Obb bobb obb !!!!
mánudagur, apríl 28, 2003
|
 
Já, þá þarf ég að fara að setja link á hana Hel.Ég var bara ekki alveg með það á hreinu hvernig svona væri, hvort maður ætti sjálfkrafa að setja link á þann sem linkar á mann ( vá þetta rímar meira að segja). En nú er ég líklega búin að fatt'edda. Geri það um leið og ég hef tíma.
Annars er ég búin að setja nýar reglur, þær eru eftir farandi:1) Ávöxtum og grænmeti er er ekki heimilað að kommenta í sjátátinu. 2) engar aðrar reglur eru um þessa bloggsíðu nema annað sétekið fram!
 
sunnudagur, apríl 27, 2003
|
 
Sunnudagur að kveldi komin og börnin sofnuð. það verður eiginlega ekki betra. Þó mér finnist fjölskylda mín vera hin besta , þá neita ég því ekki að hún er með eindæmum orkufrek. Ég er því ein af þeim fáu sem hlakka til vinnuvikunar. kannski má ekki segja svona af því að þá er maður kaldlyndur og vondur. En af hverju má maður ekki segja það sem maður hugsar? Er kannski líka vont að hugsa svona? Er ég núna orðin vond mannseskja í augum almennings af því að ég hef viðurkennt að ég hugsi svona?
Æi, ég er bara farin úr tölvuni...........
 
laugardagur, apríl 26, 2003
|
 
Fokk, fokk, fokk. Í hverju á ég eiginlega að fara????
 
|
 
Barnarúm til leigu!

Tvö barnarúm fást leigð í lengri eða skemmri tíma. Annað er 145 sm en hitt er venjulegt rimlarúm. Það standa nefnilega auð flestar nætur þessa dagana.
 
|
 
Mig dreymdi svona draum:
Ég er að skoða á mér brjóstin og allt í einu tek ég eftir því að á annað brjóstið eru komnar tvær geirvörtur. Mér finnst þetta eitthvað undarlegt og skoða það betur og þá koma fleiri. Tvær til, sú þriðja og sú fjórða. " Nei sko" segi ég við Sigga. " ég er bara komin með júgur". Við urðum bæði himinlifandi yfir þessu júgri og þá vaknaði ég. Með tvær geirvörtur !
 
|
 
Einu sinni var ég að vinna á kaffihúsi og kom eitt sinn gangandi inn í sal með fullan disk af mat. Á leiðinni inn söng ég " seinna þegar ég eignast mann þá elda ég svona fyrir hann" Og viti menn, maðurinn sem fékk matinn er maðurinn minn í dag. Og ég hef eldað svona fyrir hann og allt.
Kannksi ég ætti að syngja "bráðum eignumst við fullt af peningum, og kaupum okkur hús í skerjafirðinum og ég fæ nópelsverðlaunun í eðlisfræði".
já ég geri það!
 
fimmtudagur, apríl 24, 2003
|
 
Stundum finnst mér eins og ég sé bara alls ekkert með í heiminum. Stöff gerist og svona og ég sé það bara með öðru auganu i forbí farten. Eða eitthvað. Ég bara líð í gegnum dagin án þess að taka almennilega eftir því. Skrítnast er þó þegar ég geri eitthvað sjálf á svona dögum, án þess að taka eftir því. Eins og í dag, þá er ég búin að labba austurbrú endana á milli, leikstýra og leikstýra og leikstýra. Án þess að verða vör við nokkuð af því. Kom aðeins til meðvitundar á meðan ég varð að halda í mér smá stund, en um leið og ég hafði pissað, hvarf ég aftur í algleymið. Og nú er komið kvöld og ég held bara mínu striki og fer upp í rúm að gera það sem ég hef verið að gera í allan dag. Dorma.
 
miðvikudagur, apríl 23, 2003
|
 
Mmmmmmm, ýsa er góð. Soðin ýsa og kartöflur með miklu smjöri er líka góð. Hræætur eru bestar. Ekki hestar, bestar
 
|
 
Í dag var ég leikstjóri í fyrsta sinn. það er djöfulli efrfitt að vera leikstjóri þegar leikararnir eru hégjómagjörn ungmenni, með öllu ólærð í listinni að leika , sem vilja alls ekki gera neitt sem gæti þótt asnalegt. Spurning hvort ég vilji vera titluð leikstóri á kreditlistanum.
En á morgun ætla ég að vera bidds frá helvíti og segja þessum krökkum til syndana og aftur heim!!!
Þá er nefnilega annar dagur í tökum, þá gengur allt betur . Miklu, miklu betur?????
 
