Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
|
 
Enn er ælt, þó ekki af eins miklum móð. Helmingurinn fór í skóla en betri helmingurinn var heima. Ætli þetta sé reiði guðs sem bitnar svona á okkur? Höfum við virkilega verið svona slæm?
 
mánudagur, nóvember 29, 2004
|
 
Krakkarnir hlaupa um eins og kátar antílópur eftir upp- og niðurköstin á meðan móðirin liggur bjargarlaus, með hita og beinverki. Svo slæmt er það að ég er búin að kalla á liðsauka úr teaterskólen.
 
|
 
Ég er komin með ælupest, Þorbjörg er komin með ælupest, Arnaldur er kominn með niðurgang og Siggi farinn í skólan.
 
sunnudagur, nóvember 28, 2004
|
 
Fór í sturtu og Remiseparken, bjó til mat og aðventukrans. Tók myndir, teik a lúkk.http://public.fotki.com/heidruno/remiseparken/ ( er orðin svo slæm í htlm að ég get ekki fundið út úr að gera svona link sem verður feitletraður og heitir t.d. "nýjar myndir" og það sem verra er.....ég nenni ekki að pæla í því) farin að prjóna.......
 
laugardagur, nóvember 27, 2004
|
 
Ég er bara ekki búin að gera annað í dag en að bíða eftir að blogger opni fyrir mig. Jú reyndar passa AG sem er aftur kominn með æluna en stendur sig eins og hetja.
Þegar margir eru í sama rúminu og allir svona hálfsofandi og í annarlegu ástandi getur ýmislegt gerst. Í nótt gerðist til dæmis það að ég vaknaði við það að AG var kominn með fæturnar í náttbuxurnar mína og ef það ekki nóg, þá var ég í þeim! Svei mér þá, eitt af því fyndnara sem ég hef lent í um æfina.
 
föstudagur, nóvember 26, 2004
|
 
Ætlaði að skrifa eitthvað um brúðkaupsmyndir í mogganum en blogger var svo lengi að opna að ég er bara búin að gleyma snilldinni sem mér datt í hug. Eitthvað um hvað það sé skrítið að allar myndirnar og tilkynningarnar voru frá því í sumar sem leið......skrítið finnst mér. Var sum sé úti á bókasafni að ná mér í grenjumynd fyrir kvöldið og las auðvitað moggan í leiðinni. Vita ekki öruggelga allir að mogginn er á bókasafninu hér úti á Jermtlandsgade?
 
|
 
Suma daga er ég alveg ósýnileg. Fæ það staðfest í skólanum þar sem sjálfvirku hurðirnar opnast stundum alls ekki fyrir mér. Eins og í dag......
 
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
|
 
Gvöð hvað ég hlakka til þegar þessi kafli í lífi mínu er búinn. Sit með heldur í skauti og bíð. Það þýðir víst lítið að ýta á eftir tímanum.
 
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
|
 
Dóttir mín er farin að vera til vandræða í skólanum og það kemur mér ekkert á óvart.......
 
|
 
Ég sá stelpu í morgun sem vantaði allar tær á og gott betur. Það voru bara rétt svo hælar og smá stúfar í viðbót. Rosalega skrítið maður. Hvernig fer maður að því að missa framan af fótunum á sér?
 
|
 
Mér finnst ég fá umbun erfiðisins á morgnanna þegar AG segir: "nei, mamma lúra as meira" og togar mig niðurí rúm til sín, en auðvitað gerist það voða, voða sjaldan. Þá finnst mér eins og ég hafi náð að senda áfram þau gildi sem eru mér mikilvæg í lífinu; Kúr og dorm er lífið. mmmmm
Annars er það helst að fétta af fiðrildunum að þau virðast hafa sprottið upp af blöndu af kaffi og túrverkjum. Það hefur sum sé komið í ljós að sé þessu tvennu blandað saman í ákveðnum hlutföllum myndast fiðrildi. Þetta er víst ákaflega sjaldgæft svo ég er mjög upp með mér að hafa upplifað þetta svona ung.
 
