Obb bobb obb !!!!
þriðjudagur, júlí 31, 2007
|
 
Gámurinn stendur pakkaður. Ferðatöskurnar úttroðnar. Ég útgrátin. Krakkarnir upptjúnaðir. Allir þreyttir. Og ég held að það sé þá bara allt alveg eins og það á að vera.
Ég kem "heim" á morgun.
 
sunnudagur, júlí 29, 2007
|
 
Ég verð nú að játa að ég nenni þessu ekki lengur. Vil bara fá gáminn núna og fljúga svo seinni partin. Við erum öll að verða vitlaus á biðinni, held ég. Krakkarnir spyrja svona sautján sinnum á dag hvenær við flytjum og nýjasta svarið er að það sé eftir fjóra daga. Annars er allt tilbúið. Við pápi pökkuðum öllu á einum deigi svo nú erum við í útilegustemningu.
Við ætlum í Bakken í dag og svo skilst mér að ég sé að fara á eitthvað tjútt í kvöld, það verður eflaust gaman, en ég kvíði svolítið fyrramálinu þegar ég þarf að fara að keyra með kerru um bæinn til að ná í góssið sem ég er búin að vera að sanka að mér síðustu daga.
En allt fer þetta vonandi vel að lokum og í upphafi skal endi skoða!
 
miðvikudagur, júlí 25, 2007
|
 
jæja, þá er þetta alveg að taka enda. Vika eftir. Best að nota það sem eftir er dagsins á ströndinni.
 
mánudagur, júlí 23, 2007
|
 
Fyrsti dagur í pakki í dag. Ætla að byrja á krakkaherberginu svo ég geti notað það til að geyma kassana sem koma til með að hrannast upp. Ég verð að viðurkenna að það er kominn í mig smá skjálfti, þrátt fyrir sveitaafslöppunarferðina.
Nú vantar mig pláss fyrir eina litla búslóð í tvo og hálfan mánuð á íslandi, á einhver svoleiðis??
 
sunnudagur, júlí 22, 2007
|
 
Gjugg gjugg...
Ég er sko alveg komin heim. Fríið var gott, þrátt fyrir mikinn vind. Núna tekur bara pakk við...
 
fimmtudagur, júlí 12, 2007
|
 
Þá er ég búin að pakka, á bara eftir að pakka áhyggjunum niður í geymslukassa, og þá get ég lagt af stað í langþráð frí. Arnaldur var svo ljónheppinn að vera boðið með í Bakken í dag og Þorbjörg fékk að fara með vinkonunum í amagercenter í sárabætur, svo ég er búin að hafa nægan tíma til að snúast í kringum sjálfa mig í friði.
Það er rétt að tæpa aðeins á því að holdveikin hefur versnað til muna og kláðinn er vægast sagt að drepa mig. Svaf varla dúr í nótt út af þessu helv... og prófaði allskonar ráð sem mér finnst líklegt að sé hægt að finna í kerlingabókum um kláða. Þvoði meðal annars leggina upp út grænu tei með myntu, sem virkaði ágætlega, alla vega betur en köldu bakstrarnir. En í te meðferðinni komst ég að því að leggirnir á mér standast ekki gillett bómullarprófið margfræga og þá er kannski bara ágætt að það sé spáð rigningu svo langt sem spár ná, því ekki get ég rakað á mér holdveika fæturna!

Ég geri mér nú alveg grein fyrir því að það er alveg hægt að vera á strönd með skeggstubba á leggjunum og er sólin skildi skína eitthvað, þá geri ég það bara. Verð eflaust ekki sú eina, því staðurinn sem ég ætla að heimsækja er víst fullur af þýskum túristum á sumrin.

Alveg í næsta nágrenni við sumarhúsið sem ég ætla að dvelja í er svo hvorki meira en minna en eina rokk end ról safnið í gervallri Danmörku. Ég verð illa svikin ef mér tekst ekki að lokka samferðamanninn þangað.

