Obb bobb obb !!!!
fimmtudagur, september 30, 2004
|
 
Það sló svo hrottalega saman fyrir mér í dag að ég var næstum farin að skæla. Sat og var að gera verkefni í hljóðfræði með Torben og Yooseff og mundi ekki hvað ábendingarfornafn hét á neinu tungumáli. Ekki einu sinni íslensku. Sat eins og hálfviti með tárin í augunum vitandi upp á hár hvernig ætti að leysa verkefnið en kunni ekki að segja það. Asnalegt. Verð að fara að koma reglu á þessi tungumál. Í fyrramálið ætla ég að gera lista yfir öll möguleg málfræðiheiti og stöff á þeim tungumálum sem ég tala mest svo ég geti alltaf sagt það sem ég er að reyna að koma orðum að.
Grasekkjuhelgi að hefjast hjá mér. Kominn tími til, held ég bara. Ekki það að Siggi sé etthvað leiðinlegur heldur verður hann alltaf svo sætur á að fara í burtu í nokkra daga ( í burtu í nokkra daga og sætur í nokkra daga, það dugir svo sem ekkert mjög lengi, sætið alltsvo)
Annars lítur ekki út fyrir að ég hljóti önnur verðlaun í smásagnasamkeppni Hafnarpóstsins eins og búið var að ákveða. Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir því að ég þurfi að skila inn sögu til að hljóta prísinn fyrr en í dag og fresturinn rennur út á morgun. Held að ég nái því ekki úr þessu. En ég reikna með því að Ingibjörg ( sem við ákváðum að ætti að vinna fyrstu verðlaun) og Jón ( sem við ákváðum að ætti að vinna þriðju verðlaun) bjóði mér út að borða eða eitthvað þegar þau fá sín verðlaun og þannig vinni ég smá líka með þeim.
 
miðvikudagur, september 29, 2004
|
 
Ég var nú ekki mjög matvönd í gærkvöldi þegar ég þegar ég hámaði í mig heilt Mars og drakk hálfan líter af gosdrykk með, ónei, ó nei.
En annars er ég bara að bíða eftir gulli, mirru og reykelsi sem ég pantaði frá austurlöndum fær. Ég ætla nefnilega að færa það öllum litlu börnunum hérna sem eru annaðhvort nýkomin í heiminn eða alveg að koma.
.......farin í tíma bara......
 
þriðjudagur, september 28, 2004
|
 
Það er magnað að búa í svona landi þar sem félagsleg færni skiptir mestu máli. Þú getur komist upp með að læra hvorki að lesa né skrifa í barnaskóla. Og það er bara allt í lagi ef þú fúnkerar félagslega og átt marga vini.
Nú, í æðstu menntastofnun þessa lands er haldið í hefðir grunnskólans því einu sinni í viku er kökudagur hjá okkur. Já, þetta er satt, kökudagur í háskólanum. Þannig að núna er ég að baka múffur, sem gengur ekkert sérlega vel af því að ég set annað hvort of mikið eða of lífið í formin, í stað þess að vera að skrifa ritgerð. Ef kennarinn setur eitthvað út á hana hjá mér þá hlýt ég að geta róað hann með því að segja honum að ég hafi komið með kökur!
 
|
 
Haustið kom í morgun, beit í hnéin á mér og stakk mig í nefið þegar ég andaði í gegnum það. Svo er líka farið að vera dimmt þegar ég vakna. Mér finnst alltaf eitthvað jólalegt við það að vakna í myrkri. Talandi um jólin, það var fyrir þremur vikum síðan að ég sá fyrstu jólablöðin í búðunum, gleymdi bara að segja frá því hér. En hins vegar eru í dag fjórar vikur síðan ég hætti að reykja og ég hef alls ekkert fegarst! Hef það þó frá áreiðanlegum heimildarmönnum að húðin endurnýi sig á 28 dögum. Lilja, hvað er að klikka?????
 
mánudagur, september 27, 2004
|
 
AAARG OG GARG HVAÐ ER GAMAN HJÁ MÉR!
 
|
 
Skrítin helgi búin, eða kannski er ég bara búin að vera skrítin. Ég sé ekki alveg muninn. En Siggi er allt í einu orðin árinu eldri en ég hef bara elst um tvo daga, merkilegt.
Annars er ekkert að frétta, ég sit bara hér, maula þurrkaða banana og rembist við ritgerð enn á ný.
 