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
|
 
Hú em æ kidding maður, er ekki búin að læra djakk shitt í dag. Bara búin að röfla við fólk og drekka kaffi. Búin að drekka ógeðslega mikið kaffi. En ég læri þá bara seinna og nýt þess í staðinn að hafa fiðrildi í maganum. Ég er nefnilega með svoleiðis og ég held að það sé að fara að gerast eitthvað gott. Mér finnst ég eiga það skilið, en kannski er þetta bara allt kaffið....
 
|
 
Sólin skín, nóvemberkaktusinn er farinn að blómstra svo það er bara blogger sem er búinn að vera að angra mig í dag. En annars er bara allt gott og ég í þann mund að leggja af stað í gönguferð dagsins.
 
|
 
Skítaveður, skítafíla, skítafýla, skítamórall.
 
mánudagur, nóvember 22, 2004
|
 
Sá eitt í gær og tvö í dag, Bridget er alveg vinkona mín.
 
sunnudagur, nóvember 21, 2004
|
 
Virkilega hressandi kvöld, gærkvöldið. Fór á sveitaball í borginni með Kötu og Dóru og dansaði og duflaði.
 
laugardagur, nóvember 20, 2004
|
 
Jæja. VIð erum búin að vera úti að leika frá klukkan tíu i morgun og mikið er búið að vera gaman. Fyrst fórum við út að gera snjódverg sem AG drap svo og er hanns eðlilega sárt saknað. Þá fórum í skautabúð til að athuga með nýja skauta fyrir okkur ÞS, ég verð bara að horfast í augu við það að mínir eru of litlir, svo ef einhvern vantar svarta, lítið notaða listskauta eru þeir falir fyrir lítið fé.
Þá klifum við upp í sívalaturninn, það er alltaf jafn gaman. Sérstaklega að hlaupa niður aftur. Hádegismaturinn var etinn hjá erki óvininum, makkdó, og þar fékk ég loksinns skrefateljarann sem mig er búð að langa lengi í. Þegar við komum aftur út lentum við í haglhríð og AG grét af haglhræðslu á meðn við ÞS brostum út að eyrum. Svo fórum við í Kongens have með heitt kakó og kökur og enduðum svo í Jónshúsi þar sem hálf íslenska þjóðin var saman komin, svei mér þá. En það merkilegasta er líklega ég tók myndir af öllu saman ( nema makkdó reyndar, vil ekki eiga nein sönnunargögn um það) svo geriði svo vel.....
 
|
 
Það voru nú ekki allir jafn leiðir yfir því og Nick Cave að ég kom ekki á tónleikana í gær. Eiginmaðurinn virtist ekkert vera neitt sjúlkega leiður neitt, klukkan hálf átta í morgun þeagr hann skall inn úr dyrunum.
En við erum áleiðinni útí snjóinn, sem er svona ca. millemeters hár, en ÞS kallar staðfastlega snjó og hefur í hyggju að gera snjókall úr. En gerir sér þó alveg grein fyrir því að hann verður aldrei annað en dvergur.
Á eftir ætlum við svo í kongens have og líklega í Jónshús eftir það. Eins gott að lofa bara slittinu að liggja í friði.
 
föstudagur, nóvember 19, 2004
|
 
Alveg gasalega upp með mér, er ég núna......Haldiði ekki bara að maðurin sem keypti af mér Nick Cave miðan hafi beðið mig um að syngja með sér Island in the stream.... á plötu! Eða inní tölvu öllu heldur.
 
|
 
Af þvi að Ragga Dís er alltaf að lofa beygluhúsið þá ákvað ég að koma þar við á leiðinni heim úr hádegisgöngutúrnum mínum. Stundum á ég voða erfitt að fara á svona staði þar sem maður þarf stöðugt að vera að velja, en verandi í uppsveiflu lét ég mig hafa'ða. Var samt næstum hætt við strax í fyrsta vali, ég átti sko að velja mér hvurnig beyglu ég vildi fá og valið stóð á milli beygla með; sesam, birki, sólþurrkuðum tómötum, eitthvað annað og svo"everything". "EVERYTHING" Af hverju í andskotanum má þetta ekki bara heita; "med det hele"? fávitar... En ég komst í gegnum þetta, líklega af því að ég þorði ekki að hætta við í miðjum klíðum ( og það var líka fullt af löggum þarna inni) og fór heim með "everything" beyglu með bbq-kjúklingi, salati, mínus lauk, hvítlauksdressingu, púrrulaukssmurosti og ólívum. Ágætt alveg, á bragðið allt svo. Ólívurnar voru samt ekki að gera sig og allan tímana á meðan ég var að eta gripinn, velti ég því fyrir mér hvort það hefði ekki verið betra með karrýdressingu? eða smurosti með sólþurrkuðum tómötum? Hefði ég átt að fá mér lauk? Ég er enn þá aða pæla í þessu og er eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að ég treysti mér ekki aftur á svona beyglustað nema að vera í súperjafnvægi í alla staði.
Annað öllu mikilvægara, það er búið að breyta reglunum. Á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum má ekki kveikja á tölvunni heima hjá mér fyrir hádegi. Þá er ég nefniega að læra. Sækja skal um undanþágur skriflega með 3ja daga fyrirvara.
 
