Obb bobb obb !!!!
fimmtudagur, maí 13, 2004
|
 
Í gær var "Dagplejedagen", hátíðisdagur allra barna sem eru hjá dagmömmum í Kaupmannahöfn. Við ÞS tókum okkur frí og fórum með AG í veisluna í okkar hverfi sem haldin var úti á túni hér aðeins austar á Amákri. Pössunarpían hans var búin að segja mér og okkur að "det ville blive rigtig, rigtig, hyggelig fest, noget vi bestemt ikke må gå glip af!" Nú við lögðum af stað uppfullar af væntingum um glens og gaman og rigtig hygge. En því var nú ekki að heilsa. Þarna voru hoppukastalar, sem mér finnast langt frá því huggulegir, tjald með dósakasti, ekki mjög huggulegt heldur og svo bali til að veiða pappísrsfiska uppúr, sem hefði geta verið svolítið huggulegt en maður hefði geta keypt sér veiðileyfi allan dagin, takið með sér stól og dorgað í rólegheitunum. En það mátti náttúrulega ekki. Svo voru nú reyndar kökur og bollur, kannski fólgst hyggen í þeim. Ég veit það svei mér ekki, komst eiginlega að því þarna í gær að ég er ekki alveg að fatta þessa hygge, það virðist sem sagt vera nóg að það sé kaka nálægt til að hlutirnir verði huggulegir. Skrítið þá að bakaríisstelpurnar skuli ekki vera hressari! Líkklega eru þær svona fúlar af því að það er alltaf verið að trufla þær í hyggen.
Eníhú, við trekvartfjölskyldan, lufsuðumst svo þarna á þessum grasbala fram að hádegi og þegar við hittum hana Lisbeth, pössunarpíuna, var hún alltaf meira og meira miður sín yfir því að hafa týnt okkur. Ég er ennþá að pæla í því hvort, enn einu sinni, ég hafi miskilið eitthvað, því mér virtist á henni að við ættum að halda hópinn þarna á túninu, allan tíma. Tuðaði um það að hún týndi okkur alltaf, en sagði samt aldrei neitt í áttina að: Skal vi ikke pøve at holde sammen lidt så vi ikke taber hin anden". Ég á auðvitað að vita hvernig maður hagar sér á dagpleijedag og hversu langt frá hópnum maður vogar sér. Eða hvað?
Eftir að hafa hvílt okkur eftir hugguna, lögðum við af stað í mikla svaðilför, enn þá bara trekvartfjölskylda. Markmiðið var að ná í hann Sigga í skólan, okkur fanst kominn tími til að hann kæmi heim og fullkomnaði þannig fjölskylduna. Gengum inn á einn af fjölmörgum fundum sem hann þarf að sita, verandi í dönskum skóla og tilkynntum að okkur fyndist "være på tide" aå hann kæmi heim. Upphófst þá hinn stórskemmtilegi leikur: danir segja íslensk nöfn. Eftir hálftíma; Sígúrdardottíhr og Sígúrdarshon tókst okkur að véla manninn heim.
Skömmu síðar átum við sverðfiskssteikur í kvöldmatinn, Óli granni fékk meira að segja smá og svo kom kvöld.
Því eyddi ég í að horfa á fréttir af kóngafólkinu og svo júróvisjón sem ég auðgaði með því að fletta hverju landi upp í orðabókinni og segja Sigga, sem var að reyna að læra, hvað byggju margir í hverju landi, hver höfuðborgin væri og hverrar trúar íbúarnir eru.
Svona var nú sá dagur!

 
Comments: Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com