Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, september 30, 2008
|
 
Djö, maður...
 
mánudagur, september 29, 2008
|
 
Stundum er bara ágætt að skilja ekki efnahagslífið. Ég á engin hlutabréf neins staðar, er ekki viðskiptavinur Glitnis en notfæri mér hins vegar stundum prentþjónustu Seðlabankans, þegar mig vantar pening. Held að sú þjónusta eigi ekkert eftir að breytast við þetta mikla sjokk.
Ég get bara haldið áfram að vera glöð með góða veðrið og lífið mitt.
 
föstudagur, september 26, 2008
|
 
Ég er að safna mýtum um brjóstagjöf, meðgöngu og fæðingar. Ef þið lumið á einhverju skondnu, skemmtilegu eða merkilegu megið þið gjarnan deila því með mér.
 
|
 
Það rann upp fyrir mér í gær þegar ég var að súrsa rauðrófurnar að fálkaorðan er veitt fyrir húsmæðrastörf. Ég stefni auðvitað beint á að fá svoleiðis, helst fyrr en seinna. Ólafur G. Einarsson, fyrrv. ráðherra og fyrrv. forseti Alþingis, formaður orðunefndar veitir tillögum um orðuveitingar móttöku, svo endilega hafið samband við hann vegna málsins.
Í dag á hann Einar Óli minn afmæli. Til hamingju með það. Ég er að fara í partý í kvöld.
Hey, kanína viltu koma með?
 
fimmtudagur, september 25, 2008
|
 
Ég held að við breytumst öll í kjúklinga áður en yfir líkur.
 
miðvikudagur, september 24, 2008
|
 
Eirðarleysið er að drepa mig...

Annars sá ég forstjórann í morgun, hann var ákaflega glaðlegur og ég dró auðvitað þá ályktun að hann hafi dreymt mig í nótt eins og ég hann.
 
|
 
Mig dreymdi að ég og forstjórinn værum par. Við vorum á leiðinni í útilegu á Úlfljótsvatn. Talandi um að taka vinnuna með sér heim...
 
þriðjudagur, september 23, 2008
|
 
Kór í dag og ég gleymdi nótunum mínum heima. Skrípla þá kannski falskt fyrir vikið, en er viss um að það verði gaman.
 
mánudagur, september 22, 2008
|
 
Ég lenti í árekstri í morgun...við dóttur mína.
Ekki góð leið til að byrja daginn.
Hann hlýtur að skána.
 
föstudagur, september 19, 2008
|
 
...og ég eitt af því sem ég skil alls ekki er af hverju við eigum alltaf öll að vera eins. Og gera eins.
Í gær á foreldrafundi 5. bekkja Háteigsskóla var borin upp sú tillaga að banna börnunum að koma með svaladrykki í fernum, af því að það væri svo erfitt fyrir þau börn sem ekki kæmu með slíka drykki að horfa upp á bekkjafélagana þamba þetta í sig.
Í kjölfarið var ég alveg að fara að leggja til að banna öllum að hafa stöð tvö, af því að það er svo erfitt fyrir Þorbjörgu að geta ekki rætt um síðasta simpsonþátt. Hugsanlega væri nóg að banna börnunum að tala um dagskrá stöðvar tvö í skólanum.

