Mér finnst svo yndislegir svona morgnar, þegar allir eru bara eitthvað að stússa og dingla sér. Allt svo rólegt og gott. Ég er búin að baka pönnukökur og brauð og gera humus, þvo tvær vélar og lesa bæði blöðin.
Krakkarnir eru búnir að glápa á imbann, leika úti og inni og eru núna að lesa inni í stofu. Það hríslast um mig hamingjustraumar.
Svo förum við til Keflavíkur á eftir, ætlum að gista og hafa gaman með vinunum okkar góðu sem við eigum þar. Kannski ætla mömmurnar meira að segja að skella sér á ball.