Obb bobb obb !!!!
föstudagur, mars 30, 2007
|
 

Þarna er ég í fyrsta skipti í reiðtúr, í páskafríinu í fyrra. Bráðum ætla ég aftur og hlakka mikið til. Þangað til ætla ég að vera dugleg að læra. Um að gera að reyna að nota sér það að vera almennt svona dugleg!
 
fimmtudagur, mars 29, 2007
|
 
Já já, þetta gengur allt miklu betur. Takk fyrir straumana góðu, nú er bara að halda á, eins og sagt er fyrir vestan. Sólin skín, krakkarnir eru samir við sig, tréin eru að laufgast og lífið brosir við mér. Það eina sem ég gæti klagað yfir er að ég gef mér ekki tíma til að hlaupa. En ég ætla heldur ekki að klaga yfir því, heldur bara finna mér tíma, fá einhvern til að líta eftir gríslingunum og hlaupa!
 
þriðjudagur, mars 27, 2007
|
 
Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta...
Og allir saman nú: hún getur þetta, hún getur þetta, hún getur þetta...
 
|
 
hahahaha, ég fékk eina krónu tilbaka frá skattinum. Það safnast þegar saman kemur. Takk.
 
|
 
Í morgun hellti ég appelsínusafa út í kaffið...
 
mánudagur, mars 26, 2007
|
 
Frændsystkin að spila
Posted by Picasa
 
|
 

Þorbjörg Salka með kartöflumúsina.
 
|
 
Eyddum helginni með Ól, Ingu og Kolbeini Skúla. Fórum í dýragarðinn, ásamt þúsundum annara sem höfðu fengið sömu frábæru hugmynd og við. Sáum vinnukonu í búri og auðvitað dýr. Við vorum með næst besta nestið en það var allt í lagi, af því að við fengum besta kvöldmatinn á laugardaginn. Krabbakjöt, geitaost, kavíar, súkkulaði, kjúklingarúllur með pestó og parmaskinku og auðvitað kartöflumús.
Núna fer ég að læra...
 
laugardagur, mars 24, 2007
|
 
Hér vantar hvorki spýtur né sagir, en mig vantar tilfinnanlega naglbít! Þekki ég einhvern í nágrenninu sem á svoleiðis?
Arnaldur Goði er svo spenntur að fara að hitta Óla frænda í dag að honum fannst tilvalið að vekja okkur Þorbjörgu klukkan sex. Hún tók því svo sem ágætlega, hún Þorbjörg, en það var ekki séns að þau fengju mig frammúr á svona ókristilegum tíma við litla hrifningu Arnaldar. Enn minni hrifningu vakti að það vera skikkaður í pössun hjá nágrannanum á meðan við ÞS fórum í íslensku skólann. Hann reyndi bæði fortölur og blíðuhót til að fá mig til að taka hann með, en þegar ég kom honum í skilning um að þessu yrði ekki breytt, sagðist hann aldrei aftur ætla að gefa mér gjöf.
 
föstudagur, mars 23, 2007
|
 
Ég er ný búin að sverja þess dýran eið að vera dugleg og svo legg ég mig í tvo tíma. Ekki kannski alveg í takt, og þó... ótrúlega dugleg að leggja mig!
 
fimmtudagur, mars 22, 2007
|
 
Lífið er nú alveg yndislega skemmtilegt og kemur stöðugt á óvart. Mig kitlar í magann...
 
|
 
Í gær eyddi ég rúmlega hundraðþúsundkalli og leið bara nokkuð vel fyrir vikið. Kannski ég eyði einhverju í dag líka, til að halda uppi dampi..
Ég skil ekki af hverju mér tekst að halda blómum lifandi, fyrst mér tekst ekki að halda salatblöðum "lifandi" í ísskápnum í meira en tvo daga. Á maður kannski að éta salatið á staðnum? Ég skil ekki af hverju þetta verður alltaf svona slappt hjá mér...
Who am I kidding... mér tekst ekkert endilega að halda blómum lifandi.
 
miðvikudagur, mars 21, 2007
|
 
Óli, Inga og Kolbeinn Skúli komu í heimsókn til okkar í gær og vöktu mikla lukku. AG var svo hrifinn af stóra frænda sínum að hann sagði áður en hann vaknaði að við færum og hittum þau aftur eftir fjóra daga, hefur greinilega verið að telja niður í svefni. Ég er hins vegar svo ljón heppin að fá að sjá þau aftur í kvöld. Ætla að passa barnið á meðan foreldrarnir fara út að borða.
 
þriðjudagur, mars 20, 2007
|
 
Hvað ætli að það séu til margir stakir vettlingar í heiminum, vá eða sokkar??? Ég var að gramsa í vettlingahillunni í morgun og fann sem betur fer tvö ágætlega samstæð pör. Svo fann ég líka mýgrút stakra 'linga'. Af hverju týnast aldrei pör? Af hverju bara einn og einn. Ætli pör séu betur í stakk búin að takast á við heiminn, saman? Samheldin pör tínast ekki!
Bölvaður áróður alltaf hreint...
 
mánudagur, mars 19, 2007
|
 
Það er alltaf betra að hafa nóg að gera. Lítur út fyrir góa viku hvað það varðar, allt að verða upp pantað. Annars er svo sem ekkert að frétta annað en að ég svaf vel!
 
sunnudagur, mars 18, 2007
|
 
Ekki spyrja mig hvernig ég veit þetta en það eru til sérstakir stafgöngusokkar, sjáiði bara:

Stavgang/Nordic Walking Sokker - Damer
Sok til walking og stavwalking.

