Obb bobb obb !!!!
miðvikudagur, október 29, 2008
|
 
Það er eitthvað við Jól í skókassa sem hreyfir við mér. Í fyrra kom ÞS heim og sagði mér frá þessu verkefni og ég táraðist. Svo útbjuggum við pakka til að senda til Úkraínu. Svo í kvöld var ÞS að segja afa sínum frá þessu og ég fékk bara kökk í hálsinn aftur!
Hvílík hneisa, ég sem legg ALLT uppúr því að vera hörð og sýna engar tilfinningar. Grenjandi ár eftir ár, yfir jólapökkum!
 
mánudagur, október 27, 2008
|
 
Ég átti afar skemmtilega og áhugaverða helgi.
Stelpudjamm á föstudaginn og svo árshátíð og útskrift á laugardag.
Svo naut ég þess að gera sem allra minnst á sunnudaginn. Lá bara og dormaði og las og lúrði. Mjög næs.
 
föstudagur, október 24, 2008
|
 
Mikið þykir mér gott að eiga mína góðu og skemmtilegu vini. Ástarþakkir til ykkar allra.
 
þriðjudagur, október 21, 2008
|
 
Ég viðurkenni alveg að hafa fellt nokkur tár þegar Þorbjörg Salka byrjaði í skóla fyrir fimm árum síðan. Líka að það hafi verið skrítið að horfa á eftir litla dýrinu inn í skólastofuna, nokkrum árum síðar. Einhvernvegin eins og maður væri að nálgast leiðarlok. Að verkið væri meira en hálfnað. Að nú væri lítið annað eftir ógert en að fylgja þeim, eða fylgjast með þeim á leið út í lífið. Tilfinningin svolítið eins og ég gæti ekki gert betur, væri búin að ala þau upp. Gæti ekki leiðrétt mistök ef einhver væri, að þetta væri ekki lengur í mínum höndum.
En svo á sunnudaginn þyrmdi yfir mig. Þá fannst mér bara að ég væri algerlega og fullkomlega búin að skila mínu. Ætti ekkert eftir.
Kökkurinn sem myndaðist í hálsinum þegar stóri strákurinn minn kom glaðbeittur út úr karlaklefanum með upprúllað handklæði undir hendinni er ennþá til staðar.
Hvað nú?
 
föstudagur, október 17, 2008
|
 
Greyið kisa heldur örugglega að hún sé komin með alsæmer. Hún kom inn með fugl áðan, rosalega montin auðvitað, að vera að leggja sitt af mörkum til heimilisins. Ég brást skjótt við og mokaði líkinu oní plastpoka og hljóp með það út í tunnu á met tíma. Kötturinn hringsnerist um sjálfan sig og væflaðist fyrir mér á meðan ég rumpaði þessu af. Hélt líklega að ég væri að taka út veiðina.
En síðan er hún búin að vera að leita að fengnum út um allt hús og skilur ekki neitt í neinu. Þefar út í loftið og stekkur svo út um gluggann, kemur svo aftur inn og hnusar. Ég heyri hana alveg hugsa:"bíddu, var ég ekki með fugl hérna áðan? Gleymdi ég honum kannski úti?"
 
|
 
Þessa dagana er fagott í miklu uppáhaldi hjá mér. Öfunda svolítið Telmu fyrir að vera gift fagottleikara (reyndar öfunda ég hana ekki, samgleðst meira held ég, er alla vega að reyna það, af því að öfund er jú dauðasynd). Það hlýtur að vera alveg geggjað.
En ég fæ mín fagott-kikk með því að hlusta á Hjaltalín. Ó, svo ljómandi fínt, skal ég segja ykkur.
 
miðvikudagur, október 15, 2008
|
 
Ég held ég þurfi eitthvað að fara að herða mig, Arnaldur Goði er kominn með kærustu.
Svo heppilega vill til að hún býr við hliðina á okkur og ég var með mömmu hennar í bekk einu sinni, svo þetta er allt svona "in the family" eða þannig.

Í gær fór ég svo með bílinn til hans Sigga Gunn svo að hann gæti kíkt á bremsurnar fyrir mig. Kom heim með heilar bremsur, silung og fullt af rúðuvökva. Krakkarnir fengu fasta lykla að gjöf frá þessum mikla öndvegismanni. Mikið er ég nú lánsöm.
 
mánudagur, október 13, 2008
|
 
Klipparinn sagði alvarlegur að hárgelið kostaði 6200 kall.
Ég spurði hvort hann gæti geymt ávísun.
Svo hlógum við brjálæðislega.
 
fimmtudagur, október 09, 2008
|
 
Jej, á morgun fæ ég að eyða öllum deginum á ráðstefnu um umhverfismál með Kötunni minni.
 
þriðjudagur, október 07, 2008
|
 
GÓÐIR ÍSLENDINGAR!
Mér þykir vænt um ykkur.
 
mánudagur, október 06, 2008
|
 
Fussumsvei!
Bridsliðið bara alveg búið að vera...
 
fimmtudagur, október 02, 2008
|
 
Það er svo skrítið að vera bara í rokna stuði og góðu skapi þegar allt virðist vera að fara til fjandans.
Og ef peningavöntun og uppeldisbasl er ekki nóg, þá fékk ég auka-extra-bónus mótvind: það er eitthvað vatn heima hjá mér þar sem það á ekki að vera. Nánar til tekið undir parketinu á ganginum.
En samt er ég bara svaka kát eitthvað.
Já, og glöð.
Hins vegar þarf ég líklega að fá mér leigjanda. Eða einhverskonar sambýlisaðila til að fá dæmið til að ganga upp.
Tra la, lalla la la...
 
miðvikudagur, október 01, 2008
|
 
Mig vantar peninga.
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com