Hvenær ætla þessir foreldrar að leyfa börnunum sínum að venjast því að við erum ekki öll eins. Og ekki eru allstaðar sömu gildi í hávegum höfð. Það sem má heima hjá mér er kannski alveg snar bannað hjá þér. Og kannski má borða cocopuffs heima hjá þér en það má bara á jólunum heima hjá mér. Það er bara allt í lagi og þannig á þetta að vera. Við eigum ekkert að vera öll steypt í sama form, alveg fyrir utan hvað það væri örugglega leiðinlegt ef við værum öll eins.
Að mínu mati er aldrei of snemmt að kenna börnunum að þekkja og njóta fjölbreytileikans sem lífið bíður upp á. Það er upplagt að nota svona svalafernudæmi til að brydda upp á umræðum um að sumir séu svona en aðrir öðruvísi. Að sinn sé siður í hverju landi og allt það. Samt ekki á þannig að við förum að búa til einhverja hópa; við og þau. Við, hvíta fólkið og þau, brúna fólkið. Við, íslendingarnir, þau útlendingarnir. Við í Reykjavík, þau úti á landi. Við í Hlíðunum, þau í Breiðholtinu. Heldur bara einfaldlega þannig að þau geti smátt og smátt áttað sig á því að við, ég og þú, erum öll ólík. Hvar sem við erum og hvernig sem við lítum út.
Ég veit að Þorbjörg skilur það alveg að ég ætla ekki að verða áskrifandi að stöð tvö, þó svo að hún sé alls ekkert ánægð með það. Og það er líka alveg í lagi, af því að við erum nefnilega ekki eins ég og hún.
 
fimmtudagur, september 18, 2008
|
 
...og skrópaði á þeirri næstu í dag. Út af einhverri kostnaðaráætlanagerð! Læt það sko ekki koma fyrir aftur.
Svo er gaman að segja frá því hér að ég keypti mér nýja skó í dag. Ákvað að vera frumleg og þetta eru því svartir leðurskór í þetta sinnið.
Stóra barnið mitt heldur að hún geti allt og þurfi ekki að fylgja neinum reglum. Ekki einu sinni umferðarreglunum, svei mér þá.
Mér skal takast að temja hana einn daginn. Mér skal.
Annars eru bara allir í stuði. Við ætlum á Stokkseyri á laugardaginn og yfir því er mikill spenningur hjá okkur öllum.
Pís.
 
þriðjudagur, september 16, 2008
|
 
Ég fór á fyrstu kóræfingu vetrarins í dag. Ligga ligga lá!
 
mánudagur, september 15, 2008
|
 
Ég plana nú ekki mikið langt fram í tímann, yfirleitt. En núna er ég búin að plana sumarbústaðarferð í lok október, búin að redda pössun og ég veit ekki hvað og hvað. En viti menn, árshátíðin er einmitt þessa helgi.
Hvaða lærdóm má draga af þessu?
Lifa bara í núinu og taka einn dag í einu.
Og svo auðvitað að vera sveigjanlegur, nú þarf ég að láta breyta árshátíðinni :)
 
|
 
Á laugardaginn gekk ég yfir Hengilinn með nesti fyrir fjóra. Síminn minn varð tímabundið meðvitundarlaus vegna rigningar og ég komst að tvennu á leiðinni: gönguskórnir mínir eru alls ekkert lélegir og ég verið að fá mér nýjan regngalla hið fyrsta. Annars var gönguferðin mjög hressandi og góð. Skyggnið var næstum ekkert og það eina sem ég sá á leiðinni voru skórnir mínir og berjalyng (og nú ýki ég auðvitað aðeins).
Á aðfaranótt sunnudags var reynt að brjótast inn til okkar. Það var frekar óskemmtileg reynsla, þegar loksins rann upp fyrir mér á sunnudagsmorgun að sú væri raunin. Fékk skammir frá löggunni fyrir að hafa ekki tilkynnt þetta um nóttina. Hvernig á maður að átta sig á svona löguðu, nývaknaður um há nótt?
Nú á ég á alla vega tvö splunkuný stormjárn!
Sunnudagurinn fór mest megnis í dútl og leti. Fórum svo í sveppaleiðangur í Elliðaárdalinn og í kjölfarið í kaffi til Jódu, Atla og Stúlku.
Þetta var sem samt hin ágætasta helgi.
Takk.
 
föstudagur, september 12, 2008
|
 
Hey, bara kominn föstudagur!
jájá og sei sei...
 