Nú ætla ég að fara að leggja í hann, verð reyndar að finna krakkarassgötin fyrst, en ég held að ég sé að fara í svo mikla sveit að það er ábyggilega ekki nettenging, svo talvan verður heima. Ég vona að ég finni einhvern stað, uppi á einhverjum kletti, þar sem er símasamband. Alla vega tek ég á móti sms-um með fæðingarfréttum og einhverju álíka.
ha'det bra...
 
miðvikudagur, júlí 11, 2007
|
 
Tannlaus og holdsveik!
Fórum í útileguna og það fór auðvitað að rigna. En samt var rosa gaman, nema að við Arnaldur komum heim annars vegar tannlaus:
og hins vegar holdsveik:
Tannleysinu var auðvitað fagnað, en holdveikin er ekki alvöru holdsveiki, heldur bara mý-grútur af mýbitum á leggjunum á mér. Frekar óþægilegt skal ég ykkur segja. En í útilegunni skemmtum við okkur konunglega, eins og áður sagði, kveiktum eld og hvaðeina...

 
þriðjudagur, júlí 10, 2007
|
 
Þá erum við farin í útilegu í garðinn til Hildar og Bjarka...
 
mánudagur, júlí 09, 2007
|
 
Áttum góðan dag með SL og kó. Sund og garður og svo grillboð hjá foreldrum hennar.
Hér eru nokkrar myndir...
Chillað eftir sund

Ragnar sofandi undir tré
Allir að éta pylsu
 
|
 
Hún er nú frekar tæp litla stóra stelpan mín. Nú eru komnir vinnumenn út á róló að rífa niður leiktækin svo hægt sé að setja ný í staðin. Og hún situr og grætur yfir missinum. Segist alls ekki langa að fá ný leiktæki, þessu gömlu eru búin að vera svo góð og hún búin að leika svo mikið í þeim. Litli bróðirinn segist líka vera svolítið leiður, en reynir þó af öllum mætti að draga úr sorg systur sinnar, með því að benda henni á að kannski verða nýju tækin mjög skemmtileg. Er meira að segja búinn að bjóðast til að prófa þau á undan henni og allt...
 
|
 
Fríið byrjaði á því að við AG fórum í útilegu í stofunni af því að ÞS ætlaði að sofa hjá IE. En svo kom hún bara heim með ælupest undir miðnætti. Þannig að megnið af minni stofuútilegu fór í balalosunarferðir inn á kamar!
En nú er hún að koma til, kerlingin, svo vonandi komumst við í sund í dag.
 
sunnudagur, júlí 08, 2007
|
 
þetta er búin að vera góð helgi, og kannski að það besta við hana sé að hún er ekki enn búin. Á föstudaginn fórum við SL út að borða, svo hélt ég partý og fór á dansiball. Laugardagurinn fór að mestu í að safna kröftum til að meika leikhúsferðina( þetta er nú eiginlega rangnefni, því það var ekkert hús. Bara leikrit úti í garði) um kvöldið. Fór að sjá Erasmus Montanus, eftir Holberg og það var mjög skemmtilegt. Bæði leikritið sjálft, umhverfið, leikararnir og félagsskapurinn.
Nú er svo kominn sunnudagur og ég ætla að láta mig hlakka til að fá krakkana á eftir, á meðan ég skúra og tek til.
Annars erum við að byrja sumarfríið okkar í dag, við krakkarnir. Ætlum að vera heima, vaka lengi og sofa frameftir. Heimsækja vini, fara í sund og njóta lífsins og hvers annars.
 
föstudagur, júlí 06, 2007
|
 
Vinir á gangi í rigningunni

 
|
 
Ingibjörg og Þorbjörg í kirsuberjarunna
Arnaldur og Björn Rafnar
Ingibjörg og ég
Á sniglaveiðum
 
|
 
Þá er hún komin og farin, elsku besta stelpan mín. Komin, drullug uppfyrir haus, heim úr kólóní og farin, drullug uppfyrir haus, heim til pabba síns.
 