þriðjudagur, apríl 22, 2003
|
 
Eins og þau eru góð í að vekja hvort annað, börnin mín. Af hverju í andskotanum geta þau þá ekki svæft hvort annað?
 
mánudagur, apríl 21, 2003
|
 
Og svo kom bara sumarið, ja, eða vorið. Ég veit ekki hvort þetta er en gott er það. Glampandi sól og hiti í stíl.
Daníel Birkir Snorrason var skírður í gær og við fengum kökur og gúmmilaði í tilefni af því og svo á hann Gunni 10 ára afmæli í dag og við fáum kökur og gúmmilaði í tilefni af því.
Það er gott að vera komin heim. Hér er nefnilega svo mikið gúmmilaði!
 
sunnudagur, apríl 20, 2003
|
 
Kannksi ég ætti að gefa Aranldi páskaegg í staðinn fyrir stíl. Þau hljóta að slá á hita, lækna hósta og vera góð við sárum gómum.
Þau eru svo svo góð..........
 
|
 
Það er örugglega ekkert sem páskaegg getur ekki læknað. Ég er allavega búnin með u.þ.b. 300 grömm og mér líður svo vel. Í hvert sinn sem ég fæ enhver ónot í magan, fæ ég mér bara aðeins meira og allt lagast!

Af hverju veita fugfélög ekki þeim foreldrum sem eiga stiltustu börnin í hverri flugferð, verðlaun? Ef þau myndu veita verðlaun, hefði ég fengið þau í dag og líka um daginn þegar ég flaug til íslands. Kannski hefði ég fengið páskaegg. En ég fer bara í Tiger og kaupi mér verðlaunapeninga ( það er hægt að fá 5 plast-gullpeninga á tíkall) og geng svo með þá þangað til ég man ekki hvernig það er að eiga þæg börn.

Ókey, páskaegg laga ekki slæma sjónvarpsdagskrá. Eru það bara óskráð lög að allt eigi að vera leiðinlegt á páskum? Ja, sko fyrir utan páskaeggin þau eru alltaf skemmtileg.
 
|
 
Hæ ég er komin. Og farin út að leika!!!
 
þriðjudagur, apríl 08, 2003
|
 
Dionne Warwick og Tarapacá Cabernet Sauvignon ætla að hjálpa mér að pakka!
 
|
 
Eftir að bloggið kom til sögunnar er ég næstum hætt að fylgjast með fréttum. Áður fór ég inn á alla veffréttamiðla heims þegar ég hafði ekkert annað að gera við tölvuna en nú les ég bara slúður. Veit fullt um eitthvað ókunnugt fólk sem ég hef aldrei hitt. Reyndar les ég eiginlega bara konublogg, finnst karlkyns bloggarar vera frekar leiðinlegir. Kannski eru þeir bara svo margir að ég veit ekkert hvað ég á að byrja. Eða eitthvað. Þessar kerlingar veit ég alls kyns um: Þórdís og Hel. Svo eru einhverjar aðrar sem ég kíki stundum á.

Ég er að koma til lansdis bláa á morgun. Og er að hugsa um að fara á pólitíska pönktónleika á föstudaginn, það get ég allavega hitt hannFlosa .
Svo ætla ég að éta nammi, allan tíman sem ég verð á Íslandi. Tek bara með mér stór föt svo ég geti fitnað og fitnað og fitnað.......
Danskt nammi er nebblega ekkert gott.
 
mánudagur, apríl 07, 2003
|
 
Djöfull er allt ömurlega ömurlegt. Ef ég væri fyllibytta myndi ég drekka mig fulla!
 
|
 
Er ennþá stríð?
 
sunnudagur, apríl 06, 2003
|
 
Þorbjörg Salka fjögurra ára hefur loksins sagt hvað hún vill verða þegar hún verður stór. Hingað til hefur hún ekki viljað verða stór. Bara alltaf lítil og alltaf eiga heima hjá mér og alltaf sofa í mínu rúmi. En þegar hún verður stór ætar hún að verða íslenskur söngvari.
 
|
 
Ef einhver reynir að telja ykkur trú um að laxahakk sé gert úr úrvals laxi, er sá hinn sami hálfviti og ekki til að taka mark á! Ekki einu sinni ef það kynni að vera maki ykkar. Laxahakk er ógeð gert úr sjálfdauðum eldislaxi sem er blandað með lýsi. Líklega til að ná fram reglulegum viðbjóði.
Verði ykkur að góðu!
 
laugardagur, apríl 05, 2003
|
 
Það eru á okkur hjónum einhver álög. Við komumst aldrei saman út, sama hvað við reynum.
Í kvöld ættlaði ég sko að bjóða honum út að borða og e-ð gaman. En þá verður sonurinn bara veikur og veikur og ég vil ekki leggja það á vini mína að passa börnin mín séu þau ekki í fínu standi.

