Ég er að fara út að drekka bjór með tveim frúm. Samanlagt erum við þá þrjár frýr!
Það eru þær Ingibjörg forkona og
Katrín. Sú síðarnefnda held ég að sé ókrýndur heimsmeistari í bjórdrykkju kvenna. Enda bjó hún og æfði í Hollandi í sex eða sjö ár. Kannski við Ingibjörg getum lært eitthvað af henni.
Annars eru börnin ískyggilega heit og pirruð. Og ég að fara að frumsýna á morgun. Allt alveg eftir bókinni eða híttó!