Obb bobb obb !!!!
föstudagur, október 31, 2003
|
 
Mér finnst Kól Porter æðislegur. Er smá skotin í honum. Var í bíó, sá ástarmynd sem var góð. Svo góð að eitthvað inni í mér gólaði: "ég vil lenda í ástarævintýri" Tékka hvort Siggi sé til í smá svoleiðis.

Einu sinni fór ég í bíó með strák sem ég þekkti ekki neitt, hann var frændi einhvers sem einhver vinkona var að dandalast með, minnir mig. Það var svolítið skrítið, en gekk vel. Við gerðum grín að okkur og öllum hinum sem voru í bíó á sunnudagskvöldi án þess að þekkjast.
Í hádeginu hitti ég konu sem ég hef aldrei hitt áður. Það var skrítið. En samt lítur út fyrir að ég ætli að hitta aðra ókunnuga konu á sunnudaginn.
Ég er eitthvað skrítin þesa dagana.
Í kvöld ætla ég að elda eitthvað með reyktum laxi handa Ólöfu og hafa skítkalt hvítvín með. Ég þekki Ólöfu.
 
fimmtudagur, október 30, 2003
|
 
Í gær skriðu Þorbjörg og Jeohone vinkona hennar inn í ískáp í leikskólanum og földu sig þar. Ég er ekki viss um að ég myndi nenna að eiga stillt börn.
 
|
 
Annars er fábært veður hjá mér í dag. Úði. eiginlega alveg logn og þéttur úði. Frábært veður til að fæðast í. Ég væri til í að fæðast í svona veðri og geta svo sagt frá því í æviminningum að það hafi verið úði, logn og grátt þegar ég fæddist. Einhver dulúð yfir því.
 
|
 
Í dag reiknast mér svo til að það séu fimm dagar þangað til ég á afmæli. Jibbbbíííííí Hlakka til að verða þrjátíu og tveggja. Mér er búið að finnast voða gott að vera þrjátíu og eins svo eitt ár til getur örugglega ekki sakað. Ég held bara að þetta verði frábært. Finn það í maganum að það er eitthvað að gerjast. Eitthvað gott!
 
miðvikudagur, október 29, 2003
|
 
.....fékk fullt af pökkum frá íslandi í dag. Og Jón Ágúst og Ólöfu í kaupbæti.
 
þriðjudagur, október 28, 2003
|
 
Jæja, ég sit bara hér og er að þykjast vera að skrifa handrit. Kannski er ég ekkert að þykjast, sit bara hér. En ég er búin að segja öllum sem hafa spurt og öllum sem ég hef hitt að ég væri að fara að skrifa handrit en svo er ég bara ekkert að því. Fussum svei.
Fæ tengda bróður minn í heimsókn á morgun, ætla meira að segja upp á völl að sækja hann. Það er sko ekki gert fyrir hvern sem er. En ég er búin með námsefnið fyrir næstu þrjár vikur í skólanum svo ég veit ekki hvað ég ætti annað að gera en að sækja hann upp á völl. BLablalbalablbblaabllabbballllaab, blablablablabla og bla bla bla!
 
|
 
Ég ætla að fara að bera á mig lýsi, þá vill enginn koma nálægt mér til að smita mig af einhverjum óþverra.
Annars ætla ég að vera ógeðslega dugleg það sem eftir lifir dags, þannig að ef einhver sæi mig myndi hann segja: oj hvað hún er dugleg!
 
|
 
Með hor og hósta haltraði ég í skólan í morgun. Helvítis, helvíti, hugsaði ég.
- Nå, du går bare med føderne og ikke noget andet imens, du!"
- Hvurslags er þetta, sagði ég höst og sneri mig næstum úr hálsliðnum. Var þá ekki bara kominn dani einn mikill.
Við urðum samferða í skólan og þar fékk ég mér te sem ég darkk. Síðan hefur hóstinn minnkað og horið rutt sér leið út nösum mínum niður í horpappírinn.
Mergjaður dagur.
 