sunnudagur, september 26, 2004
|
 
Sunnudagur, reykingarfýla inni hjá mér þrátt fyrir miki þrif og "útmeðruslið" og allt svoleiðis í gærkvöldi. Heppilegt að nágrannakonan skildi hafa vakið mig með kaffiboði svo ég þurfti amk ekki að borða morgunmatinn í stækjunni. En eftir langa leikvallarferð kom ég aftur heim og þá var lyktin ennþá, en AG kunni nú aldeilis ráð við því. Bara brjóta heila bjórflösku á stofugólfinu og þá finnst bara bjórlykt og málið úr sögunni.
 
laugardagur, september 25, 2004
|
 
Afmæli, pönnukökur, 34 ára, bananasúkkulaðikaka, bjór, kaffi, gestir, blússa, of lítill kjóll, of stór brjóst( ótrúlegt en satt ), og svo fullt af bla bla bla.
 
föstudagur, september 24, 2004
|
 
Poppstjarnan ( af ásettu ráði kalla ég hana poppstjörnu frekar en rokkstjörnu því ég þykist vita að það sé óþolandi fyrir rokkara að vera kallaðir popparar) angaði sem aldrei fyrr af súrum bjór og sígarettum. Eiginkonunni tókst að víkja sér fimlega undan kossum stjörnunnar og tókst einnig að losa sig við hana á met tíma út úr húsi.
En áður en eiginkonan fór að þefa af stjörnunni var hún búin að veltast um á skólalóð dóttur sinnar í eltingaleik við tvo stráka. En bara litla stráka sko. Að lokum náði hún þeim nú samt báðum og kom þeim í leikstofuna þar sem þeir eiga að geymast fram undir miðdegi.
Hún hélt nefnilega að það væri ekkert mál að fara með strákana tvo í inní skólan og út aftur án þess að þeir létu freistast af öllu fíneríinu; bílunum, blómunum, moldinni, steinunum, fölnuðum laufunum, hundaskítnum, ruslatunnunum.......en hún hafði rangt fyrir sér.
 
fimmtudagur, september 23, 2004
|
 
Það var milkill æsingur hér um slóðir í morgun. Siggi hentist um gangana með AG undir annari hendi, gítar undir hinni, skólatösku á bakinu og hljóðfæratösku í munninum heimtandi péning af eiginkonunni. Þá mættum við grannkonunni sem var að fara með sinn dreng í pössun út í bæ og það gekk nú ekki betur en svo að tíu mínótum síðar var hún komin aftur, með barnið, kófsveitt, til að reyna að finna út hvert í ósköpunum hún ætti að fara með barnið sitt í pössun.
Ég gekk hins vegar um í stóisku kóma, deildi ást til bæði hægri og vinstri með bros á vörunum og spennu í hárinu og tókst þannig að smitast ekki af stressinu. jjeeeesssssssss
 
miðvikudagur, september 22, 2004
|
 
Undir morgun dreymdi mig að ég kynni ekki lengur að veiða með flugustöng. Stuttu seinna vaknaði ég, fór fram, bjó til hafragraut og vakti svo fjölskylduna mína. Þau settust öll við borðið og báðu um sósu og meintu þá hafragrautinn. Eitthvað reyndi ég að leiða þau á rétta braut, tuðaði um að þetta væri nú grautur en ekki sósa en gafst fljótlega upp.
Svo rann það upp fyrir mér að lífið mitt er stundum súrríalískara en draumarnir mínir. Ég meina, það er ekkert eðlilegra en að geta ekki veitt á flugustöng.......
 