Ætli við kíkjum samt ekki aðeins á barinn eftir að þau sofna, hún Bibba blaðakona ætlar að passa. Hún er heimsfrægur pislahöfundur á Íslandi og allt!!!
 
|
 
Heimilið mitt er eins og hjá konu sem er búin að vera á benídorm í viku og unglingssynir hennar tveir eru einir heima. Ógeðslegt að hér skuli búa lifandi fólk!
 
|
 
Ef einhver á annaðborð þarf að vera með uppköst og niðurgang, væri bara best að það væri ég. Þegar ég er útbíuð í ælu og skít finnst mér alla vega aðeins skárra að sé minn eiginn skítur og mín eigin æla.
Af hverju eru börn ekki með sjálfhreinsibúnað?
 
fimmtudagur, apríl 03, 2003
|
 
Það er óþolandi að vera alltaf í úlpu ( ókey lúppu þá ) . Ég er alltaf að gera sömu hlutina, týna drasl upp af gólfinu, skúra, skamma, hugga, skipta um bleiur, svæfa, vekja, elda mat, vaska upp, þvo þvott, brjóta saman, týna drasl upp af gólfinu, skúra, skamma, hugga, skipta um bleiur, svæfa, vekja, elda mat, vaska upp, þvo þvott, brjóta saman..........
Verður þetta bara alltaf svona?
 
|
 
Núna man ég hvers vegna ég er ekki að flækjast mikið úti á kvöldin. Það er óge... leiðinlegt að vera þreyttur. Ég rétt hékk uppi fyrir hádegi í dag, vaknaði svo yfir miðjan daginn og svo kom þreytan aftur. Breyttist í pirring og ógeð sem auðvitað fá aðeins að bitna á mínum nánustu. Ég geri sko vel við mína!
það var samt alveg gaman í gær en ekki nógu gaman til að nenna að vera svona leiðinleg daginn eftir. Og ekki var ég þunn eða neitt, bara þreytt. Ég er orðin alger kerling. Gömul fyrir aldur fram. Útslitin af illri meðferð og umhyggjuleysi.

En bæ ðe vei. Ég tými sko alveg að kaupa nýja sokka fyrir börnin mín. Það er bara eitthvað sem gerist í hausnum mínum þegar ég sé alveg heila sokka eða sokkabuxur með smá ( eða stór) göt á tánum, sem gerir það að verkum að ég fer að reyna að stoppa í þau. Klikkun.
 
þriðjudagur, apríl 01, 2003
|
 
Er það eitthvað innbyggt í mig að ég verði að stoppa í sokkaplögg barnanna minna? Kommon ég kann það ekki almennilega. Nú fer blessunin hún dóttir mín í leikskólann á morgun með undarlegar tvinnafækjur á tánum. Aftur!!! Siggi gerir svona lagað aldrei, honum finnst hann ekkert þurfa að gera það.
Djös, af hverju get ég ekki bara drullast til að kaupa nýja sokka á barnið?
 
|
 
Það er eins gott að ég og bekkurinn minn komum ekki að alvarlegu slysi í dag. Við vorum nefnilega á skyndihjálpar námskeiði og aumingja kennarinn náði ekki einu orði af viti upp úr okkur. Engu okkar.
Ef við hefðum hitt einhvern alvarlega slasaðan þá hefði sá sami látist skömmu eftir að við hefðum komið til sögunar. Hins vegar hefði hann fengið bjór og vínarbrauð, þúsund kossa, verið áreittur kynferðislega og líklega verið rændur í ofanálag.
En rosalega var gamal hjá okkur, við létum eins og algerir hálvitar. Ég held að það sé holt að láta eins og hálfviti. Það er allavega gaman að láta eins og hálfviti og enn þá meira skemmtilegt að gera það með hópi fólks.
Hálfvitar eru bestir.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com