WA 2 - NW Damer
Vejl. pris: 159 kr/par.
Tilbud: 3 par for 419 kr (spar 17%)

Stavgang/Nordic Walking Sokker - Damer
..og takiði efir verðinu, sannkallaður spottprís!
 
laugardagur, mars 17, 2007
|
 
Þorbjörg Salka 50´s stelpa
Posted by Picasa
 
|
 
Ritgerð, leiksýning í Sölkuskóla og út að borða með Einari Óla í kvöld. Nú er bara að vona að tölvan haldi í dag!!!
 
fimmtudagur, mars 15, 2007
|
 
Í dag eru fimm ár síðan ég fór að leigja þessa íbúð. Skömmu eftir að við fluttum inn datt mælirinn, sem á að senda upplýsingar um hitanotkun til húseigenda, af ofninum í stofunni og hefur síðan þá verið oní skúffu. Núna var ég að fá bréf, þar sem húseigandi segist ekki geta lesið af öllum mælinum mínum og ætlar því að koma í næstu viku til að athuga málið. Kannski að það sé best að fara að draga mælinn fram í dagsljósið og tylla honum á ofninn áður en inspektorinn kemur.
Annars þetta:
 
miðvikudagur, mars 14, 2007
|
 
Ég er að fara í þetta kurbað seinni partinn í dag með Hildi, Ingibjörgu og Elínu. Mikið held ég að ég verði afslöppuð, falleg, yfirveguð, mjúk og sæl á eftir. Ég hlakka sko til.
 
þriðjudagur, mars 13, 2007
|
 
Í gær synti Arnaldur með froskalappir, Þorbjörg fékk 100 m. sundmerki og ég ofnæmiskast. Kannski að ég ætti að drullast til að láta athuga fyrir hverju ég er með ofnæmi svo ég hætti að hætta lífi mínu í svona vitleysu, en þá þarf ég að fara til læknis og ég nenni því ekki. Mér finnst alveg hryllilega leiðinlegt að fara til læknis.
 
mánudagur, mars 12, 2007
|
 
Fyrir hverju ætli það sé að dreyma klístrað spagettí?
Mér finnst alveg magnað hvað mig dreymir alltaf í miklum bylgjum, ekkert í margar nætur og svo koma vikur sem ég sef varla fyrir draumum. Sem oftar en ekki eru bara bölvuð vitleysa upp til hópa. En hvenær meika draumar svo sem sens?
Helgin var ósköp ljúf. Vorið kom og við vorum úti að leika næstum alla helgina. En ég bakaði ekkert, enda getur verið frekar snúið að baka þegar maður er úti að leika...
 
sunnudagur, mars 11, 2007
|
 
Helvítis hundaeigiendur sem rugla saman grasbala og hundaklósetti. Það er ekki einu sinni hægt að spila körfubolta fyrir þessu helvíti!!!
 
laugardagur, mars 10, 2007
|
 
Sólin skín og ÞS auðvitað búin að rífa sig úr sokkum og skóm á nótæm. Þurfti að beita hótunum til að fá hana aftur í, sem er auðvita viðurkennd uppeldisaðferð, er það ekki? Annars lítur dagurinn bara skrambi vel út, súkkulaðikaka klukkan fjögur og Ingibjörg og Jóhann í heimsókn.
 
föstudagur, mars 09, 2007
|
 
þetta er nú bara svona ljómandi ágætt barasta. Fyrir utan svefnherbergisgluggann minn hamast illirinn við að laufgast, sólin er að reyna að brjótast fram úr skýunum og ég ætla í blómaskyrtu. Svo seinna þegar ég er búin að læra svolítið, ætla ég að baka kanilsnúða í blómaskyrtunni.
 
fimmtudagur, mars 08, 2007
|
 
Mmm, morgunkaffi með Ingibjörgu á Blågåardsgade. Það gerist ekki mikið betra!
 
miðvikudagur, mars 07, 2007
|
 
Mig langar að fá mér vinnu. Fara að nota kunnáttuna mína til að gagnast öðrum en mér. Getur maður einhverstaðar fengið starf sem "problem solver"?
 
þriðjudagur, mars 06, 2007
|
 
Mig langar svo að finnast ristað brauð með osti og sultu gott. Og líka blody mary og kræklingar...
 
mánudagur, mars 05, 2007
|
 
Á laugardagskvöldið, undir miðnætti, fór ég út til að anda að mér óeirðunum. Fannst eitthvað hálf hallærislegt að hafa bara lesið um þau í blöðunum, vildi finna lyktina af brenndum bílum með eigin nefi, vera þáttakandi, vera lifandi.

Við mér blöstu óteljandi lögreglubílar, hundruðir lögreglumanna og svo hellingur af fólki, ungu og gömlu, sem eins og ég var komið til að finna lyktina. Hvergi sá ég óeirðarmennina og konurnar. Enda öll líklega komin á bak við lás og slá.

Þrátt fyrir að ekki hafi verið neinn hasar á götunum, vakti stemningin samt í mér ugg og óhug. Mér fannst alls ekki gott að vera innan um alla þessa lagana verði, ekki að mér finnist þeir eitthvað ónotalegir dags daglega, en fjöldinn gerði þá óhugnanlega. Sérstaklega þegar ég hugsaði til þess að þeir bæru allir vopn.

Göturnar í kringum nørrebrogade voru óupplýstar, yfir mér sveimuðu lögregluþyrlur og svo þegar brynvarðir bílarnir keyrðu framhjá í löngum halarófum og beindu að mér kösturunum leið mér svolítið eins og ég hefði gert eitthvað af mér.

Mikið er ég glöð að búa ekki í alvöru lögregluríki.
 
laugardagur, mars 03, 2007
|
 
Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvernig það að setja vökva í gegnsæja plastpoka eykur flugöryggið. Getur einhver útskýrt það fyrir mér?
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com