Obb bobb obb !!!!
föstudagur, september 30, 2005
|
 
ég er þreytt, mig langar í frí.....núna. En hins vegar veit ég að það líður hjá eftir tvo kaffibolla eða svo. ÞS er í stofufangelsi yfir helgina, refsing sem hún fann upp á sjálf, og AG er svo frekur að ég veit ekki hvar það endar. Annars eru börnin mín yndislega góð og falleg og dugleg og SJÁLFSTÆÐ. Þau eru óneitanlega bestu börn sem ég á í heiminum!
 
fimmtudagur, september 29, 2005
|
 
Verða að muna að borða aldrei aftur allt gvagamólið ein!
 
miðvikudagur, september 28, 2005
|
 
Jóda, ég kem 13. október klukkan 14:25 ca.
 
|
 
Ég held að danir séu þeir einu í heiminum sem ganga fyrir rúgbrauði. Hér er það hinn mesti glæpur að gefa barni heilhveitibrauð. Ég á líklega von á barnavernarnefd, því mín börn borða sára sjaldan rúgbrauð. Ja, illa er farið með þau......ég segi nú ekki annað!
 
mánudagur, september 26, 2005
|
 
Hvenær eru draumar draumar og hvenær eru þeir veruleiki?
 
sunnudagur, september 25, 2005
|
 
Fór á frábært hommadansiball með Erni Inga, Óla og Hjalta í gær. Svo vaknaði ég í dag í yndislegu veðri og gat ekki gert neitt annað en að fara út að horfa á fólk, labba og lesa í sólinni. Núna ætla ég hins vegar að þrýfa heimili mitt og glápa svo á bíó í kvöld. Það er svo gott að vera til.
 
laugardagur, september 24, 2005
|
 
Þá er ég löglega skilin að borði og sæng. Er ekki tilvalið að halda eitthvað upp á það í kvöld?
 
föstudagur, september 23, 2005
|
 
Gessovel:
1. Ég á það til að rugla saman væntumþykju og ást.
2. Ég borða ekki sultu ofan á brauð og ekki heldur með sunnudagssteikinni.
3. Ég tala stundum án þess að hugsa (hehe, stundum hvað?).
4. Einu sinni átti ég hest, ofurlítinn, rauðan!
5. Ég held ég trúi ekki á sanna ást á milli manns og konu, um nótt þegar hestarnir eru sofnaðir í túninu.

Ætli sé ekki best að klukka þá Ingibjörgu og Kötu............
 
|
 
Hálsbólgan hefur vikið fyrir lífsgleði og fiðrildum, sem bara uxu í mallanum af sjálfum sér. Þar af leiðandi ætla ég að skrópa og setja á mig mikið ilmvatn og fara yfir brúnna í hádeginu. Ó ljúfa líf!
 
fimmtudagur, september 22, 2005
|
 
Ég er að fá einhverja helv...hálsbólgu. Ég nenni ekki svoleiðis rugli. En annars allt bærilegt bara. Ég er orðin svo rótgróin í þessu hverfi að það er stór hópur róna og útigangsmanna farinn að heilsa mér. Mér þykir voða vænt um það, af einhverjum ástæðum og brosi mínu blíðasta þegar ég kasta á þá kveðju. Annars ætla ég í gatinu mínu að fara að kaupa mér ilmvatn áður en ég klára að klára þýðinguna og finnst mér það vera alveg rétt forgangsröð; Fyrst ilmatn og svo læra!
 
miðvikudagur, september 21, 2005
|
 
Loksins! Það tók nýju kennarana hennar Þorbjarar tæpa tvo mánuði að fatta að hún getur verið "svolítið" erfið. Ég hélt að hún væri að missa tötsið.....
 
þriðjudagur, september 20, 2005
|
 
Ég er líka að fara til Washington og New York í nóvember.......ligga ligga lá!
 
|
 
Lesa Narrative of the life of Frederick Douglass, an American slave í allan dag. Svo fæ ég að fara í krakkaleikfimi með sæta pabbanum í verðlaun. Júbbbbbí.
 
mánudagur, september 19, 2005
|
 
Sumt vill maður ekki vita. Til dæmis langar mig ekkert að vita hvernig það komst skapahár í smjöröskjuna mína!
 
|
 
Ég svaf yfir mig í morgun. Það var óþægilegt og ég ætla ekki að gera það aftur í bráð.
 
sunnudagur, september 18, 2005
|
 
Gærdagurinn var góður. Byrjaði á dansi í skólanum hennar Þorbjargar Sölku og endaði á dansi í Jónhúsi. Þessi dagur byrjaði hinns vegar ekki eins vel, var föst í meto í klukkustund. En svo er nú að rætast úr honum og þó að hann komi líklega ekki til með að enda með dansi, hef ég fulla trú á honum.
 
