Obb bobb obb !!!!
mánudagur, janúar 30, 2006
|
 
Ég vaknaði klukkan hálf tólf lá svo uppí í klukkutíma. Það er gott að vera í jólafríi!
 
laugardagur, janúar 28, 2006
|
 
Ég þreif svo mikið að ég fékk sár á hendina. Svo hljóp ég svo hratt og svitnaði svo mikið í vettlingunum að sátið rifnaði upp og ég kom nánast alblóðug heim. Nú er ég búin að setja plástur á og ætla ég að fara í búðina og bjóða svo í mat. Þar næst ætla ég að djamma svo mikið að plásturinn detti af.
 
föstudagur, janúar 27, 2006
|
 
Er búin að liggja við mína uppáhaldsyðju síðustu fjóra tímana, eða svo, allavega alveg frá frá því að ég kom frá tannlækninum. Við tannlæknirinn erum að bleikja dauðu framtönnina mína innanfrá, eitthvað trikk sem hann kann, en satt best að segja gerir hann nú meirihlutan af þessu, ég er mest í því að opna munninn.
En uppáhaldsyðjan mín er ekki bara að sofa, nei, nei,nei. Þetta er sko miklu þróaðara en það, inniheldur meira að segja bók. Trikkið er sem sagt að skríða upp í (það er langbest að vera nýkominn inn út kuldanum, með köld læri, það gefur athöfninni aukna vídd) með bókina sem maður er að lesa, lesa og sofna út frá bókinni. Og nú kemur hápunkturinn; þegar maður vaknar svo, endurtekurmaður leikinn, les og sofnar! Eins oft og hugurinn girnist. Og þó að lærin séu löngu búin að ná eðlilegum líkamshita þá er þetta samt gott. Ég tók fjórar umferðir í morgun, er þess vegna alveg að verða búin með bókina og rosalega vel sofin.
 
fimmtudagur, janúar 26, 2006
|
 
Skautadrottningin mín!
Frábær dagur hjá okkur. Það er alltaf sérstaklega skemmtilegt að vesenast með þessum krökkum. Í dag eyddum við 40 mín. í eina klósettferð. Manni leiðist ekki á meðan maður hefur eitthvað fyrir stafni. Posted by Picasa
 
miðvikudagur, janúar 25, 2006
|
 
Fór á skauta í gær með ÞS í fyrsta skipti í vetur og það var rosa gaman. Erfiði síðastliðinna tveggja vetra er að borga sig, ég þurfti ekki að dragast með hana hring eftir hring og hún datt ekkert svo oft. Hef í huga að hefja þjálfum AG á morgun og reikna með að eftir tvö ár verðum við aðal skautafjölskyldan. En þegar ég var þarna á svellinu, með brosið út að eyrum yfir því hvað mér finnst gaman á skautum, leiddi ég hugan að því hvað þetta er eitthvað fáránlegt og einfallt. Ætla að prófa að fara í sumar og renna mér á skónum í kringum kóngsins nýjatorg og gá hvort það sé eins skemmtilegt.
Að lokum er smá smáauglýsing: Dansherra óskast. (Þarf að vera nógu gamall til að meiga fara út á kvöldinn af því að æfingar verða á miðvikudögum klukkan 20.) Kunnátta engin fyrirstaða!
 
þriðjudagur, janúar 24, 2006
|
 
Þarna erum við mæðginin. Hann svolítið yfirlýstur og í strákabuxum og ég bara með hálft höfuð! Posted by Picasa
 
|
 
Skrítið að manneskja sem lítur svona út skuli vera að velta því fyrir sér hvort hún sé í strákabuxum eða ekki. Ég myndi nú hafa áhyggjur af öðru í hennar sporum! Posted by Picasa
 
|
 
Þegar ég á í óðaönn með að fara eftir plani, tekur þvottahúsið upp á því að stæka á mig. Og af því að planið er farið út um þúfur ætla ég bara að fara í amagersenter að kaupa buxur á ÞS svo hún þurfi nú ekki að fara aftur í strákabuxum í skólan á morgun. Færi bara plan dagsins yfir á morgundaginn. Ég held líka að hann sé miklu betur til þess fallinn að þvo, þrýfa og hringja í bankann.
 
