Obb bobb obb !!!!
laugardagur, apríl 30, 2005
|
 
Í gær málaði ég ganginn, át popp, horfði á Jennifer Aniston með gamalt nef og fékk eina græna trivial pursut köku. Núna ætla ég að læra. Jájá, ég lifi enn í voninni um að það gerist einn daginn og af hverju ekki í dag eins og einhvern annan dag!
 
föstudagur, apríl 29, 2005
|
 
Ég er bara hér að horfa á blómin!
 
miðvikudagur, apríl 27, 2005
|
 
Fyrstu blómin eru komin á tréð fyrir utan gluggan minn. Þá er nú ekki hægt annað en að vera í góðu skapi!
 
|
 
Ó mæ god hvað ég vaknaði í vondu skapi í morgun og of seint í þokkabót. Tókst samt með herkjum að hemja mig og hlóp þetta svo úr mér. Samt þurfti ég að fá mér súkkulaði með kaffinu, mér fannst ég eiga það skilið. Annars er bara allt eins og venjulega, fyrir utan það að ég er að skrópa í skólanum. Ekkert að frétta.
 
þriðjudagur, apríl 26, 2005
|
 
Þá er ég loksins ein. Hef loksins tíma til að gera það sem ég þarf að gera, málið er bara að ég get ekki ákveðið á hverju ég á að byrja. Hlaupa? Lesa? Læra? Borga reikninga? Kaupa mér hjól? Leggja mig? Fara í búðina? ohhhh endalausar ákvarðanir. Best að byrja bara á að hanga í tölvunni.
Nýustu fréttir af grátmálum: Ég klökknaði í morgun þegar ég heyrði soninn segja fullmótaða setningu á dösnsku við kollega sinn. Ég er sem sagt ekki alveg tilfinningalega dauð. En hins vegar er svolítið skerí að það sé eitthvað tungumálafettis sem hleypir út á mér tárum!
 
mánudagur, apríl 25, 2005
|
 
Ef einhver er að reyna að læra "Leitina að Nemó" utan af, er ég meira en fús til að hlýða viðkomandi yfir.
Er heima með veikan Arnald og ofboðslega frískan Nemó!
 
sunnudagur, apríl 24, 2005
|
 
Núna er það AG sem gengur í gegnum þvermóðskukast........því hlýtur alveg að vera að ljúka.
 
laugardagur, apríl 23, 2005
|
 
Ég er tilfinningalaus skeppna, alla vega er ég úrskurðuð tilfinningalaus......veit ekki alveg með skeppna. Ég grét sem sagt ekki yfir mulin rouge og mér hafði verði tilkynnt að ef ég gréti ekki yfir henni þá þyrfti ég að fara í einhverskonar meðferð. Alla vega þarf ég að fara að gera ítrlega leit að þessum grátstöðvum og mjúku tilfinningum.
 
föstudagur, apríl 22, 2005
|
 
Ég á aðdáanda. Hún heitir Dagbjört og klikkar aldrei!
 
fimmtudagur, apríl 21, 2005
|
 
Þetta er nú aldeilis góður dagur. Tl hamingju með hann og Gunna, Sigga Lísa. Gleðilegt sumar allir. Í kvöld fer ég og verð skáld. Skál fyrir því!
 
miðvikudagur, apríl 20, 2005
|
 
Í gær var ég spurð hvort væri aldrei neitt að frétta af mér. Ég svaraði neitandi, en ég sagði ósatt. Það er alveg stundum eitthvað að frétta af mér. Bara ekkert akkúrat núna. Sorrý.....
 