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
|
 
Af þakklæti fyrir velvild í minn garð og af stakri góðmennsku ætla ég að deila með ykkur mikilfenglegustu uppgvötun bróður míns ( sem er næstum jafn mikill uppfinningarmaður og ég). Það er sko þetta: þegar mann langar í eitthvað en veit ekki almennilega hvað það er, er það saltlakkrís.
Takk fyrir.
 
|
 
Hvað heitir aftur Gone with the wind á íslensku?
Eins gott að ég skrópi ekki mikið í skólanum, ég á nefnilega enga námsskrá eða neitt þannig svo ég hef ekki hugmynd hvað gengur á þar í rauninni. Rétt svo veit hvað á að lesa fyrir hvern tíma. Þess vegna kom það mér í opna skjöldu þegar ég kom úr frímínótum í gær og sá ritgerðarefni og skilafrest blasa við mér á töflunni; 1. dec, analyse a sonnet of your choice.......
 
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
|
 
Mér finnst eins og það sé óratími síðan ég skrifaði síðustu fæslu. Eða eins og það hafi einhver annar en ég skrifað hana, enhver djöfulsinns bölvaður fílupúki bara. Sum sé líður mér bara ágætlega, kannski nógu vel til að geta farið að takast á við það sem gerir mér lífið leitt. Þó ég viti svo sem ekki enn hvað ég á að gera, get ég vonandi farið að reyna að finna út úr því. Seldi Nick Cave miðan minn í dag og talaði við vin sem ég hélt að vildi ekki tala við mig meira. Það var gott, svo ég er farin að leita að lúsum.....
 
|
 
Best að fara í skólan í dag og eyða deginum í að leyfa dönum að fara í taugarnar á sér til tilbreytingar.
Þegar ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga, stend ég sem fastast í báða í einu og haggast ekki spönn frá rassi. Mér finnst líka öruggast að vera ekki mikið að lyfta fótunum, ég gæti misst jafnvægið. Sérstaklega þegar ég veit ekki í hvaða átt ég á að fara. Hægri eða vinstri?
Takk fyrir góða strauma og fallegar hugsanir ég veit alveg að heimurinn gæti verið verri og það er hann svo sannarlega. En í augnablikinu er aðeins bjartara hjá mér en það var a sama tíma í gær. Og það er gott, ekki satt?
 
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
|
 
Ég veit svei mér ekki hvar þetta endar. Er bara leið og leið og svo stundum verð ég svo rosalega reið að ég veit ekkert hvað ég á til bragðs að taka. Verst er þó að geta ekki grátið, það kemur bara ekkert grenj, sama hvað ég reyni. Tilfinningarnar eru bara allar í hnút sem ég get ekki leyst úr og mér finnst þær alltaf verða harðari og harðari. Skildi maður geta brætt steina?
 
sunnudagur, nóvember 14, 2004
|
 
Ég á heimsins bestu vini. Og þó það sé voða frekt að segja það, þá finnst mér það stundum ekki vera alveg nóg.
 
laugardagur, nóvember 13, 2004
|
 
Ég er svo döpur að ég er að springa. Mér líður eins og hjartað standi fast í hálsinum á mér.
 
|
 
Það er einhver sjarmi yfir því að sitja alein í nóttinni að klára bíómynd. Eða í rauninni er sjarmi yfir því að sitja ein í nóttini og gera hvað sem er, finnst mér. Bara kolsvört nóttin og ég, ekki einu sinni ómur frá partýi.
Hlakka óskaplega mikið til að vera búin að frumsýna þessa mynd, þá get ég grafið hana í jörðu eða selt hana fyrir morð fjár. Ég ræð, því ég á hana.
Jæja, þetta klárar sig ekki sjálft, svo ég er farin........
 
föstudagur, nóvember 12, 2004
|
 
Ég var að pæla í einu; ná-riðill og ná-ungi. Svolítið ógeðslegt.
 
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
|
 
Arafat dauður og mamma sextug í dag. Ég heppin að það er ekki á hinn veginn. Farin að sukka mínu vikulega fimmtudagssukki. hehehe
 
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
|
 
Góðan dag
það er ekkert kalt núna, bara frekar hlýtt.
Hef ég heyrt!
 
