Obb bobb obb !!!!
fimmtudagur, maí 31, 2007
|
 
Mikið er gaman að lifa! Kroppurinn aumur eftir strembinn jógatíma og hugurinn líka, eftir strembna viku. Nú verður lesfrí hjá mér í þrjá daga og svo tek ég á því á ný.
 
miðvikudagur, maí 30, 2007
|
 
Ég gerði það!
Nú ætla ég að fara í jóga, fá mér svo rauðvínsglas og prenta herlegheitin út, svo ég þurfi ekkert annað að gera á morgun en að skila og njóta þess að vera búin með þessa törn (les.ég ætla að sofa!).

...og svo er Jóda mín bara að koma í heimsókn!
 
þriðjudagur, maí 29, 2007
|
 
Svei mér, ef þetta lítur ekki bara út til að ætla að hafast!
 
föstudagur, maí 25, 2007
|
 
Sem betur fer er peran að koma, ég held samviska mín þoli ekki mikið fleiri mauralíf. Hvernig er svona aftur meðhöndlað í Strassburg? Er það sá sem fyrirskipar eiturefnaárásir og útrýmingar sem er sekur, eða sá sem útfærir ódæðisverkin? Best að fela öll strategísk skjöl um fyrirhugaðar útrýmingar í eldhúsinu mínu til öryggis...
 
fimmtudagur, maí 24, 2007
|
 
Akkúrat á slaginu eftir viku á ég að vera búin að skila. það hefst. Ég er búin að ákveða það.
Mamma kemur í au-pair stöðuna á morgun, þá flyt ég niður í lesherbergi, -btw á einhver badge með aðgangi sem ég get fengið lánað í vikutíma? - það er alltaf stuð í kjallaranum.
Krakkarnir eru hressir, sem betur fer. Það eru maurar í eldhúsinu mínu og þegar ég hringdi í meindýraeyðinn sagðist hann ætla að skrifa það hjá sér, að ég væri með maura, en það hefur engin áhrif haft. Honum væri nær að koma hingað og skrifa þá upp, maurana!
en talandi um að skrifa....best að ég fari að gera það...
 
miðvikudagur, maí 16, 2007
|
 
Ég vona að djöflaklóin virki vel á mig í dag.
 
þriðjudagur, maí 15, 2007
|
 
Þá er það komið aftur, gamalkunna einbeitingarleysið. Andskotans böl og ekkert annað. Nú get ég hvorki komið né farið vegna kápuleysis, eins og konan í sönnum sögum af sálarlífi systra. Þetta er alveg ferlegt!
 
|
 

Fyndið, það er eins og ég hafi eignast nýja krakka eftir að ég klippti AG. Hann kominn með splunkunýja stæla, svakalega ánægður með sjálfan sig. Stóra systir er svo skotin í litla bróður sínum að þau gengu í faðmlögum alla leið í skólann hennar, þar sem hann varð að koma með inn og svo kvöddust þau með kossaflensi sem ætlaði engan enda að taka.
 
mánudagur, maí 14, 2007
|
 
Stórtíðindi
Þegar við komum heim úr mat hjá Ingibjörgu, Óla og Birni Rafnari (sem er núna ennþá meira hræddur við mig en áður, af því ég á það til að byrsta mig stundum), sagði Arnaldur Goði upp úr þurru að hann vildi að ég klippti hann. Jájá, hvað mikið, sagði ég. Hann gerðu merki um að hann vildi vera stutthærður og þá sagðist ég nú ekki vera besta manneskjan í verkið, enda hefði ég aldri farið í hárklippiskóla. En það var engu tauti við hann komandi, ég skildi klippa hann stutt, sem ég og gerði. Reyndar spurði hann mig á meðan á klippinu stóð, hvort ég gæti ekki bara hugsað mér að fara að skipta um skóla. Og fara í hárklippiskóla. Mér finnst það ekkert svo fráleit hugmynd, ég held að það sé ekki eins mikið um ritgerðarskrif eins og í mínum skóla. En stórfréttirnar eru að ég á svakalega flottan stutthærðann strák, með ljóta klippingu!
 
|
 
Í dag er ég hætt að skammast mín. Ég gerði eins og ég gat og það þýðir ekkert að agnúast út í þetta ástand. Vonandi gengur bara betur næst.
Ég er svo slæm af einbeitingarskorti að ég sit hér og les upphátt fyrir sjálfa mig, annars sofna ég örugglega. Ég hef marg reynt það á síðustu klukkustund hvað er erfitt að segja "branding bruges" á góðri dönsku, þ.s. branding, með hæfilega dansk/amrískum hreim og bruges, í kjölfarið án þess að rúlla r-ið á enska vísu. Prófiði bara sjálf!