föstudagur, október 24, 2003
|
 
Tom Djóns er nú meiri karlinn. Hann er að reyna að komast í rúmið með aðalpersónunnu minni. En við sjáum við honum. Hann fær ekki einu sinni koss.
Annars er allt bara ekki neitt og tekur ekki að eyða orðum í það frekar. Bæ......
 
fimmtudagur, október 23, 2003
|
 
Fór til Janusar í gær að gera handrit. Opinberaði mig fyrir honum, nú veit hann að ég er ekki fullkomin. Ég er nefnilega ( eins og glöggir lesendir hafa tekið eftir) mjög mikill stafsetningarvitleysingur.
 
|
 
Þarf eiginlega að fara niður á fólkeregister til að skrá litla frænda minn úr af heimili mínu svo ég fái húsaleigubætur. En af hverju? Af hverju ég? Siggi getur bara farið. Já, og hana nú, hann fer bara á riðjudagsmorguninn. Þá er það ákveðið.
 
|
 
Það var voða erfitt í skólanum hjá mér í dag. Þurfti að vera komin niðrí bæ í bíó klukkan 9:15, myndin byrjaði svo klukkan 9:30 og var búin klukkan 11. Og þá var skólinn búinn!
 
miðvikudagur, október 22, 2003
|
 
Mig langar nefnilega svo mikið að sjá hvernig allar gellurnar eru í alvörunni. Loðbrýndar, sperrbrýndar eða hvað ????
 
|
 
00
 
|
 
Ég vildi að í einn mánuð á ári væri bannað að plokka á sér augabrúnirnar. Harðbannað
 
|
 
Ég hef stækkað voða mikið upp á síðkastið. Úlpan sem ég keypti mér um daginn er númer extra large og í gær mátaði ég regngalla í large sem var allt of lítill. Kannski er ég loksins orðin stór.
 
mánudagur, október 20, 2003
|
 
Mér líður eins og þvottavél sem er að taka inn á sig vatn. Hlakka til þegar ég fer að vinda.
 
sunnudagur, október 19, 2003
|
 
Blautt, dimmt og kalt. Lof, pís and happíness. Rip, rap og rup. Kylling, softæs og pölser.
 
laugardagur, október 18, 2003
|
 
Við erum komin heim frá Íslandi
Vorum þar í þykjustunni sko, sváfum þar í nótt og allt. En í alvörunni vorum við í Herlev hjá Einari og Eybjörgu og Óla. Erum hrakin og köld og þreitt. Þetta hitar ekkert upp hjá sér þetta úthverfa lið. Nei nei, gestirnir bara látnir hírast með teppi um sig til að halda lífi. Alveg fyrir neðan allar hellur.
 
föstudagur, október 17, 2003
|
 
....og sonurinn sýgur upp í nefið, vælir og hnerrar. Er ekki alveg dæmigert að einhverjir verða veikir þegar minnst varir og maður á einskis ills von. Annars var kalt í Köben í morgun en við fórum samt á þjóðminjasafnið.
 
fimmtudagur, október 16, 2003
|
 
Var að pæla í að skrifa eitthvað um ævintýri dagsins, en ætla heldur að handskrifa bréf til ykkar. Skanna það svo inn, prenta út og ljósrita svo nokkur eintök í nýja "alltmúlígt" prentaranum mínum til að senda ykkur. En kannksi geri ég það bara ekkert.
 
|
 
Sendum Mál af stað til Vilníus í morgun með timburmenn og andfýlu mikla í handfarangri. Eins gott að ég þarf ekki að sitja við hliðinni á honum í vélinni. Hann er búinn að vera hjá okkur í tvær nætur, nauðugur viljugur. VIð vorum nefnilega búin að fá fyrir hann gestaherbergi hér á Garði, en hann komst aldrei inn í það.
FJölskyldu lífið blómstar hjá okkur þó ég sé loksins búin að fækka heimilis"mönnum"um kakkalakkana í eldhússkápunum. Í niðurfallsrörinu ínni á baði var farið að spretta eitthvað gras. Siggi er að umpotta og ætlar að hafa skítagras í stofunni. Hann er svo nýtinn þessi elska.
 
miðvikudagur, október 15, 2003
|
 
Ég er ekki alveg að fíla þetta frí, a.m.k ekki eftir að rauðvínið kláraðist. Ég nenni ekki að gera neitt af viti og helst af öllu vildi ég sofa fram eftir degi alla daga. En það get ég ekki af því að þá finnst mér ég vera að svíkjast um svo ég enda á því að lufsast allan daginn án nokkurar stefnu. Þetta er ómögulegt.
 
