðist eiga erfitt með að lesa meira en eina eða tvær línur, ætla ég ekki að útlista hér samsæriskenningunni minni. En í grófum dráttum er hún svona: Dauð prinsessa og prins sem hefur um sig hirð ungra sveina sem hlúa að honum í sorginni!
 
fimmtudagur, maí 13, 2004
|
 
Það hljómar kannski ekkert mjög gáfulega, en það gáfulegasta sem ég hef af mér gert í dag er að þvo vinstra augað á mér upp úr saltvatni!
 
|
 
Í gær var "Dagplejedagen", hátíðisdagur allra barna sem eru hjá dagmömmum í Kaupmannahöfn. Við ÞS tókum okkur frí og fórum með AG í veisluna í okkar hverfi sem haldin var úti á túni hér aðeins austar á Amákri. Pössunarpían hans var búin að segja mér og okkur að "det ville blive rigtig, rigtig, hyggelig fest, noget vi bestemt ikke må gå glip af!" Nú við lögðum af stað uppfullar af væntingum um glens og gaman og rigtig hygge. En því var nú ekki að heilsa. Þarna voru hoppukastalar, sem mér finnast langt frá því huggulegir, tjald með dósakasti, ekki mjög huggulegt heldur og svo bali til að veiða pappísrsfiska uppúr, sem hefði geta verið svolítið huggulegt en maður hefði geta keypt sér veiðileyfi allan dagin, takið með sér stól og dorgað í rólegheitunum. En það mátti náttúrulega ekki. Svo voru nú reyndar kökur og bollur, kannski fólgst hyggen í þeim. Ég veit það svei mér ekki, komst eiginlega að því þarna í gær að ég er ekki alveg að fatta þessa hygge, það virðist sem sagt vera nóg að það sé kaka nálægt til að hlutirnir verði huggulegir. Skrítið þá að bakaríisstelpurnar skuli ekki vera hressari! Líkklega eru þær svona fúlar af því að það er alltaf verið að trufla þær í hyggen.
Eníhú, við trekvartfjölskyldan, lufsuðumst svo þarna á þessum grasbala fram að hádegi og þegar við hittum hana Lisbeth, pössunarpíuna, var hún alltaf meira og meira miður sín yfir því að hafa týnt okkur. Ég er ennþá að pæla í því hvort, enn einu sinni, ég hafi miskilið eitthvað, því mér virtist á henni að við ættum að halda hópinn þarna á túninu, allan tíma. Tuðaði um það að hún týndi okkur alltaf, en sagði samt aldrei neitt í áttina að: Skal vi ikke pøve at holde sammen lidt så vi ikke taber hin anden". Ég á auðvitað að vita hvernig maður hagar sér á dagpleijedag og hversu langt frá hópnum maður vogar sér. Eða hvað?
Eftir að hafa hvílt okkur eftir hugguna, lögðum við af stað í mikla svaðilför, enn þá bara trekvartfjölskylda. Markmiðið var að ná í hann Sigga í skólan, okkur fanst kominn tími til að hann kæmi heim og fullkomnaði þannig fjölskylduna. Gengum inn á einn af fjölmörgum fundum sem hann þarf að sita, verandi í dönskum skóla og tilkynntum að okkur fyndist "være på tide" aå hann kæmi heim. Upphófst þá hinn stórskemmtilegi leikur: danir segja íslensk nöfn. Eftir hálftíma; Sígúrdardottíhr og Sígúrdarshon tókst okkur að véla manninn heim.
Skömmu síðar átum við sverðfiskssteikur í kvöldmatinn, Óli granni fékk meira að segja smá og svo kom kvöld.
Því eyddi ég í að horfa á fréttir af kóngafólkinu og svo júróvisjón sem ég auðgaði með því að fletta hverju landi upp í orðabókinni og segja Sigga, sem var að reyna að læra, hvað byggju margir í hverju landi, hver höfuðborgin væri og hverrar trúar íbúarnir eru.
Svona var nú sá dagur!