föstudagur, september 16, 2005
|
 
Þá á ég bæði nýtt sjónvarp og nýjan sófa. Lukkuleg er ég!
 
|
 
Tannálfurinn hefur greinilega verið að fara í gegnum bókhaldi hjá sér. Ég fann fimmkall í rúminu mínu í morgun, rétt við koddann minn ( álfurinn hefur auðvitað ekki getað lyft honum upp af því að á honum lá þungur fullorðinshaus, en ekki barnahaus eins og hann er vanur að lyfta). Og ég get svo svarið það að ég hef ekki misst eina einustu tönn síðan Ingunn Mai dró úr mér jaxl fyrir rúmum sex árum!
 
fimmtudagur, september 15, 2005
|
 
"MAMA JE VIL EKE FARA Í BAÞ Ó HAKLAÞEÞ ER PLÚJF" Skrifaði dóttir mín tvítyngda á miða sem hún afhenti mér áðan. Mér finnst hún alveg roasalega dugleg, en fyrir þá sem ekki skija þá þýðir þetta; mamma ég vil ekki fara í bað og handklæðið er blautt!
 
|
 
Börnin mín voru á stofnunum frá átta til fimm í gær í fyrsta skipti á ævinni. þó að við lifðum það öll af var það ekki góð tilfinning, ég var með samviskubit allan daginn, frá klukkan 8:05 og þangað til ég sótti þau. Meira að segja fannst mér skúringakonan á leikskólanum horfa á á mig á niðrandi hátt, en þetta verður bara að vera svona næstu tvo mánuði. Og svo er líka mikið til í því sem fróm kona sagði við mig á förnum vegi í gær; við verðum að æfa okkur í þessu áður en við flytjum til Íslands!
 
miðvikudagur, september 14, 2005
|
 
Ag byrjaði í leikfimi í gær. Það var rosalega skemmtilegt fannst mér, honum fannst reyndar söngurinn og það stöff vera óttaleg tímasóun, vildi bara vera að hlaupa og kasta hlutum allan tíman, skiljanlega. Munurinn á þessari leikfimi og þeirri sem ég fór í með ÞS þegar hún var á svipuðum aldri er svo sem enginn, en það var miklu skemmtilegara í gær en í öllum þeim tímum sem ég fór í með ÞS. Viljiði vita af hverju??? Eins skrítið og það kann að vera, var það vegna þess að í gær var meiri parturinn af foreldrunum pabbar og þeir léku sér ekkert minna en krakkarnir. Þetta gerði það verkum að: A) það var ekkert safnast saman í litlum hópum og dagvistunarmál hverfisins rædd á innsoginu í hálfum hljóðum og B) ég var ekki eina manneskjan sem lék mér að öllu flotta dótinu.
Auðvitað þarf að ræða dagvistunarmál, sjúkdóma og uppeldi og ég veit ekki hvað í hálfum hljóðum á innsoginu stundum, en það er bara svo miklu, miklu skemmtilegra að leika sér. Og svo held ég það sé líka mun hollara.
 
mánudagur, september 12, 2005
|
 
Hvers vegna að vakna klukkan sex þegar maður getur sofið til átta?
 
sunnudagur, september 11, 2005
|
 
Búin að kaupa miða til Íslands. Kem 13. okt og verð fram til 24. Líka búin að kaupa mér miða á Depeche Mode 25. febrúar. Ligga ligga lá!
 
|
 
Elín hringdi heim til sín í nótt og sagði að hún myndi ekki koma heim fyrr en hún fyndi mann fyrir mig. Hún er ennþá í bænum!
 
föstudagur, september 09, 2005
|
 
Það lítur út fyrir að það verði nóg að gera hjá mér í vetur. Þýðingar kúrsinn er viðameiri en ég hélt og við hann hafa bæst fyrirlestrar. Ég ætla að sjá hvernig mér gengur að þýða yfir á dösnku áður en ég fer í að athuga með einhverja krókaleið fyrir mig í gegnum kerfið. Það verður spennó. Svo hafa líka bæst við tímar í Amerískri sögu, bíótímar, sem er skemmtilegt, en vont að það skuli taka tíma. Svo þarf ég að fara með ÞS í dans og AG í leikfimi, finna hlaupatíma fyrir mig og líka jógatíma. Svo þarf ég auðvitað að læra og gera allt hitt sem þarf alltaf að gera, búa til mat, þvo þvott, þrífa og hugsa um börnin mín. Ég þarf greinilega að skipuleggja robbosslega vel svo ég geti látið þetta rúlla. Ég vet alveg að ég kemst yfir þetta allt, en þoli ekki að hafa á tilfinningunni að ég sé alveg að falla á tíma með allt og verði að flýta mér. Nú ætla ég að flýta mér í skólann!
 
miðvikudagur, september 07, 2005
|
 
Fyrsti tíminn í amerískri sögu í dag. Ég ætla rétt að vona að Gregory Stephenson sé sætur, annars á áfanginn eftir að vera frekar döll.
Annars ekkert.......
 