þriðjudagur, október 14, 2003
|
 
Strákur beit stelpu í kinnina á heimili sínu í Kaupmannahöfn í kvöld. MIkið var grátið en haft er eftir heimildarmönnum að stelpan hyggst ekki kæra atburðin til yfirvalda.
 
|
 
Fokk, bubbi morteins er að horfa inn í sjálfan sig í útvarpinu mínu. Ógeð, hvaða sex þúsund hálfvitar keypptu plötuna hans strax á fyrstu viku. Aumingjar.
 
mánudagur, október 13, 2003
|
 
Haustfrí=rauðvínmmmmmmm
 
|
 
Ég er ennþá að pæla í þessu með valhnetutréð. Mér finnst fáránlegt hvað er til mikið af svona "hvernigeitthvaðertu". Pæliði í því hvað eru margir þarna úti núna sem gera allt eins og valhnetutrjám sæmir. Fríkað.
 
|
 
Fyrir utan gluggann minn eru stelpur frá "langtíburtistan" í nammibúðarleik. Þær eru ekki mjög skemmtilegar. Má ég kannski ekki segja það, án þess að vera stimpluð rasisti.
Mér er skítsama: Burt með ykkur stelpuskammir!
sko þær eru farnar ha ha ha ha ha....
 
sunnudagur, október 12, 2003
|
 
Ég myndi ekki vilja að besti vinur mannsins ( míns) væri heima hjá okkur öllum stundum. Étandi okkur út á gaddinn, án þess að leggja nokkurtíma nokkuð til heimilisins, farandi úr háum í sófanum okkar og sleikjandi á sér rassgatið. Tala nú ekki um ef við þyrftum svo að fara út að viðra hann tvisvar á dag.
Ég skil ekki hundaeigendur.
 
laugardagur, október 11, 2003
|
 
Laugardagur til leti......
 
föstudagur, október 10, 2003
|
 
Mér finnst Guðmundur Steingrímsson fyndinn aftan á Fréttablaðinu í dag. Pabbi hans finnst mér líka fyndinn. Að sjá, meina ég sko!
 
|
 
Ég var á Spámanni.is og fann það út að ég er valhnetutré. Ja, það er ekki leiðum að líkjast segi ég bara.
 
|
 
Ég var á Spámanni .is og fann það út að ég er valhnetutré. Ja, það er ekki leiðum að líkjast segi ég bara.
 
|
 
Það er menningarnótt hjá okkur í nótt. VIð krakkarnir ætlum í skólann hans Sigga, þar er nebblega opið hús. Og ekki nóg með það. Siggi treður upp. Af lífi og sál , eftir því sem ég best veit. Hann átti a.m.k. erfitt með að sofna í gærkvöldi af því að hann þurfti að finna út úr þessu öllu saman.
Annars var Thor vilhjálmsson á bókmenntarkvöldi í Jónshúsi í gær. Við Janus vorum þar með myndavél. Það lá við að samkunntan færi öll handaskolum af því að eihverjur voru of fullir, fegin að það var ekki ég!
 
fimmtudagur, október 09, 2003
|
 
Alltaf má ég aldrei ekki neitt og það sendir mér engin aldrei neinn póst.
 
miðvikudagur, október 08, 2003
|
 
......og það á sjálfan trúlofunardaginn. Maður gæti haldið að ég hafi staðið fyrir utan Amalianborg í rigningu og roki í morgun!!
 
|
 
Hef í hyggju að troða hvítlauk í flest göt líkamans. Fara svo í náttföt, upp í sófa og glápa á smá vídeo og svo snemma í háttin. Helvítis hret í mér!
 
|
 
Jibbbbbííííííí, ég er búin að eignast prinsessu!
 