fimmtudagur, september 11, 2008
|
 
Yndislegu börnin mín gengu ein í skólann í morgun. Svakalega voru þau eitthvað orðin stór. Og mikið var gott að vera komin til vinnu rétt rúmlega átta. Það þýðir nefnilega að ég þarf ekki að vinna lengi í dag. Mér finnst nefnilega alveg rosalegur munur á því að vega komin heim kl hálf fimm og fimm.
Jæja, en ég fór í leikhús í gær, sá fló á skinni. Svo sem ekkert sem kom á óvart; út um eina hurð og inn um aðra í ca. tvo tíma. Nokkrir ágætir brandarar. Samferðarfólk mitt skemmti sér vel og almennt var mikið hlegið í salnum. Ég held samt að það sé frekar leiðinlegt að fara með mér á allt sem er skilgreint "gaman", hvort sem það er mynd eða leikrit. Mér finnst það nefnilega allt svo fyrirsjáanlegt að mér stekkur varla bros. Ég er enn að bíða eftir "gaman" einhverju sem kemur mér á óvart. Hlakka til þess dags.
Á laugardag ætla ég í fjallgöngu. Ég held að það erfiðasta við hana verði að útbúa nesti bara fyrir mig eina. Á örugglega eftir að burðast með mat yfir Hengilinn fyrir heila fjölskyldu.
 
miðvikudagur, september 10, 2008
|
 
Þorbjörg grét sig í svefn í gær vegna yfirvofandi heimsendis. Alveg saman hvaða fortölum ég reyndi að beita var barnið alveg gjörsamlega óstöðvandi og skíthrætt. Þegar hún fór í skólann í morgun var hún búin að reikna það út að eftir leikfimitíma væri henni óhætt.
Í þessu samhengi benti Arnaldur á það að öll dýr sem væru með vængi væru frjáls. Held að hann hafi verið að spá í að þessi dýr gætu þá flogið út úr svartholinu.
Alveg magnað fólk sem ég bý með.
 
mánudagur, september 08, 2008
|
 
Helgin var fín. Takk fyrir mig :)
 
laugardagur, september 06, 2008
|
 
Mér finnst svo yndislegir svona morgnar, þegar allir eru bara eitthvað að stússa og dingla sér. Allt svo rólegt og gott. Ég er búin að baka pönnukökur og brauð og gera humus, þvo tvær vélar og lesa bæði blöðin.
Krakkarnir eru búnir að glápa á imbann, leika úti og inni og eru núna að lesa inni í stofu. Það hríslast um mig hamingjustraumar.
Svo förum við til Keflavíkur á eftir, ætlum að gista og hafa gaman með vinunum okkar góðu sem við eigum þar. Kannski ætla mömmurnar meira að segja að skella sér á ball.
 
fimmtudagur, september 04, 2008
|
 
Mig vantar svo trúðabúning fyrir kl. fjögur á morgun. Getur einhver hjálpað mér með það?
 
miðvikudagur, september 03, 2008
|
 
Gönguferð á Hengilinn 13. september.
Hver vill koma með mér?
 
þriðjudagur, september 02, 2008
|
 
Í gær dansaði ég salsa og fannst alveg ofboðslega gaman. Langar aftur og aftur og aftur...
Það er voða mikið að gera í félagslífinu, eitthvað, en samt ekki alveg nóg. Mikill vill meira.
Í dag ætla ég að hitta danska gengið á róló, K,C, B og kó í mat á morgun,fundur á miðvikudagskvöldið(vonandi), salsa á fimmtudag (vonandi)og svo ljósanótt á laugardag. Hvað ætti ég eiginlega af mér að gera á föstudag?
 
mánudagur, september 01, 2008
|
 
Helgin var voða fín; heimastúss, sund, vöffluboð, 2x matarboð, hjólatúr og chill. Alveg ljómandi barasta.
Í kvöld ætla ég hins vega að fara að dillibossast. Hlakka mikið til.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com