þriðjudagur, september 21, 2004
|
 
Ég er að pæla í matvendni. Ég er talin matvönd af því að ég borða t.d. hvorki sykurbrúnaðar kartöflur né sultu með sunnudagssteikinni og reyndar ekki heldur ofan á á brauð. Það er eitthvað fleyra sem ég fæ plammeringar útaf ef ég segist ekki finnast það gott, eins og til dæmis ís, finnst hann bara ekkert sérstakur og ekki heldur síld. En svo þegar ég segist eiginlega ekki drekka gos er það allt í einu voða gott hjá mér. Þá er ég ekkert matvönd lengur. Hvað á svona tvöfeldni að þýða? Af hverju er neikvætt að borða ekki sultu en jákvætt að drekka ekki gos?
 
|
 
Það hefur aðeins tvennt markvert gerst í lífinu mínu undanfarið og hvoru tveggja átti sér stað í gær. Magnaður dagur, gærdagurinn. Í fyrsta lagi átti Siggi stórleik í svefnherberginu. Málið er sko, að við erum með þurrkgrind inni í svefnherbergi sem við notum annað slagið. Þegar hún er ekki í notkun er hún á bak við hurðina en í notkun, stendur hún langsum við rúmið og tekur eiginlega allt gólfpláss herbergisins. Eða réttara sagt þangað til í gær. Þá fattaði snillinn hann Siggi að setja grindina þvert upp við veggin og þetta gjörsamlega umbyltir öllum okkar hugmyndum um heiminn.
Og svo í öðru lagi, eignaðist ég páfagaukakúrekaskyrtu í gær. Þetta hljómar kannski eitthvað undarlega "páfagaukakúrekaskyrta" og líklega best að taka það þegar fram að þetta er ekki kúrekaskyrta fyrir páfagauka, enda hef ég ekkert við svoleiðis að gera. Nei, þetta er sko alvöru kúrekaskyrta fyrir konur eins og mig (eða litla karla) með páfagaukum á, tveimur á hvoru brjósti og ég bara vissi hreinlega ekki fyrr en í gær að þetta er það sem mig hefur alltaf vantað. Hver hefði trúað því að Þetta væri svarið við lífsgátunni. Páfagaukakúrekaskyrta
En út af þessum byltingum vaknaði ég kát og glöð og einstaklega skýr í kollinum í morgun. Nú efast ég ekki um neitt lengur, veit svörin við öllum spurningunum, á bara eftir að koma þeim í orð.....
 
mánudagur, september 20, 2004
|
 
Ég lifi!
 
sunnudagur, september 19, 2004
|
 
ÆI, ÉG VEIT EKKI,
nikótínið sliptir kannski ekki ekki öllu máli.
Alkóhól magnið gerir það alveg "deffínettlí"
en ég er farin,
án nikótíns

sofa
!
 
fimmtudagur, september 16, 2004
|
 
......I have a nice command of lexis and grammar.........
 
þriðjudagur, september 14, 2004
|
 
Það verður með stolti sem ég legg af stað í skólan eftir smá stund. Á sama tíma í gær, hélt ég í alvöru að ég næði ekki að klára ritgerðina, en hún er búin og meira að segja yfirlesin af enskufræðingi miklum. Það er svo gott að eiga góða að.
ÞS byrjaði í leikfimi í gær, einhverju sem heitir "spring gymnastik". Eins og nafnið gefur til kynna hefur þetta eitthvað með hopp að gera heitandi "spring" og allt. Henni fanst bara leiðinlegt sko, þau gerðu ekkert nema hoppa. Glötuð svona hoppuleikfimi sem maður hoppar bara í! það er ekki auðvelt að gera henni til hæfis, blessaðri.
 
mánudagur, september 13, 2004
|
 
Kaffi, freyju draumur, extra tyggjó, ég og John!
Tveir og hálfur tími og ritgerðin er alveg að verða klár.
Húrra fyrir atómljóðum.
Húrra fyrir pylsugerðarmanninum.
 
sunnudagur, september 12, 2004
|
 
Fínasta matarboð í gærkvöldi, reyndar var mér kennt um að stuðið í partýinu á eftir væri ekki nægilega mikið. Ég átta mig bara alls ekki á mætti mínum, skil ekki að það skipti máli fyrir almennt stuð að ég skuli ekki drekka áfengi.
En í dag ætlum við í Lúisíana og ég vona bara að ég eyðileggi ekki stemminguna þar alveg edrú og fullkomlega óþunn!
 
laugardagur, september 11, 2004
|
 
Í dag var ég meðhjálpari. Vandaði mig við að vera bæði skjálfhennt og gormælt eins og Gragnar í sveitinni. Presturinn gar ÞS risastórt súkkulaði sem ég gat ekki fengið mig til að neita henni um. Það að var eigilnega eins og það kæmi beint frá guði.
 