Ég er búin að ákveða að kaupa mér blátt hjól, mig langar svo að prófa að vera 'stúlkan á bláa hjólinu' áður en það verður of seint. Ekki alveg eins smart að vera kellingin á bláa hjólinu. En ellikelling er nú samt svolítið að stríða mér, ég man nefnilega ekkert hvað gerist í bókinni. Getur einhver glætt minni mitt?
 
sunnudagur, maí 13, 2007
|
 
Mér finnst að við ættum að skammast okkar öll sem eitt...
 
laugardagur, maí 12, 2007
|
 
..svo kom bara kallinn með kaffi beint frá Svíþjóð! Takk fyrir það pabbi.
Krakkarnir eru í afmælisboðum í dag og ég vonast til að geta lesið svolítið. Annars er júrópartí, næturgisting og kosningarvaka á dagskrá kvöldsins. En af því að ég er orðin svo gömul, á ég ekki von á að nenna að vaka lengi yfir kosningunum, ja, jú, ég verð í góðum félagsskap svo ég hlýt að þrauka eitthvað.
 
föstudagur, maí 11, 2007
|
 
Óskaplegar samsæriskenningar eru þetta um júróvisíon. Dettur engum í hug nema mér að við, vestur-Evrópubúar séum einfaldlega löngu búin að missa áhugann á þessarri keppni og eigum ekki séns í austur-Evrópubúana, sem allir eru komnir með splunkunýja farsíma, þegar kemur að því að hringja inn. Ég þekki engann sem horfði á keppnina í gær, hvorki Dani né Íslendinga. Ekki það að ég þekki neitt voðalega marga yfirhöfuð, en ég er viss um að ég hefði þekkt einhverja sem fylgdust með ef ennþá væri árið 1986.
Með inngöngu austanþjóðana í EB hafa þeir dreift sér yfir á okkar yfirráðasvæði vestur-Evrópu, með farsímana sína, og auðvitað hringja þeir og kjósa sitt fólk. Það hefði ég líka gert árið 1986 hefði ég átt splunkunýjan farsíma.
 
|
 
Nær undantekningalaust vakna ég á morgnana. Nær undantekningarlaust langar mig að sofa lengur. Venjulega hefur þetta engin áhrif á mig, venjulega get ég ekkert sofið lengur og fer bara á fætur. Stundum get ég hins vegar sofið lengur og geri það þá án þess að hugsa mig um. En stundum, eins og í dag leggst þessi löngun svo á sálina í mér að ég fer að efast um eigið heilbrigði. Er eðlilegt að fullorðin manneskja vilji ekki fara á fætur?
Það er ekki það að ég sé eitthvað sérstaklega þreytt. Heldur ekki að mig langi alls ekki að vera vakandi, geti ekki horfst í augu við daginn. Nei, nei, mig langar bara að sofa meira. Kúra. Slökkva á vekjaraklukkunni og teygja mig í bókina á náttborðinu, lesa smá og sofna aftur. Svei mér ef mér finnst það ekki bara betra en súkkulaði!
 
fimmtudagur, maí 10, 2007
|
 
Velmenntuðu, glaðlyndu nágrannarnir buðu mér í morgunkaffi. Það var mjög kærkomið og gott. Vakti lengi við að læra og átti ekkert nema rúgbrauð í morgunmat, svo tilbúinn eðalmorgunverður, svo gott sem í rúmið, var sannkölluð guðsgjöf. Annars er ég bara að læra, ekkert annað að frétta svo sem, ekki það að lærdómurinn sé svo sem einhver stórfrétt. Krakkarnir halda áfram að vera óþekkir og skemmtilegir. Og svo er ég komin með kvef og er að pæla í að panta tíma fyrir okkur mæðgur í klippingu. Vá, hvað þetta er mikil lágdeyða...
 