mánudagur, janúar 23, 2006
|
 
Hana!
 
sunnudagur, janúar 22, 2006
|
 
Ritgerð sem inniheldur Þorbjörgu sölku, Osama Bin Laden, Pocahontas, bítlana, George Bush og Edward Said getur ekki verið alslæm. Er það nokkuð?
Annars á Björn Rafnar nágranni minn orð dagsins. Ég er honum stundum svolítið hugleikin og í dag söng hann um að ganga í kringum "Heiðrúnberjarunn"!
 
föstudagur, janúar 20, 2006
|
 
Það er víst bónadagur í dag. Afi minn var bóndi. Líka móðurbræður mínir, margir. Einu sinni fór ég í bændaskólann á Hvanneyri að sækja Ranna frænda. En það var áður en nýja borgarfjarðarbrúin kom!
 
fimmtudagur, janúar 19, 2006
|
 
Það er alveg spurning hver er að skrifa þessa ritgerð, ég eða útvöxturinn á hökunni á mér?
 
|
 
Jájá, hér er mikil gróska. Tæpar sex síður komnar og ekki eitt einasta kvót komið inn. Reyndar eru litlar líkur á því að þetta meiki mikinn sens, en þetta er alveg að verða ritgerð!
 
|
 
það er greinilega mikið að gera í "junk mail" bransanum. Í morgun fékk ég bæði H0rnySinglez og Grandma. Veit ekki hvort er verra?
 
miðvikudagur, janúar 18, 2006
|
 
Du du dum....ég er búin að skrifa fjórar línur! Vonandi vaxa þær og fjölga sér upp í fimmtán síður fyrir klukkan þrjú á mánudaginn.
 
mánudagur, janúar 16, 2006
|
 
Ég er búin að vera með spurningarnar í höndunum í fjóra tíma og er búin að útiloka allar nema tvær. Annað hvort: discuss the significance of translations in at least two texts eða compare and contrast the portrayals of the first Franklin expedition by Wiebe and Morton. Discuss both the discourses at work in the accounts and the different principles of historiography. Ef ég vissi eitthvað um principles of historiography, væri valið hugsanlega auðveldara, en ég satsa á að vera búin að velja í fyrramálið.
 
sunnudagur, janúar 15, 2006
|
 
Einhvertíma langar mig að keppa í "gönguskíða/skjóta í mark" keppni. Ég bara get ekki skráð mig til leiks af því að ég veit ekkert hvað svona íþrótt heitir (og ég kann heldur ekkert að ganga á skíðum né heldur að skjóta í mark)!
 
föstudagur, janúar 13, 2006
|
 
Búin í málfræðiprófi, búin að fá nýtt blóm og búin að drekka kampavín með Birtu. Hvað nú?
 
fimmtudagur, janúar 12, 2006
|
 
Nú er ég lögst undir feld til morguns, en þá fer ég í síðasta prófið í bili. Jibbíkóla.
En það vantar sárlega sjálfboðaliða til að hjálpa mér að fagna því annað kvöld. Anyone?
 
|
 
Hvað á ég til bragðs að taka? Lokað hjá Drakönu oghárið vex og vex!
 
miðvikudagur, janúar 11, 2006
|
 
Ég er nú ljóta bullukollan. Nenni ekki baun að læra, tek heldur ekki sjénsinn á að lesa yfir mig. Ég man eftir manni á Hlemmi sem reykti svakalega mikið og með ofboðslegri innlifun. Fólk sagði að hann hefði lesið yfir sig í háskólanum.
 