|
 
Í gærkvöldi sagði mér maður að hann hafi séð Þorbjörgu uppi í eplatré og fundist hún vera alveg eins og ég. Hvaða, hvaða, sagði ég hún er nú svo lík honum pabba sínum. Ó nei, sagði maðurinn, alveg eins og þú Heiðrún. Þú ert nefnilega ekki svona týpa sem stendur fyrir neðan eplatré og bíður eftir að eplin detti niður til þín, þú ferð bara upp og sækir þau!
Af einhverjum völdum þótti mér voða vænt um þetta. Best ég segi það við manninn næst þegar ég hitti hann, hann var nefnilega ofurölvi í gær og ekki móttækilegur af þeim sökum, held ég.....
 
föstudagur, september 10, 2004
|
 
Alveg var ég hryllilega slöpp í gærkvöldi, sofnaði tvisvar áður en ég fór að hátta. Var með hósta og kvef en svona líka ágæt í morgunsárið. Sem er nú bara eins gott því ég þarf að smíða ritgerð í dag og fara á stefnumót með Jóni.
Það er kominn gestur/gestir í gestaherbergi númer sex. Vesalingarnir þurftu að sofa með teppi af því að það voru læsingar hérna hinu megin við ganginn!!!!
 
fimmtudagur, september 09, 2004
|
 
Það er eitthvað undarlegt í loftinu. Siggi er farin að láta eins og fyrirtaks húsmóðir og börnin eru meira og minna stillt! það er einhver óróleiki í mér út af þessu, heimsendir, hugsa ég aftur og aftur...........heimsendir hlýtur að vera í nánd!
 
miðvikudagur, september 08, 2004
|
 
Djöfull er mér búið að finnast ég heimsk í dag. Allir eru svoleiðis búnir að slá um sig með "-tion" og "-isme" orðum og ég get ekkert nema bara skrifað niður langa lista af öllum því sem ég skil ekki og þarf að fletta upp þegar heim er komið.
Til að toppa þessa "skilekkibaun" tilfinningu fór ég á bíómynd á spænsku.
Ókey, ég skildi smá, no?
 
|
 
Merkilegt með þetta "God morgen" eða "gú moen" þeirra dana. Það er voða erfitt fyrir mig að hitta á réttan tíma til að nota þetta. Það eru greinilega um þetta einhverjar reglur sem ég hef ekki komist yfir. Kannski á a segja "gú moen" frá því að maður vaknar og þangað til maður er búinn með tvo kaffibolla, eða kannski hefur þetta eitthvað með stýrur að gera, ég hef alla vega ekki hugmynd um það. Samt er ég búin að læra það að þegar maður kemur í skólan hennar ÞS klukkan rétt fyrir átta þá á maður bara að segja "gú moen", ekkert annað og "hæ" er argasta móðgun. En það gildir greinilega ekki fyrir póstburðarmenn. Klukkan korter í átta í morgun kom pósturinn með ábyrgðarbréf til mín, og ég náttlega, ferlega brött, skelti á hann einu "gú moen". Með mesta fyrirlitningarsvip sem ég nokurn tíman hef séð sem var styrktur og undirstikaður með því að líta á klukkuna, fékk ég til baka: "ja, hvis du synes det!"
það er vandlifað í þessu landi skal ég segja ykkur.......
 
þriðjudagur, september 07, 2004
|
 
Jæja, þá er þetta bara byrjað í alvöru. Klukkan er orðin níu og ég er að læra!!! Er það nú. Einhvernvegin átti ég von á að fara að skrifa ritgerðir í kring um jólin en er núna í óða önn við að leita að heimildum um John Adams og áhuga hans á enskri/amerískti tungu. Versúgú, skila næsta þriðjudag!
 
|
 
Ég fór með ÞS í skólan, hljóp svo heim til að skipta um föt. Og ég er búin að skipta og skipta og skipta. Að lokum tók ég í hnakkadrambið á mér, skipaði mér að hætta og hennti mér út úr fataherberginu.
Fyrsti kennsludagur og ég þarf að finna stofu 23.0.49 !
Góðar stundir
 
mánudagur, september 06, 2004
|
 
Ég er búin að vera fyrir framan spegilinn í hálftíma og grandskoða á mér andlitið. Niðurstaðan er sú að ég hef ekkert fegrast síðan ég hætti að reykja.
Skrítið, mér líður eins og ég sé miklu fallegri. Ætli reykleysi geri mann geðveikan?
 
