Obb bobb obb !!!!
fimmtudagur, júlí 12, 2007
|
 
Þá er ég búin að pakka, á bara eftir að pakka áhyggjunum niður í geymslukassa, og þá get ég lagt af stað í langþráð frí. Arnaldur var svo ljónheppinn að vera boðið með í Bakken í dag og Þorbjörg fékk að fara með vinkonunum í amagercenter í sárabætur, svo ég er búin að hafa nægan tíma til að snúast í kringum sjálfa mig í friði.
Það er rétt að tæpa aðeins á því að holdveikin hefur versnað til muna og kláðinn er vægast sagt að drepa mig. Svaf varla dúr í nótt út af þessu helv... og prófaði allskonar ráð sem mér finnst líklegt að sé hægt að finna í kerlingabókum um kláða. Þvoði meðal annars leggina upp út grænu tei með myntu, sem virkaði ágætlega, alla vega betur en köldu bakstrarnir. En í te meðferðinni komst ég að því að leggirnir á mér standast ekki gillett bómullarprófið margfræga og þá er kannski bara ágætt að það sé spáð rigningu svo langt sem spár ná, því ekki get ég rakað á mér holdveika fæturna!

Ég geri mér nú alveg grein fyrir því að það er alveg hægt að vera á strönd með skeggstubba á leggjunum og er sólin skildi skína eitthvað, þá geri ég það bara. Verð eflaust ekki sú eina, því staðurinn sem ég ætla að heimsækja er víst fullur af þýskum túristum á sumrin.

Alveg í næsta nágrenni við sumarhúsið sem ég ætla að dvelja í er svo hvorki meira en minna en eina rokk end ról safnið í gervallri Danmörku. Ég verð illa svikin ef mér tekst ekki að lokka samferðamanninn þangað.

Nú ætla ég að fara að leggja í hann, verð reyndar að finna krakkarassgötin fyrst, en ég held að ég sé að fara í svo mikla sveit að það er ábyggilega ekki nettenging, svo talvan verður heima. Ég vona að ég finni einhvern stað, uppi á einhverjum kletti, þar sem er símasamband. Alla vega tek ég á móti sms-um með fæðingarfréttum og einhverju álíka.
ha'det bra...
 
Comments:
Sakna þín strax en ég veit að þú ert í góðum höndum:D
 
hey... ég frétti það í dag í prjónasessioni að lýsi sé gott við kláða.... þá er nú gott að vera bara bitinn á leggjum segi ég.. ekki alveg jafn smekklegt ( nema maður sé fyrir það ) að vera með lýsi á bringunni eða andliti eða höndum eða....en góða skemmtun á ströndinni
 
venjulegar ofnæmistöflur virka vel á kláðan, ég prófaði það þegar starraflóin réðist á mig um árið.
Hver er samferðamaðurinn?
 
Ég spyr eins og Stína, Hver er samferðarmaðurinn?

Óbriðgult við kláða og flugnabitum er sterakrem, hydrokortison eða svoleiðis e-ð og nóg af því
 
Heimspekingurinn Christian Raun Nielsen er med i för...

Heidrun sjalf
 
Skrifa ummæli



<< Home

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com