þriðjudagur, september 06, 2005
|
 
Ég veit fátt betra en að leggja mig. Mér er það svo mikið nautn að ég treysti mér ekki til að lýsa því fyrir fólki eða reyna að útskýra nautnina sem í þessu fellst. En ég er alla vega endurnærð og full vellíðunnar í augnablikinu.
Í gær byrjaði ég í skólanum aftur, það var fínt. Reyndar heldum við Jarí að við gætum falið okkur fyrir Henning málfræðikennara í nýja 37 manna bekknum. En kallinn heilsaði okkur báðum með nafni þannig að hann á eftir að bögga okkur hér eftir sem hingað til. Og það leiðir til þess að ég þarf að fara að koma mér upp úr svefnhöfganum og drífa mig í að læra málfræði.
 
mánudagur, september 05, 2005
|
 
Ég vaknaði við "golden shower" í morgun!
Ég segi ekki að það hafi verið hressandi en ég glaðvaknaði við það. Sonur minn, sem korteri fyrr hafði samviskusamlega tekið af sér næturbleiuna og farið með fram í ruslatunnu, mé yfir bakið á mér, velti sér svo á hina hliðina og þóttist alsaklaus af þessu glæpsamlega athæfi. Hann hefur greinilega bara gleymt að fara á klósettið á leiðinni aftur inn í herbergi ,blessaður.
En ég er alla vega vöknuð og er á leiðinni í skólann, húrrah, húrrah, húrrah.
Svo fékk ég gefins sófa í gær og hann er svo stór að ég get alveg sleppt því að kaupa mér rúm og bara sofið í honum. Lífið leikur við mig!
 
sunnudagur, september 04, 2005
|
 
Í gær hjólaði ég mikið og mér er ill í rassinum fyrir vikið. Í dag ætla ég að hjóla minna.
Í nótt vöktu mig menn, ég kíkti út um gjæjugatið og þóttist þekkja þá svo ég opnaði bara. En svo þegar ég stóð augliti til auglitis við þá rann upp fyrir mér að ég þekki þá bara ekki neitt og þeir eiga ekkert erindi til mín á nóttinni, ekki frekar en menn yfir höfuð. Sem betur fer var ég í einhverri náttdulu, annars hefði þetta skrítna atvik orðið ennþá skrítnara.
 
laugardagur, september 03, 2005
|
 
Það var fámennur hópur sem byrjaði falun-gong sessjónina í kongens have í morgun. En svo streymdi að skáeygður túristahópur ( ég segi skáeygður því ég veit ekkert hverrar þjóðar þau voru) sem slóst umsvifalaust í hópinn. Tíndi af sér myndavélar og vídeókamerur og brast í æfingar. Hægar, seiðandi og fallegar. Þetta var eins og töfrastund. Ég óskaði mér í laumi á meðan ég horfði hugfangin á þau.
 
föstudagur, september 02, 2005
|
 
ÞS spurði mig í gær hvort það væri ég eða jólasveiar sem setja gjafir í skóinn fyrir jólin. Eftir langa umhugsun sagði ég henni að það væri ég. Þá spurði hún mig hvers vegna ég gerði það og eftir ennþá lengri umhugsun en fyrr, sagði ég að það væri vegna þess að jólasveinarnir kæmust ekki út um allt. Þá fór hún bara að skellihlæja og sagði svo: "ohh mamma þú ert svo rugluð, auðvitað setur þú ekkert í skóinn!"
Og ég sem hélt að ég gæti lagt "ískóinnpeningana" fyrir í ár.
 
fimmtudagur, september 01, 2005
|
 
Það er ágæt að taka svona vinnutarnir. Vann fjórtán tíma í gær og sé ekki fram á að gera mikið meira en að mála eina íbúð á næstunni. Fínt að taka aðra törn eftir jólin.
Annars tel ég niður dagana í að skólinn byrjar, hlakka svo til að kaupa mér bækur, þefa af þeim, handleika þær og auðvitað lesa þær. Núna eru fjórir dagar.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com