þriðjudagur, janúar 10, 2006
|
 
Snúsaði í hálfan annan tíma í morgun og skrópaði hjá sjálfri mér í morgunlesningunni. Það er svo gott fyrir egóið að standa ekki við það sem maður ætlar sér. Þetta var öfugmæli. En ætli það sé þá ekki best að fara að dr***a sér í það að lesa, þetta les sig ekki sjálft!
 
mánudagur, janúar 09, 2006
|
 
Úff, þetta gekk nú ekki nógu vel, þetta sögupróf. Kannski ég fari bara alfarið að snúa mér að yfirborðsfræðum. Ég vissi pínulítið um allar ritgerarspurningarnar en ekki nóg til að gera ritgerð úr neinu. 'O mæ ó mæ, vona bara að gussi og lukka gamla verði mér hliðholl.
 
sunnudagur, janúar 08, 2006
|
 
Er hætt að lesa í bili. Ef ég veit ekki eitthvað um ameríska sögu og menningu, verð ég bara að velja efni sem ég veit eitthvað um. En mikið skelfing er ég þreytt. Núna er bara rúm vika þangað til ég get tekið plastið utan af jólabókunum og þefað af splunku nýjum blaðsíðunum. Svo get ég hellt mér út í Murakami sem ég keypti í amríku og danska chic lit, sem er búin að liggja hjá mér síðan í september. Ætli ég nái þessu öllu áður en skólinn byrjar aftur? djös, ég vona það, en fyrst þarf ég náttúrulega að ná öllum prófunum með glansh.
 
laugardagur, janúar 07, 2006
|
 
Það er óskaplega kalt hjá mér núna, ekki inni samt og ekki heldur í sinni, bara úti. Er nú engu að síður búin að fara út og gera við þrjú hjól og ég held að það verði bara notalegt að skríða niður í kjallaraholuna til að lesa.
 
föstudagur, janúar 06, 2006
|
 
Þoli ekki svona nætur þegar ég sný mér og þvælist um rúmið allan tíma, dreymandi illa, hálf sofandi og hálf vakandi. Svo allt í einu, án þess að ég sé búin að hvíla mig nokkuð, hringir klukkan! Og þá kemur það ótrúlegasta af öllu; ég verð alveg ótrúlega pirruð út í klukkuna fyrir að hringja og vekja mig. Af hverju í ósköpunum verð ég það? það er ekki eins og ég hafi eitthvað verið að njóta næturinnar. Algert rugl!
 
fimmtudagur, janúar 05, 2006
|
 
þá er ég búin að velja mér för fyrir vorönnina, Contemporary Australia og Classics; from text to film. Valdi reyndar American novel in the 20th century til vara og líka the rise of the novel, bara svona ef kennararnir í hinum fögunum eru ljótir! En þá fer ég að.....getiði hvað? Jám, að læra, alveg rétt!
 
miðvikudagur, janúar 04, 2006
|
 
ja, nú er fjandinn laus eða batnandi manni er best að lifa! Veit ekki alveg hvort á betur við, en ÉG var að drekka grænt te. Já, segi ég og skrifa grænt te. Ég veit ekki hvort ég eigi að þora út úr húsi eftir þessa játningu.
 
|
 
Farin í fyrsta prófið. Gangi mér vel!
 
þriðjudagur, janúar 03, 2006
|
 
Læri, læri læri, tra rí ra rí ra.......lesi, lesi, lesi.....hádegismatur!
 
sunnudagur, janúar 01, 2006
|
 
Nú er komið 2006 og Þorbjörg mín orðin sjö ára.
þá finnst mér vera þjóðráð að fara snemma að sofa til að geta vaknað hress í lærdóminn.
Best að láta þá verða af því........
 

AÐRIR
Vinkona Lára Sverrir Kata Sigga Lísa Regína Lilja Óli Ingibjörg Hel Magga Beta Bróðir Einar Óli Salka
ARCHIVES
01/01/2003 - 02/01/2003 / 02/01/2003 - 03/01/2003 / 03/01/2003 - 04/01/2003 / 04/01/2003 - 05/01/2003 / 05/01/2003 - 06/01/2003 / 06/01/2003 - 07/01/2003 / 07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com