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
|
 
Frumsýnt verður hið ódaulega meistaraverk -Jónshús- í Jónshúsi á laugardag, klukkan 18:15.
Allir sem vettlingi geta valdi, vinsamlegast mætið og haldið með mér.
Takk
Leikstjóri, framleiðandi, höfundur og klippari.
 
|
 
Jebbs, þá er ég búinað eyða lestímanum mínum í vitleysu. TIl hamingju með það Heiðrún hálfviti.......
 
|
 
Mér finnst ég vera að falla á tíma með allt. En samt er ég ekkert að gera svo sem annað en að snúast í kringum sjálfa mig. Krakkarnir eru enn heima, mamma í heimsókn og samt þarf að læra og redda bíómyndarstöffi og ég kem engu í verk.
Fæ mér bolla af bragakaffi, kannski hressir það.
 
mánudagur, nóvember 08, 2004
|
 
Fékk græna hanska í afmælisgjöf sem eiga eftir breyta lífi mínu, þeir eru nefnilega svo fínir að ég þarf að fá allt nýtt við.
Takk Jóda.
 
|
 
Í dag er ég svo ólánsöm að vera heima með tvo veika krakkagemlinga. Það væri skárra ef þau væru með hitasótt og óráð því þá gætum við bara sofið og horft á skrípó allan daginn. En þau eru með ógeðslega magakveisu sem kallar á mikinn hamagang og læti þegar þarf að hlaupa til með ælufötu eða flýta sér á klósettið. Svo líður þeim ágætlega á milli og verða þá auvitað að vina upp tapaðan leiktíma og þá þurfum við að hamast við að púsla, þar til næsta kast kemur.
Mér er flökurt og mamma er á leiðinni yfir hafið í stórum stíl.
 
sunnudagur, nóvember 07, 2004
|
 
Ælupestarnótt síðastliðna nótt. Gott að hún er búin og ælurnar í bili. Sólin skín og stemt er á göönguferð með ælupúkan.
 
laugardagur, nóvember 06, 2004
|
 
Í kvöld ætla ég að horfa á James Bond og prjóna listaverk.
 
|
 
Gæsin var svo góð að ég er enn þá með standpínu bara. Er svolítið skotin í Birtu eftir gærkvöldið en vonandi líður það hjá bara. Dagurinn í dag er helgaður þvotti og litlum AG með magapínu. Hilsen....
 
föstudagur, nóvember 05, 2004
|
 
Sonnettur eru hollar. Sérstaklega góðar eftir rauðvínsdrykkju. Hljóma eins og súkkulaði og kók, popp og pizza þegar ég stend keik og les fyrir mig hverja af annari.
Stundum hlamma ég mér með andvarpi í sófan og reyni að telja mér trú um að hætta bara í bili en þær kalla á mig; "eina enn Heiðrún, bara eina enn... "og ég hlíði.
Í kvöld er gæsapartý með Birtu, hún skrapp heim að ná í gulrætur og svo ætlar hún að malla gæsina í stórum potti. Held að mitt hlutverk sé að vera stilt og kaupa búttudeig. Vona að ég geti það án þess að það bresti á með sautjándu aldar enskum sonnettum.
 
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
|
 
Þó ég sé ekkert (vona ég) búin að fá allar afmælisgjafirnar er ég búin að fá þá bestu. Ritgerð til baka, án neikvæðra athugasemda, bara Approved.
Takk Heiðrún og Hörður.
 
|
 
Þá er ég loksins orðin þrjátíu og þriggja ára. Vonandi bera þessi tímamót með sér endalok krísunar sem ég er búin að vera í undanfarna tvo mánuði eða svo.
Í morgun er ég búin að fá undurfagra apaskó í afmælispakka frá minni undurfögru fjölskyldu. Þarf samt að bruna með þá norður í bæ eftir skóla til að fá þeim skipt. Ég er nefnilega aldrei ánægð. Svo er ég líka búin að fá fallega afmæliskveðju frá einhverjum á íslandi og ég er voða þakklát fyrir það en ég vet bara ekkert hver er með númerið 8408809. Í kvöld, eftir bekkjarpartý í ÞS bekk ætla ég að bjóða gestum og gangandi upp á rauðvínssjúss á heimili mínu. Ef einhver fer alveg í kleinu núna og hugsar: "þabbara sona, manni er ekkert boðið" þá gildir þetta sem boðskort. En ef þér hefur hins vegar verið boðið nú þegar, geturðu verið viss um að vera á meðal hinna útvöldu.
Gleðilegan afmælisdag!
 