þriðjudagur, október 07, 2003
|
 
Kakkalakkarnir mínir eru búnir að búa sér heimili í miðjuskápnum í eldhúsinu. þangað til við hefjum við þá heilagt stríð, gæða þeir sér á kartöflumús, rúsínum, steiktum lauk, kartöflumjöli, híðishrísgrjónum og eiflaust einhverju fleyru.
Ég bara meika ekki að horfast í augu við þá núna, en verð að gera það áður en þeir fara að biðja um sojasósu á grjónin!
 
|
 
Handritið sem ég er að skrifa í skólanum verður um konu sem er að undirbúa matarboð. Tomm Djóns kemur og truflar hana en svo endar með að hún fær hjálp frá Djipsí kíngs við að elda matinn.
 
mánudagur, október 06, 2003
|
 
í dag er ég búin að hitta tvo menn út af mynd. Mynd sem ég er að fara að gera. Janus ætlar að vera með mér í henni. Kannski er bara best að stofna fyrirtæki í kringum húllumhæið, HÓP ( heiðrún ólafsdóttir produktion). Það verður mikið að gera, tökur byrja á fimmtudag og standa fram að áramótum. Líklega ætti ég að fara að skrifa handrit.
 
sunnudagur, október 05, 2003
|
 
Allt í einu var ég búin að drekka hálfa rauðvínsflösku með matnum. Hafði hellt í glas fyrir Ingibjörgu, líklega svo enginn gæti ekki sagt að ég hefði drukkið heila flösku ein, og svo kláraði ég bara helvítið. Fátt er verra en hálf drukkin rauðvín, eins og máltækið segir!
 
|
 
þegar ég eignast eyju, ætla ég að láta hana heita nóvey eða seisey. Allavega ekki disney!
 
laugardagur, október 04, 2003
|
 
Það er svo skrítið hvernig maður getur týnt fólki. Ég týndi einni stelpu fyrir næstum tveim árum og fann hana aftur nú um daginn. Það ver gott og eins og við hefðum ekkert týnst. En ég er líka búin að týna einni vinkonu. Það finnst mér öllu verra!
 
föstudagur, október 03, 2003
|
 
Nú verður sko hamagangur á hóli. Er búin að legja tveggja ára stelpu yfir helgina, ætla að nota hana sem getnaðarvörn!
 
|
 
Það er einn laugardagur í þessum mánuði sem er ekkert planaður hjá mér. Annars eru allar helgar full bókaðar. Það er hinn 11. ef einhver hefur eitthvað fram að færa.
 
|
 
My inner child is ten years old today

My inner child is ten years old!


The adult world is pretty irrelevant to me. Whether
I'm off on my bicycle (or pony) exploring, lost
in a good book, or giggling with my best
friend, I live in a world apart, one full of
adventure and wonder and other stuff adults
don't understand.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

 
fimmtudagur, október 02, 2003
|
 
Þorbjörg eitthvað sloj í dag, svaf í leikskólanum frá klukkak níu til hálf tvö. Skrítið að hún skuli ekki vera sofnuð! Arnaldur hins vegar, var í merkilegum leik áður en hann fór að sofa. Hann var með þrjá bíla sem hann keyrði til skiptis í hálfan hring um stofuborðið. Færði einn, fór til baka og náði í næsta, færði hann og svo þann síðasta. Svo byrjaði hann aftur á þeim fyrsta...... . Hann var við þessa iðju í um það bil 40 mínótur. Hann verður líklega fluttningarbílstjóri.
Ég frumsýndi og þá er það búið. Handritaskrifskúrs næstu fimm vikurnar sem ég hlakka mikið til.
En nú þetta:zzzzzzz
 
miðvikudagur, október 01, 2003
|
 
Ég er að fara út að drekka bjór með tveim frúm. Samanlagt erum við þá þrjár frýr!
Það eru þær Ingibjörg forkona og Katrín. Sú síðarnefnda held ég að sé ókrýndur heimsmeistari í bjórdrykkju kvenna. Enda bjó hún og æfði í Hollandi í sex eða sjö ár. Kannski við Ingibjörg getum lært eitthvað af henni.
Annars eru börnin ískyggilega heit og pirruð. Og ég að fara að frumsýna á morgun. Allt alveg eftir bókinni eða híttó!
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com