Obb bobb obb !!!!
mánudagur, maí 25, 2009
|
 
Arnaldur var ekkert þreyttur í gærkvöldi. Gat bara alls alls ekki sofnað. Mjálmaði endalaust í rúminu sínu –ég er ekkert þreyttur- ég get ekki sofnað-. Kunni greinilega ekki við að spyrja mig hvort hann mætti sofa í mínu rúmi, einn ganginn enn. Hefur líklega vitað hvert svarið yrði.
Svo kom hann að lokum inn í stofu með sængina sína. Lagðist á mottuna og steinsofnaði!
 
þriðjudagur, maí 12, 2009
|
 
Gemlingarnir fóru út í búð fyrir mig í gær. Þau tóku sér góðan tíma í að græja sig í línuskauta og tilheyrandi hlífar og hjálma. Fengu pening og miða og áður en þau lögðu í hann fullvissaði ég mig um að hrafnasparkið mitt væri nokkurn veginn læsilegt svo þau kæmu nú ekki heim með einhvern óþarfa. Og svo fóru þau.
Það leið og beið, ég eldaði matinn og spjallaði mikið við gestinn sem var í kaffi hjá mér.
Seint og um síðir heyrist bjástrað við dyrnar og ég rýk fram að taka á móti aðföngunum en fæ þessa romsu í andlitið;
„MammaviðgleymdumpeningunumégdattípollogArnaldurreyndiaðstelaúrbúðinni“!
 
miðvikudagur, maí 06, 2009
|
 
Bílaumræður
Drengur: þú segir alltaf nei mamma, vilt aldrei gera neitt með okkur.
Móðir byrstir sig og segir: ég segi ekki alltaf nei, ef ég gerði það værum við ekki að koma úr sundi núna.
Stúlka: Já, og þá værum við ekki á leiðinni að kaupa safa, og ef hún segði alltaf nei, ættir þú ekki föt og mættir ekki fara í skóla. Sko, ef hún segði alltaf nei, værir þú ekki einu sinni til!
Móðir hlær dátt inni í sér og brosir í kampinn.
 
sunnudagur, maí 03, 2009
|
 
Um daginn hitti ég fyrsta strákinn sem ég kyssti. Hann er reyndar orðinn virðulegur maður núna, fullorðinn með velmegunarbumbu. Við bókstaflega rákumst hvort á annað og uppúr honum hrökk "Heiðrún, þú hefur ekkert breyst!"

Kossinn sem allir mínir kossar hafa verið miðaðir við var kysstur fyrir 27 árum. Ég og kyssandinn umgengumst hvort annað í um það bil tvö ár eftir þennan sögulega koss en höfum ekki sést síðan þá, s.s. í 25 ár og það fyrsta sem han segir við mig er að ég hafi ekkert breyst!

Nú þykist ég vita að mín upplifun af kossinum hafi verið sterkari en hans. Því þó að það sé gott að kyssa mig, þá hafði hann kysst sinn fyrsta koss áður en hann kyssti mig. Þess vegna þykir mér ólíklegt að hann hafi munað kossinn okkar jafn vel og ég og dregið upp minninguna í hvert sinn sem hann hefur kysst einhverja í fyrsta sinn.

Ég hlýnaði öll að innan þegar ég rakst á hann, roðnaði jafnvel smá og það rann upp fyrir mér að líklega verð ég alltaf skotin í honum. Það hefur alla vega ekki breyst. En mér fannst svo merkilegt að honum finnist ég vera eins og þegar ég var þrettán. Hvað er það? Er það gott eða vont? Jákvætt eða neikvætt?

í gær hitti ég svo annan sem ég kyssti þegar ég var átján, nítján, tuttugu.... já alltaf af og til þar til ég varð 27. Við höfum ekki sést lengi og þurftum auðvitað að fara aðeins yfir hvað á daga okkar hefur drifið síðustu árin. Ég sagði honum í grófum dráttum hvað ég hef verið að bardúsa, eignast tvö börn, gifta mig og skilja, flytja á milli landa, læra og lifa. Allt hlutir sem hafa haft mikil áhrif á mig og minn þroska.
Ég fékk örsögu um hans líf; mál málanna var að hann ætti loksins von á sínu fyrsta barni. En það sem hann sagði umfram það og endurtók marg oft var; "Heiðrún, þú hefur bara ekkert breyst!"
Ég sperrti eyrun í hvert sinn sem hann sagði þetta. Reyndi að lesa í málróminn; Var hann hissa? Glaður? Vonsvikinn?

Ég er mikið búin að brjóta heilan um þetta en er eiginlega engu nær. Er gott að hafa ekkert breyst frá því að maður er 13? þýðir það kannski maður líti vel út? En að hafa gjörsamlega staðið í stað frá 27 til 37?
Ég vona svo sannarlega að ég hitti þá bráðum aftur, þá ætla ég að spyrja þá hvað þeir eiga við.
Ég vil nefnilega ekki alltaf vera eins. Ég vil breytast á hverjum degi, verða betri og betri, eldast og þroskast.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com