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
|
 
Á fyrirlestrinum sem ég fór á í morgun kommst ég m.a. að því að ég náði ekki einungis ekki að lesa fyrir tíman seinna í dag, heldur að líka ekki að lesa 20 sónöttur fyrir fyrirlesturinn. Húrra, húrra, húrraaahhh....
 
|
 
Við Þorbjörg erum búnar að eyða miklum tíma undanarið tvær saman hér heima. Í gær sótti ég hana í skólan í hádeginu þar sem nöglin á öðrum littla fingrinum var næstum dottin af og það var svo vont að hún gat ekki verið með í skólanum. Svo mátti auðvitað engin koma nálægt nöglinni og alls ekki við hana og varla horfa á hana. ÞS ætlaði að bíða bara þar til hún dytti af sjálf, þó svo að það þýddi að hún myndi ekki geta leikið sér eða farið í skólan eða á frítiðs eða neitt. Þetta varð svo átakanlegt á stundum að hún óskaði þess heitast að deyja. Hvað gæti verið skemmtilegt að lifa með enga nögl? Þetta var vægast sagt mjög damatýskt og ekki látið af dau'ahugsununum fyrr en móðirinn var búin að druslast með sjúklinginn út í búð til að kaupa sárabindi og heftirplástur til að búa um sárið eftir að læknirinn hafði svikið allar okkar vonir og sett lítinn plástur á nöglina og sagt okkur að hafa ekki áhyggjur. Hann fattaði engan veginn að um líf eða dauða væri að ræða.
Já, en ég ætlaði að segja frá öllum tímanum sem við mæðgur erum búnar að vera saman unanfarið.........það er svo sem ekkert sérstakt með hann, en ég sé alltaf betur og betur hvað við erum rosalega líkar. Báðar alveg voðalega skemmtilegar aðra stundina og gjörsamlega óþolandi hina. Nenni eki að deila frekari pælingum með ykkur þó vissulega hafi það staðið til. En í staðin ætla ég að drífa mig í tíma sem ég er ekki búin að lesa almennilega fyrir þrátt fyrir að ég sé búin að læra eins og mother fokker síðan síðast.
hmm líklega best að fara að breyta um tækni.....
 
|
 
Hér hafiði listan aftur ef þið eruð búin að gleyma hvað mig langar í. Ég ætlaði að bæta einhverju við en man ekki hverju eins og stendur en það kemur eflaust.

1. Saga dagana, eftir laumukærastan minn; Sölva Sveinsson.
2. Camper(s) skór, ekki alveg viss um hvernig, svo það er vissara að hafa mig með í ráðum.
3. Svört alpahúfa.
4. Inniskór, einhverja sem maður svitnar ekki mikið í, eru töff en sígildir þannig að maður geti notað þá helst í tvo vetur.
5.Kápa/úlpa/úlpukápa... er ekki alveg viss, ekki páka samt, kannski réttara að segja bara yfirhöfn og hafa mig með í ráðum.
6. Svartur Flaugelisjakki.
7. Rauður varalitur, ekki eldrautt, ekki dimmrautt, bara nákvæmlega eins rautt og mig vantar.
8. Sólarpúður.
9. Prjónar í öllum númerum.
10. Garn í öllum litum.
11. Prjónauppskriftir sem ég skil, ef þær eru fáanlegar.
12. Siggu Lísu aftur út.
13. Mat, má vera matur til að setja í ískápinn, matarboð, út að borða-boð, ostabakki...
14. Sundbol.
15. A Contrastive Gammar textbook & workbook ( Hjulmand).
16. Kínaskyrtu, veit ekki hvaða lit, vissara að hafa mig með í ráðum.
 
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
|
 
Þá er bara byrjað að gjósa og ég frétti það síðust af öllum. Finnst það frekar súrt en það gýs víst fyrir því.
 
mánudagur, nóvember 01, 2004
|
 
Ég á það nú til að vera svona líka asssgoti skemmtileg. Við mæðgur erum búnar að vera heima í dag, ég að læra og hún að leika sér tölvunni. Tvisvar hefur hún þurft að benda mér á þá staðreind að maður á ekki að vera sofandi á meðan maður er að læra. Ég sagði það laukrétt vera og kom mér í óþægilega stellingu í óþægilegum stól til að sofna ekki aftur. Og nú er hún farin í einhverja vídeóorgíu og ég enn vakandi.
 
|
 
lalalalalalalala...mér finnsssst gaman að vera fulll. jejejeje gaman gaman gaman....
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com