Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, október 21, 2008
|
 
Ég viðurkenni alveg að hafa fellt nokkur tár þegar Þorbjörg Salka byrjaði í skóla fyrir fimm árum síðan. Líka að það hafi verið skrítið að horfa á eftir litla dýrinu inn í skólastofuna, nokkrum árum síðar. Einhvernvegin eins og maður væri að nálgast leiðarlok. Að verkið væri meira en hálfnað. Að nú væri lítið annað eftir ógert en að fylgja þeim, eða fylgjast með þeim á leið út í lífið. Tilfinningin svolítið eins og ég gæti ekki gert betur, væri búin að ala þau upp. Gæti ekki leiðrétt mistök ef einhver væri, að þetta væri ekki lengur í mínum höndum.
En svo á sunnudaginn þyrmdi yfir mig. Þá fannst mér bara að ég væri algerlega og fullkomlega búin að skila mínu. Ætti ekkert eftir.
Kökkurinn sem myndaðist í hálsinum þegar stóri strákurinn minn kom glaðbeittur út úr karlaklefanum með upprúllað handklæði undir hendinni er ennþá til staðar.
Hvað nú?
 
Comments:
jaaaa... þú gætir kíkt reglulega til mín til að huga að blóminu sem ég er að passa fyrir þig... mér er ekki að takast það verkefni vel....það er farið að fella af söknuði og skipta litum.
 
ææ en sætt, og svo stórt.
 
já, mér tækist kannski að "útskrifa" það líka. Amk er allt í blóma í eldhúsglugganum mínum; nóvemberkaktusinn alveg að fara að blómstra og heimilisfriðurinn teygir sig langt yfir eldavélina. Kaktusinn í stofuglugganum er alveg að vaxa upp í loft og meira að segja fígusinn er hættur að fella lauf.
Svei mér þá, ég sé það núna að ég hlít af hafa óskaplega græna fingur, það dafnar allt svo vel hjá mér og þar á meðal börnin ;)
 
Æ, krúttið!
 
you wish!

það er allt fjörið eftir kona góð, þetta er rééééétt að byrja,

ég hugsa til áranna milli 9 ára til 12 ára með söknuði...
 
OMG, Helga Lilja, ja reyndar gruar mig þetta amk. hvað varðar stelpuskottið. Nóg er nú að brjótast um í henni nú þegar...
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com