Obb bobb obb !!!!
föstudagur, ágúst 31, 2007
|
 
AG var einn á leikskólanum í tvo og hálfan tíma í dag. Svakalega duglegur. En þegar ég kom aftur að sækja hann var hann með áverka eftir gítar, sem hann fékk í augað og ennið. Það kemur mér svo sem ekkert á óvart, því að í morgun, eftir að hafa verið á vinafundi, var slegið upp balli í leikskólanum. Ég er ekki frá því að þessi skóli henti okkur afar vel.

Ég byrja svo á mánudag, á ekki að mæta fyrr en kl. tíu, en er samt að pæla í að koma aðeins fyrr, ef það skildi vera ball!
 
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
|
 
Æi, eru þessar reddingar ekki að verða búnar? Ég er alveg búin að fá nóg af þessu og gott betur en það. Hlakka til að eiga bráðum dag þar sem ég þarf ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.
 
mánudagur, ágúst 27, 2007
|
 
Jæja, þá á ég bara íbúð.


Til hamingjumeð það!!!!
 
sunnudagur, ágúst 26, 2007
|
 
Ég er með harðsperrur í rassinum eftir tvær ferðir á Esjuna um helgina. Reyndar fór ég í hvorugt skiptið upp á topp en harðsperrurnar komu samt og ég naut beggja ferðanna. Týndi fullt af berjum og var í góðum félagsskap. Nú þarf ég bara að fara að drífa Siggu Lísu og Lilju upp á Keili, við eigum víst stefnumót í svoleiðis túr.
Annars er bara allt ágætt...
 
föstudagur, ágúst 24, 2007
|
 
Geisp...hvað ég er löt. Ég hlakka svo mikið til at byrja í skólanum eftir rúma viku. Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á af mér að gera þangað til, svo ég lufsast bara um og geri ekkert af viti. Kannski er það bara ágætt stundum. Ég er hvort eð er alltaf svo vitræn eitthvað, njóta þess bara að vera vitlaus í nokkra daga.
Annars er matarboð í kvöld sem ég hlakka líka til og svo Esjuganga einhvertíma um helgina.
Það er gott að vera til, þó að það sé stundum erfitt.
 
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
|
 
Í gær sagði ég syni mínum frá því að ég væri hætt að reykja. Hann hafði ekki tekið eftir því.
Í dag hélt ég upp á það með því að fá mér sígarettu.
Mikið er stundum vandlifað.
 
þriðjudagur, ágúst 21, 2007
|
 
Mig vantar þöglan þjón (stum tjener) í bráðabirgðahúsnæðið okkar. Á einhver svoleiðis í einhverri geymslu?
Hjólin okkar eru komin. Stórskotaliðið, Óli bró, Palli og Ingunn hjálpuðu okkur með þau heim. Það er gott að eiga stórskotalið, en frekar slæmt að eiga elskhuga í öðru landi.
 
mánudagur, ágúst 20, 2007
|
 
þetta er allt að smella saman hjá okkur hérna á Íslandinu. AG er komin með pláss á leikskóla, ÞS er að byrja í 4.HHP í Háteigsskóla, íbúðarkaup eru í réttum farvegi, gámurinn stendur á höfninni og ég er alveg að ná mér af þreytu og svefnleysi sem hefur hrjáð mig síðan síðustu dagana á Amákri. Það er samt ekki alveg svo gott samt, að við getum farið að skrifa bréf eða póstkort til vina okkar í útlöndum. En það kemur allt. Þetta fer nefnilega allt eins og það á að fara og maður þarf ekkert að vera mikið að velta sér uppúr hlutunum.
 
þriðjudagur, ágúst 14, 2007
|
 
Það dregur aldeilis til tíðinda...ég er alveg að fara að verða guðmóðir og sitthvað fleira.
 
föstudagur, ágúst 10, 2007
|
 
Áðan hitti ég fýl sem skildi mannamál. Ég var að fara inn í helli og hann bjó þar í næstu holu, fýllinn, og hvæsti illilega á mig þegar ég nálgaðist, en mildaðist svo allur um leið og ég sagði honum að ég væri að fara í hellinn og ætlaði ekki að taka ungann hans.
Svo er ég búin að veiða fisk, keyra yfir landið endilangt og klappa lömbum. Á morgun ætla ég að freista þess að klappa einhverjum samkynhneigðum í gay pride.
 
föstudagur, ágúst 03, 2007
|
 
Við erum lent á Íslandi. Eða þannig. Líkaminn er hér, en hugurinn út um allt. Á morgun göngum við á Keili.
Nýtt símanúmer:6594951
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com