|
 
Ég kallaði Sigga, Óla í morgun. Í svefnrofunum spurði ég hvort hann ætlaði ekki á fætur og tilkynnti hvað klukkan var ( ég var klukkustjóri í morgun) og ávarpaði hann Óla. Líklega hefur mig ekki verið að dreyma pabba, því þann Óla kalla ég alltaf pabba. Ég veit hins vegar ekki hvort mig hefur verið að dreyma Óla bróður, Óla nágranna, Óla Hólm eða bara einhver allt annan Óla en ég er voða heppin að eiginmaðurinn skuli heita Sigurður Óli. Ef ég hefði ávarpað hann Kidda, Skúla, Símon eða Eika væri ég í vondum málum!
 
|
 
Sofnaði klukkan tíu í gærkvöldi alveg eins og uxi. En mikið leið mér vel, það er nefnilega svo sjaldan sem ég nota líkaman almennilega og því líður mér mjög vel líkamlega þreyttri.
Þegar ég vaknaði hins vegar í morgun voru íþróttameiðslin að drepa mig og ég átti bágt með að hjóla með AG í pössun.
Nú er ég orðin svona eins og gömul kerling sem finnur á hnjánum á sér hvenær veður breytist og gott ef er ekki bara lægð á leiðinni!
 
sunnudagur, september 05, 2004
|
 
Ókey, ein mynd af mér líka og svo hillunni......http://public.fotki.com/heidruno/hillan_frga/
 
|
 
Þetta var rosa góður dagur. Tuttugu og fimm kílómertra hjólreiðatúr, beljur, nesti, hálfvitar, kindur og hestar. Myndir hér http://public.fotki.com/Heidruno/dragrdagur/
 
laugardagur, september 04, 2004
|
 
Blogger er farinn að stela skrifunum mínum, ég kann ekki vel við það.
Til stóð að grenja yfir einhverri vælumynd í sjónvarpinu, en það er ekki að lukkast. Ætli Alkemistinn leiki bara ekki við mig í staðin.
Svefnherbergið er svo "dísænað" að ég reikna með að fá Bo bedere í heimsókn næstu daga.
Á morgun stefni ég hjólandi með börnin út í Dragör að skoða sveitabæ á meðan Siggi ræðir um listir í borginni!
 
|
 
Ansans ári og fjandans fjári...
 
|
 
...í dag er smíðað á heimili mínu....
 
föstudagur, september 03, 2004
|
 
Já, gott ef allt er ekki bara aðeins betra í dag en í gær. Kannski afeítruninni sé að vera lokið. Eða kannski var það blóðtakan!
 
|
 
Mig dreymdi í morgun að hún Lilla væri orðin óð. Að hún biti fólk í hálsinn, drykki úr því allt blóð. Fyrir hverju ætli það sé?
 
fimmtudagur, september 02, 2004
|
 
Ég dreif mig aldeilis í sund í hádeginu. Ætlaði að synda úr mér óværuna og vonda skapið. Synti eins og djöfullinn væri á hælunum á mér í 25 mínútur, rauk þá upp úr og inn í svitabaðið. Hékk þar í smástund og ímyndaði mér að ég sæi hreinlega fýluna koma út með svitanum.
Ég veit svo sem ekkert hvort það tókst hjá mér, en nú er ég að drepast í lærunum og get ekki lyft höndunum. Ég þarf svo sem ekkert að vera að lyfta höndunum, en........
 
|
 
Lánasjóður
Þú sem ert í Borgartúni.
Helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vora hálfsásrslega lánsáætlun.
Fyrigef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu
Amen
 
miðvikudagur, september 01, 2004
|
 
Ég hló ekkert í gær. Hvað er eiginlega að? Lifi ég svona leiðinlegu lífi? Umgengst ég svona leiðinlegt fólk? Nei, ég held nú síður. Ég held að ég þurfi bara að fara á svona hláturnámskeið, þarf eitthvað til að koma honum af stað. HLÆJA MEIRA, HLÆJA MEIRA, HLÆJA MEIRA!

 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com