 
miðvikudagur, maí 12, 2004
|
 
142.000.000.- Hundrað fjörutíu og tvær miljónir af skatatpeningum fara í brúðkaupsgeðveikina. Talan er miklu miklu hærri ef allt spons er tekið með. T.d. borga íbúar kaupmannahafnar "bara" eina miljón í blómaskreytingarnar sem í raun kosta 3,2 miljónir. Gott að mínir peningar fara ekki í einhver veik gamalmenni eða skóla eða barnaheimili. Ojbara. (En muniði svo að margfalda með "ellevu komma eitthvað" til að fá betri hugmynd um geðveikina)
 
þriðjudagur, maí 11, 2004
|
 
Ef einhver sem er á Íslandi er að pæla í því hvernig nýja handknúna múlínex rifjárnið mitt virkar, þá upplýsist hér með að það virkar svona líka helvíti vel!
Góðar stundir.....
 
mánudagur, maí 10, 2004
|
 
Ansi þykir mér blogger unggæðingslegur í dag, kominn í einhvern sumarbúning sem mér finnst ekki alveg passa.
Danir eru náttúrulega snillingar. Þeir geta látið badmínton ríma við sódavand! Geri aðrir betur. Annars er það í fréttum að það stendur konunglegt brúðkaup fyrir dyrum! Já, já, fimm dagar í herlegheitin og ég held ég droppi öllum fjölmiðlum þangað til þetta er yfirstaðið. Það er örugglega búið að fá alla sem nokkurn tíma hafa barið prinsinn augum til að segja frá því hversu ágætur hann leit út fyrir að vera, svo "folkelig". Endalaust hamrað á því að hann sé svo venjulegur og niðri á jörðinni, og ef það er svona göfugt hvers vegna er þá ekki gert meira úr því hjá okkur, örmum þegnunum, sem erum "folkeligheden" uppmáluð?
 
sunnudagur, maí 09, 2004
|
 
Verðlaunin ekki enn komin í hús og ég föst í eilífðarfílu. Best að baka bara eplakökur!
 
laugardagur, maí 08, 2004
|
 
Þá fer geðveikin að ná hámarki. Allur bærinn er skreyttur með fánum og myndum af turtildúfunum, ég veit svei mér ekki hvað þetta endar. Danska þjóðin leggst eflaust öll í eftirbrúðkaupsþunglyndi. Það er svoleiðis búið að hæpa þetta allt upp í hæstu hæðir. Maður getur ekki keypt sér neitt án þess að það sé eitthvað sérstakt brúðkaups eitthvað eða þá á brúðkaups tilboði. En ég fæ verðlaunin í dag!
 
föstudagur, maí 07, 2004
|
 
Á morgun fæ ég verðlaun, ligga ligga lá!
 
|
 
Frídagur í danmörku í dag. Byrjuðum á rólóferð og þaðan beint í afmæli á Naturlegepladsen. Voða gaman og gott. Svo erum við börnin boðin í lambalæri hjá Birtu kvikmyndastjörnu. Siggi er sem betur fer í Svíþjóð og fær hvorki afmæli né læri, gott á hann og ha ha ha!
 
fimmtudagur, maí 06, 2004
|
 
Þjakaður af samviskubiti, yfir því að hafa verið vant við látin í gærmorgun, bauð Siggi mér að sofa út í dag, þurfa ekki að vakna í klæða, fæða og koma í pössun dæmið. Hæ og hó og jibbí kóla, hefði ég auðvitað átt að hrópa upp yfir mig, en umlaði bara eitthvað aumingjalegt "já", alveg að farast úr sjálfsvorkun yfir hormónaflippi. Svaf svo þar til vinnukarlarnir komu til starfa og lá og dormaði eftir það fram til klukkan 8:13. Svo staulaðist ég á fætur, með samviskubit yfir því að hafa ekki hitt börnin mín um morgunin og meira að segja saknaði ég þeirra. Búin að dreyma um svona morgun í laaaangan tíma og svo bara nýt ég þess ekkert. Er komin á þá skoðun að maður verður skitsófren á því að eignast börn. Held að hríðir hafi þessi áhrif, því mér finnst þau ekki koma eins mikið fram hjá feðrum.
Annars er það í fréttum að karkkarnir fundu nýdauða rottu hérna rétt hjá í gær. Nú er mér ekki alveg rótt, búandi á fyrstu hæð með lausa rist yfir niðurfallinu inni á baði. Geng um í gúmmístígvélum með blóm í hárinu. Skitsófren með rottufóbíu!
 