þriðjudagur, maí 08, 2007
|
 
Í morgun var ég löt. Jók það enn þá á leti mína að fá ekki gott kaffi í kroppinn með morgunmatnum. Það er fátt verra en vont kaffi að morgni dags. Ég átti þess vegna engra annarra kosta völ en að fara upp í rúm og safna í mig kjarki til þess að betla smá kaffilús hjá nágrannanum. Eftir tveggja tíma kjarksöfnun, tókst mér með naumindum að hafa mig alla leið yfir ganginn og til allrar hamingju aumkaði granninn sig yfir mig og lánaði mér kaffi.
Eða...
Í morgun var ég löt. Fór uppí rúm að leggja mig eftir að hafa komið krökkunum í skólann. Ingibjörg lánaði mér svo kaffi, af því að mitt er vont!
 
mánudagur, maí 07, 2007
|
 
Jæja, þá er ég búin að skila fyrsta. Fékk hjálp frá Ingunni í gær, hún er sko klár, maður minn!
En nú er þvottur, þrif, pönnukökubakstur og hvíld á dagskrá. Á morgun byrja ég svo á næsta. Næs, ta....
 
sunnudagur, maí 06, 2007
|
 
Ég fór á dansiball í gær með Palla, Ingunni og Einari Óla og það var ofboðslega skemmtilegt.Við diskódönsuðum af okkur rassinn og fórum svo brosandi heim í nóttinni.
 
laugardagur, maí 05, 2007
|
 
Sex karamellur og þrjár gulrætur. Ég hefði átt að hafa hlutföllin á hinn veginn!
 
föstudagur, maí 04, 2007
|
 
ohhh, svo er hann bara ekkert svo frábær, eftir allt saman. Ég er alveg að gefast upp og er komin með tár í augun. Hver kann CSS og getur, vill og nennir að hjálpa mér smá?
 
|
 
Þetta er frábær dagur. Ég er búin með textann, er að fara að senda hann til kennarans til yfirlestrar og svo ætla ég mér að massa síðuna líka í dag!! Jájá, stór orð kannski, en nú nenni ég þessu ekki mikið lengur, best bara að rummmmpa þessu af. Ca 44 dagar í frí og 26 í næstu skil...
 
fimmtudagur, maí 03, 2007
|
 
Skrítnir þessir dagar núna. Þeir fljúga áfram án þess að mér takist að framleiða mikið fyrir skólann, en samt eru þeir svakalega innihaldsríkir. Núna er Birta í pössun hjá okkur, Arnaldur er ný lagður af stað í tívolí með Birni og Ingibjörgu. Í kvöld kemur svo hin Birtan í mat og gistingu, vonandi kemur Palli líka bráðum í mat og pabbi kemur á sunnudag. Í gær fór ég og kaus, fór á bókasafnið, fór í búðina og í jóga. Borðaði svo falafel og lionbar og horfði á aðþrengdar eiginkonur og las svo spennusögu. svo finnst mér skrítið að ég sé ekki alltaf að læra, ég má bara greinilega ekkert vera að því!
 
þriðjudagur, maí 01, 2007
|
 
Í gær vakti ég lengi og reit á danska tungu. Það sagði mér svo maður í dag, að sá texti hafi verið svolítið loðinn. Hann ætti nú bara sjálfur að prófa að skrifa með kartöflu í munninum!
Það er mikil lokunarvika í skólum og leikskólum og frítiðsum, þannig að báðir krakkarnir eru heima í dag en ég hef samt ekki hugmynd um hvar þau eru. Og ég held að þau séu ekki saman, heldur með sinni hvorri, Birtunni. Ég vona bara að þau séu sæl og glöð hvað sem þau eru niður komin og að þau skili sér að lokum heim.
Annars er ég auðvitað bara að læra og það er svaka gaman.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com