þriðjudagur, apríl 19, 2005
|
 
mmmm bresk saga hjá Jens Raabæk Rasmusssen. Ég er endalaus heppin!
 
mánudagur, apríl 18, 2005
|
 
Alveg sama hvað mér finnst þau skemmtileg og góð, börin mín, þá verð ég að játa það að þau tala afskaplega mikið. Þau byrja rétt áður en þau opna augun á morgnana og hætta ekki fyrr en þau eru ný sofnuð ( reyndar tala þau stundum upp úr svefni líka). Suma daga er ég að springa á limminu og óska einskins frekar en að það væri á þeim mjút takki. Í gær var svoleiðis dagur. En ég lifði hann af og þau sögðu mér ótal skemmtilega huti og óskemmtielga.
Ég hlakka mikið til þega AG er kominn á fullt í leikskólanum og ég get fengið rútínuna aftur. Ég, ég, ég, ég...ég veit það....en ég er bara svo mikilvæg.
 
sunnudagur, apríl 17, 2005
|
 
Það er nú sannað að great minds think a like! hér sitt hvoru megin við ganginn buðum við hvort öðru í pönnukökur og skonsur. Þannig að við erum öll úttroðin af kræsingum á leiðinni út að leika. Þessi dagur getur ekki orðið annað en góður.
 
laugardagur, apríl 16, 2005
|
 
Vaknaði með mega bonní tælor greiðslu. Því miður hefur hún aflagast smá en ég vona að hún haldist fram að sundferð. Annars er ekkert að frétta, bara alls ekki neitt.
 
föstudagur, apríl 15, 2005
|
 
þá er vorið komið. Úti á peysunni veður og allt!
 
fimmtudagur, apríl 14, 2005
|
 
Voðaleg er ég eitthvað "kosmó"! Magí í kvöldmatinn og humus í ískápnum.
 
|
 
Maður getur víst streist á móti eins lengi og maður vill, en að lokum hættir maður því!
Þá er ég formlega orðin að spekningi og ekki finnst mér það nú slæmt. Lærisveinar! komið til mín í kvöld og hlýðið á boðskapinn.
luv....
 
miðvikudagur, apríl 13, 2005
|
 
Er enn þá með þessi ónot. Það er svo fáráðnlegt á meðan menn konur og börn bíða dauða, ekki fær það mann til að líða sem minni aumingja að vera að velta sér upp úr einhverju smáræði. Best að reyna að hrista þetta af sér.
 
þriðjudagur, apríl 12, 2005
|
 
Ohhh, svo verður allt allt í einu svo ömurlegt....og ég ömurlegust af öllu. Ég er full af ónotum. Kannski það séu dauð fiðrildi?
 
|
 
....og svo fór ég til nágrannana til að fá lánaða tómata, því mér finnst ekkert leiðinlegra þessa dagana en að fara í búðina og nennti ekki að fara bara eftir tómötum, og sagðist myndi skila þeim á morgun. Þá sagði maðurinn: "já keyptu þá endilega til að láta þá rotna" og þá sagðist ég myndi bara grýta þeim í þau. Og þá varð konan voða sár og sagði mér að þetta væri illa sagt. Ég baðst auðvitað afsökunnar og fór niðurlút heim á leið. En málið er að ég myndi aldrei henda í þau tómötum. Ekki nema ef við værum í tómataslag......
 
|
 
Við mæðginin vorum úti í fótbolta. Ekki nóg með að hann hafi verið með perluarmbönd um báða ökkla heldur þurfti hann alltaf að hætta annað slagið til að týna blóm. Hann hlýtur að vera nýr Bekkam, svona rosalega metró.
 
|
 
Ég á svo erfitt með að einbeita mér þessa dagana. það er eins og hugurinn sé fullur af fiðrildum sem hvert vil fljúga í sína áttina. Í gær sat ég með opna bók fyrir framan mig og fylgdist með flugu í fyrstu flugverð vorsinns. Ég lærði nú ekkert sérstaklega mikið af því og ekki kem ég til með að læra sérstaklega mikið í dag heldur. Er að passa börnin mín stór og smá í dag. Verð að reyna að öðlast smá ró í sálartetrið. Drepa fiðrildin. Ískalt og miskunnarlaust.
 