|
 
Fátt er jafn uppörvandi og að vakna við sandblástur. Vinnandi fólk sem er komið á vaktina klukkan rúmlega sjö. Ég reyni mitt besta til að feta í fótspor þeirra.
 
miðvikudagur, maí 05, 2004
|
 
Ég sá tunglmyrkvann í gær, rétt skaust út og kíkti og svo beint inn aftur, ég var sko alveg að missa af "djötsig eimí" Svo eftir að ég settist flöt í sófann minn, fattaði ég hvað ég er orðin firrt. Tunglmyrkvi, spugnlmyrkvi, voða merkilegt eitthvað, sá svoleiðis í "independens dei" eða eitthvað!
Ég þrái nú ekkert heitar en að sofa heila nótt, helst tvær í röð..... ( fyrst ég er á annað borð farin að láta mig dreyma). Held það myndi breyta miklu akkúrat núna, kveikiþráðurinn er orðinn mjög stuttur og ég eldfim sem aldrei fyrr!
 
þriðjudagur, maí 04, 2004
|
 
Búin aððííííí!
Heimilið mitt litla er aftur orðið heimili og hætt að vera farfuglaheimili. Mér reiknast svo til að sólin hafi farið að skína um það bil sem gesturinn settist upp í flugvél. Ekki mjög gestrisið af mér að hafa ekki almennilegt veður. Lofa hér með bót fyrir næsta gest sem kemur eftir 11 daga.
 
|
 
Það er alveg sama hvað maður er með góða gesti, alltaf er gott þegar þeir fara. Nema kannski ef maður byggi í stóru húsi með gestaherbergjum. Núna er ég strax farin að leggja drög að gestaskítsþrifum og minn gestur bara á klósettinu! En nóg um það, nóg um það.........
 
mánudagur, maí 03, 2004
|
 
Bölvuð blöðrubólgan er
best er hana að drepa.

Botniði nú þetta!
 
|
 
Það er alveg spurning hvort leyfa eigi konum á mínum aldri að fríka út í tívolí. Mér var boðið í gærkvöldi, fékk túrpass og allt, og ég gjörsamlega sleppti mér. Líkaminn minnir mig á þessar unaðssemdir núna, er allur stífur og aumur. En mikið skelfing var gaman. Ég fór meira að segja í helvítis turninn sem togar mann lengst upp í loft og svo er maður bara látinn gossa niður í frjálsu falli, án fallhlífar og ég veit ekki hvað og hvað. Nýi rússibaninn var sko alveg að gera sig, var bara helst til of stuttur, en þá fór ég bara tvisvar.
Nú þarf ég að flýta mér af stað með ÞS á frítíðs í fyrsta sinn!
 
sunnudagur, maí 02, 2004
|
 
Ungmennafélagið Heiðrún.

......þakkar góðar viðtökur síðasta sunnudag.
Ennfremur minnum við á að það er líka opið í dag og tilvalið að taka hvíld frá Kongens have og kíkja við í gulrótar-og súkkulaðikökur milli klukkan 14 og 17.
Lifið heil
Nefndin
 
laugardagur, maí 01, 2004
|
 
Þetta var alveg ljómandi partý. Þarna voru saman komin alls konar eðalfólk; kvikmyndagerðarfólk, myndlistarmenn, tónlistarmenn, húsmæður, íslenskufræðingar og kvenfræðingar, aumingjar og aftaníossar! Og það var spilað hátt, talað hátt og mikið, drukkið bæði hátt og lágt. Einn heiðursgesturinn komst ekki einu sinni í bæinn, sofnaði bara fram á borð í seveneleven. Ég, klók eins og alltaf, var búin að stilla Matthildi Ásu, sem svaf í mínu rúmi, á klukkan eitt. Hún vaknaði eins og kluka og vakti AG svo ég "varð" bara að fara heim út partýinu, var sofnuð klukkar hálf tvö og vöknuð, alhress, klukkan hálf átta. Jejejeje.....
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com