|
 
Björn Rafnar vinur minn og nágranni á afmæli í dag. Og þá fannst mér auðvitað tilvalið að bjóðast til að baka bollur í veisluna, sem ég og gerði, en það gekk nú ekki betur en svo að allt sullaðist niður, nema hveitið. Smjör, mjólk, egg, sykur, salt og ger flæddi út um borð og gólf. Ég vona að honum finnist bollurnar góðar!
Annars er ég bara að bíða. Bíða eftir svörum. Bíða eftir tilboðum. Bíða eftir sumrinu. Bíða eftir að ÞS komi heim. Bíða eftir að komast í stuð, því ég er að fara út í kvöld. Það er allt að koma, stuðið allt svo, er að prufukeyra skóna og fékk mér gúllas og hvítvín í hádeginu, svo þetta hlýtur að hafast.
En mig vantar sárlega peninga. Ætla að reyna að bæta úr því í dag.
 
fimmtudagur, júlí 05, 2007
|
 
Mér líður svolítið eins og ég búi í Gómóru. Það hefur ekki stytt upp eitt augnablik í allan dag...
 
|
 
Í dag ætla ég að reyna að vera ekki eins grá og veðrið. í gær þyrmdi yfir mig og ég fór að hafa áhyggjur af öllum mögulegum hlutum. Fannst ekkert ganga upp og framtíðin bara vera svartnætti. En eins og ég segi, ætla ég ekki að vera svoleiðis í dag, heldur brynja mig jákveðni og láta allt ganga upp. og hana nú...
 
miðvikudagur, júlí 04, 2007
|
 
Mig dreymdi agaleg snjóþyngsl í nótt. Ég var úti að keyra, þurfti að snattast með fólk og fyrir fólk í snjónum. Ég er nú ekkert örugg að keyra í miklum snjó en í draumnum gerði ég það áfallalaust þó ég væri smá smeyk.
Ég er nú eiginlega búin að ráða þennan draum, en tek glöð við fleiri uppástungum. Best að leggja sig aftur og sjá hvort mig dreymi eitthvað meira.
 
þriðjudagur, júlí 03, 2007
|
 
Þorbjörg farin í kólóní og Arnaldur skilur ekkert af hverju hann fær ekki að fara aleinn í neitt ferðalag eins og stóra systir. Ætli ég sendi hann ekki í vindáshlíð og úlfljótsvatn og hvað þetta nú allt heitir, næsta sumar. En ætli það verði þá eins spennandi.
Ég er að taka í sundur hjól sem ég er að fara að sprauta blátt fyrir AG. Það er ágætt að gera eitthvað með höndunum á milli þess sem ég segi upp símanum og tala við tryggingarfélagið (eða, djók, ég tala ekkert við það, hangi bara í símanum og fæ reglulega að vita að það séu allir uppteknir, svo það eina sem ég segi við þetta blessaða félag er í mesta lagi; svariðinú eða askotansdrasl!).
Inga Magga ólakærasta á svo þrítugsafmæli í dag, til hamingju með það, kæra mín.
Og svo er ég að fara í sumarfrí! Jibbíkajei!!!
Fer í sumarhús við "vesterhavet" (veit ekkert hvað það haf heitir á íslandi) í viku 13.-20. júlí með elskhuganum. Vá, hvað ég ætla að gera ekkert, éta mat og lesa bækur, hlusta á vindinn og sjóinn og njóta.
Svo hlakka ég til í október. Þá ætla ég nefnilega að vera búin að koma mér fyrir í nýja landinu.
 
mánudagur, júlí 02, 2007
|
 
Komin frá Svíðjóð.
Það var gaman.
Myndir seinna...
 
sunnudagur, júlí 01, 2007
|
 
Þá er ég farin í vísitasíuferð til Svíþjóðar...
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com