mánudagur, apríl 11, 2005
|
 
Djöfull var þetta brillíant! Vaknaði klukkan sex og lærði, náði svo að leggja mig aðeins aftur. Er núna lærð og úthvíld á leiðinni í skólan.
 
|
 
Morgunsund gefur gull í mund. Mig langar í sund!
 
sunnudagur, apríl 10, 2005
|
 
Ég er búin að sofa í allan dag. Mig dreymdi tannbursta. Einhvern veginn finnast mér tannburstar vera svo ómerkilegir að mér finnst vera óskaplega asnalegt að dreyma þá. Þetta er nú ljóti asnaskapurinn í mér.
 
laugardagur, apríl 09, 2005
|
 
Rétt á meðn ég málaði ganginn hjá mér missti ég af enn einum prinsinum. Ég er búin að glopra þeim hverjum af örðum úr höndunum á mér. Mér telst svo til að það séu ekki margir eftir. Jú, Jóakim, það er alltaf Jóakim.....ætli hann sé með meirapróf?
 
föstudagur, apríl 08, 2005
|
 
Það er Húnvetnskt verður hjá okkur í höfn í dag. Það er gott veður finnst mér, hann hangir yfir með rigningu en svo skín bara sólin.
 
fimmtudagur, apríl 07, 2005
|
 
Djös....ég hef greinilega jógað yfir mig í gær. Ég er að drepast í hálsinum og herðunum, er öll stíf og vitlaus. En ég sver að það hefur sko ekkert með bjórinn, sem ég var að drekka til klukkan fimm í morgun, að gera. Hann gerði mig mjúka en ekki stífa. Ó well...farin upp í skóla.......
 
miðvikudagur, apríl 06, 2005
|
 
HAH! Nú lék ég á mig. Spratt á fætur við þriðja hanagal en ekki sjöttta eða sjöunda eins og undanfarið. Reyndar leiddi það til þess að ég hafði tíma til að gera fjórar fléttur í ÞS, sem aftur leiddi til þess að hún stóð og dáðist að sjáfri sér fyrir framan spegilinn allan tíman sem hún átti að vera að klæða sig í skó og úlpu og bursta tennurnar, sem svo gerði það að verkum að við urðum að flýta okkur eftir allt saman. En ég fæ engu að síður verðlaun fyrir árrisulni??? Húrra fyrir mér!
 
þriðjudagur, apríl 05, 2005
|
 
Mig vantar athyggli.
 
|
 
Það eru komin nokkur pínulítil lauf á tréin mín. Mér finnst það gott.
 
mánudagur, apríl 04, 2005
|
 
Mikið sef ég vel með sögubók á bringunni. Ætla að breiða hana vel ofan á mig þegar ég er komin upp í í kvöld.
 
|
 
Þá er hugurinn loksins kominn inn aftur. Er þó ekki byrjuð að læra, en það hlýtur að koma....það kemur alltaf!
 
föstudagur, apríl 01, 2005
|
 
Það er svo gott veður að ég get ekki lært. Hugurinn er löngu floginn út að leika!
 
|
 
Jesss, tæpir fimm á hálftíma. Mér finnst það bara svolítið gott hjá mér, ég kemst í maraþon eftir svona fimm ár. Gott að hafa fimm ára plan, finnst mér sósíalistanum.
En að öðru. Ég er búin að taka ákvörðun um blómin, ég ætla að kaupa þau í dag. Stóð með tvö gullfalleg eintök um daginn og beið eftir afgreiðslu þegar mér var litið á leiðbeingarnar og það þyrmdi yfir mig. Mér fannst ég alls ekki vera tilbúin að bera ábyrgð á blessuðum plöntunum. Það þarf að vökva þau voða oft og nostra við þau til að fá þau til að tala og svoleiðis. En ég er búin að hugsa um þetta nótt sem dag í þrjá daga og læt nú slag standa. Ég er nógu þroskuð til að hugsa um blóm!
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com